Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 13/9 -19/9 ►LÍTIL flugvél með þrjá menn innanborðs brotlenti við Bakkaflugvöll í vikunni. Mennirnir komust allir lífs af, flugmaðurinn slasaðist allmikið en farþegarnir tveir sluppu næstum ómeiddir. Vélin var talin gjörénýt. ►ÍSLENSKA útvarpsfélagið kynnti í vikunni hugmyndir sfnar um Spumingakeppni framhaldsskólanna. Hug- myndir félagsins gengu út á að útvarpsstöðin Mono myndi sjá um að útvarpa spurningakeppninni en Stöð 2 myndi sjónvarpa henni. Vom formönnum nemenda- félaga framhaldsskólanna m.a. boðin ýmis fríðindi. Formenn félaganna fengu frest til að taka afstöðu til tilboðs ÍÚ en spuraingalið MR lýsti yfir stuðningi við RÚV. ►TVEIR íslendingar vora meðal farþega í Boeing 767- farþegaþotu frá flugfélag- inu Martinair sem varð fyrir vélarbilun og neyddist til að nauðlenda skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Calgary f Kanada á mánu- dagskvöld. Engin slys urðu á fólki við nauðlendinguna. ►FYRSTU síld haustvertíð- arinnar var landað á Höfn í Hornafírði á föstudag en þá lönduðu Húnaröst SF og Jóna Eðvalds SF samtals tæplega 100 tonnum. Þingflokkur Alþýðu- bandalags klofínn ÞRIR þingmenn, þeir Steingrímur J. Sigfússon, Hjörleifur Guttormsson og Ogmundur Jónasson, sögðu sig úr þing- flokki Alþýðubandalagsins á mánudag- inn. Þingmennimir þrír hafa ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur, fyrrverandi þingkonu Kvennalistans, rætt stofnun eigin þingflokks þar sem róttæk, græn, vinstrihreyfing verði umsköpuð og end- umýjuð. Málefnaskrá sameigin- legs framboðs vinstri- manna kynnt MÁLEFNASKRÁ sameiginlegs fram- boðs vinstrimanna var kynnt opinber- lega á miðvikudag. Forystumenn Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista kynntu málefnaskrána en í henni eru ekki ráðgerðar breytingar á aðild íslands að NATO á næsta kjör- tímabili. I skránni kom meðal annars fram að taka skuli upp viðræður við Bandaríkjastjóm um vamarsamning- inn, taka skuli öll áform um hefðbundna orkufreka stóriðju til endurskoðunar og að stjómkerfi fiskveiða verði gjörbreytt fyrir árið 2002. Öngþveiti í efnahagsmálum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra furðaði sig á stefnu félagshyggjuflokk- anna í utanríkismálum eftir að þeir höfðu kynnt málefnaskrá sameiginlegs framboðs í vikunni. Sagði hann að ef hrinda ætti í framkvæmd öllum loforð- um framboðsins myndi það auka út- gjöld ríkissjóðs um 40-60 milljarða á ári og slíkt myndi skapa efnahagslegt öng- þveiti. Myndband með Clinton birt DÓMSMÁLANEFND bandarísku full- trúadeildarinnar ákvað á fóstudag að gera opinbert á morgun, mánudag, myndband með yfir- heyrslum yfir Bill Clinton Bandaríkja- forseta vegna sam- bands hans við Mon- icu Lewinsky. Auk þess verða birtar um 2.800 blaðsíður með öðrum gögnum, sem tengjast rannsókn- inni. Fór afstaða nefndarmanna eftir hreinum flokkslín- um og gagnrýna demókratar repúblik- ana harðlega fyrir að hafa það eitt í huga að niðurlægja Clinton. Myndband- ið verður sýnt á sjónvarpsstöðvum um öll Bandaríkin og skjölin verða vistuð á alnetinu. Sagt er, að á myndbandinu sjáist Clinton missa stjórn á skapi sínu og falla frá eigin framburði í einhverjum greinum. Fjárskortur leystur með seðlaprentun BÚIST er við, að ríkisstjórn Jevgenís Prímakovs, forsætisráðheiTa Rúss- lands, verði fullskipuð í vikunni en fyrir helgi hafði hann ekki tilnefnt mann í embætti fjármálaráðherra. Virðist ótti manna á Vesturlöndum við, að til standi að leysa úr fjárskorti ríkissjóðs með seðlaprentun vera að rætast og er rúss- neski seðlabankinn þegar tekinn til við það. Ýmsir talsmenn ríkisstjóma í Vest- ur-Evrópu hafa lýst yfir trausti á Prímakov en erlendir fjárfestar eru á öðru máli. Eru þeir sem óðast að draga saman seglin í Rússlandi en um 50 bandarísk stórfyrirtæki hafa tapað um 35 milljörðum ísl. kr. á kreppunni þar. Borís Nemtsov, fyrrverandi aðstoðar- forsætisráðherra, sagði fyrir helgi, að stefna Prímakovs væri seðlaprentun, seðlaprentun og seðlaprentun og þar með aðeins ávísun á enn meiri verð- bólgu. ► MIKIL ólga og átök hafa verið í Albanfu, einkum í höf- uðborginni Tirana, og sakar ríkisstjórnin stjórnarand- stæðinga um að hafa ætlað að ræna völdunum. Var upp- hafið það, að einn af leiðtog- um sljórnarandstöðunnar var myrtur ásamt bílstjóra sfnum og lífverði á laugardag fyrir viku. Saka sljórnarandstæð- ingar Fatos Nano forsætis- ráðherra um að bera ábyrgð á morðunum. Stjórnin sakar aftur Sali Berisha, fyrrver- andi forsætisráðherra, um að hafa kynt undir uppþotunum og hefur þingnefnd lagt til, að hann verði sviptur þing- helgi og handtekinn. ►ÍRANSHER er með mikinn viðbúnað við afgönsku landa- mærin og ætlaði að vera þar með heræfingar um helgina. Áttu nærri 300.000 manns að taka þátt í þeim. íranir, sem eru shfta-múslimar, saka Ta- lebana í Afganistan, sem eru sunni-múslimar, um að of- sækja shfta en flestir hallast samt að því, að þeir muni ekki ráðast inn í Afganistan að sinni. ►ÞINGKOSNINGAR eru í Svíþjóð í dag, sunnudag, og benda skoðanakannanir til, að jafnaðarmenn og ríkis- stjóra Göran Perssons geti verið áfram við völd með stuðningi Vinstriflokksins, sem getur gert sér vonir um gott gengi f kosningunum eða 12,7% atkvæða. Jafnað- armönnum er spáð fylgistapi, fái nú innan við 36% at- kvæða, og svo virðist sem stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, Hægriflokkur Carls Bildts, muni bæta litlu við sig. Gefa skoðanakannan- ir honum 24,6%. Kristilegi demókrataflokkurinn hefur verið á góðri siglingu og með 11,2% samkvæmt könnunum. Rannsókn á viðhorfum nýnema við HÍ til háskólanáms Telja námið arð- bæra fjárfestingu SAMKVÆMT rannsókn sem gerð var á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Islands telur mikill meiri- hluti nýnema í öllum deildum Há- skóla Islands að námið sé hag- kvæm fjárfesting. Meirihluti telur einnig að stuðningur rikisins við námsmenn í háskólanámi eigi að vera meiri en nú er. Könnunin var gerð meðal fyrsta árs nema í Háskóla Islands haust- ið 1996. Skráðir nýnemar voru þá 2052 og 1406 svöruðu spurningun- um, eða 68%. Niðurstöðurnar voru síðan unnar úr þúsund manna til- viljunarúrtaki lagskiptu eftir deildum háskólans. Stefán Sigurðsson hagfræðing- ur, sem vann rannsóknina undir handleiðslu dr. Guðmundar Magn- ússonar prófessors, segir að það hafi komið sér á óvart hversu ráð- andi hagnýt sjónarmið og raun- hæfar væntingar hafi verið meðal nýnemanna. „Væntingar þeirra virðist standast að mörgu leyti miðað við raunveruleikann, til dæmis varð- andi það að laun hækka með auk- inni menntun, karlar hafa hærri laun en konur, BS-próf gefur hærri laun en BA-próf og svo framvegis." „I þeirri umræðu sem fram hef- ur farið hefur verið litið á háskóla- fólk sem hugsjónafólk sem aldrei nái að borga upp það tap sem það verður fyrir út af því að missa af vinnu meðan á náminu stendur. Þegar ég fór fyrst að skoða þetta bjóst ég við að það væri það sem nýnemamir héldu líka.“ Efast um gildi fyrri arðsemisútreikninga Stefán dregur í efa niðurstöður íslenskra rannsókna á arðsemi há- skólanáms sem hafa sýnt að hún sé í flestum tilfellum neikvæð. „Það skiptir mjög miklu máli varð- andi næmi slíks arðsemismats hverjar forsendurnar eru. I rann- sókn BHM frá 1997 gefa menn sér til dæmis að fólk fari yfirleitt í fimm ára nám, taki full námslán allan tímann og hafi ekki atvinnu- tekjur á meðan. Sumartekjur með námi falla það snemma til á ævinni að sé þeim sleppt í útreikningum getur það haft veruleg áhrif á nið- urstöðuna. I rannsókn sem Hag- fræðistofnun gerði voru banka- menn með stúdentspróf látnir vera til viðmiðunar fyrir alla hópa háskólamenntaðra manna. Þetta er hæpin forsenda. Þegar ég skoð- aði launavæntingar nýnema kom í ljós að þær eru mjög mismunandi eftir deildum. Bankamennimir eru kannski ágæt viðmiðun fyrir þá sem fara í viðskipta- og hag- fræðideild en kannski ættu til dæmis sjúkraliðar betur við sem viðmiðunarhópur fyrir þá sem fara í hjúkrunarfræði." Karlar leggja meiri áherslu á laun Ýmis kynjabundinn munur kom fram í rannsókninni. Fleiri konur en karlar meðal nýnemanna áttu börn og voru í sambúð. Fleiri karl- ar en konur áttu heima á lands- byggðinni áður en þeir hófu nám. Þegar spurt var um ástæður fyrir náminu tiltóku fleiri konur en karlar þættina „mér finnst gaman að vera í námi“, „námsár- angur í framhaldsskóla, „háskóla- nám eykur lífsþroska“, „námið gefur alhliða undirbúning undir Arðsemiskrafa fjárfestingar nýnema í háskólaprófi 10 12 14 16 18% Verkfræðideild Viðskipta- og hagfræðideiid n: Raunvísindadeild Heimspekideild Félagsvísindadeild Lögfræðideild Læknadeild Guðfræðideild ! ' ' 10 12 14 16 18% Þeir þættir sem höfðu mest áhrif á ákvörðun nýnema 10 20 30 40 50 60 70 80 90% 100 Námið er góður grunnur fyrir ýmis störf Ahugavert starf krefst háskólamenntunar Nauðsynlegur grunnurfyrir ákv. starf Mér finnst gaman að vera í námi Námíð gefur möguleíka á starfi erlendis Vel launað starf krefst háskólamenntunar | Fræðilegur áhugi á greininni Námið gefur alhliða undirbúning undir lífið Háskólanám eykur lífsþroska | framhaldsskóla Áhugavert starf stóð ekki til boða l Övissa úm hvað: ég vildl gera l Háskólamen'ntun eykur hamingju Menntun fjölskyldu minnar I Vel launað starf stóð ekki til boða ——... Menntun félaga minna ]] Fékk ekki inngöngu í annað nám I 10 20 30 40 50 :;S Mikil og frekar mikil áhrif Nokkur áhrif 60 70 80 90% 100 lífið“ og „háskólamenntun eykur hamingjuna". Karlarnir tiltóku frekar „áhugavert starf krefst há- skólamenntunar". Varðandi val á vinnu að loknu námi lögðu konur í hópnum minni áherslu á laun en karlarnir en meira upp úr því að starfið væri áhugavert. Launavæntingar karla að loknu háskólaprófi voru að meðaltali 13-16,5% hærri en kvenna, og var munurinn breyti- legur eftir æviskeiðum. Meirihluti kvenna sagðist búast við því að starfa hjá opinberum aðilum en meirihluti karla bjóst við störfum hjá einkaaðilum eða hugðist starfa sjálfstætt. f skýrslu Stefáns kemur fram að arðsemi háskólanámsins miðað við væntingar háskólanema væri 12,7% að meðaltali fyrir karla en 12% fyrir konur. Verkfræðingar vilja há laun en guðfræðingar lífsþroska Þegar niðurstöðunum er skipt niður eftir deildum háskólans eru einkum tvær sem skera sig úr, verkfi-æðideild og guðfræðideild. Nýnemar í verkfræði eru tiltölu- lega yngri en aðrir nýnemar, oftar einhleypir og bamlausir. Varðandi ákvörðun þeirra að fara í háskóla hafði þátturinn „fræðilegur áhugi á greininni" tiltölulega minni áhrif en hjá öðrum nemum en „vel laun- að starf krefst háskólamenntunar“ tiltölulega mikinn. Allir aðspurðir verkfræðinemar litu á nám sitt sem arðbæra fjárfestingu, og þeir gerðu einnig ráð fyrir mestri arð- semi þess, eða að meðaltali 17%. Nýnemar í guðfræði voru að jafnaði eldri en aðrir nýnemar, þeir voru líklegri til að eiga börn og vera giftir eða í sambúð Þættirnir „vel launað starf krefst háskólamenntunar" og „áhugavert starf kref.st háskóla- menntunar" höfðu tiltölulega lítil áhrif á þá ákvörðun guðfræðinema að hefja háskólanám. Þættirnir „fræðilegur áhugi á greininni“ og „námið gefur alhliða undirbúning undir lífið“ og „háskólanám eykur lífsþroska" voru hins vegar að jafnaði sterkari en hjá öðrum nemendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.