Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Útflutningsráð stendur fyrir „Venture Iceland“ í annað sinn Ah ugi fjárfesta hefur aukist ÁHUGI innlendra fjárfesta á ís- lenskum fyrirtækjum í upplýsinga- iðnaði hefur aukist undanfarin ár samhliða almennum vexti í hugbún- aðargeiranum hér á landi. Engu að síður vantar enn talsvert upp á að hægt sé að segja að rekstrarum- hverfíð í greininni sé viðunandi hvað varðar fjármögnun. Petta var meðal þess sem fram kom á Fjárfestingar- þinginu Venture Iceland 98 sem Ut- flutningsráð stóð fyiir í annað sinn á Hótel Sögu í gær. Alls tóku níu fyrirtæki þátt í þing- inu sem miðar að því að kynna ís- lensk hugbúnaðarfyrirtæki innlend- um og erlendum áhættufjárfestum og auka þannig möguleika þeirra á framtaksfé. Þátttakendur að þessu sinni voru Axel hugbúnaður, Fjar- hönnun, Hótellausnir, Hugfang, Kerfí, Tæknival, Memphis, Softis og Taugagreining. Mikið breyst til batnaðar Skúli Mogensen, framkvæmda- stjóri OZ, var meðal framsögumanna á Fjárfestingarþinginu. Hann sagði mikið hafa breyst til batnaðar á þeim átta árum sem liðin væru frá stofnun félagsins. Enn sem komið væri væri íslenskur hugbúnaðariðnaður afar lítill sem sjá mætti á því að ekkert fyrirtæki væri skráð á erlendum mörkuðum. Hins vegai- væru mögu- leikar í þessum geira miklu betri en áður og áhugi bæði innlendra og er- lendra fjárfesta vaxandi. Bandaríski fjárfestirinn Jim Rogers lagði í ræðu sinni m.a. áherslu á mikilvægi þess að auðvelda erlendum fjárfestum aðgang að mörkuðum hér. Hann sagði þróun undanfarinna ára jákvæða, fjánnála- markaðir hér væru opnari og áhrif landfræðilegrar legu íslands færu sí- fellt minnkandi. Hins vegar yrði að vinna að því í auknum mæli að fá er- lent fjármagn og þekkingu inn í landið. Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaþings, sagði mikla þróun hafa átt sér stað á íslenskum hlutabréfamarkaði, en engu að síður ættum við langt í land með að standa jafnfætis mörgum nágrannalöndum okkar. Hann sagði aukna einkavæð- ingu, færri höft á erlenda fjárfesta og aukna fagmennsku í upplýsinga- iðnaði almennt, jákvæð merki sem væru hvetjandi á rekstur fyi'irtækja í greininni. Langur aðdragandi Guðný Káradóttii’ hjá Útflutnings- ráði segist nokkuð sátt við þann áhuga sem þingið hefur vakið er- lendis í Ijósi þess hversu gifurlega hörð samkeppni ríkir á þessum markaði. Hingað hafi komið tólf er- lendir gestir, þar á meðal fulltrúar ESB, ráðgjafar sem unnu að fræðslu- og kynningarmálum með þátttakendum auk átta erlendra fjárfesta, m.a. frá Singapore, Banda- ríkjunum og víðsvegar að úr Evrópu. Guðný segir verkefnið eiga sér langan aðdraganda, en undii’búning- ur hófst í febrúar sl.: „Kostnaður hvers þátttakanda er 200 þúsund krónur, en segja má að megin skuld- bindingin liggi í þeim mikla og tíma- freka undirbúningi sem fyrirtækin hafa gengið í gegnum á þeim sjö mánuðum sem liðnii’ eru frá því að við fórum af stað. Þátttakendur þurfa að sækja reglulega vinnufundi og námskeið. Þar er t.d. kennd gerð viðskiptaáætlana, fjallað um áhættu- fjármagn, eðli þess og hvar það er að fínna, fjallað um hugbúnaðar- og há- tækniiðnað almennt, eftir hverju fjárfestar leita, veitt þjálfun í kynn- ingu o.s.fí-v. í lokin liggur síðan fyrir nákvæm viðskiptaáætlun sem full- trúai’ fyrirtækjanna kynna á þing- inu.“ Guðný segir fjárþörf og mark- mið fyrirtækjanna eðlilega af ólíkum toga, en að þessu sinni liggja fjár- mögnunarmarkmið þeh-ra 9 aðila sem skráðu sig til leiks á bilinu 17 til 210 milljónir íslenski’a króna. Vín í nóvember Fjölmai’gir aðilar koma að fjár- mögnun Fjárfestingarþingsins, t.a.m. Nýsköpunarsjóður og Útflutn- ingsráð, auk þess sem Evrópusam- bandið hefur lagt verkefninu lið frá upphafi í tengslum við upplýsinga- tækniáætlun sína. ESB sendir einnig eigin fulltrúa til landsins meðan á þinginu stendur til að fylgjast með framvindu þess og kynna sér þátt- takendur. Hliðstæð vinna á sér stað í öðrum Evrópulöndum, en í lok árs- ins eru valin út þau 40 fyrirtæki sem þykja hvað álitlegust að mati tilsjón- armanna ESB og fá þau tækifæri til að kynna sig á sérstöku Fjárfesting- arþingi Evrópusambandsins. Af þeim sex aðilum sem tóku þátt í ís- lenska verkefninu í fyrra var tveim- ur, Margmiðlun og Netverki, boðið að mæta, svo telja verður líklegt að einhver af þeim 9 sem nú eru með verði á meðal hinna 40 útvöldu á þingi ESB sem fram fer í Vín í nóv- ember. Hafnarstræti 100, Akureyri í DAG, LAUGARDAG, frákl. 14.00 til 18.00 eru til sýnis og sölu nýjar 2ja herb. 55 fm íbúðir og ein 4ra herb. ca 130 fm íbúð á tveimur hæðum. íbúðirnar eru með glæsilegum innréttingum frá ALNO og ein íbúðin er sýnd fullbúin með húsgögnum frá H.P HÚSGÖGNUM í Reykjavík. Ibúðimar kosta frá 5,9 millj. og á þeim hvíla húsbréf ca 1,6 millj. Möguleiki er þó að fá lánað allt að 70% af kaupverði yfir 25 ár með hagstæðum vöxtum. Ekki þarf húsbréfamat en lánastofnun þarf að samþykkja lántakanda. Reynald Jónsson verður á staðnum og býður alla velkomna. Nánari upplýsingar og teikningar hjá: REYKJAVÍK Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 AKUREYRI FASTEI6MSALAIV BYGOl) BREKKIGÖTU4 SP-fjármögm Úr árshlutareikningi iin hf.9 1. janúar til 30. júní SK* Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 262,8 158,1 +66,2% Vaxtagjöld 164,9 90,9 +81,4% Hreinar vaxtatekjur 97,9 67,3 +45,5% Aðrar rekstrartekjur 20,5 8,6 +138,4% Hreinar rekstrartekjur 118,4 75,8 +56,2% Önnur rekstrargjöld 40,4 29,5 +36,9% Framlög í afskriftareikning 32,1 19,7 +62,9% Hagnaður fyrir tekjuskatt 46,0 26,7 +72,3% Tekjuskattur 18,5 7,4 +150,0% Hagnaður tímabiisins 27,5 19,3 +42,5% Efnahagsreikningur 30/6'98 31/12-97 Breyiing | Eignir: | Milljónir króna Sjóður og kröfur á lánastofnanir 40,1 9,1 +340,7% Útlán 4.304,9 3.604,4 +19,4% Eignarhlutir í félögum 0,2 0 ■ Aðrar eignir 71,5 56,1 +27,5% Eignir samtals 4.416,8 3.669,6 +20,4% | Skultlir og eigið fé: | 1 3.928,6 Lántaka 3.220,6 +22,0% Aðrar skuldir 4,2 8,4 ■50,0% Tekjuskattsskuldbinding 35,6 16,9 +110,7% Víkjandi lán 161,2 153,9 +4,7% Eigið fé 287,2 269,8 +6,4% Skuldir og eigið fá samtals 4.416,8 3.669,6 +20,4% SP-Fjármögnun skilar 27,5 milljóna króna hagnaði Stefnt að aukn- ingu hlutafjár EIGNALEIGUFYRIRTÆKIÐ SP- Fjármögnun hf. skilaði 27,5 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins á móti 19,3 milljónum á sama tíma í fyrra. Útlán hafa aukist um 20% frá áramótum og er til umræðu að auka hlutafé félagsins til að fylgja eftir örri aukningu í starfsemi þess allt frá stofnun. Hreinar rekstrartekjur SP-Fjár- mögnunar námu rúmum 118 milljón- um á þessu tímabili á móti 76 millj- ónum á sama tíma í fyrra. Önnur rekstrargjöld voru 40 milljónir og lagðar voru 32 milljónir í afski'ifta- reikning útlána þannig að hagnaður fyrir skatta var 46 milljónir. Hagn- aður fyrir skatta var 27 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Framlög í afskriftareikning námu tæpum 20 milljónum í milliuppgjöri í fyrra og hafa því aukist verulega á milli ára. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri segir þó að félagið hafí ekki lent í miklum útlánatöp- um. Aukningin væri vegna al- mennra framlaga í afskriftareikning og fyrst og fremst gerð í varúðar- skyni. Betra en reiknað var með „Eg get ekki annað en verið ánægðm-. Afkoman er jafnvel betri en reiknað var með,“ segir Kjartan. Starfsemin hefur einkennst af aukn- ingu, ekki síst í bílalánum. Þannig jukust útlán um tæp 20% frá ára- mótum og voru komin í 4,3 milljarða í lok júní. Eigið fé félagsins er 287 milljónir kr., þar af 200 milljónir hlutafé. Kjartan segir að lítið eigið fé tak- marki mjög möguleika fyrirtækisins til að gera stóra eignaleigusamninga og þar með að vaxa enn hraðar vegna ákvæða laga um að lán til ein- stakra viðskiptamanna megi ekki nema meira en 25% af eigin fé fé- lagsins. Segir hann að til standi að auka hlutaféð og býst við ákvörðun um það í þessum mánuði. SP-Fjármögnun er í eigu spari- sjóðanna og tók félagið til starfa í maí árið 1995. Seðlabanki íslands Gjaldeyrisforði minnkaði um 1,2 milljarða GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans lækkaði um rúma 1,2 milljarða króna í ágúst og nam í lok mánaðar- ins 29,2 milljörðum ki’óna (jafnvii’ði 408,4 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlendar skammtíma- skuldir bankans hækkuðu um 1 millj- arð króna i mánuðinum og námu 1,2 milljörðum króna í lok hans. í ágúst endurgreiddi ríkissjóður erlend lán að jafnvii'ði 1,7 milljarða króna. Á gjaldeyrismarkaði voru hrein gjald- eyrisviðskipti Seðlabankans neikvæð um 796 milljónir ki-óna í ágúst. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, lækk- aði í ágúst um 0,3%. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum jókst í ágúst um 2,3 milljarða króna og er þá miðað við markaðsverð. Eign bankans í spari- skíi'teinum ríkissjóðs og ríkisbréfa- eign stóðu í stað en ríkisvíxlaeign jókst hins vegai- um 2,3 milljarða króna og nam í mánaðarlok 4,1 millj- ai'ði ki'óna. Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir hækkuðu um 2,3 milljarða króna í ágúst en nettókröf- ur bankans á ríkissjóð og ríkisstofn- anii' lækkuðu um 1,2 milljarða króna og voru jákvæðar um 4,6 milljarða króna í lok ágúst sem þýðir að inn- stæður ríkissjóðs í bankanum námu lægri fjárhæð en brúttókröfur hans á ríkið. Grunnfé bankans lækkaði um 2,5 milljarða króna í mánuðinum og nam 23,5 milljörðum króna í lok hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.