Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Harðar deilur verkalýðsfélaga og verktaka við Búrfellslínu 3A
Laun utlendinga verði greidd
á íslenska bankareikninga
RAFIÐNAÐARSAMBAND ís-
lands og Félag jámiðnaðarmanna
hafa í sameiningu skrifað
starfsmönnum rússneska fyrir-
tækisins Technopromexport, sem
vinnur að því að reisa staura í Búr-
fellslínu 3A fyrir Landsvirkjun,
bréf þar sem sagt er að krafíst hafí
verið þess að laun þeirra yrðu
greidd með milligöngu Landsvirkj-
unar inn á íslenska bankareikn-
inga í nafni hvers starfsmanns fyr-
ir sig.
í bréfinu segjast félögin einnig
hafa krafist þess að fulltrúar
Technopromexport undirriti rúss-
neska þýðingu á kjarasamningi
starfsmannanna.
Fulltrúar félags jámiðnaðar-
manna fóm til fundar við útlendu
verkamennina á Selfossi í gær og
kynntu þeim þessar kröfur. „Við
fengum ágætar viðtökur,“ segir
Öm Friðriksson, formaður félags-
ins. „Rússamir spurðu mikið um
það hvort okkur myndi raunveru-
lega takast að tryggja að þeir
fengju launin greidd. Þeir gerðu
sér greinilega vonir um það.“
Þegar líða tók að lokum fundar-
ins kom einn yfirmanna Techno-
promexport á vettvang og mót-
mælti því að verið væri að halda
fund á vinnutíma. Honum var þá
bent á að verkamennimir hefðu
rétt til fimmtán mínútna frítíma.
Deilt um aðstæður
í mötuneyti
Deilur standa einnig milli Raf-
iðnaðarsambands íslands og fyrir-
tætósins J.A. verktaka, undirverk-
taka Teehnopromexport, vegna
þess að trúnaðarmaður verkalýðs-
félagsins meðal starfsmanna sem
setja saman og reisa möstur á
línustæði var færður úr því starfi.
Rafiðnaðarsambandið hefur
ítrekað kvartað yfir aðbúnaði þess-
ara starfsmanna og taldi meðal
annars að aðstæður í mötuneyti
þeirra væm óviðunandi.
Birgir Þórðarson, fulltrúi frá
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands,
kannaði mötuneytið og salemi sem
staðsett er við hlið þess á þriðju-
dag og dæmdi aðstöðuna viðun-
andi. Þó var bent á að nauðsynlegt
væri að þrif færu fram að minnsta
kosti daglega fram í báðum húsum
og allur úrgangur þaðan væri flutt-
ur til förgunar á viðurkenndum
förgunarstað.
I bréfi til verkalýðsfélagsins
Þórs á Selfossi í gær sagði Birgir
að hann myndi beita sér fyrir því
að unnar yrðu reglur og tæknileg-
ar skýringar vegna dagnota-
Morgunblaðið/Sigurður Fannar
RÚSSNESKU starfsmennirnir
Iesa bréf það sem íslensku
verkalýðsfélögin hafa ritað og
létu jafnframt þýða yfir á rúss-
nesku. Á minni myndinni ræðir
Öm Friðriksson, formaður
Félags jámiðnaðarmanna, við
Rússana.
húsnæðis í tengslum við atvinnu-
starfsemi í dreifbýli.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
segir í bréfi til Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands í gær, að þegar fulltrúi
þess hafi komið til að kanna mötu-
neytið á þriðjudag hafi í fyrsta sinn
verið kominn gashitari í húsið og í
fyrsta sinn hafi verið þar raf-
magnsrafall, sem þó hafi verið of
lítill til að ráða bæði við hitun og
lýsingu.
Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála
Dómstólar
skeri úr um
lögmæti
útboðs
ÁFRÝJUNARNEFND sam-
keppnismála hefur hafnað
kröfu Arnars E. Gunnarssonar,
sem var einn bjóðenda í vetrar-
þjónustu fyrir Vegagerðina á
Holtavörðuheiði árin
1997-2000, um að útboðið verði
lýst ógilt. Samkeppnisráð hafði
8. júlí fengið málið til meðferð-
ar og gefið Vegagerðinni
ákveðin fyrirmæli varðandi slík
útboð en ekki séð ástæðu til að
hrófla við samningnum sem
gerður var í kjölfar útboðsins.
Araar E. Gunnarsson telur
að ógilda beri útboðið þar sem
óeðlilega hafi verið að því staðið
hvað varðar útboðsgögn og
vinnslu og bendir á að sam-
keppnisráð hafi tetóð undir at-
riði sem hann benti á í erindi
sínu til þess. Bendir hann á að
við nýlegt útboð í snjómokstur
á Vesturlandi hafi ektó verið
stuðst við sænskt punktakerfi
til að meta bjóðendur eins og
gert var í verkinu um Holta-
vörðuheiði.
Afrýjunamefndin kemst að
þeirri niðurstöðu að ektó sé að
finna heimild í samkeppnislög-
um fyrir Samkeppnisstofnun til
að kveða á um lögmæti útboða
sem þegar hafa farið fram.
Slíkt sé á valdi dómstóla.
Hluti fyrirmæla ógiltur
Vegagerðin kærði einnig
ákvörðun samkeppnisráðs og
krafðist þess að hluti af fyrir-
mælum ráðsins yrði felldur úr
gildi, en þau eru á þann veg að
Vegagerðin skuli, ef
hagstæðasta tilboð er ekki jafn-
framt lægsta tilboð, senda
bjóðendum greinargerð með
rökstuðningi um valið á til-
boðinu eigi síðar en þremur
vikum eftir ákvörðun. Afrýjun-
amefndin féllst á að fella þenn-
an hluta fyrirmælanna úr gildi,
þar sem hann ætti sér ektó stoð
í samkeppnislögum.
Ný forsíða Morgun-
blaðsins á Netinu
í DAG breytist sú ásjón sem les-
endur Morgunblaðsins á Netinu
geta notað til þess að nálgast hina
ýmsu vefi blaðsins. Búin hefur ver-
ið til forsíða sem blasir við lesend-
um þegar þeir tengjast
www.mbl.is.
í dálkinum lengst til vinstri má
tengjast hveijum vef fyrir sig og
einnig má tengjast stökum efn-
isþáttum innan
vefjanna. Sem
dæmi má nefna
að ef smellt er á
FRÉTTIR, teng-
ist lesandi for-
síðu Fréttavefj-
arins.
Sumir þessara
veQa em lesend-
um vel kunnir
en einnig hafa
nýir efnisþættir
bæst við. Má þar nefna fréttaget-
raun sem lesendur geta tekið þátt í
og dregið verður vikulega úr rétt-
um svörum og verðlaun veitt. Þá
má fá ýmsar upplýsingar um Morg-
unblaðið, svo sem verð auglýsinga,
hvernig senda á efni til blaðsins og
skilafrest á minningargreinum,
með því að velja efnisþætti innan
svæðisins Upplýsingar.
Á miðju forsíðunnar má sjá
helstu fréttirnar þá stundina, en
þær er einnig að finna á Frétta-
vefnum ásamt fjölda annarra
frétta.
Innan þáttarins Efst á baugi,
sem er hægra megin á síðunni, má
fá yfirsýn yfir það mál sem mesta
athygli vekur þá stundina, fréttir
því tengdar og ítarefni.
Nýtt gengi jafnharðan
Þátturinn Nýtt á mbl.is gefur
lesendum til kynna það nýjasta
sem er á vefjum blaðsins hverju
sinni. Þar má nú finna Svipmyndir
vikunnar sem
notið hafa mik-
illa vinsælda. Á
forsíðunni má
sjá gengi Qög-
urra helstu
gjaldmiðla
heims, en ef
smellt er á það
gengi birtist
stærri geng-
istafia með öll-
um helstu gjald-
miðlunum. Gengisupplýsingar eru
uppfærðar jafnharðan. Með sama
hætti má fylgjast með erlendum
visitölum og þær upplýsingar eru
uppfærðar á klukkustundar fresti.
Innan þáttarins Veður má finna
hádegisspá fyrir sex staði á land-
inu, hitatölur ásamt smámynd sem
gefur til kynna hvernig veðrið er á
hveijum stað.
Það er von Morgunblaðsins að
lesendur mbl.is kunni vel að meta
þessar breytingar og þær auðveldi
þeim að nálgast þær upplýsingar
sem óskað er eftir að kalla fram
hveiju sinni á vefjum blaðsins.
Ákvæði í rekstrarleyfí Landssímans fjallar um GSM-kerfíð
Landssíma ber að skipta
rekstrinum fyrir áramót
I REKSTRARLEYFI, sem Póst-
og fjarstóptastofnun gaf út til
Landssíma Islands hf. í júlí á þessu
ári, er gerð krafa um að Landssím-
inn haldi einstökum þjónustuþátt-
um starfseminnar aðstóldum í bók-
haldi, þar á meðal rekstri GSM-
kerfis. Stofnunin veitti Landssím-
anum frest til næstu áramóta að
gera þær breytingar á bókhaldi
sem fullnægja þessu ákvæði
rekstrarleyfisins.
Sem kunnugt er hefur TAL hf.
kært Landssímann til Samkeppn-
isstofnunar og krafist þess að
stofnunin sjái til þess að Lands-
síminn aðskilji GSM-þjónustu fyr-
irtækisins frá öðrum rekstri.
Gústav Amar, framkvæmdastjóri
Póst- og fjarstóptastofnunar, sagði
að stofnunin hefði þegar gert
þessa kröfu til Landssímans.
Stjórnendur fyrirtækisins hefðu
óskað eftir að fá tíma til áramóta
til að gera nauðsynlegar breyting-
ar á bókhaldskerfi sínu og Póst- og
fjarstóptastofnun hefði fallist á
þessa ósk.
„TAL hefur valið þann kost að
senda kæruna til Samkeppnis-
stofnunar og meðan kæran liggur
þar og hefur ektó verið vísað til
okkar gerum við ekkert í málinu.
Ef kæran kæmi til okkar yrðum
við að taka á málinu og athuga
hvort það væri hægt að fullvinna
þetta í bókhaldinu eins og það er í
dag, en Landssíminn hefur verið
allt þetta ár og raunar lengur að
undirbúa nýtt reikningsbókhald
sem á að gera þessa kostnaðar-
greiningu auðveldari. Við höfum
viðurkennt sjónarmið Lands-
símans, að hann þyrfti tíma til að
koma þessu í lag, og þess vegna
höfðum við ektó hugsað okkur að
skoða þetta íyrr en eftir áramótin.
Kæra gæti breytt þessari afstöðu
okkar,“ sagði Gústav.
Grunnnetið opið öllum,
en óljóst með símstöðvamar
í Morgunblaðinu í gær segir
Guðmundur Björnsson, forstjóri
Landssímans, að Íslandssími þurfi
að hafa yfir að ráða einhveiju línu-
kerfi. Túlkun forsvarsmanna Is-
landssíma á fjarstóptalögum sé
rúm þegar þeir segi að þeir eigi að
fá fullan aðgang að grunnneti
Landssímans.
„Svokölluð OMP-ákvæði, sem
eru komin frá framkvæmdastjórn
•Evrópusambandsins í Brussel og
hafa verið sett í íslenska löggjöf í
gegnum reglugerðir og nýju fjar-
stóptalögin, segja mjög greinilega
að öllum eigi að vera opinn að-
gangur að grunnneti símans. Það
þýðir m.a. að nýir aðilar eigi að
geta fengið aðgang að línukerfinu.
Þar er um að ræða skylduákvæði
sem Landssíminn verður að
beygja sig undir.
Við komum hins vegar að gráum
svæðum þegar farið er að tala um
að Landssíminn eigi að hleypa öðr-
um aðilum inn í sínar sjálfvirku
símstöðvar. Þarna er íslenska
löggjöfin ektó algerlega skýr og að
því leyti eru orð forstjóra Lands-
símans rétt. Þá reynir á túlkun lag-
anna. Þessi mál eru í þróun erlend-
is og það eru sífellt að koma fram
ný sjónarmið í þessu efni, m.a. inn-
an ESB. Við verðum að taka mið af
því sem er að gerast á þeim vett-
vangi. Svona mál hafa ekki komið
upp áður og þegar þetta kemur til
okkar, sem eru ákveðnar líkur á að
gerist, þurfum við að koma fram
með ákveðna túlkun á þessu. Lögin
gera ráð íyrir að íyrirtækin, þ.e.
Landssíminn og Íslandssími, ræði
sín á milli og ef þeim tekst ekki að
ná samkomulagi geta annar hvor
eða báðir aðilar skotið málinu til
Póst- og fjarskiptastofnunar,"
sagði Gústav.