Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
216. TBL. 86. ÁEG.
Erik Ásbrink Ylva Johansson
Ráðherra-
ástir í
Svíþjóð
Stokkhólmi. Reuters.
YLVA Johansson, menntamála-
ráðherra Svíþjóðar, og Erik Ás-
brink fjármálaráðherra til-
kynntu í gær að þau væru ást-
fangin og hygðust skilja við
maka sína til að geta verið sam-
an. Ekki er vitað hvort þessi yf-
irlýsing hefur áhrif á skipan
ríkisstjórnarinnar, en breyting-
ar á henni standa fyrir dyrum í
kjölfar nýafstaðinna kosninga.
Sögusagnir höfðu verið á
kreiki um að ráðherrarnir ættu
í ástarsambandi og í yfirlýsingu
sinni í gær sögðust Johansson
og Ásbrink vilja staðfesta það
að þau væru ástfangin. Þau
hygðust hins vegar ekki hefja
sambúð að svo stöddu.
Ásbrink er þriggja barna fað-
ir en Johansson á tvö börn.
Bandaríkin
Líkur á
vaxta-
lækkun
Washington. Reuters.
ALAN Greenspan, seðla-
bankastjóri Bandaríkjanna,
sagði á fundi með fjárlaga-
nefnd öldungadeildar þingsins
í gær að fjármálaumrótið í
heiminum væri meira en nóg
til að stemma stigu við verð-
bólgu í Bandaríkjunum. Um-
mæli hans voru túlkuð sem
vísbending um að hann væri
að íhuga vaxtalækkun.
Greenspan sagði að efna-
hagsástandið hefði versnað
verulega frá síðasta stjórnar-
fundi seðlabankans 18. ágúst
og lagði áherslu á að stjómvöld
þyrftu að vera á varðbergi
vegna vísbendinga um frekari
efnahagssamdrátt í heiminum.
Ummæli hans kyntu undii’
vangaveltum um að stjóm
seðlabankans myndi ákveða
vaxtalækkun á fundi sínum 29.
september. Gengi verðbréfa
hækkaði verulega í kauphöll-
inni í New York vegna um-
mæla seðlabankastjórans.
Seðlabankinn hefur verið
tregur til að lækka vextina af
ótta við að það valdi verðbólgu
sem skapi meiri hættu fyrir
efnahaginn en áhrifín af efna-
hagssamdrættinum í heimin-
um. Vextimir hafa verið
óbreyttir frá því í mars á liðnu
ári.
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Gerhard Schröder segir Þýskaland þarfnast nútímalegs stjórnanda
Kohl útilokar
ekki „stóru
samsteypu“
Ludwigshaven. Morg^inblaðið.
HELMUT Kohl, kanslai'i Þýska-
lands, lét í fyrsta sinn í gær, fjórum
dögum fyrir kosningar til Sambands-
þingsins, þau orð falla að stjórnar-
samstarf Kiástilegra demókrata
(CDU) og Jafnaðarmannaflokksins
(SPD) - svokölluð „stóra samsteypa"
- kæmi tíl greina. Fram til þessa
hafði kanslarinn svarað spurningum
um þetta aðeins á þá leið, að af slíkri
stjórn yi’ði ekki.
I viðtali við sjónvarpsstöðina ZDF,
sem sent var út í gærkvöldi, sagði
Kohl að „stóra samsteypa" væri „að
sjálfsögðu möguleg", þar sem lýð-
ræðissinnar yrðu að geta starfað
saman. Nauðsyn á myndun slíkrar
stjórnai’, sem hann hefur ítrekað lýst
yfir að hann muni sjálfur ekki koma
nálægt, sæi hann hins vegar ekki.
I öðru viðtali sem birtist í tímarit-
inu Wirtschaftswoche sakaði Kohl
Gerhard Schröder kanslaraefni SPD
um skort á einlægni í félagslegum
málefnum. En Schröder lagði í ræðu
sem hann hélt á fjölsóttum kosninga-
fundi í Ludwigshaven í gærkvöldi
mesta áherslu á að núverandi að-
stæður í Þýskalandi krefðust þess af
stjómendum þess að þeir væru í takt
við tímann og hæfír til að takast á við
vandamál 21. aldarinnar. Eftir 16 ára
valdatíma Kohls ætti þetta ekki leng-
ur við hann og stjóm hans en þýskir
jafnaðarmenn væru fulltrúar þessara
dyggða auk félagslegs réttlætis.
Efnislega gengur megináhersla
kosningabaráttu SPD út á að Kohl-
stjórnin hafi á valdatíma sínum auk-
ið félagslegt óréttlæti og standi nú
fyrir stöðnun sem einungis ný stjórn
skipuð nýju fólki geti komið Þýska-
landi út úr. En hvort nógu margir
kjósendur sannfærast um þetta er
með öllu óljóst þótt nýjustu skoðana-
kannanir sýni að enn haldi SPD fylg-
isforskoti sínu á CDU. Þetta kom
líka berlega fram í máli ungra
þýskra kjósenda sem Morgunblaðið
innti álits að loknum kosningafund-
inum í Ludwigshaven í gærkvöldi.
Þeim þótti boðskapur Schröders
innihaldsrýr en það sama ætti við
um andstæðinga hans og því voru
þeir enn óákveðnir í því hvernig þeir
myndu verja atkvæði sínu.
Reuters
GERHARD Schröder, kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins í Þýska-
landi, við upphaf kosningafundar í Ludwigshaven í gærkvöldi.
Clinton reynir að semja um málshöfðunarferli við þingið
Gingrich hafnar sam-
komulagi um ávítur
Washington. Reuters.
Reuters
NEWT Gingricli, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ræðir við
fréttamenn í þinghúsinu í gær.
NEWT Gingrich, forseti fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings, hafnaði
því í gær að þingið gengi án tafar til
samninga við Bill Clinton, forseta,
svo að komist yrði hjá málshöfðun á
hendur honum en e.t.v. samþykktar
á hann vítur. Dick Gephardt, leið-
togi demókrata á þingi, lýsti
áhyggjum sínum af því að repúblík-
anar drægju málið á langinn. Hann
vill að flokkarnir ákveði að máls-
höfðunarferlinu verði lokið innan
eins til tveggja mánaða.
„Það er útilokað að slá nokkru
fóstu fyrr en við ljúkum rannsókn
málsins," sagði Gingrich við frétta-
menn að loknum fundi með leiðtog-
um demókrata um stöðu rannsókn-
arinnar á Bandaríkjaforseta.
„I nafni þjóðarhagsmuna, barna-
heillar og með hina gífurlegu fjöl-
miðlaumfjöllun í huga, þá þarf ekki
einungis að gæta þess að farið sé að
lögum, heldur einnig að það sé gert
með hraði,“ sagði Gephardt við
fréttamenn í Washington í gær.
Bandamenn Clintons freista þess
að ná samkomulagi við Bandaríkja-
þing um að það láti sér nægja að
samþykkja vítur á forsetann, og
e.t.v. fjársekt, en höfði ekki mál til
embættismissis gegn honum, viður-
kenni hann að hafa ekki sagt fylli-
lega rétt frá sambandi sínu við
Monicu Lewinsky í vitnisburði sín-
um í Paulu Jones-málinu.
Repúblikanar þrýsta hins vegar fast
á um að hafnar verði umræður um
ákæru á hendur forsetanum.
„Embættið niðurlægt"
Jimmy Carter, fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna, sagðist á
þriðjudag harma framferði Clint-
ons, sem honum þætti mjög vand-
ræðalegt. Carter lét þessi orð falla í
Emory-háskólanum en hann hefur
ekki tjáð sig áður opinberlega um
málið. Hann spáði því að málshöfð-
un til embættismissis Clintons yrði
samþykkt í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings en felld í öldungadeild-
inni.
George Bush, sem tapaði fyrir
Clinton í forsetakosningunum 1992,
sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni
NBC að hann vildi ekki taka þátt í
að gagnrýna forsetann en bætti þó
við: „Því miður, held ég að úr því
sem komið er, hafi það [embætti
forseta] verið niðurlægt."
• •
Orysföfisráð
SÞ krefst
vopnahlés í
Kosovo
Sameinuðu þjóðunum. Rcuters, The Daily
Telegraph.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti í gærkvöldi ályktun
þar sem þess var krafist að komið
yi’ði á vopnahléi í Kosovo og hafnar
yrðu viðræður um friðsamlega
lausn deilunnar um héraðið. Tillag-
an hlaut fjórtán atkvæði af fimmtán
í öryggisráðinu, en Kína sat hjá við
atkvæðagreiðsluna. Búist var við að
Atlantshafsbandalagið (NATO)
fylgdi henni eftir í dag með hótun
um loftárásir hættu serbneskar ör-
yggissveitir ekki hernaðaraðgerð-
um sínum í héraðinu. ígor ívanov,
utanríkisráðherra Rússlands, hefur
varað við því að slík hernaðaríhlut-
un af hálfu NATO geti leitt til „stór-
styrjaldar" í Evrópu.
I ályktun öryggisráðsins segir að
það myndi „íhuga frekari aðgerðir
og viðbótarráðstafanir til að við-
halda eða koma á friði og stöðug-
leika“ í Kosovo. Bandarísk stjórn-
völd líta svo á að ályktunin greiði
fyrir hernaðaríhlutun til að binda
enda á átökin í Kosovo.
Sergej Lavrov, sendiherra Rúss-
lands, sagði hins vegar að í ályktun-
inni væri „ekkert sem heimilar
valdbeitingu". Rússneski utanríkis-
ráðherrann sagði á allsherjarþingi
SÞ að hernaðaríhlutun af hálfu
NATO gæti „leitt til stórstyrjaldar
sem hefði ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar fyrir Balkanskaga og alla
Evrópu".