Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ * Er Arborg borg? Enn er þörf fyrir alþjóðlegt hjálparstarf UNDANFARIÐ hefur sameining sveit- arfélaga mikið verið í umræðunni, og ekki hefur minnsta orkan farið í að ræða nöfnin sem hin sameinuðu sveitarfélög á lands- byggðinni skulu bera um aldur og ævi. Til að tryggja að vel sé að málum staðið hefur nefnd verið sett á lagg- irnar til að mæla með eða á móti nöfnum sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga stinga upp á. Nefndin sú er samsett úr mönnum sem allt vita um ís- lenskar málhefðir og venjur, og geta notað þekkingu sína til að fínna lýsandi nöfn eftir stærð og gerð svo allt sé rétt skilgreint í möppum stjómsýslunnar. Tilefni þessarar greinar er afstaða örnefnanefndar til nafnsins Arborgar, en því gat nefnd nefnd ekki fengið af sér að mæla með við félagsmálaráðuneyt- ið. Helstu rök fyrir höfnuninni munu hafa verið þau að Arborg hafi ekki verið nógu lýsandi fyrir heild- ina sem myndaðist þegar Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sand- víkurhreppur runnu saman, og að ekki sé hefð fyrir nafninu. Ef þetta eru viðmið örnefnanefndar er ýmis- legt að athuga við niðurstöðuna. Heimurinn sem við lifum í er ekki alltaf klipptur og skorinn og stund- Skjaldbreiður héti þá Skjaldfjall, segir Guðmundur Torfí Heimisson, Esjan Esjufjall og Hekla Guðmundur Torfi Heimisson jarðarinnar ar í elstu heimild um nafnið sem vitað er um, vinnuplagg sem Guð- mundur Daníelsson samdi við smíði skáld- sögunnar Járnblómsins, sem út kom árið 1972. Vinnuplaggið birtist í heild sinni í Suðurlandi, þann 23. september árið 1973. Hér er gripið nið- ur í skjalið þegar ein söguhetja bókarinnar, Bruce van den Loon, einnig nefndui- Brúsi frá Lóni, fjallar um svæðið: „Arborg - höfuðstað- ur Suðvesturiandsins - hefur vaxið úr skauti í þremur aðskildum Heklufjall. um þarf að grípa til skipulagningar til að skilja það sem í honum er. Petta er eflaust það sem vakað hefur fyrir þeim sem stofnuðu ömefna- nefnd. Til dæmis, ef fjall er fjall ætti það að heita fjall eða fell til að ekki verði úr hinn versti misskilningur. Ýmsum gæti til að mynda þótt erfitt að vita að Skjaldbreiður væri fjall ef Jónas Hallgrímsson hefði ekki haft vit á því að kalla frægt kvæði sitt Fjallið Skjaldbreiður. Annars hefði þurft að kalla það Skjaldfjall. Esjan héti þá Esjufjall, Hekla héti Heklu- fjall, Loðmundur héti Loðfjall og svona mætti lengi telja. Þá væri lífið miklu einfaldara, að vísu ekki eins fjölbreytt en fjöllin væru þó enn á sínum stað. Samkvæmt skilgrein- ingu sem ömefnanefnd hefur notað fyrir rökstuðning gegn nafninu Ár- borg er trauðla hægt að kalla sam- krall fyrrgreindra byggðarlaga borg. Samt sem áður hefur land- spilda þessi verið kölluð Árborg meðal „borgarbúa" í mörg ár. For- maður örnefnanefndar, Ari Páll Kristinsson, ritar grein um málið í Morgunblaðið hinn 29. ágúst og vitn- hverfum. Nöfn þeirra era: Eyrin, Brimver og Hlaðbær. Tvö þau fyrst töldu era getin við samfarir haf- djúpsins og landsins, hið þriðja varð til á krossgötum, þar sem höfuðátt- imar mætast við brúna yfir fljótið Grástreng; gistihús á gatnamótum vai'ð uppranastaður Hlaðbæjar." Tilvitnunina fyrir ofan tekur Ari til sem dásamlega sönnun þess að Árborg sé sýn rithöfundarins um stórborg í suðvestanverðum Flóan- um, og notar hana máli nefndarinnar til stuðnings gegn nafninu. Pó vitnar hann ekki í fyrri hluta sama plaggs, þar sem sögumaður segir svo frá: Hér er sýnishom úr minnisblöð- um Brúsa: einhvers konar jarðfræði- leg, landfræðileg og þjóðfélagsleg yf- irlitsgrein um viss kauptún á suð- vesturlandinu - þrjú þéttbýlissvæði, sem hann lítur á sem lauslega tengda heild og nefnir Ái'borg. Hér sést glögglega að hvergi er talað um „raunverulega borg“ eins og Ari fullyrðir í Morgunblaðsgrein sinni frá 29. ágúst, heldur þrjú laus- lega tengd þéttbýlissvæði og ekkert annað. Hvernig byggð kann að þró- ast á Suðurlandi er ekki gott að vita og þá kemur aftur á móti spurning- in hvort Árborg verður ekki ein- hvem tímann að borg í stjórnsýslu- legum skilningi þess orðs? En hvað svo sem byggðaþróun á Suðurlandi líður, þá hefur nafnið Árborg verið notað hér í mörg ár yfir suðvestur- hluta Flóans og hana nú. Rétt er að Arborg er ekki mjög lýsandi, ekki frekar en Loðmundur er lýsandi fjallsnafn. Selfoss er ekki lýsandi ömefni heldur; á Selfossi sjást sjaldan selir og þar er enginn foss, einungis óverulegar flúðir. Hví má þá staðurinn heita Selfoss? Ef nafnið ætti að lýsa sögu staðarins og hlutverki frá upphafi - og vera í samræmi við íslenska málhefð eins og hún er skilgreind af örnefna- nefnd - þyrfti staðurinn að heita Kaupfélagsbyggð eða eitthvað álika andaktugt. Hvaða nöfn era þá hugs- anleg í staðinn fyrir Árborg? Nöfn eins og Árbyggð, Árhérað, Árlendi, Flóabyggð og Flóabæli eru nöfn sem fá hárin á hnakkanum til að rísa af skelfíngu, en samkvæmt skil- greiningu örnefnanefndar væru þau mun betri en Árborg. Góður orðaforði getur aldrei auðgað tungumál of mikið og ís- lendingar era svo lánsamir að hafa gjarnan mörg orð yfír sama fyrir- bærið. Pannig ætti fjölbreytni í ör- nefnavali að vera ti-yggð, íslenskri tungu til velfarnaðar. Árborg, nafn með sögu og raunveralega merk- ingu hjá íbúum, hefur ekki verið talið lýsandi af nefnd sem kallar sig örnefnanefnd. Betra væri að kalla nefndina ónefnanefnd, það væri að minnsta kosti lýsandi. Heimildir: Ari Páli Kristinsson (1998). Nöfn nýrra sveitarfélaga. Morgunblaðið, 29. ágúst. Guðmundur Daníelsson (1972). Bruce van den Loon: Svæðaskipulag á Suður- landi frá sjónarmiði Nýfundnalands- manns. Suðurland, 23. september. Höfandur er háskólanemi. AÐ UNDANFÖRNU hafa fjölmiðlar flutt okkur fréttir af hung- ursneyð í Suður-Súdan og flóttamannastraumi frá Kósovó-héraði í Jú- góslavíu. Hamfarirnar á þessum stöðum ógna lífi tugþúsunda manna en í flestum tilvikum eru það hjálparstofnan- ir sem liðsinna fórnar- lömbunum. Pessar hjálparstofnanir era yf- irleitt frjáls félagasam- tök sem fjármagna starfsemi sína með framlögum frá almenn- ingi og ríkisstjórnum. Framlög fara lækkandi I nýi-ri ársskýrslu um hamfarir í heiminum (World Disasters Report 1998), sem gefin er út af Alþjóða- sambandi Rauðaki-ossfélaga, kemur fram að framlög til alþjóðlegs hjálp- arstarfs hafa lækkað til muna á síð- ustu áram. Framlögin hafa lækkað um 17% á árunum 1992 til 1996 sé miðað við fast verðlag og era teikn á lofti um að þau haldi áfram að lækka. Mesta lækkunin hefur orðið á framlögum til hjálparstarfs í Afríku. Umrótið í stjórnmálum Austur-Evi- ópu og Mið-Asíu hefur leitt af sér aukna þörf fyrir aðstoð hjálpar- stofnana og um leið hefur athygli og áhugi á aðstoð við Afríku dvínað. A. síðustu áram hafa stjórnvöld í iðn- ríkjunum látið stjómmálahagsmuni og pólitísk markmið í vaxandi mæli ráða því hvaða ríki njóta góðs af að- stoð þeirra og er það skýringin á lækkandi framlögum tU Afríku, enda hefur álfan nú minni hernaðarlega þýðingu en fyrir fall Berlínarmúrsins. Þörfin fyrir aðstoð er þó síst minni en áður. Samkvæmt áður- nefndri ársskýrslu vora fórnarlömb ham- fara - hvort sem er náttúruhamfara eða styrjalda - vel yfir 30 milljónir á síðasta ári. í skýrslunni kemur jafn- framt fram að ýmsar nýjar ógnir snúa að mannkyni, m.a. vegna veðurfarsáhrifa, aukinnar þéttbýlis- myndunar og aukinnar bílaeignar, en í fátækustu löndunum hefur dauðaslysum í umferðinni fjölgað Milljarður jarðarbúa býr við sárustu fátækt, segir Sigrún --->---------------;---------- Arnadóttir, og þörfin fyrir hjálparstarf er síst minni en áður. ógnvænlega. Einnig er talið að berklafaraldur sé í uppsiglingu, en um þrjár milljónir manna deyja úr sjúkdómnum á ári. Ekki má heldur gleyma þeim „þöglu“ hamföram sem eiga sér stað í fátækustu löndum heims án þess að fjölmiðlar fjalli sérstaklega um þær. Um milljarður jarðarbúa býr við sárastu fátækt, sem hefur í för með sér heilsuleysi og mjög stutta meðalævi. Eða eins og segir í árs- skýrslunni: „Ef þúsund manns far- ast í jarðskjálfta eða sprengingu vekja hamfarirnar athygli um allan heim. En ef 10 þúsund börn í sömu borg deyja úr algengum smitsjúk- dómum, sem auðvelt er að fyrir- byggja, er ekki litið á það sem ham- farir." Neyðar- og þróunaraðstoð Rauða krossins Rauði kross íslands hefur aukið alþjóðastarf sitt frá ári til árs og sér- staklega hefur verkefnum félagsins í Afríku fjölgað á undanförnum áram. Nú vinnur félagið að þróunai-verk- efnum í Angóla, Gambíu, Lesótó, Malaví og Mósambík og í undirbún- ingi er samstarf við Rauðakrossfé- lögin í Svasflandi og Suður-Afríku. Að auki eru fjórir sendifulltrúar starfandi við hjálparstörf í álfunni á vegum félagsins. Um þessar mundir verður Rauði kross íslands var við mikinn meðbyi' við alþjóðlegt hjálparstarf félagsins. Deildir þess taka sífellt meiri þátt í verkefnum erlendis og almenningur hefur einnig sýnt vilja sinn í verki með því að gerast styrktarfélagar. I ljósi þess að þörfin fyrir alþjóðastarf hefur aukist er það von mín að áhugi og skilningur á alþjóðlegu hjálpar- stai-fí - bæði innan Rauða krossins og utan - haldi áfram að vaxa og dafna á næstu áram. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. _ Sigrún Árnadóttir ISLENSKT MAL ÞEGAR fímmtíu ár vora liðin frá lýðveldisstofnuninni, var margt gert til eflingar íslensku máli og þjóðerni. Hér í blaðinu birtist viðtal við próf. Baldur Jónsson, þáverandi forstöðumann Islenskrar málstöðvar, og segir hann þar meðal annars svo: ,Allt veltur á því að við getum skilað arfínum - íslenskri tungu - til næstu kynslóða," segir Baldur Jónsson prófessor, forstöðumaður íslenskrar málstöðvar. „Ef við getum það ekki, er úti um okkur sem þjóð. Þá glötum við þeim þjóðréttindum sem við njótum. Allir era sammála um að efla þurfi íslenska málrækt, verkefnin era óþrjótandi, en Málræktarsjóður er ekki aflögufær. Á fimmtíu ára af- mæli lýðveldisins færi vel á því að ríkisstjóm og Alþingi veittu sér- stakt hátíðarframlag til Málrækt- arsjóðs, eina milljón fyrir hvert lýðveldisár. Þá fyrst gætum við farið að veita styrki til brýnna verkefna." Fáum dögum síðar kom svo for- ystugrein, þar sem lagt var út af orðum Baldurs og Margrétar Pálsdóttur, málfarsráðunautar Ríkisútvarpsins. Lokaorð greinar- innar vora þessi: „Mergur málsins er sá, að það er fyrst og fremst tungan, sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð í alþjóðlegu samfélagi. Glötum við henni, er voðinn vís. Án hennar verðum við ekkert annað en hjá- kátleg nýlenda, án sérstakra þjóð- areinkenna, án menningararfleifð- ar og sögu. Á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins, er vert að staldra við, og huga að því með hvaða hætti við tryggjum best, að sjálfstæð ís- lensk þjóð, með íslensk þjóðarein- kenni og íslenska tungu, byggi þetta land um ókomna tíð. Óll Umsjónarmaður Gísli Jónsson 969. þáttur hljótum við að óska þess að þeir sem landið erfa, tali íslensku, ekki „ís-ensku“.“ Þá gerðist það að samstarf hófst með Islenskri málstöð og Mjólkursamsölunni og hefur það staðið síðan. Forstjóri fyrirtækis- ins, Guðlaugur Björgvinsson, sagði í dreifíbréfí 18. okt. 1994: ..Hugmyndin um samstarf Mjólkursamsölunnar við íslensku- fólk á sviði málvemdar er (þó) e.t.v. nýstárleg en að sama skapi eðlileg ef grannt er skoðað. Eng- um dylst að bylting á sviði fjöl- miðlunar og upplýsingadreifingar, stóraukin tölvuvæðing, atvinnulífs og heimila, sívaxandi alþjóðleg samskipti o.m.fl. setur móðurmál okkar í talsverða hættu. Öllum er einnig ljóst að aukið alþjóðlegt samstarf og frelsi á sviði viðskipta setur íslenskt atvinnulíf í ákveðinn vanda. Mjólkursamsalan mun ekki fara varhluta af væntanlegum breytingum á viðskiptaumhverf- inu og eitt sterkasta vopn hennar í komandi samkeppni er að minna á íslenskan uppruna sinn og stöðuga verðmætasköpun fyrir íslenska þjóð.“ Hinn 17. júní 1995 ákvað svo stjóm Lýðveldissjóðs að veita Mjólkursamsölunni sérstaka við- urkenningu fyrir að „hafa sýnt hugmyndaauðgi og lofsvert fram- tak til að vekja athygli á og efla ís- lenska tungu“. Umsjónamaður rifjar þetta upp nú vegna þess að hann hefur verið að virða fyrir sér afar smekklega gerð spjöld með marg- víslegum ábendingum um íslenskt mál, og er þetta alþekkt af mjólk- urfernum til dæmis. Umsjónarmanni finnst ástæða til að geta þess sem vel er gert, því að oft hættir mönnum til þess að nöldra um það sem miður fer. Fordæmi Mjólkursamsölunnar er afar mikilvægt. Málræktarsjóð- ur ræður ekki miklu fjármagni, og væri við hæfí að sem allra flestir, einstaklingar og fyiártæki, legðu honum lið. Hér kemur svo ljóð Þórarins Eldjárns við lag Atla Heimis Sveinssonar: A íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og var, og hún á orð sem geyma gleði’ og sorg, um gamalt líf og nýtt í sveit og borg. A vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkai' mál. Að gæta hennar gildir hér og nú. Pað gerir enginn - nema ég og þú. •k Þó höldum eitthvað eyðist, í aðra mynd það leiðist, eyðist aldrei það. Duftgjört strá er duftið, af dufti aftur lyftist urt í urtar stað. Orminnsjá, dottinn í dá; afhamhansfúnum hið fagurbúna fiðrildið vængjum ypptir. (Bjami Thorarensen: úr erfiljóðum um Sigríði systur hans.) ★ Hlymrekur handan kvað: Olmur er Astvaldur kallinn, þótt aldurinn sé á hann fallinn; hækkandi risið, þó að hárið sé gisið og hefji sig upp úr því skallinn. ★ Auk þess smáspurning: Hvern- ig er eignarfall fleirtölu af orðun- um brenna, hetja, smiðja, tomma og assa? Og í prentun síðasta þáttar urðu smávægilegir tæknigallar. Beðist er velvirðingar á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.