Morgunblaðið - 05.09.1998, Page 22

Morgunblaðið - 05.09.1998, Page 22
22 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Útflutningsráð stendur fyrir „Venture Iceland“ í annað sinn Ah ugi fjárfesta hefur aukist ÁHUGI innlendra fjárfesta á ís- lenskum fyrirtækjum í upplýsinga- iðnaði hefur aukist undanfarin ár samhliða almennum vexti í hugbún- aðargeiranum hér á landi. Engu að síður vantar enn talsvert upp á að hægt sé að segja að rekstrarum- hverfíð í greininni sé viðunandi hvað varðar fjármögnun. Petta var meðal þess sem fram kom á Fjárfestingar- þinginu Venture Iceland 98 sem Ut- flutningsráð stóð fyiir í annað sinn á Hótel Sögu í gær. Alls tóku níu fyrirtæki þátt í þing- inu sem miðar að því að kynna ís- lensk hugbúnaðarfyrirtæki innlend- um og erlendum áhættufjárfestum og auka þannig möguleika þeirra á framtaksfé. Þátttakendur að þessu sinni voru Axel hugbúnaður, Fjar- hönnun, Hótellausnir, Hugfang, Kerfí, Tæknival, Memphis, Softis og Taugagreining. Mikið breyst til batnaðar Skúli Mogensen, framkvæmda- stjóri OZ, var meðal framsögumanna á Fjárfestingarþinginu. Hann sagði mikið hafa breyst til batnaðar á þeim átta árum sem liðin væru frá stofnun félagsins. Enn sem komið væri væri íslenskur hugbúnaðariðnaður afar lítill sem sjá mætti á því að ekkert fyrirtæki væri skráð á erlendum mörkuðum. Hins vegai- væru mögu- leikar í þessum geira miklu betri en áður og áhugi bæði innlendra og er- lendra fjárfesta vaxandi. Bandaríski fjárfestirinn Jim Rogers lagði í ræðu sinni m.a. áherslu á mikilvægi þess að auðvelda erlendum fjárfestum aðgang að mörkuðum hér. Hann sagði þróun undanfarinna ára jákvæða, fjánnála- markaðir hér væru opnari og áhrif landfræðilegrar legu íslands færu sí- fellt minnkandi. Hins vegar yrði að vinna að því í auknum mæli að fá er- lent fjármagn og þekkingu inn í landið. Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaþings, sagði mikla þróun hafa átt sér stað á íslenskum hlutabréfamarkaði, en engu að síður ættum við langt í land með að standa jafnfætis mörgum nágrannalöndum okkar. Hann sagði aukna einkavæð- ingu, færri höft á erlenda fjárfesta og aukna fagmennsku í upplýsinga- iðnaði almennt, jákvæð merki sem væru hvetjandi á rekstur fyi'irtækja í greininni. Langur aðdragandi Guðný Káradóttii’ hjá Útflutnings- ráði segist nokkuð sátt við þann áhuga sem þingið hefur vakið er- lendis í Ijósi þess hversu gifurlega hörð samkeppni ríkir á þessum markaði. Hingað hafi komið tólf er- lendir gestir, þar á meðal fulltrúar ESB, ráðgjafar sem unnu að fræðslu- og kynningarmálum með þátttakendum auk átta erlendra fjárfesta, m.a. frá Singapore, Banda- ríkjunum og víðsvegar að úr Evrópu. Guðný segir verkefnið eiga sér langan aðdraganda, en undii’búning- ur hófst í febrúar sl.: „Kostnaður hvers þátttakanda er 200 þúsund krónur, en segja má að megin skuld- bindingin liggi í þeim mikla og tíma- freka undirbúningi sem fyrirtækin hafa gengið í gegnum á þeim sjö mánuðum sem liðnii’ eru frá því að við fórum af stað. Þátttakendur þurfa að sækja reglulega vinnufundi og námskeið. Þar er t.d. kennd gerð viðskiptaáætlana, fjallað um áhættu- fjármagn, eðli þess og hvar það er að fínna, fjallað um hugbúnaðar- og há- tækniiðnað almennt, eftir hverju fjárfestar leita, veitt þjálfun í kynn- ingu o.s.fí-v. í lokin liggur síðan fyrir nákvæm viðskiptaáætlun sem full- trúai’ fyrirtækjanna kynna á þing- inu.“ Guðný segir fjárþörf og mark- mið fyrirtækjanna eðlilega af ólíkum toga, en að þessu sinni liggja fjár- mögnunarmarkmið þeh-ra 9 aðila sem skráðu sig til leiks á bilinu 17 til 210 milljónir íslenski’a króna. Vín í nóvember Fjölmai’gir aðilar koma að fjár- mögnun Fjárfestingarþingsins, t.a.m. Nýsköpunarsjóður og Útflutn- ingsráð, auk þess sem Evrópusam- bandið hefur lagt verkefninu lið frá upphafi í tengslum við upplýsinga- tækniáætlun sína. ESB sendir einnig eigin fulltrúa til landsins meðan á þinginu stendur til að fylgjast með framvindu þess og kynna sér þátt- takendur. Hliðstæð vinna á sér stað í öðrum Evrópulöndum, en í lok árs- ins eru valin út þau 40 fyrirtæki sem þykja hvað álitlegust að mati tilsjón- armanna ESB og fá þau tækifæri til að kynna sig á sérstöku Fjárfesting- arþingi Evrópusambandsins. Af þeim sex aðilum sem tóku þátt í ís- lenska verkefninu í fyrra var tveim- ur, Margmiðlun og Netverki, boðið að mæta, svo telja verður líklegt að einhver af þeim 9 sem nú eru með verði á meðal hinna 40 útvöldu á þingi ESB sem fram fer í Vín í nóv- ember. Hafnarstræti 100, Akureyri í DAG, LAUGARDAG, frákl. 14.00 til 18.00 eru til sýnis og sölu nýjar 2ja herb. 55 fm íbúðir og ein 4ra herb. ca 130 fm íbúð á tveimur hæðum. íbúðirnar eru með glæsilegum innréttingum frá ALNO og ein íbúðin er sýnd fullbúin með húsgögnum frá H.P HÚSGÖGNUM í Reykjavík. Ibúðimar kosta frá 5,9 millj. og á þeim hvíla húsbréf ca 1,6 millj. Möguleiki er þó að fá lánað allt að 70% af kaupverði yfir 25 ár með hagstæðum vöxtum. Ekki þarf húsbréfamat en lánastofnun þarf að samþykkja lántakanda. Reynald Jónsson verður á staðnum og býður alla velkomna. Nánari upplýsingar og teikningar hjá: REYKJAVÍK Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 AKUREYRI FASTEI6MSALAIV BYGOl) BREKKIGÖTU4 SP-fjármögm Úr árshlutareikningi iin hf.9 1. janúar til 30. júní SK* Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 262,8 158,1 +66,2% Vaxtagjöld 164,9 90,9 +81,4% Hreinar vaxtatekjur 97,9 67,3 +45,5% Aðrar rekstrartekjur 20,5 8,6 +138,4% Hreinar rekstrartekjur 118,4 75,8 +56,2% Önnur rekstrargjöld 40,4 29,5 +36,9% Framlög í afskriftareikning 32,1 19,7 +62,9% Hagnaður fyrir tekjuskatt 46,0 26,7 +72,3% Tekjuskattur 18,5 7,4 +150,0% Hagnaður tímabiisins 27,5 19,3 +42,5% Efnahagsreikningur 30/6'98 31/12-97 Breyiing | Eignir: | Milljónir króna Sjóður og kröfur á lánastofnanir 40,1 9,1 +340,7% Útlán 4.304,9 3.604,4 +19,4% Eignarhlutir í félögum 0,2 0 ■ Aðrar eignir 71,5 56,1 +27,5% Eignir samtals 4.416,8 3.669,6 +20,4% | Skultlir og eigið fé: | 1 3.928,6 Lántaka 3.220,6 +22,0% Aðrar skuldir 4,2 8,4 ■50,0% Tekjuskattsskuldbinding 35,6 16,9 +110,7% Víkjandi lán 161,2 153,9 +4,7% Eigið fé 287,2 269,8 +6,4% Skuldir og eigið fá samtals 4.416,8 3.669,6 +20,4% SP-Fjármögnun skilar 27,5 milljóna króna hagnaði Stefnt að aukn- ingu hlutafjár EIGNALEIGUFYRIRTÆKIÐ SP- Fjármögnun hf. skilaði 27,5 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins á móti 19,3 milljónum á sama tíma í fyrra. Útlán hafa aukist um 20% frá áramótum og er til umræðu að auka hlutafé félagsins til að fylgja eftir örri aukningu í starfsemi þess allt frá stofnun. Hreinar rekstrartekjur SP-Fjár- mögnunar námu rúmum 118 milljón- um á þessu tímabili á móti 76 millj- ónum á sama tíma í fyrra. Önnur rekstrargjöld voru 40 milljónir og lagðar voru 32 milljónir í afski'ifta- reikning útlána þannig að hagnaður fyrir skatta var 46 milljónir. Hagn- aður fyrir skatta var 27 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Framlög í afskriftareikning námu tæpum 20 milljónum í milliuppgjöri í fyrra og hafa því aukist verulega á milli ára. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri segir þó að félagið hafí ekki lent í miklum útlánatöp- um. Aukningin væri vegna al- mennra framlaga í afskriftareikning og fyrst og fremst gerð í varúðar- skyni. Betra en reiknað var með „Eg get ekki annað en verið ánægðm-. Afkoman er jafnvel betri en reiknað var með,“ segir Kjartan. Starfsemin hefur einkennst af aukn- ingu, ekki síst í bílalánum. Þannig jukust útlán um tæp 20% frá ára- mótum og voru komin í 4,3 milljarða í lok júní. Eigið fé félagsins er 287 milljónir kr., þar af 200 milljónir hlutafé. Kjartan segir að lítið eigið fé tak- marki mjög möguleika fyrirtækisins til að gera stóra eignaleigusamninga og þar með að vaxa enn hraðar vegna ákvæða laga um að lán til ein- stakra viðskiptamanna megi ekki nema meira en 25% af eigin fé fé- lagsins. Segir hann að til standi að auka hlutaféð og býst við ákvörðun um það í þessum mánuði. SP-Fjármögnun er í eigu spari- sjóðanna og tók félagið til starfa í maí árið 1995. Seðlabanki íslands Gjaldeyrisforði minnkaði um 1,2 milljarða GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans lækkaði um rúma 1,2 milljarða króna í ágúst og nam í lok mánaðar- ins 29,2 milljörðum ki’óna (jafnvii’ði 408,4 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlendar skammtíma- skuldir bankans hækkuðu um 1 millj- arð króna i mánuðinum og námu 1,2 milljörðum króna í lok hans. í ágúst endurgreiddi ríkissjóður erlend lán að jafnvii'ði 1,7 milljarða króna. Á gjaldeyrismarkaði voru hrein gjald- eyrisviðskipti Seðlabankans neikvæð um 796 milljónir ki-óna í ágúst. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, lækk- aði í ágúst um 0,3%. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum jókst í ágúst um 2,3 milljarða króna og er þá miðað við markaðsverð. Eign bankans í spari- skíi'teinum ríkissjóðs og ríkisbréfa- eign stóðu í stað en ríkisvíxlaeign jókst hins vegai- um 2,3 milljarða króna og nam í mánaðarlok 4,1 millj- ai'ði ki'óna. Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir hækkuðu um 2,3 milljarða króna í ágúst en nettókröf- ur bankans á ríkissjóð og ríkisstofn- anii' lækkuðu um 1,2 milljarða króna og voru jákvæðar um 4,6 milljarða króna í lok ágúst sem þýðir að inn- stæður ríkissjóðs í bankanum námu lægri fjárhæð en brúttókröfur hans á ríkið. Grunnfé bankans lækkaði um 2,5 milljarða króna í mánuðinum og nam 23,5 milljörðum króna í lok hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.