Morgunblaðið - 20.09.1998, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 13/9 -19/9
►LÍTIL flugvél með þrjá
menn innanborðs brotlenti
við Bakkaflugvöll í vikunni.
Mennirnir komust allir lífs
af, flugmaðurinn slasaðist
allmikið en farþegarnir
tveir sluppu næstum
ómeiddir. Vélin var talin
gjörénýt.
►ÍSLENSKA útvarpsfélagið
kynnti í vikunni hugmyndir
sfnar um Spumingakeppni
framhaldsskólanna. Hug-
myndir félagsins gengu út á
að útvarpsstöðin Mono
myndi sjá um að útvarpa
spurningakeppninni en Stöð
2 myndi sjónvarpa henni.
Vom formönnum nemenda-
félaga framhaldsskólanna
m.a. boðin ýmis fríðindi.
Formenn félaganna fengu
frest til að taka afstöðu til
tilboðs ÍÚ en spuraingalið
MR lýsti yfir stuðningi við
RÚV.
►TVEIR íslendingar vora
meðal farþega í Boeing 767-
farþegaþotu frá flugfélag-
inu Martinair sem varð fyrir
vélarbilun og neyddist til að
nauðlenda skömmu eftir
flugtak frá flugvellinum í
Calgary f Kanada á mánu-
dagskvöld. Engin slys urðu
á fólki við nauðlendinguna.
►FYRSTU síld haustvertíð-
arinnar var landað á Höfn í
Hornafírði á föstudag en þá
lönduðu Húnaröst SF og
Jóna Eðvalds SF samtals
tæplega 100 tonnum.
Þingflokkur Alþýðu-
bandalags klofínn
ÞRIR þingmenn, þeir Steingrímur J.
Sigfússon, Hjörleifur Guttormsson og
Ogmundur Jónasson, sögðu sig úr þing-
flokki Alþýðubandalagsins á mánudag-
inn. Þingmennimir þrír hafa ásamt
Kristínu Ástgeirsdóttur, fyrrverandi
þingkonu Kvennalistans, rætt stofnun
eigin þingflokks þar sem róttæk, græn,
vinstrihreyfing verði umsköpuð og end-
umýjuð.
Málefnaskrá sameigin-
legs framboðs vinstri-
manna kynnt
MÁLEFNASKRÁ sameiginlegs fram-
boðs vinstrimanna var kynnt opinber-
lega á miðvikudag. Forystumenn Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags og
Kvennalista kynntu málefnaskrána en í
henni eru ekki ráðgerðar breytingar á
aðild íslands að NATO á næsta kjör-
tímabili. I skránni kom meðal annars
fram að taka skuli upp viðræður við
Bandaríkjastjóm um vamarsamning-
inn, taka skuli öll áform um hefðbundna
orkufreka stóriðju til endurskoðunar og
að stjómkerfi fiskveiða verði gjörbreytt
fyrir árið 2002.
Öngþveiti í
efnahagsmálum
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
furðaði sig á stefnu félagshyggjuflokk-
anna í utanríkismálum eftir að þeir
höfðu kynnt málefnaskrá sameiginlegs
framboðs í vikunni. Sagði hann að ef
hrinda ætti í framkvæmd öllum loforð-
um framboðsins myndi það auka út-
gjöld ríkissjóðs um 40-60 milljarða á ári
og slíkt myndi skapa efnahagslegt öng-
þveiti.
Myndband með
Clinton birt
DÓMSMÁLANEFND bandarísku full-
trúadeildarinnar ákvað á fóstudag að
gera opinbert á
morgun, mánudag,
myndband með yfir-
heyrslum yfir Bill
Clinton Bandaríkja-
forseta vegna sam-
bands hans við Mon-
icu Lewinsky. Auk
þess verða birtar um
2.800 blaðsíður með
öðrum gögnum, sem
tengjast rannsókn-
inni. Fór afstaða
nefndarmanna eftir hreinum flokkslín-
um og gagnrýna demókratar repúblik-
ana harðlega fyrir að hafa það eitt í
huga að niðurlægja Clinton. Myndband-
ið verður sýnt á sjónvarpsstöðvum um
öll Bandaríkin og skjölin verða vistuð á
alnetinu. Sagt er, að á myndbandinu
sjáist Clinton missa stjórn á skapi sínu
og falla frá eigin framburði í einhverjum
greinum.
Fjárskortur leystur
með seðlaprentun
BÚIST er við, að ríkisstjórn Jevgenís
Prímakovs, forsætisráðheiTa Rúss-
lands, verði fullskipuð í vikunni en fyrir
helgi hafði hann ekki tilnefnt mann í
embætti fjármálaráðherra. Virðist ótti
manna á Vesturlöndum við, að til standi
að leysa úr fjárskorti ríkissjóðs með
seðlaprentun vera að rætast og er rúss-
neski seðlabankinn þegar tekinn til við
það. Ýmsir talsmenn ríkisstjóma í Vest-
ur-Evrópu hafa lýst yfir trausti á
Prímakov en erlendir fjárfestar eru á
öðru máli. Eru þeir sem óðast að draga
saman seglin í Rússlandi en um 50
bandarísk stórfyrirtæki hafa tapað um
35 milljörðum ísl. kr. á kreppunni þar.
Borís Nemtsov, fyrrverandi aðstoðar-
forsætisráðherra, sagði fyrir helgi, að
stefna Prímakovs væri seðlaprentun,
seðlaprentun og seðlaprentun og þar
með aðeins ávísun á enn meiri verð-
bólgu.
► MIKIL ólga og átök hafa
verið í Albanfu, einkum í höf-
uðborginni Tirana, og sakar
ríkisstjórnin stjórnarand-
stæðinga um að hafa ætlað
að ræna völdunum. Var upp-
hafið það, að einn af leiðtog-
um sljórnarandstöðunnar var
myrtur ásamt bílstjóra sfnum
og lífverði á laugardag fyrir
viku. Saka sljórnarandstæð-
ingar Fatos Nano forsætis-
ráðherra um að bera ábyrgð
á morðunum. Stjórnin sakar
aftur Sali Berisha, fyrrver-
andi forsætisráðherra, um að
hafa kynt undir uppþotunum
og hefur þingnefnd lagt til,
að hann verði sviptur þing-
helgi og handtekinn.
►ÍRANSHER er með mikinn
viðbúnað við afgönsku landa-
mærin og ætlaði að vera þar
með heræfingar um helgina.
Áttu nærri 300.000 manns að
taka þátt í þeim. íranir, sem
eru shfta-múslimar, saka Ta-
lebana í Afganistan, sem eru
sunni-múslimar, um að of-
sækja shfta en flestir hallast
samt að því, að þeir muni
ekki ráðast inn í Afganistan
að sinni.
►ÞINGKOSNINGAR eru í
Svíþjóð í dag, sunnudag, og
benda skoðanakannanir til,
að jafnaðarmenn og ríkis-
stjóra Göran Perssons geti
verið áfram við völd með
stuðningi Vinstriflokksins,
sem getur gert sér vonir um
gott gengi f kosningunum
eða 12,7% atkvæða. Jafnað-
armönnum er spáð fylgistapi,
fái nú innan við 36% at-
kvæða, og svo virðist sem
stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, Hægriflokkur
Carls Bildts, muni bæta litlu
við sig. Gefa skoðanakannan-
ir honum 24,6%. Kristilegi
demókrataflokkurinn hefur
verið á góðri siglingu og með
11,2% samkvæmt könnunum.
Rannsókn á viðhorfum nýnema við HÍ til háskólanáms
Telja námið arð-
bæra fjárfestingu
SAMKVÆMT rannsókn sem gerð
var á vegum Hagfræðistofnunar
Háskóla Islands telur mikill meiri-
hluti nýnema í öllum deildum Há-
skóla Islands að námið sé hag-
kvæm fjárfesting. Meirihluti telur
einnig að stuðningur rikisins við
námsmenn í háskólanámi eigi að
vera meiri en nú er.
Könnunin var gerð meðal fyrsta
árs nema í Háskóla Islands haust-
ið 1996. Skráðir nýnemar voru þá
2052 og 1406 svöruðu spurningun-
um, eða 68%. Niðurstöðurnar voru
síðan unnar úr þúsund manna til-
viljunarúrtaki lagskiptu eftir
deildum háskólans.
Stefán Sigurðsson hagfræðing-
ur, sem vann rannsóknina undir
handleiðslu dr. Guðmundar Magn-
ússonar prófessors, segir að það
hafi komið sér á óvart hversu ráð-
andi hagnýt sjónarmið og raun-
hæfar væntingar hafi verið meðal
nýnemanna.
„Væntingar þeirra virðist
standast að mörgu leyti miðað við
raunveruleikann, til dæmis varð-
andi það að laun hækka með auk-
inni menntun, karlar hafa hærri
laun en konur, BS-próf gefur
hærri laun en BA-próf og svo
framvegis."
„I þeirri umræðu sem fram hef-
ur farið hefur verið litið á háskóla-
fólk sem hugsjónafólk sem aldrei
nái að borga upp það tap sem það
verður fyrir út af því að missa af
vinnu meðan á náminu stendur.
Þegar ég fór fyrst að skoða þetta
bjóst ég við að það væri það sem
nýnemamir héldu líka.“
Efast um gildi fyrri
arðsemisútreikninga
Stefán dregur í efa niðurstöður
íslenskra rannsókna á arðsemi há-
skólanáms sem hafa sýnt að hún
sé í flestum tilfellum neikvæð.
„Það skiptir mjög miklu máli varð-
andi næmi slíks arðsemismats
hverjar forsendurnar eru. I rann-
sókn BHM frá 1997 gefa menn sér
til dæmis að fólk fari yfirleitt í
fimm ára nám, taki full námslán
allan tímann og hafi ekki atvinnu-
tekjur á meðan. Sumartekjur með
námi falla það snemma til á ævinni
að sé þeim sleppt í útreikningum
getur það haft veruleg áhrif á nið-
urstöðuna. I rannsókn sem Hag-
fræðistofnun gerði voru banka-
menn með stúdentspróf látnir
vera til viðmiðunar fyrir alla hópa
háskólamenntaðra manna. Þetta
er hæpin forsenda. Þegar ég skoð-
aði launavæntingar nýnema kom í
ljós að þær eru mjög mismunandi
eftir deildum. Bankamennimir
eru kannski ágæt viðmiðun fyrir
þá sem fara í viðskipta- og hag-
fræðideild en kannski ættu til
dæmis sjúkraliðar betur við sem
viðmiðunarhópur fyrir þá sem
fara í hjúkrunarfræði."
Karlar leggja meiri
áherslu á laun
Ýmis kynjabundinn munur kom
fram í rannsókninni. Fleiri konur
en karlar meðal nýnemanna áttu
börn og voru í sambúð. Fleiri karl-
ar en konur áttu heima á lands-
byggðinni áður en þeir hófu nám.
Þegar spurt var um ástæður
fyrir náminu tiltóku fleiri konur
en karlar þættina „mér finnst
gaman að vera í námi“, „námsár-
angur í framhaldsskóla, „háskóla-
nám eykur lífsþroska“, „námið
gefur alhliða undirbúning undir
Arðsemiskrafa fjárfestingar nýnema í háskólaprófi
10
12 14 16 18%
Verkfræðideild
Viðskipta- og hagfræðideiid
n:
Raunvísindadeild
Heimspekideild
Félagsvísindadeild
Lögfræðideild
Læknadeild
Guðfræðideild ! ' '
10
12 14 16 18%
Þeir þættir sem höfðu mest áhrif á ákvörðun nýnema
10 20 30 40 50 60
70
80 90% 100
Námið er góður grunnur fyrir ýmis störf
Ahugavert starf krefst háskólamenntunar
Nauðsynlegur grunnurfyrir ákv. starf
Mér finnst gaman að vera í námi
Námíð gefur möguleíka á starfi erlendis
Vel launað starf krefst háskólamenntunar |
Fræðilegur áhugi á greininni
Námið gefur alhliða undirbúning undir lífið
Háskólanám eykur lífsþroska |
framhaldsskóla
Áhugavert starf stóð ekki til boða
l Övissa úm hvað: ég vildl gera
l Háskólamen'ntun eykur hamingju
Menntun fjölskyldu minnar I
Vel launað starf stóð ekki til boða
——...
Menntun félaga minna
]] Fékk ekki inngöngu í annað nám
I 10 20 30 40 50
:;S Mikil og frekar mikil áhrif
Nokkur áhrif
60 70 80 90% 100
lífið“ og „háskólamenntun eykur
hamingjuna". Karlarnir tiltóku
frekar „áhugavert starf krefst há-
skólamenntunar".
Varðandi val á vinnu að loknu
námi lögðu konur í hópnum minni
áherslu á laun en karlarnir en
meira upp úr því að starfið væri
áhugavert. Launavæntingar karla
að loknu háskólaprófi voru að
meðaltali 13-16,5% hærri en
kvenna, og var munurinn breyti-
legur eftir æviskeiðum. Meirihluti
kvenna sagðist búast við því að
starfa hjá opinberum aðilum en
meirihluti karla bjóst við störfum
hjá einkaaðilum eða hugðist starfa
sjálfstætt.
f skýrslu Stefáns kemur fram
að arðsemi háskólanámsins miðað
við væntingar háskólanema væri
12,7% að meðaltali fyrir karla en
12% fyrir konur.
Verkfræðingar vilja há laun en
guðfræðingar lífsþroska
Þegar niðurstöðunum er skipt
niður eftir deildum háskólans eru
einkum tvær sem skera sig úr,
verkfi-æðideild og guðfræðideild.
Nýnemar í verkfræði eru tiltölu-
lega yngri en aðrir nýnemar, oftar
einhleypir og bamlausir. Varðandi
ákvörðun þeirra að fara í háskóla
hafði þátturinn „fræðilegur áhugi
á greininni" tiltölulega minni áhrif
en hjá öðrum nemum en „vel laun-
að starf krefst háskólamenntunar“
tiltölulega mikinn. Allir aðspurðir
verkfræðinemar litu á nám sitt
sem arðbæra fjárfestingu, og þeir
gerðu einnig ráð fyrir mestri arð-
semi þess, eða að meðaltali 17%.
Nýnemar í guðfræði voru að
jafnaði eldri en aðrir nýnemar,
þeir voru líklegri til að eiga börn
og vera giftir eða í sambúð
Þættirnir „vel launað starf
krefst háskólamenntunar" og
„áhugavert starf kref.st háskóla-
menntunar" höfðu tiltölulega lítil
áhrif á þá ákvörðun guðfræðinema
að hefja háskólanám. Þættirnir
„fræðilegur áhugi á greininni“ og
„námið gefur alhliða undirbúning
undir lífið“ og „háskólanám eykur
lífsþroska" voru hins vegar að
jafnaði sterkari en hjá öðrum
nemendum.