Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 46 STEINAR BENJAMÍNSSON + Steinar Benja- mínsson var fæddur í Reykjavík 11. febrúar 1944. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðlaug B. Björnsdóttir, f. 25. júlí 1923, d. 12. febr- úar 1976, og Benja- nu'n H. Jónsson, f. 3. mars 1918, d. 29. ágúst 1983. Steinar var elstur af þrem systkinum og eru hin: 1) Sigurður Viðar, f. 28. ágúst 1945. Eiginkona hans er Steinunn Marinósdóttir, þeirra synir eru Þórir Marinó, dóttir hans er Brynja Lísa og Einar Björn. 2) Elsa, f. 31. mars 1949. Eiginmaður hennar er Olafur Gunnarsson: þeirra synir eru Gunnar, Kjartan, Pétur og Kolbeinn. Steinar kvæntist 28. desember 1968 eftirlifandi eigin- konu simii Lilju Dóru Hjörleifsdótt- ur, f. 7.10. 1947 frá Vestmannaeyjum. Böm þeirra em: 1) Hjörleifur Hreiðar, f. 20. maí 1969, unnusta hans er Katrín Brynjarsdótt- ir. 2) Benjann'n, f. 19. aprfl 1973, unnusta hans er Dagný Bald- ursdóttir 3) Guðlaugur Ingi, f. 8. des. 1977. 4) Guðlaug Bima, f. 14. janúar 1979. 5) Inga Rós, f. 15. nóv. 1985. Utför Steinars fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Ffladelfíu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ástin mín. Nú er þjáningum þínum lokið og þú ert kominn heim til Jesú sem þú settir allt þitt traust á og sem hélt þér uppi í öll- um þínum veikindum. Oft var þetta erfitt en eftir situr þakklæti mitt fyrir allt sem þú gafst mér. Þú gafst mér ást þína og traust og fimm yndisleg börn sem nú hjálpa mér að fylla tómarúmið sem myndast hefur við fráfall þitt. Eg kveð þig, ástin mín, með virðingu og þakklæti fyrir 30 árin sem við áttum saman. Vertu Guði falinn. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálmur 37,5.) Mig langar að þakka Stefáni Matthíassyni lækni, starfsfólki á deild 6B á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, sjúkrahúsprestum, starfsfólki á gjörgæslu, læknum og starfs- fólki á Sjúkrahúsi og Heilsugæslu Suðurlands á Selfossi fyi-ir frá- bæra umönnun, kærleika, vináttu og fórnfýsi. Megi Drottinn Jesús ríkulega launa ykkur og blessa störf ykkar. Lilja Dóra Hjörleifsdóttir. Elsku pabbi minn, mig langar bara að segja þér hversu mikið mér þykir vænt um þig og hve sárt ég sakna þín. Allt er svo óraunverulegt og mér finnst alltaf eins og ég sé að fara að hitta þig á morgun en svo átta ég mig á að svo er ekki og það er svo sárt. Þú hefur alltaf verið stoð mín og stytta og stutt mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Og þegar ég byrjaði að fikta við að teikna einhvern tímann í æsku hvattir þú mig alltaf áfram í gegnum öll þessi ár og í dag lít ég á sjálfan mig sem listamann rétt eins og þú gerðir og á ég það þér að þakka. En elsku pabbi minn, enda þótt þú sért horfinn af þessari jörðu þá veit ég að þú verður alltaf hjá mér og þú munt alltaf vera mér hvatn- ing í öllu sem ég mun taka mér fyrir hendur og þú munt halda þínum verndarvæng yfir mér og fjölskyldu þinni alla tíð. Ég sakna þín, pabbi minn, og mun alltaf geyma þig í mínu hjarta. Sæll er sá er gefur gaum að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar Drottinn honum. Drottinn varðveitir hann og lætur hann njóta lífs og sælu í landinu. (Sálmur 41:2.-3. vers.) Þinn sonur, Benjamín. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakb nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Pú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálmur 23.1.-6. vers.) Elsku pabbi minn, nú veit ég að þú ert hjá Jesú þar sem engin þjáning er, bara gleði og kærleik- ur Drottins. Ég elska þig og sakna þín. Þín dóttir, Inga Rós. Hver fær að stíga upp á fjall drottins, hver fær að dveljast á hans helga stað? Sá er hefir óflekkaðar hendur og hreint hjaita, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið. Hann mun blessun hljóta frá Drottni og réttlætingu frá Guði hjálpræðis síns. Elsku pabbi minn, nú þegar þú ert farinn, þá fyrst átta ég mig á því hve mikið ég sakna þín. Þegar ég fékk fréttirnar, þar sem ég var að vinna í Noregi, þá brotnaði ég og aldrei hefur mig langað jafn mikið að tala við þig og segja þér hve heitt ég elska þig, elsku pabbi minn. Það voru þung spor að koma heim frá útlöndum og eng- inn pabbi að taka á móti mér. En ég þakka Guði fyrir það þú þurftir ekki að þjást meir og fékkst bara að sofna. Mér fannst svo gott að heyra frá mömmu hve þú varst ánægður með hvað heimilið þitt væri fallegt og þú varst svo sáttur. Ég hefði gert allt til þess að vera hjá þér á kveðjustundinni, en það er víst ekki hægt að breyta því núna. En það sem gladdi mig mest, var að þú fékkst leyfí til að fara út af spítalanum og koma með til að keyra okkur út á völl. En elsku pabbi minn, nú veit ég að þú þarft ekki að þjást meir og þarft ekki að vera hræddur. Og ég veit að þar sem þú ert hjá Jesú núna hugsar hann um þig og ég veit að nú þarf ég ekki að vera hrædd um þig. En elsku pabbi minn, nú er kominn tími til að kveðja. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Guðlaug Birna. Lofaður sé Drottinn, því að hann hefir heyrt grátbeiðni mína. Drottinn er vígi mitt og skjöldur, honum treysti hjarta mitt. Ég hlaut hjálp, því fagnar hjarta mitt, og með ljóðum mínum lofa ég hann. Drottinn er vígi lýð sínum og hjálparhæli sínum smurða. Hjálpa lýð þínum og blessa eign þína, gæt þeirra og ber þá að eilífu. (Sálm. 28:6.-9. vers.) Elsku pabbi minn, nú ert þú farinn frá okkur og nú er ekkert eftir nema minningarnar um þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Eins og allar þær veiðiferðir sem við fórum saman og er ég rosalega þakklátur fyrir. Nú ert þú farinn á betri stað, en ég á eftir að sakna þín mikið, elsku pabbi minn. Friður sé með þér. Þinn sonur, Guðlaugur Ingi. Þegar farið er í sumarfrí, reikn- um við alltaf með að allt sé óbreytt þegar við komum heim. En svo var ekki þetta árið, því tvisvar var hringt í okkur til Svíþjóðar til þess að tilkynna um dauðsfall í fjöl- skyldunni, og var í öðru tilvikinu Steinar, maðurinn hennar Lilju systur. Steinar var búinn að vera sjúklingur síðustu ár, en engan grunaði að lífsgöngu hans væri að ljúka, enda var hann að búa sig upp fyrir bæjarferð með Lilju, þegar hann datt niður með hjarta- stopp. Tókst læknum að koma hjartanu af stað, en þrátt fyrir það lést hann tæpum sólarhring síðar. Ævin hjá þeim hefur oft verið erf- ið, en það sem hefur hjálpað systur minni í öllum henna erfiðleikum er lifandi trú á Jesú Krist. Þau störf- uðu mikið í Hvítasunnusöfnuðinum Betel í Vestmannaeyjum. Fyrstu kynni mín af Steinari voru fyi-ir rúmum 30 árum þegar LOja systir kynnti hann fyrir fjöl- skyldunni. Nokkram mánuðum seinna var ákveðið systrabrúðkaup sem átti að vera í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Er mér mjög minnisstætt atvik frá kvöldinu fyrir bráðkaupið. Þá ákváðum við fjögur, Lilja, Steinar, ég og Þórður að spila vist. Eitthvað var Steinai- óánægð- ur með frammistöðu Lilju, en ég tók auðvitað málstað systur minn- ar, og úr þessu varð hörkuhávaði og rifrildi á milli okkar Steinars. Þá sagði mamma: „Guði sé lof að þið ætlið ekki að giftast hvort öðra.“ En oft gekk þetta svona á milli okk- ar Steinars, því að skoðanir okkar voru mjög ólíkar, en þess á milli voram við ágætis vinir, og var þar fyrst og fremst hugsað um Lilju, því báðum þótti okkur mjög vænt um hana, og veit ég að Lilja hefur oft átt mjög erfitt út af svona mál- um. En systir mín er svo mikill per- sónuleiki að það er nánast ekkert sem getur komið henni úr jafnvægi. Þegar farið var upp á land með Herjólfi var nánast fastur punktur að koma við á Selfossi í kaffi hjá Lilju og Steinari, alltaf tóku þau jaíh vel á móti okkur, og ekki vant- aði það að þau vildu vita hvort við hefðum öragga gistingu, hvort við kæmum ekki í kvöldmat o.s.frv. Hún systir mín átti það líka til, ef hún vissi af einhverjum úr fjöl- skyldunni í Reykjavík, að hringja svona einni klst. fyrir mat og segja: „Heyrðu, elskan, ég er búin að elda svo mikinn mat, drífið ykkur austur og fáið ykkur að borða.“ Þetta var nú ekki mikið mál. Elsku Lilja mín. Þú hefur svo sannarlega barist fyrir lífinu, við hlið mannsins þíns, og staðið þig vel. Þú ert og verður alltaf hetja í augum okkar allra. Ég bið Guð að styðja þig og styrkja í sorginni, og megir þú eiga góða daga þegar aftur birtir til. Elsku Hjölli, Benni, Gulli, Lulla, Katrín og Dagný. Megi Guð styðja ykkur í sorginni. Elsku Inga Rós mín. Þú sem varst svo mikil pabbastelpa. Ég veit að þú verður dugleg og hjálp- ar mömmu þinni, og þið huggið hvor aðra í sorginni. Guð gefi þér styrk til þess. Systkinum Steinars, þeim Sigga og Élsu ásamt fjölskyldum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Mági mínum bið ég Guðs blessun- ar í nýjum heimkynnum. Guðmunda Hjörleifsdóttir. A þeim áram þegar menn era ungir og allt virðist mögulegt þá er stundum eins og þeir séu ekki fæddir í heiminn til annars en að þiggja allt það góða sem heimurinn hefur að gefa. Bak við næstu hæð er fjársjóður, enginn veit í raun og vera nákvæmlega hvers slags fjár- sjóður. Eitt er samt víst, hann er þama, hann virðist innan seilingar og ferðalagið þangað verður skemmtilegt. Menn vita innst inni: Gæfan verður þeim hliðholl. Þeir hljóta að komast hvert sem þeir vilja. Og sumir hafa einstakt lag á því að hrífa aðra með sér í þessa för. Einn þeirra manna var mágur minn Steinar. Ég kynntist Steinari Benjamíns- syni fyrir þrjátíu áram. Þannig vildi til eins og gengur og gerist að ég hafði gist næturlangt í fyrsta sinn hjá systur hans sem síðan varð konan mín. I dögun var barið á dyrnar, ögn þunglega þó. Og fyr- ir utan stóð þetta gervilega glæsi- menni og bauð í morgunkaffi. Ameríski snillingurinn Thomas Wolfe lýsir bróður sínum Fred Wolfe á eftirfarandi hátt í skáldsög- unni Engill horfðu heim: „Andlit hans var kirkja þar sem gleðin og vonin gengu í heilagt hjónaband." Ég á ekki nokkra von til þess að geta komist betur að orði til þess að lýsa mági mínum eins og hann kom mér fyrst fyrir sjónir fyrir réttum þrjátíu áram, hrokkinhærður með bil á milli tannanna og brosandi. Hann var nýkominn úr siglingu með niðursoðna ávexti eins og hver vildi hafa og hvílíkar sögur sagði hann ekki af ferðum sínum. Hann hafði séð illúðlega sleggju- hákarla og hrægamma svo stóra að skyggði á borgir þegar þeir breiddu út vængina . . . þetta vora sögur farmannsins sem lent hafði í ævintýrum og ég fékk aldrei nóg af því að hlusta. Og þegar Steinar sagði síðar meir: Vinur minn og félagi, við skulum kaupa okkur dýrastu haglabyssur í heimi og fara á rjúpu; þá rauk ég til. Og ef þessi mágur minn hefði sagt: Sérðu! Þarna einhvers stað- ar í fjarskanum, þarna bak við sjóndeildarhringinn, þar er rjúpnafellið mikla og það er svo krökkt af fugli á því, félagi, að sér ekki í það, þá hefði ég fylgt honum ... alla leið á heimsenda. En þó að sumar okkar veiðiferða yrðu ekki til mikilla fugla þá gat Steinar séð það jákvæða jafnvel við leiðangra sem enduðu með því að við stilltum upp flöskum til að dúndra á. Eitt sinn þegar við kom- um heldur slyppir af heiðum sagði hann og kippti öllu í lag: Næst þegar við föram á rjúpu þá höfum við með okkur almennilega að éta! Því það að vera glaður og borða góðan mat, slíkt er hlutskipti yðar undir sólinni, segir Prédikarinn. En svo gerðist það í lífi Steinars í samræmi við orð Prédikarans, sem segir einnig að allt sé hégómi undir sömu sól, að gangan að góðu hlutunum í tilverunni varð æ strangari og lengri en Steinar hafði haldið. Veraldarinnar gæði vildu ekki alveg rata rétta leið til þessa manns sem hafði þann höfð- ingsskap til að bera að hefði hann haft úr öllum íslensku fjárlögun- um að moða til vina og kunningja og venslafólks þá hefðu þau ekki dugað til. Og svo fór að lokum að hann missti heilsuna. En þótt það dimmdi með tíð og tíma í kirkj- unni sem var andlit hans þá rökkvaði þar aldrei alveg enda átti hann verkfærasafnið sitt sem hon- um var annt um til þess að dunda sér við og silungurinn beið þess í vötnum að láta veiða sig. Hann átti minninguna um foreldra sína en hann var þeim ákaflega hollur og góður. Hann átti engan venju- legan lífsförunaut heldur Lilju Hjörleifsdóttur frá Vestmannaeyj- um, konu með gullhjarta og marg- faldan Islandsmeistara í köku- gerð. Hann átti sand af börnum, Hjölla og Benna og Gulla og Lullu og Ingu Rós, hann var fjölskyldu- maður og meira og betra jólabarn en nokkur manneskja sem hefur orðið á vegi mínum fyrr eða siðar. Hann var byrjaður að skreyta húsið sitt í október og sparaði hvorki veggskraut né músastiga. Og þótt mér þætti þar stundum dálítið ofhlaðið þá stóð ég frammi fyrir þeirri staðreynd að innra með Steinari bjó merkilegur list- málari sem hann hefði kannski getað kynnst betur hefði hann hirt um að berja fastar upp á hjá hon- um. Hann málaði eina litla myncV af fjalli sem hefur staðið fyrir sínu þann aldarfjórðung sem liðinn er síðan ég sá myndina fyrst. Kannski þar sé fellið okkar, rjúpnafjallið dýrðlega sem alltaf var handan við næstu hæð. Þegar kom að því að ég samdi skáldsöguna Tröllakirkju þá hlaut það að verða að Steinar gengi inn í bókina og legði einni persónunni til nokkuð af manngæsku sinni, mildi og glæsimennsku. Ég orðaði þetta aldrei við mág minn og ég er ekki viss um að það hefði skipt hann miklu, honum þótti eins og skiljanlegt er skemmtilegra að stinga spólu í tækið og kíkja á ein^, góða með „Klintinum", en að lesa grafalvarlegar bókmenntir. Það er misskilningur að rithöf- undar sæki sér efnivið til fólks sem þeim er í nöp við þegar þeir skrifa bækur. Það er nú öðru nær. Þá leita menn fanga hjá þeim sem þeir líta upp til og elska. Olafur Gunnarsson. Látinn er æskuvinur minn Stein- ar Benjamínsson. Þegar við Steinat? vorum 11 ára lágu leiðir okkar fyrst saman. Þá vora foreldrar okkar að byggja einbýlishús í Heiðargerði í smáíbúðahverfinu. Þegar við flutt- um þangað þótti þetta langt út úr bænum. Það var enginn skóli kom- inn í hverfið. Við Steinar fóram saman í Laugarnesskóla og lentum saman í bekk. Það var skólabíll sem keyrði okkur í skólann og var oft mikið fjör í skólabílnum. Við strák- arnir í hverfinu voram með okkar eigið fótboltafélag sem hét Þröstur. Við voram mikið í fótbolta og oft voram við langt fram á kvöld í leikj- um úti enda var ekkert sjónvai-p þá til að sitja yfir. Steinar reyndist góður félagi og hjálpsamur, hanrt var fljótur til ef á þurfti að halda. Steinar bjó í nokkur ár í Vest- mannaeyjum og vann þar ýmis störf. Hann fór á sjóinn og keyrði rátu með ferðamenn um Eyjuna eftir gos. Fyrir nokkram áram veiktist Steinar og var hann búinn að vera mjög sterkur í sínum veik- indum. Steinar átti góða konu, Lilju Dóru, sem reyndist honum hin sterka stoð í hans veikindum. Þeg- ar ég heimsótti hann á Sjúkrahús Reykjavíkur var hann að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í fót- bolta og stytti það honum stundir. Ég votta fjölskyldu Steinars og systkinum hans samúð mína. Árni Friðrik Markússon.1 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunuijv- öarösl^om 1 , v/ l-ossvogskirkjugará y 554 0500 / ---■---^ *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.