Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 48
-48 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
VIGDÍS ELÍSABET
EINBJARNARDÓTTIR
+ Vigdís Elísabet
Einbjarnardótt-
ir var fædd 7. ágúst
1917 á Elliða í Stað-
arsveit, Snæfells-
nesi. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness hinn 81. ágúst
siðastliðinn. Vigdís
var húsfreyja á
Ytri-Rauðaniel,
Eyjahreppi,
Hnappadalssýslu
> frá 1940, síðar í
Borgamesi. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ragnheiður
Guðrún Kristjánsdóttir, f. 30.8.
1883, á EUiða í Staðarsveit, d.
27.4. 1966 í Kópavogi og Ein-
bjöm Þórðarson. f. 16.4. 1887 í
Alftártungu, Álftaneshreppi,
Mýrasýslu, d. 13.11. 1957 í
Stykkishólmi, síðast bóndi í
Straumfjarðartungu, Mikla-
holtshreppi, Hnappadalssýslu.
Einkabróðir Vigdísar er Álex-
ander Eðvarð Einbjörnsson, f.
24.6. 1922. Búsettur í Kópavogi,
kvæntur Helgu Bogadóttur.
Fyrri maður Vigdísar var Jó-
"V hannes Jóhannesson, f. 23.3.
1916, að Höfða í Eyjahreppi,
Hnappadalssýslu, d. 29.7. 1949,
bóndi á Ytri-Rauðamel í Eyja-
hreppi frá 1940 til dánardags.
Foreldrar hans vom hjónin
Margrét Jóhanns-
dóttir, f. 25.1. 1876,
d. 1.4. 1950 í Borg-
arnesi og Jóhannes
Sumarliði Egilsson
bóndi á Höfða, f.
25.10. 1886, d. 27.6.
1916. Fósturforeldr-
ar Jóhannesar voru
hjónin Ólöf Guðný
Sveinbjarnardóttir
og Gestur Guð-
mundsson, bóndi á
Ytri-Rauðamel.
Börn Vigdísar og
Jóhannesar: Hulda
Bára, f. 19.7. 1940,
húsfreyja í Kópavogi, og Þor-
steinn Helgi, vélvirki í Borgar-
nesi, f. 18.5. 1944, kvæntur Sv-
anlaugu Vilhjálmsdóttur frá
Ólafsfirði. Seinni maður Vigdís-
ar var Stefán Sigurðsson, f. 6.3.
1910, í Einholtum, Hraunhreppi,
bóndi á Ytri-Rauðamel, síðast í
Borgarnesi. Lést á Sjúkrahúsi
Akraness 18.8. 1988. Þeirra
dóttir er Ragnheiður Einbjörg
Stefánsdóttir, f. 14.8. 1960, hús-
freyja í Borgarnesi, maður
Skarphéðinn Gissuarson, kjöt-
iðnaðarmaður í Borgarnesi.
Barnaböm Vigdísar urðu 7 og
langömmubömin 5.
Vigdís verður kvödd frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Hún Dísa er dáin, og ég sem ætl-
aði alltaf að vera löngu búin að
taka mig taki og fara oftar í heim-
sókn, en maður heldur alltaf að það
sé nægur tími.
Hún sagði eitt sinn, komdu í
Tfeimsókn til mín á meðan ég hef
eitthvert vit og er sæmilega klár í
kollinum, ég hef ekkert með það að
gera þegar og ef ég er orðin elliær
og komin út úr heiminum.
Sem drengur var ég mörg sumur
á Rauðamel og einnig þegar frí var
í skóla, seinna var farið í leitir og til
Skilafrestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
y dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, fostu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
rjúpna, þaðan á ég góðar minning-
ar. Eg hef oft sagt og segi enn að
ég var heppinn að fá að vera á
Rauðamel. Þar var gott fólk og þar
leið mér vel, með afa og ömmu
(Gesti og Ólöfu), Dísu, Báru og
Steina frænda.
Að fá að kynnast gamla tíman-
um, hvernig unnið var til sveita áð-
ur fyrr, fara á hestvagni með
mjólkina niður á veg þar sem Siggi
Brynka tók hana og flutti í Borgar-
nes, draga rakstrarvélina með hon-
um Kvisti gamla, snúa smiðjunni
fyrir afa þegar hann var að smíða
skeifur eða hlusta á ömmu fara
með vísur og þulur.
Rauðimelur er kirkjustaður og á
messudögum var öllum kirkjugest-
um boðið í kaffi eins og þá tíðkað-
ist, og þar fyrir utan var alltaf
mjög gestkvæmt og auðvitað alltaf
hlaðið borð af brauði og kökum. Já,
ég man að mér fannst ótrúlegt biir-
ið hennar Dísu, það var eins og það
tæmdist aldrei. Það væri hægt að
segja svo ótal margt en ég kveð þig
nú með þessum sundurlausu orð-
um og minnist þess best hve þú
varst mér alltaf ljúf og góð. Þótt
mikil vinna væri á oft mannmörgu
heimili gafst tími fyrir bæði
fræðslu og handavinnu. Ófáar
peysur, sokka og vettlinga fékk ég
gegnum tíðina.
Dísa mín, ég þakka þér þann
góða tíma sem ég átti með þér og
bið guð að gæta þín.
Báru, Steina, Heiðu, Alla og
þeirra fjölskyldum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Björn Jóhannsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróöir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JENSSON
fyrrverandi yfirkennari,
Grundargerði 7,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu-
daginn 7. september kl. 15.00.
Sigríður Þorkelsdóttir,
Brynja R. Guðmundsdóttir, Hafsteinn Skúlason,
Elín Guðmundsdóttir, Magnús Jóhannsson,
Sigrún Guðmundsdóttir, Böðvar Magnússon,
Skúli Jensson,
Ólafur Jensson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Pólitískt morð
í höfuðstaðnum
ERLEMIAR
BÆKUR
Spcnnusaga
MORÐ f ÞINGHÚSINU
„MURDER IN THE HOUSE“
eftir Margaret Truman. Fawcett
Crest 1998. 344 síður.
MARGARET Truman heitir
bandarískur spennusagnahöfundur
sem skrifað hefur á annan tug
spennusagna sem flestar ef ekki
allar gerast í Washington og segja
af morðum sem framin eru við söfn
eða stofnanir eða þekkt kennileiti í
höfuðborg Bandaríkjanna. Heiti
bókanna eru öll mjög svipuð; Morð
í hæstarétti heitir ein, Morð í
Kennedymiðstöðinni heitir önnur,
Morð á Potomacánni sú þriðja og
svo mætti áfram telja. Nýasta sag-
an hennar heitir Morð í þinghúsinu
og segir af því þegar þingmaður
öldungadeildar Bandaríkjanna er
drepinn framan við þinghúsið í
Washington. Allt eru þetta póli-
tískir samsæristryllar ef að líkum
lætur og eitthvað er að marka
Morð í þinghúsinu. En ef þær eru
allar eins óspennandi og lélegar og
þessi nýjasta er varla um áhuga-
vert sögusafn að ræða.
Þingmaður deyr
Það er reyndar mjög vel til fund-
ið hjá Margaret Truman, sem sjálf
býr á Manhattan, að hafa höfiið-
borgina Washington fyrir sögusvið
í bókum sínum því hún býður auð-
vitað uppá óendanlega möguleika
fyrir þá sem vilja einbeita sér að
pólitískum samsæristi'yllum þar
sem hún er miðpunktur valdakerf-
isins vestra. Truman virðist enda
þekkja vel til innviða borgarinnar
og starfsemi þingsins í þessu til-
viki. En henni er fyrirmunað að
skapa spennu eða persónur sem
eru hið minnsta áhugaverðar.
Þingmaðurinn Paul Latham er
skotinn utan við þinghúsið í Wash-
ington að nóttu til. Forsetinn hafði
skipað hann næsta utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna þvi Latham
þessi þótti klókur vel og var einn af
vinum forsetans í ofanálag. Helsti
stuðningsmaður hans var iðjuhöld-
urinn Warren Brazier. Til þess að
þakka fyrir stuðninginn hafði Lat-
ham oft og tíðum komið í gegnum
þingið frumvörpum sem hagstæð
voru viðskiptabrasi Braziers. Br-
azier þessi er að reyna að kaupa
helstu orkufyiirtæki Rússa nú þeg-
ar Sovétveldið er hrunið og þarf á
stuðningi þingsins að halda. Eitt-
hvað er hann með óhreint mjöl í
pokahorninu og leyniþjónustan,
CIA, fær einn af ráðgjöfum Lat-
hams heitins, Mac Smith, ákaflega
færan lögfræðing, til þess að hræra
upp í Brazier og gera hann óróleg-
an. Virðist það virka ágætlega því
áður en hægt er að segja svo mikið
sem Monica er höfiiðstaðurinn
krökkur orðinn af rássneskum
leigumorðingjum.
Hvimleið spennusaga
Söguþráðurinn er jafnvel enn
meira óspennandi en þessi stutta
samantekt gefur til kynna. Trum-
an blandar rússnesku mafíunni í
pólitísk átök í Washington með
einstaklega ósannfærandi hætti og
jafnvel hlægilega groddalegum. I
upphafi sögunnar lýsir hún því
hversu hroðalegir morðingjar eru
á snærum rássnesku mafíunnar
með því að láta einn aðalmanninn
þeirra skjóta móður sína og þykja
það bara fínt. Segir síðar í hlægi-
legum samræðum um morðið að
hann hafi elskað hana.
Sumar setningar eru óskiljan-
legar eins og: A meðan ég man,
Rut segir að Marge hafi sagt
Molly rétt fyrir morðið á Paul að
Marge hafi sagt henni... Átta eða
níu persónur sögunnar bera nöfn
sem byrja á M (kannski ruglar það
mann að hamborgarastaðurinn
MacDonalds er nefndur á þriðju
hverri síðu). Truman hefur sér-
staklega gaman að því að telja upp
nefndir og undirnefndir þingsins
og stofnanir borgarinnar svo úr
verður mikill og leiðinlegur hræri-
grautur skammstafana og nefnda-
heita.
Sjálfsagt skipti þetta ekki máli
ef maður hefði einhvern minnsta
áhuga á sögunni en Truman tekst
hvorki að gera hana áhugaverða
né spennandi. I leiðindum sínum
byrjar maður að telja mannanöfn-
in. Segir líklega allt sem segja þarf
um þennan hvimleiða pólitíska
samsæristrylli. Kannski næsta
spennusaga hennar geti heitið
Morðið á MacDonalds.
Arnaldur Indriðason
Jóhannes og
Olafur sýna
á Húsavík
Morgunblaðið. Húsavík.
TVEIR ungir listamenn, Jóhann-
es Dagsson frá Haga, (bróður-
sonur Hrings) og Olafur Sveins-
son, fæddur Reykvíkingur, en
nú búsettur á Hjalteyri, opnuðu
myndlistarsýningu, samsýningu,
í Safnahúsinu á Húsavík, síðustu
helgina í ágúst. Sýningin hefur
vakið athygli og verið vel sótt.
Listamennirnir hafa báðir lok-
ið námi frá Myndlistaskóla
Akureyrar og er þetta frumsýn-
ing Jóhannesar, en hann stund-
ar nú nám í heimspeki og bók-
menntum við Háskóla íslands.
En Olafur er orðinn þekktur, því
þetta er 20. sýning hans, bæði
norðan heiða og sunnan.
Myndirnar eru málaðar með
olíu- og akríllitum og fara ungu
mennirnir ekki hefðbundnar
leiðir eldri málara, þótt áhrifa
þeirra megi finna frá þeim. Það
einkennir flestar myndir þeirra
beggja að konunnar gætir mjög
í þeim og virðist konan í mynd-
sköpun þeirra beggja skipa stórt
hlutverk.
Morgunblaðið/Silli
JÓHANNES Dagsson, f.v., og Ólafur Sveinsson sýna málverk í Safna-
húsinu á Húsavík.
KVIKMYMUR
Háskólabíó
WASHINGTON SQUARE
★★
Leikstjóri: Agnieszka Holland. Hand-
ritshöfundur: Carol Doyle eftir sögu
Henry James. Aðalhlutverk: Jennifer
Jason Lcigh, Ben Chaplin, Albert
Finncy og Maggie Smith. Hollywood
Pictures 1997.
CATHERINE greyið er óskap-
lega klunnaleg sem barn og ófríð
sem ung kona. Hún dáir föður
sinn lækninn, en hann hyggst
gifta hana eldri ekkjumanni og þá
getur hann rólegur dáið. En hið
óhugsandi gerist. Ungur og fríður
maður verður ástfanginn af
Catherine, og þau vilja ólm rugla
reytum saman. En hvaða reytum?
spyr læknirninn sig, því ungi mað-
urinn er bláfátækur, og hann
bannar turtildúfunum að sjást.
Ást í
meinum
Þetta er allt ósköp erfitt að
horfa upp á, því Catherine er
elskuleg stúlka og á vissan hátt
heillandi í vilja sínum að þóknast
öðrum. Jennifer Jason Leigh er
frábær leikkona og henni tekst að
gera aðalsöguhetjuna kómíska,
aumkunarverða og sérlega sann-
færandi um leið. Finney geislar af
persónutöfrum sem læknirinn
ákveðni, Maggie Smith er systir
hans og fóstran hannar Kötu og
Ben Chaplin leikur ástmöginn.
Saman mynda þau skemmtilegan
hóp öll að berjast um og við ást
milli tveggja ungmenna. Eða
hvað? Þegar líða tekur á myndina
hætti ég eiginlega að skilja hvað
var að gerast. Hvaða ráð voru
fóstran og ástmögurinn að brugga
saman? Elskaði hann Catherine
eða bara stóra arfinn hennar?
Margt er gefið í skyn sem ekki er
gefið svar við og það gerir manni
gramt í geði.
Eg hef ekki lesið söguna sem
handritið er byggt á. Henry
James skrifaði nokkrar sögur um
ungar ríkar konur, og náði
skemmtilega vel að skilja sálarlíf
þeirra. Jane Campion kom því
ágætlega til skila í Portrait of a
Lady, sem reyndar þótti írekar
vælin mynd. Mér finnst hins vegar
Agnieszka Holland ekki ná að
skila tilfinningum Kötu misheppn-
uðu né annarra persóna til áhorf-
enda, og þá verður ekki annað
sagt en að hún missi marks.
Hildur Loftsdóttir