Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 36
36 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SALA HLUTABRÉFA
í LANDSBANKA
MEÐ SOLU hlutabréfa í Landsbanka íslands hf. til starfs-
manna og almennings er fyrsta skrefið stigið í átt til einka-
væðingar ríkisbankanna. í þessum fyrsta áfanga er lögð áherzla
á, að gefa starfsmönnum bankans kost á að kaupa hlutabréf og
jafnframt að gera hinum almenna borgara fært að eignast hluta-
bréf í Landsbankanum. Þetta er ánægjuefni og í samræmi við þá
áherzlu, sem ríkisstjórnin hefur lagt á dreifða eignaraðild að rík-
isbönkunum við sölu þeirra. Ohætt er að fullyrða, að víðtæk
samstaða er um þann þátt í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í
bankamálum. Og full ástæða til að ræða frekar hugmyndir Da-
víðs Oddssonar forsætisráðherra um að binda í lög ákveðnar
takmarkanir um eignarhlut í bönkum.
I öðrum löndum hefur það lengi tíðkazt, að starfsmenn ættu
kost á að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum á ákveðnu verði, sem
hugsanlega gæti verið fyrir neðan markaðsverð viðkomandi fyr-
irtækis. Þetta hefur m.a. verið aðferð til þess að tryggja starfs-
fólki kaupauka, sem jafnframt byggðist á því hversu mikil vel-
gengni fyrirtækisins væri. Þeim mun betur, sem rekstur fyrir-
tækis gengur, þeim mun verðmætari verða hlutabréf starfs-
manna.
I umræðum um einkavæðingu hér hefur lengi verið rætt um,
að eðlilegt væri að starfsfólk ríkisfyrirtækja ætti kost á að eign-
ast hlutabréf í þeim fyrirtækjum í eigu ríkisins, sem ákvörðun
væri tekin um að selja á almennum markaði. Eina álitamálið í
þessu sambandi er, hvort eðlilegt sé og sanngjarnt, að starfsfólk
fái tækifæri til að kaupa hlutabréf á lægra verði en bréfin eru
seld á í almennri sölu. Ef Landsbanki íslands hf. væri í einka-
eigu væri þetta ekkert álitamál. Þá gætu eigendur bankans
ákveðið að umbuna starfsmönnum sínum með þessum hætti.
Landsbankinn er hins vegar í ríkiseigu en í því felst, að hann
er á þessari stundu eign þjóðarinnar allrar, jafnt starfsmanna
bankans, sem annarra borgara. Er eðlilegt í slíku tilviki, að selja
starfsmönnum bankans hlutabréf á lægra verði en öðrum? Það
er hægt að finna rök bæði með og á móti slíkri ákvörðun. Rökin
á móti eru einfaldlega þau, að allir landsmenn eigi að eiga jafnan
rétt í þessu sambandi. Á hinn bóginn er líka hægt að segja, að á
þessum tímamótum í sögu bankans, þegar hann þar að auki þarf
á að halda samstilltum kröftum starfsmanna sinna allra sé ekki
óeðlilegt að byggja inn í kjör starfsmanna hvatningu til þess að
taka sameiginlega á til að rífa bankann upp úr þeirri lægð, sem
hann hefur verið í af margvíslegum ástæðum. Áð minnsta kosti
þarf að vera alveg ljóst, að sala á sérkjörum til starfsmanna sé
lögleg. Það má enginn vafi leika á því, að svo sé.
Hitt er alveg ljóst, að eftir að þessi ákvörðun hefur verið tekin
hlýtur hið sama að eiga við um starfsmenn Búnaðarbanka ís-
lands hf. og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landssímann
og fleiri ríkisfyrirtæki, sem væntanlega verða seld á næstu miss-
erum og árum.
En hvað sem þessum álitamálum líður er það fagnaðarefni að
hreyfing er að komast á sölu ríkisbankanna. Þótt töluverðar
sviptingar hafi orðið á undanförnum vikum um það, hvernig
standa skuli að þeirri sölu er ekki ósennilegt, að hún muni að
lokum ganga hraðar fyrir sig en talið hefur verið eftir að niður-
staða ríkisstjórnarinnar lá fyrir.
HVETJUM OKKAR
MENN TIL DÁÐA
HEIMSMEISTARAR FRAKKA í knattspyrnu munu leika
gegn íslendingum í undankeppni Evrópumótsins á Laugar-
dalsvelli í kvöld. Er þetta fyrsti leikur Frakkanna eftir að þeir
unnu hinn frækilega sigur á Brasilíumönnum í úrslitaleik heims-
meistaramótsins í júlí síðastliðnum. Ohætt er að segja, að þetta
sé einn af mestu íþróttaviðburðum síðustu ára hér á landi enda
hefur hann þegar vakið mikla athygli, bæði hérlendis og erlend-
is.
Guðjón Þórðarson, þjálfari íslenska liðsins, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að hann hefði enga ástæðu til að vera bjart-
sýnn fyrir leik gegn heimsmeisturunum. Sagðist hann reyna að
leggja kalt mat á stöðuna og vera raunsær án þess að vera nokk-
uð skelkaður. Það er augljóst, að okkar menn munu eiga við
ramman reip að draga en eins og sagt hefur verið þá getur allt
gerst í knattspyrnu, ekki síst ef áhorfendur styðja vel við bakið á
leikmönnum. Það er því rík ástæða fyrir áhorfendur til þess að
liggja ekki á liði sínu og hvetja okkar menn til dáða.
En hvernig svo sem fer á vellinum í kvöld þá verður heimsókn
heimsmeistaranna alltaf ávinningur fyrir íslensku íþróttahreyf-
inguna og íslensk ungmenni. Hér gefst tækifæri til þess að sjá
það besta í vinsælustu íþrótt heims. Er því ekki úr vegi að óska
áhorfendum góðrar skemmtunar um leið og landsliðinu er óskað
góðs gengis.
HVOR er hvað? Tveir leikmenn franska Iiðsins eru krúnurakaðir. Varn-
armaðurinn Frank Leboeuf (t.v.) og markvörðurinn Fabien Barthez bíða
eftir farangrinum á Keflavi'kurflugvelli.
_ Morgunblaðið/Ái*ni Sæberg
ANDRE Bisson er sérstakur kokkur franska landsliðsins og hefur verið
sl. tíu ár. „Hvort sem það er í Frakklandi, á Islandi eða Japan, þá elda ég
alltaf fyrir þá,“ segir Bisson.
HEIMSMEISTARAR Frakka í
knattspyrnu komu til Iandsins í
gærmorgun. Vígalegir gengu þeir
inn landganginn, allir eins klædd-
ir, í dökkgráum jakkafötum, ljós-
gráum skyrtum og með blá bindi.
Liðinu fylgir stór hópur aðstoðar-
manna, landslið leikmanna yngri
en 21 árs, og fastir áhangendur,
sem saman eru alls um 80 manns.
Leikmennirnir voru hinir
hressustu við komuna til Kefla-
víkur í gær, spjölluðu við íjöl-
miðla og gáfu eiginhandaráritan-
ir. Að því búnu héldu þeir til há-
degisverðar í Reykjavík og síðan
var efnt til blaðamannafundar, en
liðinu fylgir einnig mikill fjöhli
franskra blaða- og fréttamanna.
„Allir leikir
eru erfiðir"
Didier Deschamps fyrirliði liðs-
ins sagði í samtali við Morgun-
blaðið að mikilvægt væri fyrir lið-
ið að vinna leikinn við íslendinga
á morgun. Þetta væri fyrsti leikur
þeirra í Evrópukeppninni og mik-
ilvægt að byrja vel. Aðspurður
hvort ekki væri erfitt að koma til
keppni á ný eftir að hafa unnið
heimsmeistaratitilinn í sumar
sagði hann að heimsmeistara-
keppnin væri að baki og liðið væri
ekki að velta sér upp úr því sem
væri liðið. Nú væru þeir að horfa
fram á við og markmiðið væri að
standa sig í Evrópukeppninni.
Deschamps sagði að leikmenn
franska liðsins hefðu kynnt sér
vel íslenska liðið. Hann sagðist
vita að liðið hefði tapað fáum
leikjum, í því væri mikil barátta
og það gæfíst ekki auðveldlega
upp. „Allir leikir eru erfíðir, og
þessi verður það líka,“ sagði
Deschamps.
Deschamps er eini leikmaður-
inn í hópnum sem hefur áður
komið til íslands, en hann Iék með
franska liðinu á móti íslendingum
á laugardalsvelli árið 1991. Að-
spurður kvað hann sér líka ágæt-
lega að spila á íslandi, en hann
hefði því miður ekki séð mikið af
Iandinu. „Það sem ég hef séð af
landinu einkennist af mikilli víð-
áttu. Þetta er ólíkt öllu sem þú
sérð í Evrópu þar sem öllu hefur
verið skipt niður, og alls staðar
býr fólk. Hér eruð þið hins vegar
svo fá í svo stóru landi að víðátt-
urnar eru miklar og merkilegar."
Miðvallarleikmaðurinn Youri
Djorkaeff var afslappaður við
komuna til Keflavíkur í gær.
Hann sagðist hafa kynnt sér ís-
Ienska liðið vel og sagði að leikur-
inn væri ákaflega mikilvægur.
„Við þurfum að vara okkur á ís-
lendingum, það getur allt gerst,“
sagði Djorkaeff. „Það er mikil-
vægt að byrja vel og íslenska liðið
er sterkt. Við munum gera okkar
besta eins og alltaf en maður veit
aldrei hvernig fer.“
Markvörðurinn Fabien Barthez
sagðist vera í fínu formi fyrir leik-
SPJALLAÐ saman meðan beðið var e
Christophe Dugarry, miðjumaðurinn
inn Robert Pires spjalla við i
MIKILL fjöldi franskra blaða-
Heimsn
Hafa
o g
Landslið heimsmeist-
ara Frakka í knatt-
sp.yrnu kom til ís-
lands í gær og leikur
síðdegis í dag við
landslið íslands.
—
Ragna Sara Jónsdótt-
ir fylgdist með komu
liðsins og ræddi við
nokkra leikmenn,
þjálfara liðsins og
kokkinn sem fylgir
liðinu.