Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR 49. flokksþing Alþýðuflokksins sett á morgun Spá óhefð- bundnu þingi SIGHVATUR Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, segir að 49. flokksþing Alþýðuflokksins, sem sett verður á morgun, verði óhefðbundið og muni bera sterkan keim af því að flokkurinn hafí tekið ákvörðun um að taka þátt í sameiginlegu framboði fé- lagshyggjuflokkanna. Flokksþingið er haldið undh- kjör- orðinu ,Auðlindastefna í almanna- þágu“. Það er haldið á Grand Hóteli í Reykjavík og eiga um 260 flokks- menn rétt til setu á þvi. Að lokinni setningarræðu formanns flokksins verða pallborðsumræður sem bera yf- irskriftina „Til hvers er ætlast af Al- þýðuflokknum?". Umræðunum stýrir Óssur Skarphéðinsson alþingismað- ur, en þátttakendur era einstaklingar sem standa utan flokksins, þau Jó- hanna Sigurðardóttir, foiTnaður Þjóð- vaka, Bryndís Hlöðversdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins, Svanur Kristjánsson, prófessor í stjómmála- fræði, Þráinn Hallgrímsson, skrif- stofustjóri Dagsbrúnar, og Hulda Ólafsdótth- sjúki-aþjálfari. Að loknum þessum umi'æðum hefjast almennar stjómmálaumræður og hefur vara- formaðm' flokksins, Ásta B. Þor- steinsdóttir, þær. Þingstörf hefjast á laugardaginn með því að þinginu verður skipt upp í þrjá hópa þar sem rætt verður um lýðræði og jafnrétti, verkalýðshreyf- inguna og sameiningarferlið og um auðlindir og umhverfi. Að því búnu verður stjómmálaályktun flokksins afgi'eidd, en framsögu fyrir henni hefur Guðmundur Ámi Stefánsson alþingismaður. Samhliða verður for- ysta flokksins þjörin, en kosningin fer að þessu sinni fram með því að kjörstaður verður opnaður. Eftir hádegishlé munu þingfull- trúar fara í kynnisferð í Háskóla ís- lands þar sem fjallað verður um efn- ið „Háskólinn og þjóðfélagið, hvaða hlutverk hafa vísindin í þróun þjóð- félagsins?“ Eftir heimsókn í Háskólann verð- ur rætt um sameiginlegt framboð, en framsögu um það hefur Rannveig Guðmundsdótth', formaður þing- flokksins. Þinginu lýkur á sunnudag með afgi-eiðslu lagabreytinga, reikn- inga og afgreiðslu ályktunai- um menntasamfélagið. Málefnaskráin ekki borin undir atkvæði Sighvatur sagði að þingið myndi endurspegla þá stöðu sem flokkurinn er í hvað varðar sameiginlegt fram- boð. Venjulega hefði flokksþing af- greitt fjölda ályktana um margvísleg mál, en nú hefði flokkurinn gert samning við aðra flokka um málefna- skrá og sameiginlegt framboð og því væri óeðlilegt að flokkurinn færi að samþykkja sérstaka stefnu í málum sem hann hefði þegar gert samning um að standa að. Hann sagði að málefnaskrá flokk- anna yrði ekki lögð undir atkvæði flokksþingsins og ekki yrðu af- greiddar breytingartillögur við hana. Hins vegar yrði málefnaskráin rædd og hann kvaðst eiga von á að athuga- semdir kæmu fram um einstök atriði hennar. Sighvatui' sagði að síðasta flokks- þing hefði falið forystu flokksins tvö meginverkefni. Annars vegai' að ganga til samstarfs við aðra félags- hyggjuflokka um sameiginlegt fram- boð og hins vegar að opna á ný skrif- stofu flokksins og koma fjármálum hans í lag. Þetta hefði verið gert og fjármál flokksins stæðu nú betur en þau hefðu gert um langt skeið. Við upphaf flokksþingsins verður flutt útsetning Arna Björnssonar á laginu „Sjá roðann í austri“. Tón- skáldið gaf á sínum tíma ungum jafnaðarmönnum útsetninguna, en hún var framflutt á síðasta ári af Lúðrasveit verkalýðsins. Núna mun kvennakórinn Vox feminae flytja lagið með lúðrasveitinni. MARBERT Kvenleg fegurd Þessi glæsilegi kaupauki að verðmæti kr. 1.690 fylgir með þegar keyptir eru þrír hlutir úr förðunarlínunni frá MARBERT. Ekki missa af þessu. Kynningar verða: Fimmtudag Föstudag Kvenleikinn er í fyrirrúmi hjá MARBERT veturinn '98-'99. Áhrifin eru sótt i ástriðu- fullt og lokkandi andrúmsloft Karíbahafs- eyjanna, þar sem rauður litur ástríðunnar og svartur litur syndarinnar eru grunntónarnir. Snyrtihöllin Garðabæ Snyrtivörudeild Hagkaups Skeifunni Snyrtivörudeild Hagkaups Skeifunni Miðbær Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Kristinn MAGNUS Norðdahl, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins, Sighvatur Björgvinsson, formaður flokksins, og Ingvar Sverrisson framkvæmdastjóri kynntu flokksþingið í gær. Formaður svæðisráðs fatlaðra í Reykjavík gagnrýnir félagsmálaráðherra Fagleg sjónarmið réðu ekki við ráðningu FORMAÐUR svæðisráðs um mál- efni fatlaðra gagnrýnir þá ákvörðun félagsmálaráðherra að ráða Björn Sigurbjörnsson, áður skólastjóra á Sauðárkróki, í stöðu framkvæmda- stjóra svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. Segir hann fagleg vinnubrögð ekki hafa verið höfð að leiðarljósi. Björn var ráðinn úr hópi 10 umsækjenda og mun hefja störf í næstu viku. Þá óskaði Reykjavíkurborg eftir samráði við félagsmálaráðherra um ráðninguna en af því varð ekki. Umsækjendur um stöðuna auk Björns voru: Ai'nþór Helgason, deildarsérfræðingur, Reykjavík, Ásta M. Eggertsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Reykjavík, Gunnar M. Sandholt, fyrrverandi ráðgjafi hjá Norrænu ráðherra- nefndinni, Kópavogi, Halldór Kr. Júlíusson, yfirsálfræðingur á svæð- isskrifstofunni, Reykjavík, Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá ríkisskattstjóra, Mosfellsbæ, Krist- ján Valdimarsson, forstöðumaður Örva, Reykjavík, Már Viðar Más- son, sálfræðingur, Reykjavík, Salóme Anna Þórisdóttir, forstöðu- þroskaþjálfí, Landspítala, Kópa- vogi, og Vilborg Oddsdóttir, þroska- þjálfi á svæðisskrifstofunni, Reykja- vík. Halldór Gunnarsson, fonnaður svæðisráðs um málefni fatlaðra í Reykjavík, segir ráðið hafa geflð ráðherra almenna umsögn vegna ráðningarinnar. „Framundan er eitt viðamesta verkefni í þessum mála- flokki í Reykjavík í áratugi sem er flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga,“ segir Halldór. „Framkvæmdastjóri svæðisskrif- stofunnar verður einn lykilmanna í þessu verkefni og verður að hafa góða þekkingu á málefnum fatlaðra í Reykjavík og öllu félagsþjónustu- kerfí borgarinnar sem taka mun við málaflokknum á næstu misseram. A þetta bentum við í umsögn okkar og sögðum jafnframt að í hópi umsækj- enda væra nokkrir sem hefðu bæði menntun og reynslu á þessu sviði,“ sagði Halldór ennfremur. Marglr umsækjenda með meiri menntun Hann sagði ráðið hafa átt í erfið- leikum með að benda sérstaklega á einhvern umsækjenda miðað við gögn sem lágu fyrir en þó bent á Gunnar M. Sandholt, sem síðustu árin hefur starfað sem ráðgjafí hjá Norrænu ráðherranefndinni og var áður yfirmaður fjölskyldudeildar hjá Félagsmálastofnun Reykjavík- ur. Halldór segir félagsmálaráð- herra hafa sniðgengið þessar ábendingar og sagði ljóst að margir umsækjenda hefðu bæði meiri menntun og reynslu en fyirverandi skólastjóri. „FélagsmálaráðheiTa hefur ekki sýnt fagleg vinnubrögð við ráðningu framkvæmdastjórans og þar hafa einhver önnur sjónar- mið ráðið en hagsmunir fatlaðra í Reykjavík," segir Halldór Gunnars- son. Svæðisráðið hefur verið boðað til fundar á morgun og er ætlunin að ræða þar formleg viðbrögð ráðsins við ákvörðun ráðherrans. Borgin óskaði samráðs Reykjavíkurborg fór fram á það við félagsmálaráðherra þegar staða framkvæmdastjórans var auglýst að hann hefði samráð við fulltrúa borgarinnar um ráðninguna. Jón Björnsson, framkvæmdastjóri menningar-, upplýsinga- og félags- mála, tjáði Morgunblaðinu að slíkt samráð hefði ekki verið haft við borgina og kvaðst hann hafa ritað ráðherra í gær og kvartað yfir að ekki skuli hafa orðið af því samráði. Var ósk um samráð borin fram með þeim rökum að málefni fatlaðra yrðu færð til borgarinnar og að hugsanlega myndi umræddur fram- kvæmdastjóri einnig fylgja mála- flokknum. Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands óskuðu eftir því við ráðherra í gær að af- henda honum bréf vegna ákvörðun- ar hans um ráðningu. Hart barist um Gljúfurá LANDEIGENDUR við Gljúfurá í Borgarfírði velta nú fyrir sér hvaða tilboði í ána skuli taka, en þeir opnuðu alls fimm tilboð í Hótel Borgarnesi á þriðjudag. Lé- leg veiði var annars í þessari fal- iegu á í sumar, en það kom ekki í veg fyrir áhuga félaga og einstak- linga að bjóða í hana. Stangaveiði- félag Reykjavíkur hefur haft ána á leigu um nokkurt árabil. Hæstu krónutöluna bauð Ingvi Hrafn Jónsson í nafni fyrirtækis síns, Langárveiða, 4,8 milljónir á ári til fimm ára, en skilyrt var í boðinu að veiðifélag Gljúfurár tæki sér fyrir hendur að reisa nýtt veiðihús, sex herbergja, þar sem fjögur væru ætluð veiðimönnum eitt fyrir ráðskonu og það síðasta fyrir staðarleiðsögumann. Næsthæsta boðið var frá Stangaveiðifélaginu Lax-á, sem Arni Baldursson rekur, boð hans hljóðaði upp á 3,7 milljónir, en síð- an kom SVFR með tilboð upp á „skipta áhættu“, en það er svipað fyrirkomulag og félagið rekur við ýmsar af ám sínum og felst í því að gangi sala veiðileyfa illa, fínni bæði SVFR og bændur fyrir því, en gangi salan vel njóti þess báðir í ríkum mæli. Miðað við hugmynd- ir í tilboði SVFR gætu bændur við Gljúfurá náð 3 milljónum 840 þús- und krónum á ári miðað við sölu eins og hún tókst til á nýlokinni vertíð. Auk þess bauð SVFR 7 milljónir króna fyrirframgreiðslu. Hin tilboðin tvö voru lægri, ann- að var.frá Stórlöxum ehf., 2 millj- ónir 870 þúsund og hitt frá Stangaveiðifélaginu Tinnu, 2,4 milljónir. Forsvarsmenn Stórlaxa leigja fyrir Svínafossá á Skógar- strönd, en Tinna leigir Svalbarðsá í Þistilfirði. SVFR heldur Tungufljóti Þótt óvíst sé hvort SVFR held- ur Gljúfurá í Borgai’fírði hefur gengið betur við samingaborðin annars staðar. Þannig gerði félag- ið nýverið nýjan samning til a.m.k. fímm ára um Tungufljót í Vestur- Skaftafellssýslu. Áin er ein mesta sjóbirtingsveiðiá landsins og þar veiðast yfirleitt stærstu birting- arnir. Félagið hefur einnig endurnýj- að samning sinn um veiði í Soginu fyrir landi Ásgarðs. Nýi samning- urinn er til sex ára og er stjórn SVFR ánægð með hann þar sem uppsveifla var í veiði í Soginu í sumar og menn gera sér vonir um að framhald verði á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.