Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 48
^8 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON + Guðmundur Friðriksson fæddist á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka 5. júní 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. september siðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorláks- kirkju 19. september. Þá er frétti ég lát skipstjóra míns og vinar, Guðmundar Friðriksson- ar, komu mér ýmsar minningar í *hug og fannst mér þá, sem sjaldan fyrr, að hér færi mikilmenni sem skylda mín væri að minnast. Leiðir okkar lágu jú saman upp úr því að foreldrar mínir fluttust úr sveit á mölina í Þorlákshöfn, þar sem burðarás bæjarins var einmitt Guðmundur Friðriksson. Guðmund- ur hafði þá nýlega fest kaup á nýj- um 80 tonna eikarbát frá Noregi, þótti það stórt og mikið glæsiskip sem átti eftir að færa á land mikinn og góðan afla. Grímur Víkingur, faðir minn, réðst til hans sem kokk- ur. Fékk ég að fara með í róðra sem stundum enduðu í Grindavík þegar veður urðu válynd og hafnaraðstaða var enn léleg í Þorlákshöfn. Fáum ''árum síðar gerist ég sjálfur kokkur hjá Gvendi, eins og hann var þá nefndur og líkaði mér það ávallt vel, því Guðmundur var maður traustur, vel gefinn en nokkuð sérlundaður sem truflaði þó ekki góð tengsl okk- ar. Osjaldan er ég færði honum kaffið við netadráttinn, sagði hann: „Jæja, Magnús minn, nú andæfir þú þessa trossu, ég þarf að leggja mig.“ Snarast í bestekið, kemur aft- ur eftir eitt til tvö net og spyr hvort mikið hafi verið í trossunni, þá bú- -»*inn að gleyma sér smástund. Þá spurði hann: „Hvað segja kallarnir, Magnús, halda þeir ekki að ég sé eitthvað skrítinn?" Upp úr því varð til ýmiss konar skáldskapur. Guðmundi var aldrei sama hvað aðrir héldu og eða hugsuðu um hann. Hann var nokkuð einrænn og fáskiptinn við áhöfnina, hann var karlinn í brúnni. Þetta var árið 1970, netavertíð á Friðriki Sigurðs- syni. 11. maí hafði hann borið á land 1.400 tonn af ferskum fiski og verið þriðji aflahæsti bátur á landinu. Tveir aðrir bátar drógu fleiri tonn á sama tíma, en skiluðu minni afla- verðmætum. Skipstjórar þeirra voru hafðir í hávegum í öllum fjöl- miðlum sem aflamenn, en þá sem reyndar oftar var Guðmundur Frið- riksson, ókrýndur aflakónur þjóðar- inanr, sem á undan öðrum hugsaði um gæðin umfram magnið. Hann var harðsækinn sjómaður og ég er stoltur af að hafa fengið að stíga ölduna við hlið hans. Mig langar vissulega að rifja upp svo ótal margt og skemmtilegt sem á dagana dreif, svo sem eins og græna gi-jónagrautinn, naglasúpuna o.fl. en slíkt verður að bíða annars vettvangs. Þjóðin hefur mikið misst með fráfalli Guðmundar, við eigum svo fáa slíka. Eitt sinn nefndi ég það við Guð- mund að hann væri orðinn ríkur. „Nei,“ sagði hann, „þú ert ríkur, átt land og þúfur sem þú mátt setjast á þegar þú vilt, en ég á jú, sófasett, dýrt og fínt, sem enginn má setjast í, og silfurskeiðar sem enginn má éta með. Nei, Magnús minn, ég er ekki ríkur." Svona var Gvendur. Ég óska aðstandendum hans vel- famaðar og votta þeim samúð mína, þið megið stolt muna karlinn í brúnni, hann Gvend Frikk. Magnús Vikingur Grímsson. LEGSTEINAR f Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blagrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 1 LEGSTEI 1 M A I R í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Sg S.HELGASON HF & 11STEINSMIÐJA 1 SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og útför systur okkar og mágkonu, SIGRÍÐAR RAGNARSDÓTTUR, Hrafnabjörgum, Arnarfirði. Anika J. Ragnarsdóttir, Bergþóra Á. Ragnarsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Höskuldur Ragnarsson, Lilja Ragnarsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Guðjón Ármann Eyjólfsson, Guðjón Á. Jónsson, Anna Skarphéðinsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Ragnar Valdimarsson og fjölskyldur. ANNA GUÐNÝ ANDRÉSDÓTTIR + Anna Andrésdóttir fæddist í Jórvík í Breiðdal í S-Múla- sýslu 7. júní 1927. Hún andaðist 4. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Blönduóskirkju 12. september. Elsku amma. Nú þegar leiðir okkar skilja langar okkur að skrifa nokkm- orð til minningar um þig. Það var alltaf jafngott að koma til ykkar afa í sveitina og fá að vera þátttakandi í daglegum störfum á bænum. Þar hugsaðir þú um okkur af mikilli alúð og dekraðir við okkur með hollum og góðum mat. Þú varst alltaf svo meðvituð um hvers virði það er að hafa góða heilsu enda hafðir þú sjálf þurft að berjast við veikindi í langan tíma. Þú vildir okkur allt það besta og hvattir okk- ur til þess að vera þakklát íyrir það góða sem við fáum að njóta. Það var einstök útgeislun sem stafaði af þér og það leið öllum svo vel í návist þinni hvort sem um var að ræða fjölskyldu þína og ástvini eða á starfsvettvangi þínum sem ljósmóðir. Okkur eru minnistæð mörg kvöld í eldhúsinu þínu þar sem öll fjöl- skyldan sat saman með kaffi í bolium og þú komst með eitthvert gotterí til að gleðja mannskapinn. Þá voru rædd ýmis verk sem þurfti að fram- kvæma og svo sagðar margar fyndn- ar sögur um það sem drifið hafði á dagana enda áttuð þið afi hafsjó af slíkum sög- um. Það leið öllum vel á þessum kvöldum og þau varðveitum við um ókomin ár. Við þökkum þér, elsku amma, fyrir allar þær fjölmörgu stundir sem við áttum saman og kveðjum þig með söknuði. Þín, Haukur G., Valdís Anna, Heimir Hrafn, Víkingur Ari, Hákon Andri og Hlynur Logi. Anna Guðný Andrésdóttir ljós- móðir var fædd 7. júní 1927 að Jór- vík í Breiðdal í S-Múlasýsiu. For- eldrar hennar voru Bjarni Andrés Þórðarson frá Skála á Berufjarðar- strönd og Lilja Kristbjörg Jóhanns- dóttir frá Bjarnastöðum í Unadal í Skagafirði. Anna átti tvo bræður, Kristinn, tvíburabróðir hennar, sem lést 1991 og hálfbróðir Ragnar Guð- mundsson frá Skíðastöðum, múr- arameistari á Sauðárkróki. Hún giftist Hauki Pálssyni frá Sauðanesi á afmælisdegi sínum, 7. júní 1952, þá 25 ára og reistu þau nýbýlið Röðul úr Sauðaneslandi þar sem þau hafa búið síðan. Þau eignuðust tvær dætur, Lilju og Sesselju. Anna lauk ljósmæðraprófi 30. september 1949 og hóf fljótlega störf sem ljósmóðir í Austur-Húna- vatnssýslu þar sem hún þjónaði Ás-, Sveinsstaða-, Bólstaðarhlíðar- og Svínavatnshreppum. Á Blönduósi var þá starfandi ljósmóðir Ingibjörg Stefánsdóttir og þjónaði hún Blönduósi og nærliggjandi hrepp- um. Oft kom það í hlut Önnu að leysa Ingibjörgu af og mun hún fljótlega á þessum árum hafa komið til starfa á gamla sjúkrahúsinu á Blönduósi. Árið 1966 hóf Anna störf sem ljósmóðir við Héraðshæli Aust- m'-Húnvetninga og starfaði þar lengstum þar til hún lét af störfum eftir langt og heilladrjúgt starf þann 1. nóvember 1994. Anna var glaðlynd og skapgóð kona og frá henni geislaði ró og friði og hún bar með sér góðvild og ham- ingju sem hafði góð áhrif á um- hverfið og þá sem umgengust hana, eiginleikar sem eru ómetanlegir við ljósmæðrastörfin. Það er víst að í samfylgd Önnu var gott að vera, eins og skáldið Guðmundur Böðvarsson lýsir svo vel: Samt er í samfylgd sumra manna, andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar inntak hamingju þeim er njóta fær. Anna lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi þann 4. september eftir erfiða sjúkdómslegu. Hún háði harða baráttu við erfiðan sjúkdóm og sýndi mikinn sálarstyrk í þeirri baráttu. Hún hélt áfram að þjóna landi sínu og lífinu með dugnaði og krafti. Þessi kraftur byggðist á von- inni, en hana missti hún aldrei. Með Önnu er genginn mikill öðlingur, kær vinur og félagi. Við kveðjum hana með kærri þökk og virðingu og biðjum henni blessunar á nýjum leiðum. Elsku Haukur og ástvinir allir við sendum ykkur hugheilar samúðar- kveðjur. Samstarfsfólk, Sjúkrahúsinu á Blönduósi. ASGEIR RAGNAR ÞORSTEINSSON + Ásgeir Ragnar Þorsteinsson fæddist í Eyrardal í Álfta- firði við Djúp hinn 5. september 1908. Hann lést á dvalarlieimil- inu Hrafnistu í Hafnarfirði 9. september siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 20. september. Þegar mér var tilkynnt að afi væri dáinn, fannst mér það frekar léttir. 90 ár er hár aldur og þegar heilsunni fer að hraka, er eins og lífsviljinn dofni með. Mér fannst ég skynja það þegar ég heimsótti hann í sumar að hann þráði orðið hvíld. Það lífsblik sem ég var vanur að sjá í augum hans var að fjara út. Það er margs að minnast um afa, þegar horft er til baka. Efst er mér í huga þegar afi sigldi sem skip- stjóri með varðskipið Albert til Am- eríku, þá orðinn 70 ára, en ég var með í þeirri för, ráðinn sem háseti 17 ára. Voru það mín fyrstu alvöru kynni af afa. Mér er minnisstæðast úr þeirri för þegar við stóðum vakt saman á aðfangadegi jóla í aftaka veðri norðan við Azoreyjar. Hann bað mig þá um að elda einhvern jólamat handa okkur. Skömmu seinna kom ég með hafragraut í stórri skál handa honum upp í brú. Hvítfreyðandi sjórinn barði brúar- gluggana, en hann hló og glettnin skein úr augunum þegar hann sagði: „Þetta eru meiri helvítis læt- Formáli minn- ing-argreina ÆSKILEGT er að minningai'- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. in, grauturinn tollir varla í skál- inni.“ Nú eru liðin 20 ár síðan við fórum þessa ferð, samt nýt ég þess að hafa á þennan hátt verið undir hans stjóm. Skapmaður var afi mikill. Fór það ekki framhjá mér frekar en öðrum, en hann hafði lag á að nýta sér skapofsann til ótrúlegra vinnuaf- kasta. Minnist ég þess að fimmtán árum eftir för okkar til Ameríku lágu leiðir okkar saman á ný. Hann var þá í heimsókn hjá foreldrum mínum í Vík, en ég var þar með smábátaútgerð og saltfiskverkun. Ég var með talsvert af fiski sem þurfti að fletja og salta og hafði fengið einn mann til þess að hjálpa mér við þetta, þegar afi bauðst til að koma líka. Við skiptum verkum þannig að afi risti fyrir, hinn tók úr hrygginn en ég var við að salta. Eftir stutta + Kristófer Páll Guðnason var fæddur í Reykjavík 14. apríl 1975. Hann lést í Reykjavík 30. ágúst siðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey Það hefur verið sagt að Guð elski þá sem deyja ungir. Kristófer Páll Guðnason, eða Kisó, eins og við krakkarnir í hverfinu kölluðum hann alltaf, var ungur að árum þeg- ar hann dó. Samt hafði verið lagt meira á hann í þessu lífi en marga sem eldri voru. Hann var strákur sem var gott að treysta og þegar manni lá eitthvað á hjarta var hann sá trúnaðarvinur sem hvað best var að fara til. Þar var sama um hvað málið snerist, ekkert kom Kisó á óvart. Hann var fljótur að koma sér inn í málin og gat rætt þau af skyn- semi. Kisó vann um nokkurra ára stund spurði sá sem var við að taka hrygginn úr hvort ég vildi ekki hjálpa afa mínum við að rista fyrir. „Þess er ekki þörf, ég keyri bara hálfa ferð,“ hreytti afi út úr sér, og setti á fulla ferð. Það endaði með því að ég varð að hjálpa til við að taka hrygginn úr með hinum og máttum við vera vel að til þess að hafa undan afa. Ég hef oft hugsað um það síðar, þegar 85 ára gamall maður kaffærir tvo vana og fullfríska menn, hvernig hann hafi þá verið þegar hann var upp á sitt besta í aðgerð á togurum eins og Tryggva gamla og á Reykja- nesinu. Það hefði verið gaman að kynnast því. Þar sem ég er búsettur í Dan- mörku og á þess ekki kost að vera við jarðarförina, sendi ég vinum og vandamönnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Kæri afi, þau eru djúp þín spor sem þú hefur skilið eftir hjá mér og munu seint gleymast. Megi Guð varðveita þig. Þinn sonarsonur Ragnar A. Reynisson. skeið hjá skóverslun Steinars Waage og var gaman að sjá hve vel hann var liðinn þar, enda skilaði hann öllu sem hann tók að sér með staki’i prýði. Við félagarnir erum þakklát fyri að hafa kynnst Kisó og hefur hann nú skilið eftir skarð í okkar hópi sem aldrei verður fyllt. Pó að ég sé látinn. Harmió mig ekki með tár- um og hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Eg er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. (Khalil Gibran) Sverrir, Enika, Gunnhildur, Bryndís, Páll, Jóhann, Ólafur, Ragnar og Pétur. KRISTÓFER PÁLL GUÐNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.