Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 414. + Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 27. september 1914. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 25. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Elísabet Arnodds- dóttir húsmóðir, f. 26. ágúst 1890, d. 22. febr. 1951, og Gunnlaugur Sig- urðsson skipstjóri, f. 28. sept. 1883, d. 20. apríl 1965. Alsystkin Sigurbjarg- ar voru: Aðalsteinn, f. 1910; d. 1991; Þórarinn, f. 1913; Arnodd- ur, f. 1917, d. 1995: Guðbjörg, f. 1919, d. 1983; Jón f. 1920; Elías f. 1922, Guðný, f. 1928; og Ingv- ar, f. 1930. Hálfbróðir hennar var Gunnlaugur, f. 1906, d. 1992. Sigurbjörg giftist árið 1941 Vigfúsi Guðmundssyni stýri- manni f. 21. okt. 1908, d. 20. sept. 1946. Foreldrar hans voru Guðný Vigfúsdóttir og Guð- mundur Ingimundarson er bjuggu á Hánefsstaðaeyrum við Seyðisfjörð. Sonur Sigurbjarg- ar og Vigfúsar og þeirra eina barn er Birgir, f. 22. júh' 1941, yfirtollvörður við Tollgæsluna í Reykjavík. Kona hans er Svan- Hjartkæra amma, far i friði, foðurlandið himneskt á. Þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Hðf. ók.) I dag verður amma okkai-, Sigur- björg Gunnlaugsdóttir, borin til graf- ar í Vestmannaeyjum. Við vissum lík- lega öll að kveðjustundin væri á næsta leiti í byrjun sumars þegai' hún var lögð inn á spítala en að kveðja ástvin í hinsta sinn er alltaf ei'fiðara en orð fá lýst. I bland við söknuð og trega rifj- ast þó upp góðar minningar um stundir sem við áttum með ömmu, heima í Hofgörðum og á Kleppsvegin- um þar sem hún bjó frá því að hún fluttist frá Vestmannaeyjum eftir gos. Nú er hún komin aftur þangað sem hún bjó mestan hluta ævi sinnar og mun hvíla við hlið manns síns, Vigfús- ar Guðmundssonar, sem dó íyrir rúm- lega hálfri öld. Það felst huggun í þeirri vissu að tíminn mun vinna á sorginni en minningamar munu lifa með okkur um alla framtíð. Sem lindin lygn og tær var líf þitt hér á jörð og um þig aldrei stormur stóð né stríð og sundrung hörð. Þú héðan hvarfst á burt við haustsins kaldan róm en albjört mynd þín okkur skín, þú áttir kærleiks blóm. Sem breiddi ilm og yl yfir ástvinahópinn þinn og leiðh' okkur ljúft og þýtt á lífsveg ófarinn. OgnáðGuðsfylgiþér í nýjan bústað inn þar eftir langan aðskilnað þú ástvin finnur þinn. (R.GJ _ Elsku amma, hvíl í friði. Ásta, Vigfús, Birgir Jón og Linda Björg. Elskuleg fóðursysth- mín er látin og ég þakka henni langa og góða sam- fylgd. Hún var alltaf kölluð Bagga og er hjá mér í minningunni allt aftur til fi'umbemsku. Eftfr sviplegt fráfall eiginmanns síns Vigfúsar Guðmunds- sonar árið 1946 kom hún á heimili mitt ásamt ungum syni sínum sem er ári eldri en ég og þai- eignaðist ég mjög hjartfólginn uppeldisbróður, bróður sem ég elska takmai'kalaust. Hann var á heimilinu þangað til hann fór í framhaldsskóla í Reykjavík en dís A. Jónsdóttir, f. 7. júlí 1942, hjúkr- unarfræðingur. Böm þeirra hjóna eru: 1) Ásta Mar- grét, f. 1963, gift Emi V. Skúlasyni og eiga þau tvo syni, Arnór Skúla og Andra Geir. 2) Vigfús, f. 1967 í sambúð með Maríu Olafsdóttur og eiga þau eina dóttur, Vöku. 3) Birgir Jón, f. 1973 í sambúð með Grétu Bergs- dóttur og eiga þau eina dóttur, Birtu, 4) Linda Björg. f. 1975. Á unga aldri stundaði Sigur- björg hefðbundin störf við út- gerð og fískverkun föður síns í Vestmannaeyjum. Eftir að hún varð ekkja hóf hún störf við Netagerð Vestmannaeyja og vann þar í nokkur ár. Eftir að móðir hennar lést annaðist hún heimili föður síns og bræðra á Gjábakka í mörg ár. Eftir eld- gosið í Eyjum 1973 fluttist hún til Reykjavíkur og hóf stöf á barnadeild Landakotsspítala og vann þar til sjötugs. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Bagga frænka mín var hjá okkur fram til ársins 1973 þegar jarðeldar brutust út á Heimaey, en þá fluttist hún til sonai' síns á Seltjamamesi en stofnaði síðan eigið heimili í Reykjavík og heíir átt þar heima síðan, fyi-st á Brávalla- götu en síðan á Kleppsvegi 32, þar keypti Vestmannaeyjabær eitt stiga- hús sem var leigt út til eldri Vest- mannaeyinga. Þai' átti hún góð ár í fé- lagsskap fólks sem hún þekkti svo vel. Þegai’ við Bfrgii’ sonur Böggu voram böm nutum við umhyggju foreldra minna, Böggu og móðurömmu minnar og í minningunni set ég þau öll í um- hyggjuhlutverkið, því þau hugsuðu um allar okkar langanfr og þarfir. Bagga var glaðlynd að eðlisfari og það ríkti oft glaðværð í húsinu á Bakka- stíg 9 þvi það var oft margt fólk í heimilinu, sérstaklega á vertíðum, þegar vora kannski sjö sjómenn í kjallaranum en þeir vora á bát fóður míns og það þurfti að þjóna þessum mönnum, og þá var gott að hafa góða konu sem tók þátt í húsverkunum á stóra heimili. Fyi-stu árin eftir að Bagga missti mann sinn vann hún í gömlu neta- gerðinni við Hraðfrystistöðina og síð- an við Heiðarveg. Það var oft mikil vinna á vertíðunum og stundum fi-am á kvöld. Þá man ég að þegar hún kom heim seint kom hún að rúminu okkar og lagði eitthvert góðgæti í lófann og sti-auk vangann svo létt, eins og hún vildi biðjast fyrirgefningar á að hafa ekki verið heima hjá okkur. Hún var búin að missa mann sinn en við börn- in fengum að njóta góðu tilfinning- anna hennar. Seinna fór Bagga að vinna í þurrkhúsinu við að breiða og þurrka saltfisk. Þetta var erfiðisvinna en stóð aðeins nokkra mánuði í senn. Á báðum þessum vinnustöðum eign- aðist Bagga mai'ga góða vini. Mörg seinustu árin í Eyjum hugsaði hún um heimili hjá föður sínum og bróður. Þangað var alltaf svo gott að koma, allt var svo snyrtilegt og fallegt í litla húsinu. Hún bjó samt alltaf hjá okkur en var alltaf á daginn á Gjábakka og hélt þar heimih. Öll ái-in sín í Eyjum var frænka mín virk í félagsstarfi slysavamadeildar- innai* Eykyndils. Þær sóttu alltaf fundi móðir mín og hún og þær unnu mikið starf við basara og hlutaveltur. Það var oft gaman að fá að fylgjast með öllum þessum duglegu Eykynd- ilskonum ganga á milli verslana með þvottabala á milh sín, en í hann settu þær vörar sem þær fengu gefins í verslunum og áttu að fara á hlutavelt- una. Þetta voru ánægjuleg og óeigin- gjöra störf, það var margt skrafað og hlegið. Þetta vora skemmtilegir tím- ai'. Slysavarnamál voru ofarlega í huga allra á heimilinu, enda mai'gir sjómenn í húsinu, já og í allri fjöl- skyldunni. Svo kom gosið og við fór- um öU til Reykjavíkur. Bagga fór að vinna á smurbrauðsstofu og síðan á bamadeild Landakotsspítala. Þai- átti hún mjög ánægjulegan tíma og hún kunni svo vel að láta sér þykja vænt um veiku bömin og henni líkaði svo vel við samstarfsfólkið, og sumt af því heimsótti hana oft eftir að hún hætti að vinna þar vegna aldurs. Síðustu árin vora fi'ænku minni erfið. Þrekið þvarr og sjónin minnk- aði og í nokkur ár naut hún dagvistar í Hafnarbúðum, þai' fannst henni gott að vera. Alltaf pússaði hún sig upp á daginn, það var alltaf hennai' lag að vera vel klædd og snyrtileg og í mörg ár fór hún í lagningu til Brósa á föstudögum. Alltaf naut Bagga um- hyggju sonai' síns og tengdadóttur og þeirra barna og sannarlega vildu þau gera meira fyrir hana en hún gat þegið. Hún hafði alltaf haft svo gam- an af því að gefa. En í lokin var það hún sem varð að þiggja, og hjálp ann- arra var svo sannarlega föl. Eg hugsa nú til Berthu, Gústu og Bíbíar og þakka þeim vingjarnlegar heim- sóknii’ og ýmis viðvik. Eg sendi eftfr- lifandi systkinum Böggu, Birgi og Svandísi, og börnum þeirra og móður minni innilegar samúðarkveðjur. Elísabet Amoddsdóttir. Ég veit þú heim ert horfrn nú og hafrn þrautir yfir Svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú. (Steinn Steinarr.) Þessar ljóðlínur koma upp í huga minn er ég minnist elskulegrar frænku minnar, Sigui'bjargar Gunn- laugsdóttur, Böggu frá Gjábakka, sem látin er á áttugasta og fjórða ald- ursári. Margvislegar tilfinningar sækja að, þegar ástvinir látast. Ekki er það þó sorg í hjaita þegar aldin höfðingskona kveðm', en söknuðurinn er mikill. Söknuðurinn er þó mestur hjá einka- syni hennai' Bfrgi, Svandísi konu hans, bömum þeirra og barnaböm- um. Ekki verður mynd hennai’ rifjuð upp án þess að leggja áherslu á þakk- læti hennar til þeirra fyrir frábæra umhyggju og ástúð. „Eg þarf bai'a að taka upp símann og þá er kominn bíll og bílstjóri," sagði hún oft af öiyggis- tilfinningu. Frænka mín hafði til að bera þann fágæta hæfileika að vera góður hlustandi án þess þó að gerast dómari í málum sem upp komu. Róg- burður var ekki til í hennar tungu- máli. Allt viðmót Böggu var ljúftnann- legt og vai' hún vinsæl og vinmörg. Bagga óttaðist ekki dauðann, hún var sátt við Guð og menn. Allt fram undir hið síðasta hélt hún skýrri hugs- un, æðraleysi og skopskyni og minnist ég hennar þannig, brosandi er við rifj- uðum upp gamla tíma. Hún skilur eft- fr sig ástúðlegai' hugsanfr hjá öllum sem hana þekktu. Elsku frænka, hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér. Hvíl í friði. Þórey Þór. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, ÞÓRMUNDUR ERLINGSSON, Holtsgötu 19, Reykjavík, lést á Landakoti fimmtudaginn 3. september. Útförin verður auglýst síðar. Oddný Kristjánsdóttir, Jónatan Þórmundsson, Sólveig Ólafsdóttir. SIG URBJÖRG GUNNLA UGSDÓTTIR t Hjartkaer eiginkona mín, móðír okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN BJARNEY ÓLAFSDÓTTIR Ijósmóðir frá ísafirði, Dalbraut 59, Akranesi, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 2. september. Kristmundur Breiðfjörð Bjarnason, Ólöf G. Kristmundsdóttir, Samúel Þór Samúelsson, Kristín Br. Kristmundsdóttir, Svavar Cesar Kristmundsson, Guðný Helga Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg systir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET JÓNA SIGURÐARDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 2. september. Guðný Sigurðardóttir, Inga Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Marteinn Hreinsson, Ásgerður Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför systur okkar og mágkonu, SIGRÍÐAR RAGNARSDÓTTUR, Hrafnabjörgum, Arnarfirði, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. ágúst sl., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. september kl. 13.30. Anika J. Ragnarsdóttir, Bergþóra Á. Ragnarsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Höskuldur Ragnarsson, Lilja Ragnarsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Guðjón Ármann Eyjólfsson, Guðjón Á. Jónsson, Anna Skarphéðinsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Ragnar Valdimarsson. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Akbraut, Holtum. Þóra M. Magnúsdóttir, Jón L. Magnússon, Guðrún L. Magnúsdóttir, Gísli Þ.G. Magnússon, Árni S. Magnússon, Daníel Magnússon, Sigrún J. Magnúsdóttir, Bjarni P. Magnússon, Jón Ingileifsson, Gísli Helgason, Þórunn I. Reynisdóttir, Guðrún B. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og jarðarför móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, MÖRTU ÞORSTEINSDÓTTUR frá Garðakoti í Mýrdal, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Steina Einarsdóttir, Lauritz H. Jörgensen, Áki Hermann Guðmundsson, Hilma Hrönn Njálsdóttir, Einar Þór Jörgensen, Marta Jörgensen, Sesselja Jörgensen, Árelíus Örn Þórðarson, barnabarnabörn, systkini, systkinabörn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.