Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
1
ÚR VERINU
Loðnuvinnslan hf. kaupir öílugl
nóta- og togveiðiskip
Verður aðallega
gert út á kolmunna
Gagnrýni á launakerfí sjómanna
Hvati hlutaskiptanna
er nauðsynlegur
LOÐNUVINNSLAN hf. á Fá-
skrúðsfírði hefur gert samkomulag
um kaup á öflugu nóta- og togveiði-
skipi frá írlandi. Hér á landi verð-
ur skipið aðallega gert út á
kolmunnaveiðar. Afhending skips-
ins er áætluð 1. október nk. og mun
það hljóta nafnið Hoffell SU.
Skipið heitir Atlantean og hefur
síðustu ár verið gert út á togveiðar,
bæði á makríl og kolmunna. Það er
smíðað í Hollandi árið 1981 en á því
hafa verið gerðar talsverðar breyt-
ingar. Það er 53 metrar á lengd og
um 9,5 metrar á breidd.
Réttur til síldveiða
Skipið er búið 4.000 hestafla
MAK aðalvél sem sett var um borð
árið 1993 og verður skipið þannig
með öflugustu skipunum í íslenska
fískiskipaflotanum. Burðargeta
skipsins er um 1.050 tonn. Skipið
er búið RSV-kælikerfí og ber um
850 t af kældu hráefni. Einnig eru
um borð í skipinu nýleg fiskleitar-
tæki og togbúnaður.
Að sögn Gísla Jónatanssonar,
framkvæmdastjóra Loðnuvinnsl-
unnar hf., verður skipið fyrst og
fremst á kolmunnaveiðum. A skipið
verður nýtt veiðileyfi skuttogarans
Hoffells sem áður var í eigu Kaup-
félags Fáskrúðsfirðinga en það er
stærsti hluthafinn í Loðnuvinnsl-
unni hf. Veiðileyfínu fylgir auk
þess réttur til veiða úr norsk-ís-
lenska síldarstofninum.
„Með kaupunum erum við fyrst
og fremst að bæta hráefnisöflun
Loðnuvinnslunnar sem og að afla
qkkur veiðireynslu í kolmunna.
Öflugustu skipin hafa náð bestum
árangri í kolmunnanum og þvf
hentar þetta skip vel til veiðanna.
Skipið hefur nær eingöngu verið á
togveiðum og við hyggjumst einnig
nýta þann möguleika," segir Gísli.
FORSVARSMENN sjómannafé-
laganna eru sammála um að hvatinn
í hlutaskiptaíyrirkomulagi sjó-
manna sé nauðsynlegur en hafa
ólíkar hugmyndir um hlutaskipt-
ingu innan kerfísins. í Verinu í gær
kom fram sú skoðun Stefáns Þórar-
inssonar, framkvæmdastjóra hjá
Nýsi hf., að hlutaskiptakerfi sjó-
manna væri úrelt og hamlaði fram-
þróun sjávarútvegsins í landinu.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands íslands, segir
umræður um breytingar á hluta-
skiptafyrirkomulaginu áður hafa
komið upp en þær hafí allar dagað
uppi því menn hafí enn ekki komið
auga á betra fyrirkomulag. Hann
segir ummæli Stefáns einkennast af
slagorðum og fullyrðingum en hann
komi ekki fram með ábendingar eða
nýjar hugmyndir. „Bæði útvegs-
menn og sjómenn vilja halda þeim
hvata sem felst í hlutaskiptakerfinu
Lagerutsala
vegg- og gólfflísum
verð frá kr. 500 prm2
20% afsláttur á flísalími og fúgum
E3
ndlaugar margar stærðir.
Verð frá kr. 10<
's- ' PfÍ
. / '
■
kr. 15.505,
r 170x71 frá kr9.
" til kl. 21 c
mboðsmenn um
NORMANN
Hallarmúli 4 • 108 Reykjavík • Sími: 553-3331 • Fax: 581-2664
ehf
og vegna sérstöðu sjómennskunnar
en erfítt að finna annað launakerfi
sem hentar þessari stétt. Ef menn
vilja gera breytingar á launakerfí
sjómanna þá verða þeir að benda á
aðrar leiðir," segir Sævar.
í Verinu í gær hélt Stefán því
ennfremur fram að íslensk fiskiskip
væru í mörgum tilfellum yfirmönn-
uð og launahlutfall sjómanna væri
þannig of hátt miðað við það sem
gerist í mörgum nágrannalöndum.
Hann benti í þessu sambandi sér-
staklega á nótaskipaflotann. „Þegar
Stefán heldur því fram að fiskiskip-
in séu yfirmönnuð er hann að lepja
upp áróður útgerðarmanna frá því í
vinnudeilunni síðasta vetur,“ segir
Sævar. „Þá viðurkenndum við
reyndar að mönnun á ísrækjuskip-
unum væri ekki rétt og höfum verið
tilbúnir til að ræða þau mál. En
þegar Stefán færir einnig nótaskip-
in inn í umræðuna er hann að skjóta
út í loftið. Þau eru síður en svo yfir-
mönnuð því afköst þeirra eru marg-
falt betri en sambærilegra skipa frá
nágrannalöndunum sem eru með
færri menn í áhöfn.“
Helgi Laxdal, fonnaður Vél-
stjórafélags íslands, segist ekki
sammála því að hlutaskiptakerfi
sjómanna sé að grunni til úrelt. Sá
hvati að sjómenn fái greitt eftir því
hve mikið þeir afla sé nauðsynlegur.
Hinsvegar megi endurskoða skipt-
ingu innan kerfisins, bæði milli út-
gerðarmanna og sjómanna og eins
innbyrðis skiptingu á milli sjó-
manna. Það þurfí að endurskoða því
launakerfi sjómanna megi ekki
hamla þróun sjávarútvegsins. „Það
er reyndar ekki rétt hjá Stefáni að
hlutskiptafyrirkomulagið eigi rætur
sínar að rekja til ársins 1962, því
samningar um hlutaskiptingu sjó-
manna, nákvæmlega eins og þeir
eiu í _dag, voru undirritaðir árið
1933. Ég efa að það sé nokkur ann-
ar vinnustaður hér á landi sem hef-
ur verið með óbreytt launahlutföll
milli starfsmanna í hálfa öld. Ég tel
einnig að mönnunarákvæðin séu í
einhverjum tilfellum orðin úrelt og
það verður að finna leið sem er
sanngjöm og eðlileg. Mín tilfinning
er sú að í framtíðinni verði sjó-
mönnum greidd há föst laun til að
minnka áhættuna, en einnig þóknun
ef vel gengur," segir Helgi.
Tilboðsverð - sem er komið til að vera!
indesif
Itölsk hönnun, ítölsk gæði.
Æ& " *
§•#
m
i
Kæliskápur RG 2190 j
• Kælir 134 Itr.
• Frystlr 40 Itr.
• SJátfvlrk afþýðing t kæli
• Orkunýtni C
•Mál hxbxd: 117x50x60
Kr. 37.900,-slgr. )
iS
Kæliskápur RG 2250
• Kælir 184 llr
• Frystir 46 Itr
- Sjálfvirk afþýðing fkæli
• Orkunýtni C
• Mál hxbxd: 139x55x59
( Kr. 39.900.-stgr. )
m
o
o
C Kr. 43.900.- stgr. )
Vifta undirskáp Hl 160
• Mál hxbxd: 15x60x48,5
( Kr. 5.900.- stgr. )
( Kr.29.900,-stgr. ^
Heiluborð P04WH
• Mál bxdxh: 58x50x3 cm
(kr 15.900. ■ stgQ
v; ■
fm í/
Á •■■
Kæliskápur RG 2290
Kællr 2111tr.
Frystir 63 Itr.osa
Sjálfvirk afbýöing I kæll
Orkunýtni C
Mál hxbxd: 164x55x60
C Kr. 48.900.- stgrý)
Þvottavái WG 837 Þurrkari SG 510
• Tekur 5,0 kg • Barki fylgir
• Þvottakerfi 18 • Tekur 4,5 kg
• Hitastiilir stiglaus • Snýr tromlu í báðar áttir
• Vinduhraði 800 - 500 sn/mín. • Ryofrí tromla
• Sjálfvirk vatnsskömtun • Hnappur fyrir kaldan blástur
• Oryggislæsing • Belgur ryðfrír • Tvö þurrkkerfi • Barki fylgir
• Tromla ryðfrf • Mál: hxbxd 85x60x54 cm
• Orkunotkun 1,1 kWh
• Mál: hxbxd 85x60x60 cm
1
o .................
njppþvottavél DG 5100
•Tekur 12 manna
matarstell.
• 6 kerfi (65°).
• Hljóðlát
• Vatnsnotkun:
26 Itr. venjulegt kerti
• Orkunotkun 1,8 kWh
veniulegt kerfi
• Flæoiöryggi
• Mál: hxbxd 85x60x60 cm
(Kr.46.900.-stgr. )
Veggofn Fl M1WH*Undir
og yfirhiti með blæstri • Grill
(kr. 27.900 -stgO
Þú þarf ekki að bíða
eftir næsta tilboði.
Þú færð okkar lága
INDESIT verð alla daga
'
j-"
dagar í Perlunni
24. - 27. septe
Brezel • AUianz • Bie Zeit • Lloyd • Sonax • BMW • WissoII • Ultje • Sauter • AEG • Beck's • Zwillinn
AÐGANGUR ÖKEYFIS H APPOEiETTI