Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ 68 LAUGARDAGUR jftS^PTEMBER 1998 FÓLK í FRÉTTUM Við emm sprelliperur Morgunblaðið/Þorkell PODDI pera og Palla pera eru sífellt með kjánalæti. Gunnar og Linda í hlutverkum sinum. ✓ „Avaxtakarfan“ er nýtt íslenskt barnaleik- rit með söngvum og dönsum sem verður frumsýnt á morgun í íslensku óperunni. Hildur Loftsdóttir spurði Gunnar Hansson út í hlutverkið hans, Podda peru. GUNNAR útskrifað- ist frá Leiklistarskóla Islands fyrir einu ári. Þjóðleikhúsið réð hann sl. vetur og þar tók hann þátt í leikrit- unum Hamlet, Grandavegi 7 og Meiri gauragangi. „Það var mjög gaman. Ég var allt í einu með fólki sem ég hafði aldrei unnið með áður. Margir þeirra voru leikar- ar sem ég hafði fylgst með úr fjarlægð og dáðst að,“ segir Gunnar um þá reynslu. Hann sló líka í gegn sem Páll Óskar og fleiri persónur í ára- mótaskaupinu auk þess að koma víða annars staðar við þann veturinn. Nú leikur Gunnar Podda peru í „Ávaxtakörfunni" eftir Kristlaugu Maríu Sigurðar- dóttur, en Poddi er alltaf með Pöllu peru sem hin nýútskrifaða Linda Asgeirsdóttir leikur. Sagan er um hóp af ávöxtum sem leggja lítið jarðarber í einelti og eru með for- dóma gagnvart gulrót sem flæk- ist í körfuna til þeirra. Frelsi til að leika sér - Er þetta í fyrsta skipti sem þú leikur peru? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég man allavega ekki til þess að hafa leikið peru áður. En Poddi er eiginlega barn í mínum augum, og ég get ekki sagt að ég hafí sett mig mikið inn í heim per- unnar til að undirbúa hlutverkið. Ég hef borðað nokkrar um ævina, þótt ég sé ekki mikill perumaður. Þær eru bestar þegar þær eru þroskaðar og mjúkar, en við Palla erum óþroskaðar perur. Sprelliperur eins og einhver sagði. Við erum krakkar að fíflast, prakk- ararnir í sýningunni. Ég veit reyndar ekki hvort það er dæmi- GUNNARI fínnst mjög gaman að leika í barnaleik- riti og segir börnin yndislega og þakkláta áhorf- endur. gert fyrir perur. En við Linda fengum frekar frjálsar hendur með það að fíflast.“ - Báðuð þið sérstak- lega um það? „Poddi og Palla eru mjög opnar persónur og við báðum strax um skot- leyfí; að fá að gera hitt og þetta og Gunnari Gunn- steinssyni leikstjóra fannst það sniðugt en sagði hins vegar þegar hugmyndirnar gengu ekki upp. Það er ofsalega gaman sem leikari að fá frelsi til að leika sér aðeins, og perumar mega gera allt. Þær eru ekki í valda- baráttunni eins og sumir ávextirnir og nenna ekki að taka þátt í lýðræð- isumræðunni." Poddi er með lítið hjarta - Er Poddi samt ekki góð pera? „Jú, hann er það. Þau Palla eru kjánar og fara að stríða Maju jarð- arberi og svo Geddu gul- rót, en bara til að apa eftir hinum ávöxtunum. Hann er góður inni við beinið, inni við kjarnann meina ég. Hann er kjánaprik með lítið hjarta þegar á reynir og börnin geta lært af mistökunum sem hann gerir.“ - Líturðu ávextina öðr- um augum núna? „Jú, ég hef staðið mig að því að vera að bíta í banana og finnast það svolítið skrítið. Þetta era orðnir vinir mínir. En ég get ekki sagt að ég fínni neitt sérstaklega til með þeim. Ég hristi bara haus- inn og held áfram að borða bananann." - Hvað finnst þér best við sýninguna? „Boðskapurinn er mjög þarfur, svo eru búninganir hennar Maríu Ólafsdóttur skemmtilegir og tónlistin eftir Þor- vald Bjarna mjög góð og grípandi fyrir krakkana. Það er búið að vera mjög gaman að vinna þessa sýn- ingu, því vegna barnanna minna tveggja hefur mig lengi langað til að leika bam.“ Eru börn og perur litlir trúðar? - Pannig að undirbúning- urinn undir hlutverkið hefur meira falist í rannsaka börn en per- ur? „Já, eiginlega. Það er svo skemmtilegt að leika krakka því þeir hafa svo litlar hömlur og hreinar tilfinningar. Ég hef ver- ið að læra aðferð trúðs- ins og það nýtist mér vel núna. Trúðurinn sér allt í fyrsta skipti og hann hefur bara áhuga á einu í einu. Hann er ofsalega hreinn og beinn. Ef hann er með epli er það það eina sem hann sér í heiminum. Svo sér hann eitthvað annað og þá er hann búinn að gleyma eplinu. Svo er það klisjan að maður eigi að leita að barninu í sjálfum sér, og þegar maður leikur barn, fær maður af- sökun til að vera barn.“ Börn í leikhúsi - Heldurðu að þetta leikrit eigi eftir að gera börnunum gagn? „Já, það vona ég svo sannar- lega. Þau muna allt mjög vel sem þau sjá í leikhúsi og yfirleitt hefur sýningin mikil áhrif á þau. Það er svo gaman hversu sterkt þau skynja leikhúsið og sjúga allt inn sem fyrir augu ber. Þau eru svo fróðleiksfús. Við erum að fjalla um hluti sem eru mjög mikið í umræð- unni núna og eru mjög alvarlegir. Ég vona innilega að leikritið eigi eftir að gera gagn og minna verði um einelti og fordóma. Börn læra allt of fljótt á fordóma, einelti eru fordómar yfírleitt út af fáránleg- ustu ástæðum. Börnin eru allt of fljót að taka upp ósiði fullorðna fólksins." »giiaiBia Sparaðu þúsundir með þátttöku í afsláttarleik Do Re Mí. Allt sem þú þarft að gera er að hafa með þér afsláttarkortið (ath. það er hægt að fá afsláttarkort á staðnum) í einhverja af verslunum okkar í september, versla eitthvað sem þig vantar, við stimplum kortið og gefum þér 5% afslátt. Með þessu hefur þú unnið þér rétt á 10% afslætti í október og ef þú verslar hjá okkur í október áttu rétt á 15% afslætti í nóvember og þegar þú hefur nýtt þér nóvemberafsláttinn ertu heldur betur í góðum málum: 25% afsláttur í desember! 3 rúllukragabolir í pakka.........................690 kr. Ungbarnagalli og sokkar.-........................790 kr. (Jlpur..........................................1.990 kr. Vetrarvesti.....................................1.590 kr. Faxafeni 8, Laugavegi 20, Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði og Kirkjuvegi 10 í Vestmannaeyjum Fullar búðir af nýjum vörum - frábær föt fyrir flotta krakka og enn höldum við áfram að bjóða frábær föt á góðu verði Barnabóta- frumvarp (gijsi _.........r NÝ SENDING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.