Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGTJR 24. SEPTEMBER 1998 41 AÐSENDAR GREINAR Hallærisplan á hálendinu - umfjöllun um fyrirlestur í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands var haldinn fyrirlestur mánudaginn 21. septem- ber 1998. Það var herra- maður frá Kanada, að nafni Robin Peck, sem talaði og sýndi nokki'ar myndskyggnur frá heim- ili sínu og vinnustofu, auk þess að tíunda mannkosti ólofaðs einka- sonar. Undirritaðri fannst nokkuð á vanta að herramaðurinn frá Kanada kæmi sér að efn- inu, sem átti að vera myndlist í Kanada og tengsl hans við ljóðskáld- ið Stephan G. Stephans- son. Að vísu voru sýndar ófáar myndir af heimili skáldsins í Kanada og eitthvað var ýjað að því að vinnu- stofa herra Pecks minnti á aðstöðu herra Stephanssonar. Þótt við sem í salnum sátum sæjum enga líkingu þar á milli mátti það engu skipta því vinnustofan er nú enn í smíðum! Myndlist í Kanada voru gerð þau skil að nokkrum skyggnum, af ónafngreindum verkum ungrar lista- konu, var varpað á vegginn og þessi háttvirti gagnrýnandi hnussaði eitt- hvað um að hann hefði nú aldrei skil- ið hvað stúlkugreyið hefði verið að senda sér myndir af verkunum sín- um. Peck staldraði þó við eitt verkið og skyndilega rann upp fyrir honum að þama gæti verið vísun í „The Gold Bar“, sem hann virðist sækja töluvert er hann dvelur í New York. Þá verður áfram hægt að nýta sér þau sjálf- sögðu mannréttindi, segir Gunnhildur Una Jónsdóttir, að velja sér gönguleiðir um hálend- ið án þess að íhuga hvaða sýning er í gangi. Eftir að hafa teiknað upp innan- hússskipulagið á hinum gullna bar sneri hann sér að höggmyndakon- unni Colleen Wolstenholme, en svo skemmtilega vill til að Peck skrifaði um sýningu hennar, sem sett var upp í „grunt gallery“ í Vancouver snemma sumars. Peck hafði ljósritað umfjöllun sína og gat því vitnað örlít- ið í sjálfan sig. Það stakk undirritaða örlítið að sjá tilvitnun sem Peck lét fylgja ljósritinu, þar sem Albert El- sen gleðst yfir því að tæknilegar framfarir geri konum nú einnig fært að skapa myndverk í stein. Elsen klykkir út með því að dást að ótrú- legum krafti og metnaði í högg- myndum kvenna í dag og virðist sem Peck undrist með honum fullum fet- um. Nú. Ekki má dvelja lengi við að fussa yfir fúlum fyrirlestri, enda okkar dýrmæta tíma betur varið í annað. Hið ómerkilegasta en þó um leið hið mikilvægasta sem fram kom í tali herra Pecks var þó hin forkast- anlega áætlun hans um að koma fyr- ir verki sínu „Iceland spar“ uppi á hálendinu okkar norðan Hofsjökuls. „Iceland spar“ er höggmynd unnin úr steinsteypu og er þar lagður til grundvallar hið íslenska silfurberg. Verkið er nokkuð stórt um sig og verður ekki flutt auðveldlega úr stað vegna þyngsla. Pecks hefur af at- hygli lesið um tengsl pýramídanna í Egyptalandi við Island. Svo mjög hreifst hann af þessum skrifum að nú telur hann við hæfi að setjast nið- ur með kort og reglustiku og reikna út nákvæman miðjupunkt íslands til að heiðra með verki sínu. Ekki skal ég vefengja reikningskunnáttu Pecks, enda liggja hæfíleikar mínir á öðrum sviðum, en samkvæmt niður- stöðu hans er skotmarkið við svo- nefnda Heiðnahnúka, norðan Hofs- jökuls. Stoltur á svip hefur Robin Gunnhildur Una Jónsdóttir Peck lýst því yfir að þarna muni verk hans standa þar til stein- steypan grotnar niður, en þrátt fyrir van- kunnáttu mína í raun- greinum get ég þó átt- að mig á að ásýnd verksins mun ekki breytast svo mjög næstu áratugina. Það þýðir víst lítið að tíunda fegurð hins óspjallaða hálendis, það dýrmæti verður hver að uppgötva fyrir sig. Hins vegar geta fáir neitað því að við Islendingar eigum rétt á því að geta snúið baki við mannskapaðri list þegar við göngum á fjöll. Við berjumst ekki fyrir því að hið litla rými sem enn er óhult fyrir steinsteyptum mannvirkj- um verði að hallærisplani hálendis- ins, þar sem einstaklingar leyfa sér að skilja efth- þau ummerki sem þeim sýnist. Það er lítill munur á því að koma fyrir verkum uppi á hálend- inu eða í garðinum hjá nágrannan- um. Landið er okkar og það er þó það minnsta sem við getum gert til að vernda það að ákveða sjálf þær breytingar sem gerðar verða á því. Það sem undirritaðri þótti hvað ósvífnast í áætlun listamannsins um þessa „fegrun" landsins var að hann lagði áherslu á að eiga í erfiðleikum með að fmna undirstöður undir verk sín; eitthvað sem hann sætti sig við útlitslega. Það má því ætla að nú hafi hann fundið efni sem hæfir því virð- ingarhlutverki að bera uppi verk hans, nefnilega hálendi Islands! Þetta stendur svolítið í undirritaðri, sem hingað til hefur notið náttúru landsins út frá þeim forsendum að hún sé fullgild sem listaverk ein og sér og þá á einhvern hátt æðri en verk mannanna. Ekki verður hægt að skilja þá hugmynd, að hálendið sé helst nothæft sem pallur undir lista- verk, öðruvísi en að þar liggi að baki ofmat einstaklingsins á verkum sín- um eða þá einhver sýniþörf þar sem öll virðing fyrir móður náttúru er látin lönd og leið. Þetta minnir ískyggilega á ummæli Finns Ingólfs- sonar um að nefna lónið, sem mynd- aðist við hágöngumiðlun, Fagralón, til að viðhalda örnefninu sem hann sökkti með Fögruhverum. Ráðherr- ann okkar og Robin Peck virðast í raun deila þehri skelfilegu hugsana- villu að verk þeirra fegri hálendið. Það er í raun erfitt að trúa því að herra Peck sé alvara með hugmynd sinni um hálendisverkið. Hins vegar er ómögulegt að sitja þögull meðan Þú ferð einfaldle! fyrr í rúmi< þvílíku er slegið fram og ég leyfi mér að vona að þessi umfjöllun verði til þess að einhverjir hummi yfir morg- unkaffinu. Það er ekki vanþörf á að íslendingar hugleiði hvað þeim finnst um allt það rými sem við eig- um enn ósnert og komi fram með skoðanir sínar um hvernig sé við hæfi að skipuleggja það. Sannarlega vona ég að heri-a Peck sjái að sér og leyfi Heiðnahnúkum að vera eins og þeir eru. Hann getur ef- laust fengið inni í einu af hinum fjöl- mörgu galleríum okkar víðsvegar um landið ef hann vantar íslenskan samastað fyrir „Iceland spar“. Það verður þá áfram hægt að nýta þau sjálfsögðu mannréttindi að velja sér gönguleiðir um hálendið án þess að íhuga hvaða sýning er í gangi. Höfundur er nemandi í fjöltækni í Myndlista- og handíðaskóla Islands og leiðsögumaður. Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. húsgögn Armúla 44 • sími 553 2035 Breyttir tímar Mánud. - föstud. Fimmtudagar Laugardagar Sunnudagar 10:00 - 18:00 10:00 - 20:00 11:00 - 16:00 13:00 - 16:00 TM Síöu - HUSGOGN múla 30 -Sími 568 6822 KINGSDOWN Eðlileg hryggjarstaða Minni byltur í svefni Ofnæmisprófuð Flexatron® fóðring Frábær þyngdardreifing Stuðlar að betri hvild, auknum þægindum og heilbrigðum nætursvefni SOFÐUÁ 'Xeormur fGORM DÝNUM Einstakar ameriskar dýnur trá Kingsdown BHDSHÖrOI 20 - 112 RtYKJOVÍK , S;r.io 0022 - Fnx; sio ao2?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.