Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER1998 55 A
Eftir höfðinu
dansa limirnir
FORSETI Bandaríkj-
anna, Bill Clintx)n, (hér
gætu allt eins staðið
nöfn íslenzkra eða ann-
arra þjóða embættis-
manna), sem fremja hjú-
skaparbrot, hafandi
heitið tryggðum við
maka og verðandi fjöl-
skyldu, ganga bæði á
eigin heit og siðareglur,
sem þeir boða öðrum.
Eru ein svik og lygi eitt-
hvað öðruvísi en önnur
svik og lygi, sýnir þetta
ekki innræti manna,
væri ekki hugsanlegt að
slíkir menn mundu ljúga
og svíkja hvenær sem
væri til _að bjarga eigin
skinni? Ég rakst á mjög áhugaverð-
an texta sem hljómar svo.
Það vita margir af biturri reynslu
að viskunnar er hvergi meiri þörf en
í málefnum ástarinnai'. Og megi Guð
gefa að við gleymum því heldur
aldrei að viska er óhugsandi án ást-
ar, að ástin ber viskuna uppi, stýrir
henni á vit almættisins sem birtist í
mynd okkar smæsta bróður eða
systur. í ævintýri ástarinnar er
sjálfsvitund mannsins, siðferði og
viska í húfi.
Því segi ég er ekki aumkunarvert
að sjá gifta menn þar sem þeir hafa
ofmetið lífsýnishólk sinn svo að það
kosti þá mannorðið? Gætu þeir feng-
ið fyrirgefningu, þá væri allt það
sem stæði í Biblíunni og öðrum guðs-
bókum um fyrirgefningu syndanna
góður og gildur bókstafur, þvílík
hræsni. Svo ganga þessir menn til
altaris með fermingarbörnum sínum
sem eru að staðfesta trúna á Jesú
Ki-ist, hvaða boðskap færa slíkir
menn börnum sínum? I einni út-
færslu af siðalögmáli Kants stendur:
Breyttu ævinlega eftir þeirri lífs-
reglu sem þú getur viljað að verði
lög.
Ég efast ekki um að siðferðismál
eins og kynferðisleg misnotkun séu
viðkvæm mál en þurfa ekki konur að
styrkja sig og standa betur saman.
Sjáið þið eins og Clinton og lögmenn
hans sem virðast geta útfært kynlífs-
stellingar hans þannig að Monika
átti mök við hann en
hann ekki við hana,
hyort þeirra er „fórnar-
lambið"? Nú svo gæti
þeim dottið í hug að út-
færa þetta sem kennslu-
stund, spurning um hug-
myndaflug. Það er ótrú-
legt hvað oft ýtt er undir
að kona verði aðildar-
maður sinnar eigin
ógæfu.
Ég er nú ekki sérfróð
um „ástardans" karl-
manna til kvenna, en ég
hef skoðun á því fyrir
mig og mér finnst
aumkunarvert að sjá
gifta menn dansa slíka
dansa við aðrar konur en
eiginkonur sínar, með allt gyrt niður
um sig, því það eru þeir svo sannar-
lega, veifandi úti öllum öngum til að
Hvergi er meiri þörf
fyrir visku, segir Selma
Þorvaldsdóttir, en í
málefnum ástarinnar.
veiða til sín sem flestar konur sem á
við þeirra eigin „kemestríu" en það
er öllu verra ef angarnir verða of
gráðugh' og rata ekki á rétta „kem-
estríu" eins og gæti átt við í Moniku
tilfelli, hún var stillt inn á tilfinning-
ar, þarna gæti nú nýi kynboðinn
komið að góðum notum, vonandi
drífm' hann yfir skurði, því hvernig
er þetta með beljurnar? Halda þær
ekki að grasið sé grænna og
ferskara hinum megin við skurðinn,
áttuðu þær sig á því alveg hjálpar-
laust, hvísluðu þær því ef til vill að
Clinton að þar væru konur sem væri
óviðeigandi að daðra við. Það er vel
þekkt að konur og karlar tala ekki
sama tungumál, svo um hagsmunaá-
rekstra gæti verið að ræða, hvernig
tungumál ætli sé forritað inn á kyn-
boðana og hver forritar?
Er það hreinn og klár ásetningur
margra giftra manna að halda fram-
hjá, eru þeir ekki að haga sér eins
og óvitar frammi fyrir Guði og
Selma
Þorvaldsdóttir
Bóklegt nám -
Verklegt nám
TILGANGUR þessara skrifa er að
reyna að setja sig í spor unglings
sem hefur lokið grunnskólaprófi og
hyggst marka sér braut til framtíðar.
Hverjir eru möguleikar þessa fólks í
núgiidandi menntakerfi.
Með uppbyggingu fjölbrautakerf-
isins var talið að námsval nemenda
mundi verða fjölskrúðugra en raun
hefur orðið á. Langflestir stefna að
stúdentsprófi, hins vegar er ljóst að
ekki ná allir því marki. Ekki er verið
að gera lítið úr þeim möguleika eða
kasta rýrð á stúdentsmenntunina.
Það er ljóst að stúdentspi'óf er lykill
sem opnar margar dyr. Flest það
nám er stúdentspróf veitir aðgang að
er hægt að stunda á eigin forsendum,
þ.e. að segja ef um fjöidatakmarkanir
er að ræða, þá eru það einkunnir sem
ráða. Hins vegar eru ljónin sem
verða á vegi unglingsins sem ætlar i
verkmenntanám oft óviðráðanleg.
Þrátt fyi'ir áhuga og góðan árangur í
námi stendur gamla meistarakerfið í
vegi.
Hvað er til ráða?
Þessari flóknu spurningu hefur
ekki verið svarað. Meistarakerfið er
við lýði og því hafa verkmennta- og
fjölbrautaskólarnir ekki breytt.
Nemandinn þarf að komast á samn-
ing í viðkomandi fagi til þess að geta
lokið námi. Það fer engum sögum af
árangurslausum tilraunum þeirra
sem ekki komast á samning. Hins
vegar þarf ekki að fjölyrða um fá-
menni þjóðfélagsins og þann augljósa
sannleika að meistarinn er algerlega
sjálfráður um hverja hann tekur á
samning. Meðan málin eru í þessum
farvegi er ljóst að verkmenntanem-
andinn situr ekki við sama borð og sá
sem velur stúdentsprófið og menntun
í framhaldi af því.
Meistarinn hefur líka skyldum að
gegna gagnvart skjólstæðingi sínum
sem eru ekki litlar. í reglugerð
menntamálaráðuneytisins um náms-
samninga og starfsþjálfun frá 17.
apríl 1997 stendur m.a. í 12. gr.
„Meistari eða iðnfyrirtæki skuldbind-
ur sig með gerð námssamnings til að
veita iðnnema kennslu í iðngi-eininni
og sjá svo um að hann hafi að náms-
tíma loknum hlotið hæfilega þjálfun í
öllum störfum er iðngreinin tekur til
og hafi tileinkað sér meðferð, hirð-
ingu og beitingu þeirra áhalda og
tækja sem notuð eru í iðngreinni."
Áhugi meistarans á því að veita
verkmenntum er auðvitað í beinum
tengslum við þarfir hans fyi’h' mennt-
að vinnuafl og í fámennari iðngi'ein-
um er ljóst að hann hefur engan
áhuga á því að offjölgun verði í stétt-
inni. Hvað þá með þá kenningu að
„sá hæfasti lifi“. Hvernig er hægt að
gefa ungu fólki sem ekki nýtur náðar
tækifæri til þess að draga fram kosti
sína í þessu kerfi?
í riti menntamálaráðuneytisins
mönnum sem þeir lofuðu í gifting-
unni að vera trúir maka sínum, svo
eru nú boðorðin 10, þau hljóta að
fylgja með í pakkanum, voru þau
ekki um að stela ekki, ágirnast ekki,
ekki ljúga?
Einhver fleygði því að mér að í
slíkum siðamálum eins og framhjá-
haldi skipti máli hvort menn væru
fæddir fyrir eða eftir stríð, en ég
hélt ekki að Guð og Eros hefðu verið
stríðshetjur 20. aldar, en þetta er
sjálfsagt leið margra til að réttlæta
hegðun sína og siðleysi.
Gæti Monika hafa boðið Clinton
upp á að hrifsa til sín það sem hann
langaði í, jú konur hafa upp á ýmis-
legt að bjóða og það hafa verslunar-
eigendur líka og ýmis söfn, en það
er ekki þar með sagt að það megi
hrifsa til sín það sem menn girnast,
tillitslaust. Ef stolið er úr verslun
kærir verslunareigandi stuldinn til
lögi-eglunnar og þjófurinn er leitað-
ur uppi og næst, hugsanlega reynh-
hann að bera af sér ákæruna með
ýmsum hætti, nú ef hann næst ekki
situr hann glaður yfir því sem hann
girntist í versluninni og hann gat
hrifsað til sín tillitslaust. Hugsan-
lega finnur þjófurinn svo enn aðrar
verslanir „sem freista hans“.
Hefur maður í þessari stöðu, þ.e.
þjófurinn, einhverntíma ástæðu til
að kæra einhvern? Hugsanlega ekki,
en ef næst til hans þarf hann að hafa
góðar varnh'. Er glæpur að stela?
Er gerandinn þá glæpamaður? Hef-
ur þetta einhvern tíma vafist fyrir
fólki? Býður verslunareigandi upp á
að það sé hrifsað úr verslun hans og
jafnvel slegið upp brennu. Ég býst
við að verslunareigandi herði þjófa-
varnir sínar eftir eitt innbrot og
konur gera það eflaust líka og það er
líklegast það eina sem þær geta
gert, því ekki þýðir að kæra. Hvern-
ig er farið með þessi mál á Islandi?
Og hvert stefnir með Moniku? Nú
svo eru makar þessara manna líka
konur, gleymum því ekki, og það er
örugglega búið að ýta vel undir þær
að þær séu aðildarmenn sinnar eigin
ógæfu hafi þær reynt að trúa ein-
hverju öðru eða fundist þær vera
sviknar.
Konur beggja vegna allra skurða,
styrkið stöðu ykkar enn betur því
konur eru líka fólk nema eins og
komið hefur fram gætu konur verið
ýmist óviðeiandi eða viðeigandi dað-
ur, eftir hvernig á það er litið. Þetta
gæti verið tekið upp í framtíðinni um
hjúskaparstöðu kvenna. Konur, hvað
segið þið um það?
Höfundur er leikskólakokkur.
Hvað er að ger-
ast í skólunum?
NU STENDUR yfir
hin árlega umræða um
hvemig gangi að manna
grannskóla landsins. A
undanfórnum árum hef-
ur hátt hlutfall leiðbein-
enda verið sérstaklega
hátt á Vestfjörðum og
umræðan nokkuð tekið
mið af því. Það sem skil-
ur stöðu mála nú frá um-
ræðu fyrri ára er að nú
era það ekki einungis
skólar á Vestfjörðum
sem eiga í vandræðum
við að manna kennara-
stöður heldur virðist
þessi þróun vera að fær-
ast yfir landið allt og er
þá Reykjavík ekki lengur undanskilin
ef taka má mark á auglýsingum í síð-
ustu sunnudagsblöðum Morgun-
Þeir sem ljúka kennara-
námi skila sér aldrei allir
inn í skólana. Gumilaug--
ur Júlíusson telur að
þanni^ sé búið að byggja
upp vítahring sem æ erf-
iðara verði að leysa efbir
því sem árin líða.
blaðsins. Ef að líkum lætur þá verður
öll umræða um málið fyrirferðar-
meiri í fjölmiðlum. En hvað hefur
breyst frá fyrri áram? Hér kemur
margt til. Hörð og óvægin afstaða
ríksivaldsins í kjaramálum kennara
með tilheyrandi verkfóllum á undan-
fórnum árum hefur tvimælalaust haft
sín áhrif inn í stéttina þannig að
kennarar hafa í auknum mæli horfið
til annarra starfa. Þetta hefur í ein-
hverjum mæli breyst eftir yfirfærslu
grannskólans til sveitarfélaganna en
á móti kemur einsetning skólans og
aukin áhersla á samfelldan skóladag
sem leiddi af sér að atvinnumöguleik-
ar kennara voru takmarkaðri en áð-
ur. Skólarnir eru nú í meiri sam-
keppni um starfsfólk við aðra aðila
vinnumarkaðarins vegna aukinnai'
þenslu í þjóðfélaginu og meiri og
Gunnlaugur
Júlíusson
„Enn betri skóli þeirra
réttur okkar skylda“
kemur m.a. fram að
„nemendur eiga rétt á
að vita til hvers er ætlast
af þeim og hver sé réttur
þeirra“. I sama riti kem-
ur fram að tillögur um
nánari útfærslu í upp-
byggingu starfsnáms-
brauta sé í höndum
starfsgreinaráða. Verk-
efni starfsgreinaráða er
að skilgreina þarfii'
starfsgreina hvað varðar
kunnáttu og hæfni
starfsmanna og setja
starfsnámi markmið.
Ráðin eru skipuð aðilum
vinnumarkaðarins og
fulltrúum hlutaðeigandi starfsgreina
(til þess að fá nánari útlistun á verk-
efnum starfsgreinaráð er bent á
V erkmenntanemar
verða að fá, segir
Bryndfs Helgadóttir,
greiðari leið á náms-
brautinni en núverandi
kerfi býður upp á.
grein Ólafs Grétars Kristjánssonar,
deildarsérfræðings í menntamála-
ráðuneytinu, er birtist í Morgunblað-
inu sunnudaginn 14. júní 1998).
Starfsgreinaráðin eru að fjalla um
hefðbundnar greinar og gi'einar sem
verið er að skilgreina og á eftir að
skilgi'eina. Það er mikilvægt að þessi
ráð hafi unglinginn í huga í starfi
sínu, það er ekki nægilegt að setja
markmið í kerfi sem ekki virkar,
nema gagnvart öðram
aðilanum í kerfinu. En
það er athyglisvert að á
tímum „gæðastjórnun-
ar“ virðist nemandinn
gleymast, þegar unnið
er að skipulagingu sem
varðar hann beint. Fyr-
irtæki dagsins í dag
þurfa starfsfólk sem
stendur sig í samkeppni
á alþjóðavettvangi, tæki-
færi starfsfólksins má
ekki drepa í dróma úr-
elts kerfis.
Það er hagsmunum
þjóðarinnar í hag að vel
Bryndís og skjótt sé brugðist við
Helgadóttir kröfum viðkomandi
starfsgreina um mennt-
un. Er goðgá að ætla fyrirtækjum að
greiða ákveðna prósentu af arði í sjóð
sem nýta mætti til eflingar starfs-
menntun, menntun sem væri alfarið
aftengd meistarakerfinu. Ríkið hefur
skyldum að gegna gagnvart öllum
þegnum þessa lands, líka þeim sem
ætla í verkmenntanám. Það hefur
verið talað um að verkmenntun sé
dýr?
Ef nemandi sem lokið hefur grann-
skólaprófi, lýkur starfsmenntanámi á
6 árum, er hann væntanlega farinn
að skila þjóðarbúinu arði fljótlega að
þeim tíma liðnum. Nemandi sem tek-
ur stúdentspróf og fer síðan í fram-
haldsnám, þarf til þess a.m.k. 7 ár, og
er reyndar í fáum tilfellum kominn
með starfsmenntun á þeim tíma.
Skoðum þetta út frá ýmsum hliðum,
en hugsum alvarlega um að gera
verkmenntanemanum leiðina greið-
ari en hún er í núverandi kerfi.
Höfundur er framhalds-
skólakennari.
betri atvinnumöguleika
en áður. Allt hefur þetta
sín áhrif. En fleira kem-
ur til. Árlega sækja allt
að 800 manns um skóla-
vist í kennaranám
þannig að það virðist
vera mikill áhugi meðal
ungs fólks að starfa við
kennslu. En skólakerfið
getur ekki tekið á móti
nema rúmlega 300 nem-
endum sem gerir ekki
meira en að vega á móti
þeim fjölda sem hættir
vegna aldurs, námsleyfa
og annaraa ástæðna. Það
er hins vegar staðreynd
að sá hópur sem lýkur
námi skilar sér aldrei allur inn í skól-
ana eins og gefur að skilja. Þannig
virðist vera búið að byggja upp vlta-
hring sem verður æ harðari og erfið-
ara að leysa eftir því sem árin líða.
Samkvæmt framansögðu kemur
kennaraskortur til með að vaxa enn
frekar á komandi árum.
Vandi dreifðra byggða er mestur
Til þess að hefðbundið samfélag sé
í ásættanlegu jafnvægi þá þurfa
nokkur grundvallaratriði að vera í
lagi. í nokkuð einfaldaðri mynd era
það atvinna, heilsugæsla og skóli auk
almennrar þjónustu. Ef eitthvert
þessara atriða er ekki í lagi, kemur
los í undirstöðuna sem er íbúar sam-
félagsins. Vegna breyttrar þjóðfé-
lagsgerðar þá hefur gildi menntunar
farið vaxandi á liðnum árum og svo
mun halda áfram. Tæknivæðing og
sjálfvirkni margháttuð fer vaxandi í
undirstöðugreinum samfélagsins og
því mun þörf fyrir ómenntað vinnuafl
fara minnkandi. Þannig mun bil milli
þeiraa sem hafa starfsmenntun af
einhverju tagi og þeiraa sem hafa
hana ekki fara vaxandi. Þetta leiðir af
sér að foreldrar leggja æ ríkari
áherslu á að grunnskólinn veiti börn-
um þeiraa þá möguleika til menntun-
ar sem nauðsynlegt er, til að þau vilji
og geti tekist á við áframhaldandi
nám að honum loknum. Samfélag sem
býður upp á lélegan skóla er lélegt
samfélag í hugum foreldra. Líkur eru
til að fólk flytji frekar frá slíkum stöð-
um en til þeiraa.
Þegai' samkeppni um vel menntaða
kennara fer vaxandi vegna þess að eft-
irspura er meiri en framboðið þá hafa
þeir betri möguleika sem mestan slag-
ki'aftinn hafa. Þannig hafa stór sveitr
arfélög meiri möguleika til að beita
þeim aðferðum sem duga til að halda
sjó í þessum efnum en lítil og oft van-
burðug sveitarfélög víða um land. Sa-
meining sveitaifélaga breytir hér litlu
um. Því er það ljóst í mínum huga að
miðað við stöðuna eins og hún er í dag
þá mun vandi grannskólans varðandi
ráðningu kennara til starfa fara vax-
andi á landsbyggðinni á komandi áram
og er þá klisjan um jafnrétti til náms
orðin afar lítils virði. Hvaða áhiif þessi
staða mun hafa á þróun byggðamála í
landinu er ekki gott að segja til um en
eitt er nokkuð víst að það mun ekki
draga úr flutningum af landsbyggðinni
til höfuðborgarsvæðisins.
Höfundur er sveitarsljóri á Raufarhöfn.
Faxafeni (blátt hús),
sími 568 9511.