Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 54
- 54 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Þetta er það sem við komum til að sjá, skátar... Sjáið þetta útsýni! Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Pólitík eða hvað? Frá Aðalheiði Jónsdóttur: PÓLITÍKIN hefur löngum átt það til að bregða sér í allra kvikinda líki, en eitthvert undarlegasta fyi'irbær- ið er nú að hlaupa af stokkunum, nánar tiltekið þrír þingmenn Al- þýðubandalags og óháðra sem kalla fyrirbærið stefnu. Eftir því sem Steingrímur J. sagði er þetta græn stefna með umhverfis- og velferðar- mál að leiðarljósi. Varla hafa þeir yfirgefið flokkinn sinn fyrir þetta þar sem þessi mál eru meðal bar- áttumála Alþýðubandalagsins. Þá fæ ég heldur ekki skilið að Guðrún Helgadóttir ætlar að sitja á þingi sem varaþingmaður alþýðubanda- lagsins þó að hún hafi sagt sig úr flokknum. Mér sýnist það mjög brenglaður hugsunarháttur og rétt- lætiskennd. Einnig ef þessu fólki dettur í hug að sitja áfram í nefnd- um fyrir flokk sem það hefur sagt skilið við. Þó aldrei nema Kristín Ástgeirsdóttir hafi gegnt slíku starfi eftir að hún sagði skilið við Kvennalistann. Síðustu fregnir herma að hún ætli að verða fjórða hjól á vagni stefnumanna. Skyldi jörðin ekki skjálfa þegar ferlíkið brunar af stað. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið mjög upplýsingaglaður að undanförnu og sagt að fleiri og fleiri væru að segja skilið við Al- þýðubandalagið, einhverntíma hefði slík yfirlýsing gefin af þessum manni þótt tíðindi mikil. En hvað er það sem ekki getur gerst í pólitík? Hins vegar er erfitt að átta sig á því hvers vegna þríliðarnir ruku upp til handa og fóta áður en málefnaskrá flokksins lá fyrir, en dragnast áfram með gömul ágreiningsmál A-flokkanna í stað þess að leggja þau til hliðar á næsta kjörtímabili og vinna með hinum að bættu þjóð- félagi sem stöðugt er að verða ómennskara og ranglátara í hönd- um þein-a sem nú fara með völdin. En vonandi átta kjósendur sig á öllu þessu áður en kosið verður til Alþingis á komandi vori og muna þá eftir loforðalista Framsóknar- flokksins sem sagði fyrir síðust kosningar „fólk í fyrirrúmi" en hafa níðst mest á þeim sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Ef þeir hefðu nú aðeins í eitt skipti viljað vera hreinskilnir og segja, sægreifar skulu fá að eiga fiskinn í sjónum og hálendinu skal skipta milli bænda að jöklum meðtöldum, kynnu kosn- ingarnar að hafa farið á annan veg. En þess er varla að vænta að flokk- ur sem opinn er í báða enda standi við gefin loforð. Hins vegar er lyg- inni líkast hvað honum hefur tekist að ná miklu fylgi hér í borginni, en við skulum vona að þar verði brevt- ing á. I vor átt þú valið, kjósandi góður, og það er á þína ábyrgð hverjir ráða hér ríkjum næsta kjörtímabil. Það er slæmt að stjómarandstöðuflokk- arnir skyldu ekki bera gæfu til að ganga óklofnir til kosninga í sam- eiginlegu framboði. En þessi klofn- ingsárátta á vinstri væng stjórnmál- anna hefur ævinlega komið í veg fyrir að hér tækist að byggja upp jafnréttis- og velferðarþjóðfélag. En samt, hver veit hvað nú ger- ist, þrátt fyrir allt. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík. Eru þessi hlutföll í lagi? Frá Leó M. Jónssyni: ofan á sín þingmannslaun. Atvinnu- „MANNLEG skynsemi getur meira að segja komið í veg fýrir að við sjá- um þá hluti sem skynlausri skepnu liggja í augum uppi. Ef trúin er annarsvegar þá heldur skynsemin kjafti.“ (HKL. Skáldatími. 1963. Bls. 146). Hún lét ekki mikið yfir sér fréttin í Mbl. 15. þ.m. á síðu 24: Undir mynd af handtaki tveggja manna með blómakörfu í baksýn var fyrir- sögnin: „Með 106 milljóna aflaverð- mæti á einum mánuði.“ Sagði þar frá vel heppnaðri veiðiferð togarans Arnars og m.a. að hásetahluturinn eftir 31 dags törn hafi verið 1100 þús. kr. Ekki virðist þessi frétt hafa hreyft við neinum enda góðæri í landinu (hjá flestum) og ástæða til að samfagna þeim sem hafa sæmi- legar tekjur. Ég er svo undarlega gerður að mér finnst, með fullri virðingu fyrir fiskimönnum, ekkert eðlilegt við 1100 þús. kr. mánaðar- tekjur manna sem nýlega voru í löngu verkfalli, á sama tíma og at- vinnuleysisbætur (sjómanna sem annarra) eru 55 þús. kr. á mánuði. Mér finnst, hreint út sagt, geð- veikislegt að fiskimaður geti haft 1100 þús. kr. tekjur á einum mánuði en falli niður í 55 þús. missi hann at- vinnuna. Mér fínnst hlutfollin í þessu vera út í bláinn. Nefna mætti annað dæmi um fáránleg hlutföll: Guðrún Helgadóttir þingmaður fær tæplega 70 þús. kr. á mánuði sem fulltrúi í 3 ráðum (í vinnutímanum) laus fengi hún hins vegar 55 þús. kr. á mánuði í heildartekjur. Til frekari samanburðar má geta þess að verkamaður á Dagsbrúnartaxta sem vinnur 200 tíma á mánuði hefur um 115 þús. kr. í mánaðartekjur með vaktálagi. Ef til vill má sýna fáránleikann í þessu enn betur með því að reikna út tímakaup manns sem hefur 1100 þús. kr. í tekjur á einum mánuði sem er 744 klst. Hann hefur haft 1478 kr. á hverja klst. vakinn og sof- inn frá því hann fer og kemur aftur að landi. Dagsbrúnarmaður sem hefði slæðst með í sama veiðitúr en ekki verið aðili að þessu snarvit- lausa hlutaskiptakerfi hefði haft 430 þús. kr. fyrir að vinna 744 tímana (meðaltímakaup 578 kr/klst.). Nú væri ekki ónýtt að fá að heyra álit Guðrúnar Helgadóttur á þessum tölum, ekki vegna þess að ég sjái ofsjónum yfir því sem hún fær greitt fyrir sína vinnu, heldur vegna þess að hún hefur árum sam- an verið andlegur ýtustjóri og stórsleggja í baráttu fyrir hags- munum venjulegs launafólks, þótt þetta sé nú árangurinn. Einnig væri fróðlegt að heyra álit forystu- manna verkalýðshreyfingarinar á þessum hlutföllum. Það vill gleymast að það vinna fleiri erfiða vinnu en fiskimenn en fá fyrir lúsarlaun. Er ekki kominn tími til að endurskoða þessi hlutföll? LEÓ M. JÓNSSON. Nesvegi 13, Reykjanesbæ Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.