Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 IflKU IM MORGUNBLAÐIÐ
ÚTI AÐ B0RÐA MEÐ GÉRARD IEMA RQ UIS
Frökkum
er ekki vel
við að þj ást
Heimsmeistarar Frakka í knattspyrnu
-------7-------------------
mæta Islendingum í kvöld. Gérard
Lemarquis, sem Skapti Hallgrímsson bauð
-----------------7 --------
í mat á Þrjá Frakka hjá Ulfari - nema
hvað - segist and-sportisti, en fannst engu
að síður mikið til um sigur sinna manna á
HM; af þjóðfélagslegum ástæðum.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
GÉRARD Lemarquis gæðir sér á gellum á Þremur Frökkum.
GÉRARD Lemarquis hefur
búið á íslandi í 23 ár og
segir sér líða einstaklega
vel. Hann kennir frönsku í
Háskóla Islands og Menntaskólanum
við Hamrahlíð, og er að auki frétta-
ritari AFP fréttastofunnar og þess
kunna dagblaðs Le Monde.
Eiginkona Gérards er María
Gunnarsdóttir. „Hún sér um bóka-
safnið í Valhúsaskóla á Seltjarnar-
nesi,“ segii' hann. Þau eiga tvö börn
saman, en áttu sitt hvort barnið fyrir.
Það er þriðjudagskvöld en samt
sem áður þétt setinn bekkurinn á
veitingastaðnum. Hann er lítill og
andrúmsloftið notalegt. Gérard borð-
aði saltfisk kvöldið áður og pantar
sér gellur. Blaðamaður snæddi hins
vegar gellur kvöldið áður og pantar
sér saltfisk. Hann: Pönnusteiktar
gellur með grænmeti í rjómasósu og
purpurahimnu, einsog rétturinn heit-
ir á matseðlinum og kosta herlegheit-
in 1.520 krónur. Eg: Pönnusteiktur
saltfískur með tómat, ólífum og hvít-
iauk, sem kostar 1.580 krónur.
En fyrst er það forrétturinn. „Ég
vil frekar forrétt en eftirrétt," segir
Gérai'd og báðir panta ristaðan,
rjómasoðinn hörpudisk. Rétturinn
kostai- 920 krónur.
„íslenska vatnið er yndislegt," seg-
fr Frakkinn og fær sér vænan sopa,
meðan við ræðum val á víni. Hann
drekkur ekki hvítvín en rauðvín
drekkui- Gérard Lemarquis á hverj-
um einasta degi. Við pöntum rauð-
vínsflösku, Torres Gran Coronas
Reserva frá Penédas á Spáni, á 2.700
krónur. Franskt vín, Premier Cru frá
Pommard í Bourgogne (Búrgúndý)
var afar freistandi, en kostar 5.270.
„Ég get ekki drukkið svona dýrt vín á
veitingahúsi, af siðferðilegum ástæð-
um. Mér líður hreinlega ekki vel að
drekka vin sem kostar svona mikið,“
segir Gérard með sínum fallega,
franska hreim. Hann er fæddur í
París. Móðir hans einnig; á Mont-
martre hæðinni en á ættir að rekja til
Normandí. Faðir hans er hins vegar
frá fjallahéruðum Austur-Frakklands.
Gérai-d líkaði ekki vel á íslandi í
upphafi. Spurður hve lengi hann hafi
verið að venjast aðstæðum segir
hann: „Það tók langan tíma...“, fær
sér svo bita af hörpudiskinum og
hugsar næsta leik.
Nokkur tími líður, en segja má að
þónokkur hluti viðtalsins hafi einmitt
byggst á þögn. Maturinn reynist svo
góður að við leyfum okkur að þegja
um stund annað slagið og njóta hans.
Frásögn af þögninni er hins vegar
sleppt til að spara plássið í blaðinu.
„... en núna líður mér mjög vel,“
segir Gérard eftir drykklanga stund.
„íslendingar hafa alltaf verið forvitn-
ir hvernig útlendingi líður hérna,“
segir hann svo og hlær. „Ég reyni að
vera ekki of jákvæður, því Islending-
ar eru nógu ánægðir, en heldur ekki
of neikvæður núna, af því að veturinn
nálgast. Ég reyni að fara milliveg.“
Forréttinum er best lýst með einu
orði: yndislegur.
En það hvarflaði aldrei að Gérard
að snúa aftur heim til Frakklands.
„Nei, nei. Ég er fjölskyldumaður og
datt aldrei í hug að fara frá bömum
mínum. Ég hef verið heppinn í lífinu
og ekki haft neina ástæðu til að
kvarta. Ég bý líka í fallegasta hverfi í
Reykjavík, Grjótaþorpinu, og svo er-
um við á hverju sumri í Frakklandi,
öll fjölskyldan. í París, Normandí -
þar sem foreldrar mínir eiga sumar-
hús - eða annars staðar í landinu. Til
dæmis í Suður-Frakklandi.“
Gérard og fjölskylda hans eru að
sumu leyti frábrugðin þeirri venju-
legu: „Við höfum valið að eiga ekki
bíl. Búum í miðbænum og ég tek
strætó og við notum peningana til að
ferðast. Börnin okkar eru tvityngd
og þess vegna erum við ekki með
sjónvarp. Erum með myndbandstæki
en létum gelda sjónvarpið!" segir
hann og hlær. „Nei, við höfum aldrei
verið með sjónvarp. Það talar bara
ensku í sjónvarpinu. Bömin okkar
horfa aðallega á franskar spólur og
era því á milli tveggja menningar-
heima. Ekki þriggja. Þetta má þó
ekki túlka þannig að við séum að
reyna að byggja einhverja múra.“
Aðah'éttimir era komnir á borðið
og báðir smjöttum við af ánægju með
þá. „Þetta er mjög gott,“ segir Gér-
ard. Hann segist borða nokkuð oft á
Þremur Frökkum, þá í hádeginu, og
maturinn sé alltaf mjög góður. „Hér
er allt ekta. Ekkert gervi. Þeh' nota
smjör og rjóma. Ef ég fer út að borða
vil ég gera mér dagamun; mér finnst
allt í lagi að of margar kaloríur séu á
diskinum. Ég er ekki nouvelle cuisine
sinnaður; vil heldur borða kaloríumat
en finna þrjár grænar baunir á disk-
inum.“
Frakkar eru þekktir fyrir mikið
hvítlauksát, og Gérard er þar
engin undantekning. „Fyrst
eftir að ég kom hugsaði ég stundum;
Æ,æ,æ... ég á að kenna á morgun.
Vegna þess hve mikinn hvítlauk ég
hefði borðað. Síðan hef ég þrefaldað
magnið og enginn kvartar yfir lykt>
inni!“
Hann á ekki bíl sem fyrr greinir:
„Ég drekk rauðvín á hverju kvöldi.
Samkvæmt umferðarreglum mætti
ég hvort sem er ekki nota bílinn eftir
það. En við drekkum aldrei áfengi í
hádeginu, ekki einu sinni um helgar.
Bara með kvöldmat.“
Hann ólst upp við það í Frakklandi
að drakkið var í hádeginu. „Jafnvel
þegar ég var í menntaskóla, var
drukkið rauðvín með matnum í mötu-
neytinu." Nú hefur þetta reyndar
breyst og áfengisdrykkja minnkað
mjög mikið í Frakklandi, „kannski
jafnvel of rnikið," segir hann, hristir
hausinn, og bætir í rauðvínsglösin
okkar. „Þetta unga fólk!“ segir hann
svo, „það drekkur allt of mikið gos
með matnum." Honum líst bersýni-
lega ekki á þá þróun.
Staðreyndin er samt sem áður að
báðir afar Gérards og önnur amma
hans drakku of mikið, að hans sögn.
„Foreldrar mínir drukku ekki og
gera ekki enn. Þegar ég kom til Is-
lands drakk ég sjaldan en lærði hér
að gimast áfengi, sem hafði aldrei
verið neitt spennandi. Það tók mig 20
ár að sætta mig við ofdrykkju ömmu
minnar og núna nýt ég þess að
drekka rauðvín og ég vil að það sé
partur af mínu daglega lífi.“
Þegar tahð berst að drykkjuvenj-
um Islendinga kemur í ljós að Gérard
hefur óvenjulegan skoðun á þeim.
„Þetta er lítið þjóðfélag, mér finnst
áfengismenning Islendinga fín og
skal segja þér af
hverju. Lítið þjóð-
félag, hvað þá lítið
þjóðfélag á eyju,
hefur tilhneigingu
til að vera óþol-
andi. Þar er til-
hneiging til að sér-
trúarflokkar verði
sterkir og siðferð-
isreglur strangar. í
litlu þjóðfélagi er
hætta á að allir
kafni og ég held að
áfengismenning á
íslandi sé ómeðvit-
andi vöm á móti
þessu. Þess vegna
eru tvö kerfi; dag-
legt kerfi og helg-
arkerfi þar sem
aðrar reglur gilda
varðandi fram-
komu. Og þetta er
fínt; ég tel æskilegt
að þessi áfengis-
menning lifi, ásamt
léttvínsmenningu.
Fyllirísmenningin
er útrás fyrir fólk-
ið.“
Og svo minn-
umst við á áfengis-
verð hérlendis,
einkum léttra vína.
Gérard segir að
vegna verðsins
finnist honum
rauðvín hvergi
eins gott og á ís-
landi. Flaska af
rauðvíni sé ekki
einsog hver önnur
sem menn opni
hugsunarlaust vegna þess að hún
kosti varla neitt, einsog t.d. í Frakk-
landi. „Og einasti bjórinn sem er góð-
ur er bjórflaskan sem ég drekk á
Keflavíkurflugvelli um morguninn á
leið til Frakklands. En hann var enn-
þá betri þegar bjórinn var bannað-
ur!“ segir hann og hlær. Drekkur
annars ekki bjór.
Hann minnnist á píramída-snobb-
isma sem hann kallar svo, varðandi
vín. „Neðst, í stærsta hópnum, eru
þeir sem vita ekkert um vín. Síðan
þeir sem vita svolítið og era hræddir
um að vera granaðir um að vita ekki
nóg og efst era þeir sem þora að
virða ekki reglurnar! Þær era
þannig að drekka á hvítvín með
ákveðnum mat og rauðvín með öðr-
um, en í Frakklandi er það orðið
snobbismi að drekka rauðvín með
fiski. Ég geri það ekki vegna snobb-
isma, heldur samkvæmt ráði læknis;
hvítvín dregur B-vítamín úr líkama
mínum.“
Hann segir Is-
lendinga snobba
miklu meira fyrir
léttvíni en Frakk-
ar. „Islendingum
finnst það fínast
sem þykir fínt
annars staðar. í
útlöndum, Frakk-
landi nánar tiltek-
ið, er snobbisminn
hins vegar orðinn
þannig að, tU
dæmis varðandi
vín, þykir fínast að
þekkja bónda ein-
hvers staðar sem
framleiðir vín sem
enginn hefur heyrt
um. Láta vini sína
drekka það en það
er ekkert merki á
flöskunni. Og í
matarmenningu
Frakka er það fín-
asta ekki það sem
er að finna í
dýrasta veitinga-
húsinu, heldur það
sem er „ekta“; það
sem fæst hjá
bóndanum. Fær-
ustu kokkar í
Frakklandi gorta
sig þess vegna af
því að fara út á
markaði að kaupa
grænmeti, að
klifra upp fjallið að
tína jurtir; það
snobbaðasta er í
raun og veru
sveitamenning.
Hér hef ég á tU-
finningunni að því dýrari sem flask-
an er, því betri þyki hún, að ég tali
nú ekki um ef Chateau stendur á
henni að auki.“
Og svo er það maturinn: „Ef ég
kaupi gott álegg á íslandi, stendur
alltaf lúxus á þvi(!), en ef ég kaupi
hráskinku í Frakklandi, stendur a1-
veg einsog hjá ömmu í sveitinni. í
sveitinni þykir púkó á Islandi," segir
hann og er furðu lostinn!
Rétt er að taka fram að matur-
inn er sérlega góður. Og nú
verða kaflaskipti í viðtalinu.
Spurt er: Gérard, hefur þú gaman af
fótbolta?
„Ég ætla að fara á leikinn á þaugar-
daginn,“ segir hann fyrst. „Ég hef
fylgst með, vai' í Frakklandi á meðan
heimsmeistarakeppnin var í sumar,
og þótt ég sé and-sportisti sjálfur
labba ég mikið og hef gaman af að
synda. Ég hef hins vegar ekki gaman
af keppnisíþróttum, en samt sem áð-
ur var þetta tímabil í sumar mjög
ánægjulegt sem þjóðfélagslegur at-
burður. Hefur verið ofboðslega já-
kvætt fyrir Frakkland. Blaðamaðm’
Le Monde skrifaði í þessari viku að
sigur í heimsmeistarakeppninni hefði
verið fyrir Frakka einsog
Falklandseyjastríðið var Englend-
ingum; sjálfstraust þjóðaiúnnai' jókst
mikið. Undanfarin ár hefur Frakk-
land þjáðst af efnahagskreppu og at-
vinnuleysi. Nú eru æðstæður já-
kvæðar. Allt á uppleið; atvinnuleysi
minnkar og kaupmáttur hækkar. En
það vantaði eitthvað meira og sigm-
inn í HM var punkturinn yfir i-ið. Að
þessu leyti var þetta mikilvægt. Ann-
að atriði er að í þessu liði Frakklands
eru menn af ýmsum þjóðernum; til
dæmis frá Alsír og svertingjar. Það
er ofboðslega mikilvægt fyrir Frakk-
land,“ segir Gérard og leggur mikla
áherslu á orð sín. „Þegar úrslitaleik-
urinn fór fram var ég á götum París-
ar, og veistu, að þegar ég sá unga
Araba og svertingja...“
Hann þagnar og tárast.
„... fyrirgefðu. Þegar ég sá Araba
og svertinga kalla Lifí Frakkland
varð ég svo stoltur. Le Pen [foringi
Þjóðfylkingarinnar, hægri öfga-
flokksins í Frakklandi], sagði ári áð-
ur að leikmennimir í fótboltaliðinu
kynnu ekki einu sinni að syngja þjóð-
sönginn. Ég var á Champs Elysée
þegar liðið kom, sá fána Alsírs þai' og
það hefur aldi'ei gerst áður. Og það
var engin andstaða við fánann. Mað-
urinn er svo opinn og umburðai-lynd-
ur sem sigurvegari. Sigurinn skipti
því ótrúlega miklu máli fyrir þjóðfé-
lagið. Ótrúlegu,“ segh' hann með
áherslu.
„Ég veit að þeir eru til sem era á
móti samkeppni, en mér finnst þetta
heimska og heilaþvottur," segir Gér-
ard og vísar til stefnu Le Pens og fé-
laga; sem eru á móti innflytjendum.
Segja Frakkland fyrir Frakka.
„Sumir skrifuðu að hefði Zinedine Zi-
dane keyrt á gamla konu og drepið
hana væri hann jafn hataður og hann
er dáður núna,“ segir Gérard, en Zi-
dane er ættaður frá Alsír. „Kannski
er eitthvað til í því, en ég var mjög
stoltur af þeim manni. I þýska liðinu
era nær allir stórir og germanskir í
útliti en í okkar liði voru menn sem
eiga ættir að rekja í ýmsar áttir. Ég
er stoltur af því.“
Lemai-quis segist raunar telja
Frakka fremur lélega íþrótta-
menn. „Hvers vegna? Þeir
hafa ekki sérstaklega gaman af því
að þjást og þá vantar aga. Til þess að
verða bestur þarf ákveðna löngun til
að þjást. En þegar samstaða er fyrir
hendi eru þeir ofboðslega sterkir.
Þegar handboltakeppnin var hér var
franska liðið óþekkt í Frakklandi.
Hingað komu engir blaðamenn nema
fulltrúi fréttastofu minnar, AFP,
fyrr en á lokadegi þegar ljóst var að
Érakkar væru komnir í úrslit. Sam-
staðan var mjög mikil í því liði og
ástæða þess var að þeir fóra á fyllirí
saman í miðbæ Reykjavíkur á hverju
kvöldi. Saman.“
Gérai'd fer á völlinn í kvöld, sem
fyrr segir, fyrir AFP. „Ég hef sent
fréttir vegna leiksins en svo kemur
maður frá fréttastofu til að vera á
leiknum, þannig að mínu hlutverki er
lokið nema kannski að laga kaffi fyr-
ir hann.“ Þögn.
„En,“ segir Gérard og brosir,
skömmu áður en við stígum mettir
upp og höldum út í kvöldið: „Ekki
skflja það þannig að mér finnist fót-
bolti skemmtilegur leikur. Ég tel
Frakka almennt lélega íþróttamenn
því þeir vilja ekki þjást, einsog ég
sagði áðan.“ Og svo bætir hann við:
„Hvenær era Frakkar góðir? Þegar
hesturinn er góður. Þegar bfllinn er
góður. Þegar báturinn er góður.“
Pönnusteikt-
ur saltfiskur
ÞESSI réttur er á matseðlinum á
Þremur Frökkum hjá Úlfari. Upp-
skriftin er fyrir fjóra.
800 gr. útvatnaður saltfiskur
4 sveppir
1 rauðlaukur
3 matskeiðar
niðurskornar ólífur
1 hvítlauksrif, niðursaxað
1 dós niðursoðnir
tómatar, maukaðir.
Saltfiskurinn er skor-
inn í fjóra hluta (einn á mann).
Þerra þarf fiskinn og hon-
um er velt upp úr hveiti. Bræð-
ið smjörlíki á pönn-
unni, sem þarf að vera orð-
in heit áður en fiskurínn er sett-
ur á hana.
Sveppimir og rauðlaukur-
inn sett útá eftir að fiskurinn hef-
ur verið á pönn-
unni í um það bil eina mín-
útu. Snúið fiskinum við eft-
ir tvær mínútur. Bætið síðan hvít-
lauk og ólífum útí og lát-
ið allt krauma smá-
stund. Svo er tómatmauk-
inu bætt við. Lát-
ið sjóða í skamma stund. Yfir-
leitt þarf ekki að bragðbæta rétt-
inn því seltan kemur úr fiskin-
um. Gott að bera fram með kart-
öflum og grænmeti.