Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Þorkell
DOUGLAS A. Brotchie orgelleikari.
Orgeltónleikar í
Hallgrímskir kj u
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari sýnir í Hafnarborg
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BÓKIN þín er heiti verksins sem Anna Sigríður stendur hér inni í. „Ef
þú lítur inn í hana þá sérðu sjálfa þig, ekki bara frá einni hlið heldur
frá öllum hliðum og það getur vel verið að þarna séu einhverjar hliðar
sem þig langar ekkert sérstaklega til að sjá - það getur verið hollt.“
LISTVINAFÉLAG Hallgríms-
kirkju gengst fyrir orgeltónleikum í
Hallgrímskirkju sunnudaginn 27.
september kl. 20.30. Organisti Hall-
grímskirkju, dr. Douglas A.
Brotchie, flytur efnisskrá með org-
elverkum eftir frönsku tónskáldin
Jean Langlais, Jehan Alain og Olivi-
er Messiaen, auk orgelverks eftir
Arvo Part. Orgelverkið Messe de la
Pentecöte, sem Olivier Messiaen
samdi árið 1950, heyrist mjög sjald-
an og er hér e.t.v. um að ræða frum-
flutning verksins í heild sinni á Is-
landi, segir í fréttatilkynningu.
Douglas A. Brotchie er fæddur í
Edinborg í Skotlandi. Hann starfar
nú tímabundið sem organisti Hall-
grímskirkju í leyfí Harðar Askels-
sonor, einnig er hann annar org-
anisti Dómkirkju Krists konungs í
Reykjavík.
Um verkin
Organistinn og tónskáldið Jean
Langlais var í hópi fremstu org-
anista Parísar á þessari öld. Lengi
vel var hann organisti við Sainte-
Clotilde-basilikuna með hinu stóra
Cavaillé-Coll-orgeli. Douglas leikur
tvo þætti úr verkinu „Deux para-
phrases Grégoriennes" op 5, þar
sem Langlais vinnur með stef úr
gregorskum helgisöngvum. „Le jar-
din suspendu" („Hengigarðurinn")
eftir Jehan Alain er hægferðug
chaconna, en orgelverk Alain eru
hátt skrifuð í orgeltónbókmenntum
20. aldar. Annum per annum eftir
Arvo Part var samið árið 1980 í til-
efni af 900 ára afmæli dómkirkjunn-
ar í Speyer. Messe de la Pentecöte,
hvítasunnumessa, er eitt af stóru
orgelverkunum eftir Olivier Messi-
aen, eitt mikilhæfasta tónskáld org-
elsins á þessari öld. Verkið var
samið til notkunar við helgihald á
hvítasunnu. Það samanstendur af
þeim fímm þáttum sem orgelinu eru
ætlaðir við framkvæmd messunnar
í franskri, kaþólskri messu. Heiti
einstakra þátta og tilvitnanir í
heilaga ritningu tengjast hvítasunn-
unni. Tónlist Messiaen er byggð á
innblæstri frá þessum textum og
ber keim af list Messiaens að leika
af fingrum fram, sem hann iðkaði
mikið sem organisti við Église de la
Saint-Trinité í París.
Steinar
sem
svífa
„MÉR finnst vera kominn tími til að
við mannfólkið förum að endur-
skoða umgengni okkar við náttúr-
una og í leiðinni hvert við annað.
Við þurfum að líta inn á við. Það er
allt of algengt að fólk hugsi sem svo
að bæjarstjórnin eða einhverjir aðr-
ir eigi að sjá um þetta eða hitt, í
staðinn fyrir að byrja sjálft og
breyta hlutunum," segir Anna Sig-
ríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari
en um síðustu helgi hófst í aðalsal
Hafnarborgar sýning hennar, sem
ber yfirskriftina „Hver er staðan?"
Anna Sigríður segist sækja mik-
inn kraft til náttúrunnar og efnivið-
inn einnig að verulegu leyti. A sýn-
ingunni, sem stendur fram til 5.
október næstkomandi, eru tíu
skúlptúrar, allir unnir á þessu ári.
Efniviðurinn er grjót, tré, stál, járn,
gler og léreft og eru verkin flest all-
mikil að vöxtum.
„Svif“ er heiti eins verksins, sem
er sett saman af fjölda steina af
mismunandi stærð, sumum þó
nokkuð stórum og þungum, sem
hanga niður úr loftinu í stálvír líkt
og þeir svífi. „Steinar eru eitthvað
níðþungt. Manni dettur aldrei í hug
að steinar geti verið eitthvað sem
svífur - nema kannski loftsteinar.
Þarna finnst mér eins og steinarnir
missi alveg þyngdina, og svífi í raun
um í algeru þyngdarleysi, sem sýnir
okkur að hið ómögulega getur alveg
verið mögulegt," segir listakonan.
Virðing fyrir
náttúrunni og lífinu
I aflokuðu rými inn af salnum er
stórt verk sem ber heitið „Sorg
jarðarinnar“. Rýmið er stúkað af
með hvítum léreftstjöldum og inni í
því miðju er stuðlaberg umkringt
stórum marmaraklumpum. „Hér er
ég að reyna að skapa djúpa kyrrð-
artilfinningu, einskonar helgidóm,
þar sem sorg jarðarinnar býr og
fólk getur farið inn og hugleitt sína
sorg eða sorg jarðarinnar," segir
Anna Sigríður.
„Við erum komin á það stig að við
vei'ðum að gera eitthvað til þess að
það endi ekki allt með ósköpum, og
það er það sem er mér efst í huga
núna. Mín skilaboð eru þau að við
verðum að breyta um lífsstíl. Við Is-
lendingar eigum svo mikið af
ósnortinni náttúru að við höfum
ekki leyfi til þess að ganga lengra í
því að eyðileggja hana,“ segir hún.
„Kannski er það ekkert óeðlilegt að
jörðin hristi sig svolítið.“
Anna Sigríður er á því að Islend-
ingar eigi að reyna að vera for-
göngufólk í náttúruvernd og skapa
gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir.
„Vegna þess að við höfum það sem
fólk er að sækjast eftir og er svo
mikils virði. Svo helst þetta líka allt
í hendur, því um leið og maður upp-
lifir virðingu fyrir náttúrunni, ein-
hverja lotningu sem maður getur
ekki útskýrt, þá leiðir það af sér
virðingu gagnvart öðru fólki og
gagnvart lífinu," segir hún.
Ferðast án ummerkja
Verkið „Sá ykkar sem syndlaus
er...“ leiðir hugann að því hvort list
Önnu Sigríðar sé trúarlegs eðlis.
Það er stór glerplata sem hangir
niður úr loftinu og á gólfinu fyrir
neðan er hrúga af smásteinum.
„Með þessu er ég að reyna að fá
fólk til að horfa inn á við, það þarf
ekki endilega að vera trúarlegt. Ég
vinn út frá andlegum upplifunum og
reynslu. Sumir myndu kannski
segja að það væri trúarlegs eðlis en
hvað er trú?“ spyr hún.
Anna Sigríður er menntuð í Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands og
AKI Akademie voor Beeldende
Kunst. Hún hefur haldið einkasýn-
ingar í Hollandi, Gerðai'safni og Gall-
eríi Sævars Karls og tekið þátt í
fjölda samsýninga innanlands og ut-
an. Auk þess að vera myndhöggvari
er Anna Sigríður gönguleiðsögu-
maður og fer um fjöll og firnindi
með ferðamenn. Nú er hún að
skipuleggja hálendisferð með hópi
kanadískra myndlistarmanna næsta
sumar og kannski segir yfirskrift
ferðarinnar, „An ummerkja", allt
sem segja þarf um það sem leið-
sögumaðurinn leggur áherslu á í
umgengni við landið.
Til bókaútgefenda:
BÓKATÍÐINDI 1998
SkiLafrestur vegna kynningar og
auglýsinga í Bókatíöindum 1998
er tiL 7. október nk.
Ritinu veróur sem fyrr dreift
á öLL heimiLi á ísLandi.
ALLar uppLýsingar á skrifstofu
FéLags ísLenskra bókaútgefenda,
SuðurLandsbraut 4A, sími 553 8020.
SkiLafrestur vegna tiLnefninga tiL
ísLensku bókmenntaverðLaunanna 1998
er tiL 30. október nk.
Nánari uppLýsingar á skrifstofunni.
FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA
Alþjóðleg1 málverkasamkeppni
WINSOR & Newton-fyrirtækið
efnir til alþjóðlegrar málverkasam-
keppni í tilefni aldamótaársins og
er skilafrestur til 31. desember nk.
Yfirskrift samkeppninnar er
Landið mitt árið 2000. Listamönn-
um er frjálst að túlka þessa fyrir-
sögn á þann hátt sem þeim best
hentar. Öllum listamönnum er
heimil þátttaka og heimiluð er eft-
irfarandi efnisnotkun; vatnslitir, ol-
íulitir (hefðbundnir, alkýð og
vatnsuppleysanlegir), akrýllitir,
gvasslitir og pastellitir, segir í
fréttatilkynningu frá Pennanum
sem er umboðsaðili fyrirtækisins
hér á landi og framkvæmdaaðili
keppninnar á Islandi. Hvert land
verðlaunar fimm bestu verkin með
myndlistarvörum frá Winsor &
Newton að andvirði 36.000 kr.
Þessi málverk verða síðan send til
Winsor & Newton í London til
þátttöku í alþjóðasamkeppninni og
sett á sýningar opnum almenningi í
London, Brussel, Stokkhólmi og
New York.
Fyrir þau tólf málverk sem valin
verða til úrslita verða veitt pen-
ingaverðlaun sem jafnframt er
kaupverð myndanna. Fyrir verk í
íyrsta sæti vei'ða verðlaun að upp-
hæð 1,2 millj., fyrir verk í öðru sæti
600 þús. kr. og fyrir það þriðja 300
þús. kr. Fyrir hvert hinna níu
verka verða veitt 120 þús. kr.
Listamönnum hvaðanæva að úr
heiminum er heimil þátttaka í sam-
keppninni og verða myndir af öll-
um úrslitaverkunum birtar í sér-
stakri aldamótaútgáfu af dagatali
Winsor & Newton-fyrirtækisins.
Þátttökugjald er 600 kr. Skráning-
arblöð liggja frammi í verslunum
Pennans.
Óskastjarn-
an á Qal-
irnar á ný
í ÞJÓÐLEIKHÚSINU eru nú að
hefjast á ný sýningar á Óska-
stjörnunni eftir Birgi Sigurðsson.
Fyrsta sýning á þessu leikári er á
morgun, föstudag.
Leikendur eru Elva Ósk Ólafs-
dóttir, Halldóra Bjömsdóttir,
Valdimar Örn Flygenring, Þór
Tulinius, Gunnar Eyjólfsson, Þóra
Friðriksdóttir og Aníta Briem.
Lýsingu hannar Páll Ragnars-
son, höfundur leikmyndar og bún-
inga er Axel Hallkell. Leikstjóri er
Hallmar Sigurðsson.
HALLDÓRA Björnsdóttir og Valdimar Örn Flygenring
í hlutverkum sínum.