Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fólki bjargað úr brennandi húsi ELDUR kom upp á gangi í íbúðar- húsi á horni Vatnsstígs og Lindar- götu skömmu eftir miðnætti í nótt. Barst eldurinn sennilega inn í tvö herbergi á annarri hæð, að sögn að- alvarðstjóra Slökkviliðsins í Reykjavík. Að sögn sjónarvotts lagði mikinn reyk yfir Skuggahverfið. Þrír slökkvibílar voru kvaddir á vett- vang og tveir sjúkrabflar. Reykkafarar voru sendir inn í húsið og voru íbúar leiddir út vafð- ir teppum. Karl og kona voru flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur og var talið að þau hefðu fengið reykeitrun, en einkennin reyndust ekki alvarleg, að sögn læknis á vakt. Töluverðar skemmdir urðu á ganginum og herbergjunum, en auk þess urðu reykskemmdir á annai-ri og þriðju hæð. 33 búa í húsinu, en talið er að 25 hafi verið heima þegar eldurinn kviknaði. Höfðu sumir komið sér út áður en lögregla kom á vettvang. Lögregla kannaði í nótt upptök eldsins. Slökkvistarfi var að mestu lokið skömmu eftir klukkan eitt í nótt. ------------ Tímabundið haffærnis- skírteini EFTIRLITSDEILD Siglingastofn- unar íslands gerði í gærdag úttekt á prammanum sem ætlaður er til að flytja hvalinn Keiko frá höfninni í Eyjum út í sjókvína í Klettsvík. Seinnipartinn í gær var veitt tíma- bundið haffærnisskírteini svo hægt verður að fara með prammann til Eyja og nota við flutningana, að sögn Hálfdanar Henryssonar, deild- arstjóra eftirlitsdeildar Siglinga- stofnunar íslands. Hann segir að mikið þurfi að gera við prammann til að hann fái haffærnisskírteini með lengri gildistíma. Hann segir að Siglingastofnun hafi sinnt skyldu sinni með því að stöðva flutning á prammanum og fara yfir ástand hans. Pramminn var settur í farbann í fyrradag þegar leggja átti af stað með hann frá Hafnarfirði til Vest- mannaeyja. Að sögn Halls Hallsson- ar talsmanns Free Willy-Keiko- stofnunarinnar þarf að gera smá- vægilegar lagfæringar á pramman- um og mála hann. ■ Dáður vestra/14 Hækkun vaxta Svar við lægra gengi SEÐLABANKI íslands hefur ákveðið 0,3% hækkun ávöxtunai' í endurhverfum viðskiptum sín- um á uppboði nk. þriðjudag og verður hún 7,5% í stað 7,2%. Jafnframt mun ávöxtun í við- skiptum Seðlabankans með rík- isvíxla, sem skammt eiga eftii' til innlausnar, hækka samsvarandi. í tilkynningu frá Seðlabank- anum segir að tilefni þessarar hækkunai' sé gjaldeyrisút- streymi og nokkur lækkun á gengi krónunnar að undan- förnu. Sú þróun eigi ekki síst rætur að rekja til hræringa á er- lendum mörkuðum, bæði gjald- eyris- og verðbréfamörkuðum, sem leitt hafi til þess að munur ávöxtunar á íslenskum og er- lendum peningamarkaði hefur dregist saman og orðið minni en hann hefur verið frá því í nóv- ember. Gjaldeyrisstreymi til landsins og frá sé næmt fyrir þessum vaxtamun. ‘ ' ' V ! iM ■ . jm 1V? ■Si'S vi’ Morgunblaðið/Kristinn FRANSKA landsliðið æfði á Laugardalsvelli síðdegis í gær. Zinedine Zidane býr sig undir að taka boltann með sér með Alain Boghossian að baki sér. Lilian Thuram snýr baki í myndavélina til hægri. f baksýn sést önnur stúknanna tveggja, sem verið er að setja upp við sinnhvorn enda vallarins í tilefni af leiknum. Læknafélag Islands ætlar ekki að draga ályktun sína til baka Forsætisráðherra segir fram- göngu félagsins ekki tii sóma DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að hann teldi stjóm ‘‘ ^Læknafélags íslands (LÍ) ekki trú- verðuga eftir að hafa lesið bréf frá stjórninni. Stjórn Læknafélagsins segist, í bréfinu til Davíðs Oddssonar í gær, ekki geta dregið til baka ályktun sína frá 25. ágúst sl., þar sem hún harmar þau ummæli for- sætisráðherra að viðkvæmar upplýs- ingar um sjúklinga lægju á glám- bekk. I ályktuninni fer stjórnin einnig fram á að ráðherra biðjist af- sökunar á ummælum sínum. Davíð Oddsson, sem staddur er í Portúgal, sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér væri það mikil furða “ "^ef stjórn Læknafélags Islands væri svo einangruð að hún áttaði sig ekki á því, sem allur almenningur glöggvaði sig á, að vernd persónu- upplýsinga á vegum heilbrigðiskerf- isins hefði verið í algjörum molum á undanfórnum árum og áratugum. „Og yfirlýsingar landlæknis, þó Jiann hafi svona hlaupið eins og hon- v ™m er gjarnt í ábyrgð fyrir læknana, báru með sér að hann áttaði sig á að þetta var ekki í lagi. Þannig að allt er þetta afskaplega ankannalegt og undarlegt og ekki trúverðugt fyrir stjóm læknafélagsins, svo ekki sé nú meira sagt,“ sagði forsætisráðherra. I fyrrgreindu bréfi stjórnar LI til forsætisráðherra er fjórum spum- ingum, sem Orri Hauksson, aðstoð- armaður forsætisráðhema, lagði fram í bréfi til stjórnarinnar í lok ágúst, svarað lið íyrir lið, en það bréf var svar við ályktun LI frá 25. ágúst. í bréfinu, sem Læknafélagið sendi frá sér í gær, kemur m.a. fram að all- ir stjórnarmenn LI hafi ritað undir ályktunina frá 25. ágúst sl. og að sú ályktun hafi verið aðferð stjórnar LÍ til að koma í veg fyrir, að yfirlýsing forsætisráðherra um ávirðingar lækna og annarra heilbrigðisstarfs- manna við varðveislu viðkvæmra persónuupplýsinga truflaði málefna- lega og efnislega umræðu um gagna- gmnnsframvarpið. í bréfinu telur stjórnin einnig að fram hafi komið að gæsla sjúkragagna væri undantekn- ingalítið með viðunandi hætti. Land- læknir hefði einnig lýst þeirri skoðun að sjúkragögn lægju ekki á glám- bekk. Ályktanir ótrúverðugar „Stjórn LÍ getur að framansögðu ekki dregið ályktun sína til baka, þar sem hún byggir á staðreyndum, sem við blasa, og er málefnaleg af- staða til orða, sem féllu í umræddu samhengi. Hvort forsætisráðherra afsakar orð sín er auðvitað hans mál eins og það er mál stjórnar Lækna- félags Islands, hvort hún biðst af- sökunar á ályktun sem virðist hafa styggt forsætisráðherra i hinni póli- tísku orrahríð, sem nú stendur um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði og hann tekur þátt í því,“ segir m.a. í bréfinu til ráð- herra. Þá segist stjórn LI vænta þess að fá tækifæri til viðræðna við forsætisráðherra um verndun per- sónuupplýsinga og frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Forsætisráðhema segir í samtali við Morgunblaðið að þar sem „menn séu að tala um vernd persónuupp- lýsinga" sé rétt að vekja athygli á því hverjir hafi reynt að koma slík- um hlutum í rétt form. Hann bendir á að það hafi verið stjórnvöld með sinni forgöngu sem hafi sett kvaðir á hið opinbera varðandi meðferð per- sónuupplýsinga. Til dæmis með upp- lýsingalögunum og með því að taka sérstakt ákvæði inn í lög um réttindi sjúklinga, sem kveður á um að sjúkraskrár skuli geymdar á trygg- um stað. „Hins vegar verður að segjast eins og er að ég man ekki til þess að á undanfórnum árum eða áratugum hafi stjórn Læknafélags- ins, sem vissi þó nákvæmlega og vel í hvaða ólagi þessi mál voru, beitt sér í slíkum efnum. Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þessi framganga stjórnar Læknafélagsins vera því ekki til sóma og því miður gera þeirra ályktanir að öðru leyti afskaplega ótrúverðugar," segir ráð- herra. „Þurfum að vara okkur á Islendingum“ HEIMSMEISTARAR Frakka í knattspyrnu komu til landsins í gærrnorgun. I dag spila þeir fyrsta leikinn í riðlakeppni Evr- ópumeistarakeppninnar við lands- lið Islendinga á Laugardalsvelli. Roger Lemerre, þjálfari franska liðsins, sagði á blaðamannafundi f gær að liðið væri komið í gott form á ný eftir hvíld að lokinni heimsmeistarakeppninni. Hann sagði þá skynja til fulls styrk ís- lenska liðsins. „Við verðum að spila varlega. Fyrri úrslit sýna að leikurinn getur farið á hvaða veg sem er. Jafntefli á Islandi eru ágætis úrslit." Lemerre hafði ekki ákveðið hvort hann myndi tefla fram sóknar- eða varnarliði. Miðvallarleikmaðurinn Youri Djorkaeff var á sama máli og Lemerre og sagðist hafa kynnt sér íslenska liðið vel. „Við þurfum að vara okkur á íslendingum, það getur allt gerst. Það er mikilvægt að byrja svona keppni vel og ís- lenska liðið er sterkt," sagði Djorkaeff í gær. Leikurinn í dag hefst kl. 18.45. ■ Höfðu með sér/36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.