Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
JÓN ÞÓRIR JÓNSSON,
Réttarholtsvegi 33,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
19. september sl.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 29. september kl. 13.30.
Þórunn Vilmundardóttir,
Stefán H. Jónsson,
Unnar Jónsson,
Stefán Hólm Jónsson,
Vilmundur Jónsson,
Jórunn Jónsdóttir,
Gunnar Valur Jónsson,
Þórir Jónsson,
Hafdís Kristinsdóttir,
Svava Guðnadóttir,
Hrönn Andrésdóttir,
Halberg Siggeirsson,
Kristín Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Sigurðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
sonur og bróðir,
JÓN HANNIBALSSON,
Bergholti 8,
Mosfellsbæ,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn
23. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ragnhildur Þorleifsdóttir,
Þórunn Stefanía Jónsdóttir, Benedikt Halldór Halldórsson,
Þorsteinn Jónsson,
Berglind Hanna Jónsdóttir,
Þorsteina Kristjana Jónsdóttir
og systkini.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
STEINGRÍMUR HANNES FRIÐLAUGSSON,
Miðhlíð,
Barðaströnd,
sem lést þriðjudaginn 15. september síðast-
liðinn, verður jarðsunginn frá Hagakirkju laugar-
daginn 26. september kl. 14.00.
Dagný Þorgrímsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar og fósturfaðir,
GUNNAR BJARNASON,
fyrrverandi hrossaræktarráðunautur og kenn-
ari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
15. september.
Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíla-
delfíu, Hátúni 2, á morgun, föstudaginn 25.
september kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Minningarsjóð íslenzka hestsins, sem skrifstofa Landssambands hesta-
mannafélaga annast um (bankanúmer sjóðsins er 311-13-725000) eða
Minningarsjóð Fíladelfíukirkjunnar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldór Gunnarsson,
Bjarni Gunnarsson,
Gunnar Ásgeir Gunnarsson,
Regína Sólveig Gunnarsdóttir,
Margrét Haraldsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
STEFÁNS JÓNS BJÖRNSSONAR
fyrrv. skrifstofustjóra.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Eirar fyrir góða umönnun.
Hrafnhildur Elín Stefánsdóttir Cummings, Kenneth Cummings,
Björn Stefánsson, Hrefna Jónsdóttir,
Páll Magnús Stefánsson, Hildur Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
RANNVEIG
LÁR USDÓTTIR
+ Rannveig Lár-
usdóttir fæddist
á ísafirði 13. desem-
ber 1914. Hún lést á
Vistheimilinu Arn-
arholti 16. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Lárus Marís-
son, f. 14. nóv. 1875
frá Langeyjarnesi á
Skarðsströnd í
Dalasýslu, d. 13.
feb. 1942, og Mar-
grét Benediktsdótt-
ir, f. 29. maí 1872 á
Kirkjubóli í Langa-
dal, d. 15. jan. 1965. Rannveig
átti tíu systkini og komust sex
til fullorðinsára, en þau eru nú
öli látin.
Rannveig giftist 16. nóv. 1940
Gils Jónssyni, bakara, f. 25. júlí
1906, d. 26. mars 1967. Rann-
veig eignaðist tvær dætur og
tvo syni. Þau eru: 1) Anna Auð-
unsdóttir, f. 2. jan. 1935, gift
Herði Ársælssyni. Börn þeirra
eru Margrét, f. 6. jan. 1955, Ár-
sæll, f. 9. jan. 1956,
Gils, f. 24. feb. 1958,
Hörður Örn, f. 27.
maí 1967, og Guðni
Pétur, f. 22. ág.
1969. 2) Ingibjörg
Gilsdóttir, f. 15. maí
1940, gift Finni
Valdimarssyni.
Börn þeirra eru:
Rannveig, f. 4. apr.
1956, Fjóla, f. 30.
okt. 1959, og Ás-
laug, f. 9. ág. 1963.
3) Hafsteinn Gils-
son, f. 12. júl. 1941,
kvæntur Ágústu
Haraldsdóttur. Þau skildu.
Börn þeirra eru: Svanur, f. 26.
mars 1965, og Hafdís, f. 13. jan.
1967. 4) Matthias Gilsson, f. 21.
sept. 1949, kvæntur Kolbrúnu
Roe, þau skildu. Börn þeirra
eru: Gils, f. 4. júl. 1975, og
Harpa, f. 14. nóv. 1976, d. 15.
apr. 1991.
Utför Rannveigar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Hún amma er dáin. Mig langar
að kveðja hana með fáeinum orð-
um, því ég á mjög góðar minningar
um hana ömmu mína. Um tíma
bjuggum við í Hólmgarðinum á
neðri hæðinni og amma og afi á efri
hæðinni. Hún gætti okkar systkin-
anna oft, bæði meðan mamma og
pabbi voru að vinna og eins meðan
þau voru að byggja á Ásbrautinni.
Mér er það líka í fersku minni þeg-
ar við frænkurnar fengum að fara í
okkar fyrstu flugferð sem var til
Isafjarðar með ömmu. Eg og
Ranný frænka vorum klæddar eins
og tvíburar og vorum við að heim-
sækja Margréti langömmu sem ég
er skírð í höfuðið á. Vorum við
frænkur fjögra og fimm ára gaml-
ar. Við ferðuðumst með sjóflugvél
sem lenti á sjónum. Þetta var í
fyrsta og eina skiptið sem ég sá
langömmu mína því hún dó tveimur
árum seinna.
Þau voru ófá skiptin sem ég kom í
bakaríið til Gils afa til að fá snúð og
marengskökur og endaði yfirleitt
ferðina með að fara á smurbrauð-
stofuna til ömmu upp á Vesturgötu.
Svo þegar ég og Ársæll bróðir vor-
um orðin eldri gátum við alltaf kom-
ið í Hólmgarðinn til ömmu. Hún
hafði stóra smáaurabuddu í glugga-
kistunni sem hún sagði að við mætt-
um fara í til að fá pening í strætó.
Þó vissi hún vel að við ættum
strætómiða til að komast heim. Hún
vissi líka að okkur fannst gott app-
elsín og apótekaralakkrís.
Amma og afi áttu ekki langan
tíma saman, en þau ferðuðust mikið
saman. Þau fóru að fara með Gull-
fossi til Spánar og eftir að afi dó
hélt hún sínu striki og fór margar
+
Ástkær eiginkona mín,
BJÖRG BJARNADÓTTIR,
Hvoli,
í Aðaldal,
er lést föstudaginn 18. september, verður jarðsungin frá
Grenjaðarstaðarkirkju laugardaginn 26. september kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þorkell Þrándarson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELIN S. JÓNSDÓTTTIR,
síðast til heimilis í Seljahlíð,
verður jarðsungin frá Áskirkju, á morgun,
föstudaginn 25. september kl. 13.30.
Þorbjörg Gísladóttir, Guðmundur Magnússon,
Halldór Gíslason, Stefanía Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar og amma,
DAGBJÖRT UNNUR MAGNÚSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Garðvangi,
Garði,
áður til heimilis Sólbakka,
Ytri-Njarðvík,
verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 25. september kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Kristjánsson, Jóna Gunnarsdóttir,
Alda Kristjánsdóttir Barbacci, John Barbacci.
ferðir til Spánar. Hún fór líka íyrh-
allar aldir á morgnana í bakaríið til
að fá taupoka sem komu með hveiti
og úr þeim saumaði hún kokka-
svuntur og seldi.
Amma reyndist mér mjög vel
þegar ég eignaðist dóttur mína að-
eins 17 ára gömul. Það voru engar
smágjafir sem hún færði okkur,
hún amma mín. Hún var líka mjög
dugleg að fara með mig í bíó og
man ég vel eftir fyrstu myndinni
sem við sáum saman sem var
Sound of music.
Elsku amma mín, nú hefur þú
loksins fengið hvíld sem þú hefur
þráð svo lengi. Ég vil biðja góðan
Guð að varðveita þig, og ég vona að
þú og afi sameinist að nýju.
Elsku mamma, Ingibjörg, Haf-
steinn og Matti, ég votta ykkur og
íjölskyldum ykkar dýpstu samúð
mína við fráfall móður ykkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk í
sorg ykkar.
Margs er að rainnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Margrét Harðardóttir.
Látin er á 84. aldursári amma
mín og er hvíldin henni eflaust
kærkomin. Þegar ég heimsótti
hana síðast spurði hún: „Hvar er
ég? Verð ég hérna lengi?“ Nei, bið-
in varð ekki löng og hún er farin.
Ég trúi að afi hafi tekið vel á móti
henni og vafið hana örmum sínum
og gæsku.
Minningamar um ömmu mína
tengjast aðallega æskuárunum, hún
og afi á Volkswagen-bjöllu keyr-
andi til Keflavíkur á sunnudegi,
alltaf með eitthvað gott handa okk-
ur systrunum, blár ópal í vasa afa.
Leikandi í garðinum í Hólmgarði
29, stórt jólatré gnæfði þar hæst og
falleg blóm og mnnar, garðurinn
var stolt hennar og lagði hún mikla
vinnu í hann. Ég sé fyrir mér allar
stjúpumar og morgunfrúrnar og
man ilminn af þeim þegar sólin
skein. Garðkofinn var vinsæll í
barnaleikjum okkar, það var svona
moldarlykt þar inni. Amma og afi
vom dugleg að ferðast, bæði innan-
lands og utan. Sigldu þau m.a. með
Gullfossi og þreyttist amma aldrei
á að segja okkur frá þessum ferð-
um. Eftir að afi dó hélt hún áfram
að ferðast. Uppáhaldsstaðirnir vom
Mallorca og Kanaríeyjar. Ég veit
ekki hvað hún fór oft þangað en það
var mjög oft. Hún ferðaðist oftast
ein og var ein í íbúð, vildi ekki vera
upp á aðra komin, bara hafa sína
hentisemi. Amma hafði mikla
ánægju af handavinnu og bjó hún
t.d. til rósir úr kreppappír og bollu-
vendi sem hún seldi. Svunturnar úr
hveitipokunum sem hún saumaði,
þær úr seldi hún kokkum veitinga-
staða. Hún bara fór á milli eldhús-
anna og bauð svunturnar til sölu.
Þær þóttu mjög góðar og hafði hún
varla undan við að sauma upp í
pantanir. Hún vann sem smur-
brauðsdama á smurbrauðsstofu á
Vesturgötunni en síðustu starfsár
sín vann hún í eldhúsi Borgarspítal-
ans, eða á meðan heilsan leyfði.
Amma tók þátt í starfi aldraðra í
Bústaðasókn og hafði af því mikla
ánægju.
Fyrir um fimm árum fór heilsa
hennar verulega að dala. Var hún
þessi síðustu ár á hjúkrunarheimil-
inu í Arnarholti, þar sem hún fékk
góða umönnun. Á starfsfólkið þar
miklar þakkir skilið. Börnum henn-
ar votta ég samúð. Ég og fjölskylda
mín þökkum ömmu Rannveigu íyr-
ir samfylgdina og biðjum góðan
Guð að geyma hana.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engii, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Rannveig Finnsdóttir.