Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGTJR 24. SEPTEMBER 1998 59 <
FOLK I FRETTUM
Stutt
Fúll út í
sína fyrr-
verandi
► Á SIKILEY er ungur mað-
ur afar sár út í fyrrverandi
kærustu sína sem sagði lion-
um upp án skýringa. Nunzio
Licuzzo heitir maðurinn og
hefur nú verið handtekinn
fyrir að líma upp veggspjöld
af nakinni kærustunni um
allan bæinn Modica sem er í
Ragusa-héraði á Sikiley
sunnanverðri. Myndirnar
hafa þó væntanlega verið
faglega unnar því Nunzio er
ljósmyndari sem gerir stutt-
myndir í frístundum.
Hins vegar þótti bæjarbú-
um fulllangt gengið þegar
símanúmer kærustunnar
fyrrverandi voru skrifuð
stórum stöfum á veggspjöld-
in, þar sem vegfarendur
voru hvattir til að hringja til
hennar. Nokkrum dögum
síðar hafði síðan heimilis-
fang stúlkunnar bæst við og
var þá lögreglu bæjarins
nóg boðið og handtók elsk-
hugann úrilla. Kæran hljóð-
aði upp á áreitni og tilraun
til mannorðsmorðs.
Megrun
efst á baugi
► ÍSRAELSKI forsætisráð-
herrann, Benjamin Netanya-
hu, fagnaði nýju ári gyðiuga
með því loforði að á árinu
skyldu aukakílóin fá að
fjúka. Forsætisráðherrann
sem er 48 ára gamall hefur
bætt örlítið á sig á þeim
tveimur árum sem hann hef-
ur setið á valdastóli. Þegar
hann var spurður um heit
fyrir árið sagði hann skorin-
ort að hjá honum persónu-
Iega væri megrun efst á list-
anum.
Nú halda gyðingar hátíð
nýja ársins, Rosh Hashana,
en hún hófst á sunnudaginn,
og einkennist af bænahaldi
og veglegum máltíðum. Það
verða því inargar freisting-
arnar í byrjun árs hjá ráð-
herranum.
Sænskt
súkkulaði
► SÆNSKUR súkkulaði-
framleiðandi hefur beðið
forsætisráðherra Svijijóðar,
Göran Persson, og helsta
andstæðing hans, Carl Bildt,
afsökunar vegna auglýsing-
ar sem sýnir þá brosa livorn
til annars, enda nóg af sætu
súkkulaði á milli þeirra.
Slagorðið „Hvers vegna
sætta sig við aðeins eitt“,
prýðir síðan auglýsinga-
spjaldið.
í Aftonbladet er haft eftir
Persson að auglýsingin sé
smekklaus. „Andlit mitt er
notað í auglýsingaskyni og
það getur skaðað stjórn-
málamann í minni stöðu og
fer langt út fyrir velsæmis-
mörk.“ Bildt, sem var for-
sætisráðherra á árunum
1991-94, var einnig óhress
með að mynd af honum
skyldi notuð án leyfis. Hann
bætti þó við að myndbirting-
in rændi hann ekki svefni
því mun alvarlegri mál
lægju fyrir en þessi auglýs-
ing.
► ÓHÁÐA kvikmyndadrottn-
ingin Lili Taylor á í viðræðum
um að leika í fyrsta skipti aðal-
hlutverk í mynd frá einu af
stóru kvikmyndaverunum, þ.e.
Draumasmiðju Geffens, Katzen-
bergs og Spielbergs.
Til stendur að myndin
Draugahúsið eða „The Haunt-
ing of Hill House“, sem byggð
er á samnefndri skáldsögu
Shirley Jackson, verði frumsýnd
um jólin árið 1999 og leikstjóri
verði Jan De Bont.
Áður hefur verið gerð mynd
eftir skáldsögunni sem nefndist
„Draugagangurinn“ og leikstýrt
var af Robert Wise með Julie
Harris, Claire Bloom og Russ
Tamblyn í aðalhlutverkum. Sag-
an íjallar um hóp af fólki sem
safnast saman í gömlu húsi til
að komast að því hvort þar sé
draugagangur.
Taylor hefur leikið í fjöl-
mörgum óháðum myndum og
fékk fyrstu verðlaun dómnefnd-
arinnar á Sundance kvikmynda-
hátíðinni árið 1995 fyrir
frammistöðu sína í „Girls
Town“, Ég skaut Andy Warhol
og mynd Friðriks Þórs Friðriks-
sonar Á köldum klaka. Um þess-
ar mundir leikur hún ágjarnan
listaverkasala í mynd John
Waters „Pecker".
Svíkur Lili
Taylor lit?
Nr. var Lag Flytjondi
1. (7) Whats it Like Everlast
2. (1) If You Tolerate This... Manic Street Preachers
3. (2) Got the Life Korn
4. (4) Flagpole Sitta Harvey Danger
5. (6) Walking After You Foo Fighters
6. (8) Why Are You so Mean to Me Nada Surf
7. (10) Lonely Soul Unkle&Ashcroft
8. (13) Punk Named Josh Chopper One
9. (10) Hvitt 200 000 Naglbítar
10. 05) Never Let My Down Again Smashing Pumkins
11. (-) Body Movin Beastie Boys
12. (16) Jesus Says Ash
13. (-) Start the Commotion Wiseguys
14. (5) Stripped Rammstein
15. (-) Celebrity Skin Hole
16. (3) Enjoy the Silence Failure
17. (12) One More Murder Better Than Ezra
18. (-) Only When 1 Loose Myself Depeche Mode
19. 04) Father of Mine Everdear
20. (22) Dope Show Marlyn Manson
; 21. (27) 1 am the Bulldog Kid Rock
22. 07) Lenny's Song Possum Dixon
23. (-) Part of the Progress Morcheeba
24. (9) We Still Need More Supergrass
25. (-) Honey Moby
26. (26) Lipstick Rocket From the Crypt
27. 08) Vera Vínill
28. (-) Being a Girl Mansun
29. (24) Everything for Free K's Choice
30. (19) Take on Me Reel Big Fish
Lolita í bankaráni
LEIKKONAN Lolita
Davidovich hefur
ákveðið að leika í
tveimur „óháðum'*
myndum á næstunni.
FyiT munu menn þó líta
leikkonuna í Disney-myndinni
„Mystery^ Alaská* þar sem hún leikur á
móti Russell Crowe og Hank Azaria
undir leikstjórn Jay Roach.
Nýju myndirnar eru „Four Days“
þar sem hún mun leika á móti Kevin
Zegers, Colm Meaney og William For-
sythe í mynd um bankarán og er sagan
sögð frá sjónarhomi unglings. I
„Shegalla** mun Lolita leika dóttur sem
á í samskiptaerfiðleikum, ekki síst við
móður sína sem leikin er af Lynn Red-
grave.
20
ta
30%
auka-
afsláttur
af útsöluvörum
Nýjar vörur með 20% afslætti.
Vorum einnig að taka inn nýja dökka Mizuno skó, Mizuno
Mesh boli, UHL innanhússkó í stærðum frá
28 til 38. Einnig innanhússkó, gerfigrasskó o.fl.
Opið á laugardögum frá kl. 10 til 14
iþrött
Skipholti 50d, sími 562 0025