Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 25
SÍÐUSTU dagana áður en 60
milljónir þýskra kjósenda ganga að
kjörborðinu til að kjósa nýtt þing
snýst kosningabaráttan að miklu
leyti um það, hvernig hver flokkur
fyrir sig getur notfært sér þá
möguleika sem hið flókna kosn-
ingakerfi býður uppá til þess að
auka líkurnar á því að úrslitin verði
viðkomandi flokki hagstæð, eink-
um með tilliti til þess hvers konar
samsteypustjórn verður mögulegt
að mynda eftir kosningarnar.
Samkvæmt nýjustu skoðana-
könnunum er fylgisforskot Jafnað-
armannaflokksins, SPD, og kansl-
araefnis hans Gerhards Schröders,
á Helmut Kohl og flokk hans,
Kristilega demókrata, (CDU), orð-
ið mjög lítið. Fylgi SPD mælist nú í
kringum 40% en CDU um 2%
minna. Þar sem stærsti þingílokk-
urinn á jafnan kröfu til þess að
kanslarinn komi úr hans röðum
hafa leiðtogar beggja stóru flokk-
anna undanfarna daga lagt allt
kapp á að koma þeim skilaboðum
til sinna kjósenda, að ekki megi
„gefa“ eitt einasta atkvæði.
Þetta helgast af því, að hver
kjósandi hefur í raun tvö atkvæði.
Með öðru kýs hann einstakan
frambjóðanda í sínu kjördæmi,
með hinu flokk eða framboðslista.
Þannig er helmingur þingsæta á
Sambandsþinginu skipaður ein-
staklingum sem kosnir eru beinni
kosningu, og hinn helmingurinn
eru listakjörnir fulltrúar.
Litlu flokkarnir svokölluðu,
Frjálsir demókratar (FDP) - sem
era í stjórnarsamstarfi með CDU -
Græningjar og PDS (arftakaflokk-
ur austur-þýska kommúnista-
flokksins SED) hafa hagnast á því
að allmargir kjósendur hafa tíðkað
að skipta atkvæði sínu á milli
flokka - einkum þeirra, sem þeir
vilja sjá starfa saman í ríkisstjórn.
Þannig hefur FDP oft náð að upp-
fylla skilyrðið um 5% lágmarks-
ERLENT
Allt opið á loka-
sprettinum
✓
Oðum styttist í þingkosningar í Þýskalandi sem fram fara á
sunnudag. Auðunn Arnórsson fylgist með kosningabaráttunni og
segir mikla spennu ríkja á lokaspretti kosninganna.
Reuters
HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands.
ári í Berlín) veldur því, að ómögu-
legt er að segja fyrir hvemig
meirihlutasamstarf verður í spilun-
um eftir kosningar um helgina. Ef
Græningjar komast inn, en hvorki
FDP né PDS, ætti leiðin að
verða greið fyrir SPD og
Græningja að mynda saman
stjórn, sem er yfirlýst tak-
mark þeirra. Komist bæði
Græningjar og PDS inn, en
ekki FDP, þá má búast við
því að SPD og Græningjar
gætu ekki myndað stjórn
nema með stuðningi þing-
manna PDS.
Þennan möguleika útmála
leiðtogar CDU núna sem það
sem koma muni ef Þjóðverjar
halda ekki tryggð við Kohl,
sem hefur setið við stjórnvöl-
inn óslitið i 16 ár. En bæði
leiðtogar SPD og Græningja
hafa tekið skýrt fram, að ekki
komi til greina að mynda
stjórn sem væri háð stuðningi
PDS - síðast á mánudag gaf
Joschka Fischer, einn helsti
leiðtogi Græningja, út yfirlýs-
ingu þessa efnis.
Komist FDP inn á þing auk
Græningja og PDS væri
tæknilega mögulegt að mynda
meirihluta þriggja flokka - SPD,
FDP og Græningja. Slíku sam-
starfi hafna þó talsmenn allra
þriggja flokka fyrirfram.
fylgi, sem hver flokkur þarf
að ná til að hljóta þingsæti,
með því að margir sem kjósa
t.d. frambjóðanda CDU í sínu
kjördæmi gefa FDP listaat-
kvæði. Svipað á við um SPD
og Græningja.
Litlu flokkarnir
róa lífróður
Allir þessir þrír flokkar róa
nú lífróður, enginn þeirra á
samkvæmt skoðanakönnun-
um víst fylgi sem dugir þeim
til að fá yfirleitt úthlutað
þingsætum. Græningjar mæl-
ast með í kringum 6%, FDP
með um 5% og PDS með
minna en 5%. Hinn síðast-
nefndi sker sig þó úr með því
að njóta svo mikils fylgis í
einstaka kjördæmum (sem
reyndar eru öll í austurhluta
Berlínar), að hann á mögu-
leika á að njóta undanþágu
frá 5%-reglunni, sem gildir ef
flokkurinn fær a.m.k. þrjá
menn kjörna beinni kosningu, þ.e.
flest atkvæði í sínum kjördæmum.
Þessi óvissa um það hve margir
flokkar skipta með sér þingsætun-
um 565 í Bonn (og frá miðju næsta
Stóra samsteypa?
Þá er eftir „stóra samsteypan“,
samstarf stóra flokkanna tveggja,
SPD og CDU. Aðspurðir í skoð-
anakönnunum hafa flestir Þjóð-
verjar að undanförnu hallast að því
að sú verði niðurstaðan. Kohl hefur
lýst því yfir að hann muni aldrei
taka þátt í slíku samstarfi en segist
ekki andvígur því.
Það opnar fyrir þann möguleika
að Wolfgang Schauble, þingflokks-
formaður CDU og hægri hönd
Kohls, verði kanslari, fái CDU
fleiri þingmenn en SPD. Verði
SPD stærsti þingflokkurinn er lík-
legast að Sehröder verði kanslari
og Schauble varakanslari, en
Schröder hefur sagst hafna því að
verða varakanslari í stjórn sem
CDU færi fyrir.
Því veðja margir stjórnmála-
skýrendur á að verði „stóra sam-
steypan" niðurstaðan og CDU nái
að halda stöðu sinni sem stærsti
þingflokkurinn þá verði Schauble
kanslari og Oskar Lafontaine, for-
maður SPD, varakanslari.
Óvissa um 5% lágmark
Lafontaine lýsti því yfir eftir
miðstjórnarfund SPD á mánudag,
að flokkurinn þyrfti á hverju ein-
asta listaatkvæði að halda sem
hann hefur nokkurn möguleika á
að fá og bæði Kohl og Schauble
hafa á kosningafundum undan-
farna daga ítrekað það sama í nafni
CDU.
Þetta eykur á óvissuna um hvort
FDP og Græningjar nái 5%-lág-
markinu. Og það sem eykur enn á
óvissuna er hve mikið fylgi
hægriöfgaflokkar geta náð til sín.
Ekki er búist við að neinn þeirra
nái 5%-lágmarkinu en samtals
gætu þeir - a.m.k. í einstökum hér-
uðum - fengið það mikið fylgi að
það setti strik í reikning hinna
flokkanna.
t a-í\.
1010
oiu- oio-.
»0’*010111
01»
... m^of
01* J001 >11.10111010 «t
010111'1001011101C
i i01Pi’<001v lC *1010101010101011010lv
J101010100001010101010010101
.‘■»0101010101010011111101
.U101010101010111111011001011
01010101010110110111111
10101010100001010101110
',111101010111110010111
l. .OOIOIOIIOIOIOIOIOIO’’
101010000101010
oioioioir
Opinn fræðslufundur um
á heilbrigðissviði
í Háskólabíói næstkomandi laugardag.
I S L E N S K
• Einsleit þjóð - ættfræði - erfðaþættir heilsu og sjúkdóma.
• Hugmynd - tækifæri - áhætta - ábyrgð - skyldur.
• Stofnkostnaður - einkaleyfi - tekjumyndun - eignarhald.
• Alþjóðleg samkeppni - kapphlaup við tímann.
• Dulkóðun - aðgangshindranir - persónuvernd.
• Siðfræði erfðarannsókna - alþjóðasamþykktir.
• Framlag til alþjóðlegra læknavísinda.
• Þýðing fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.
• Fyrirbyggjandi læknisfræði - aukin þjónusta - lægri kostnaður.
• Aðgengi íslenskra og erlendra vísindamanna að upplýsingum.
• Atvinnutækifæri og verðmætasköpun á (slandi.
• Samstarf og samþykki íslensku þjóðarinnar.
f S a g r e
n i n g
Fundurinn hefst kl. 14.00. Ávörp - erindi - fyrirspurnir.