Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ jHHBBHHBMnMBHBnnHnnMHSim VOGIR ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónusfu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum - vagir cru okkurfag Kassalíming hogjreru; okkarjug ■ SOCO færibandakerfið hefur endalausa möguleika i samsetningu og útfærslu. Einfalt og fljótlegt i uppsetningu og verðið er frábært. - Hafðu samband - #ELTAKn' vogit erw okkar fiig Síðumúla 13. Sími 588 2122 € Kassalimbandsvél með efri og neðfi límingu • Dönsk gæðavara € Auðveld i stillingu € Frábært veið rrir kör og bretti itnsþéttar IP-67 igstætt verð if hverjum 10 á íslandi! TAK* ’gjtr tusut okkat;fiig: ■ Færibandakerfi Ný afgreiðsla Islands- pósts í miðbænum Allur póstur á einn stað ÍSLANDSPÓSTUR opnar nýja og glæsflega afgreiðslu í Skipagötu á Akureyri á morgun, fostudaginn 25. september. Guðlaugur Baldursson, stöðvarstjóri íslandspósts, sagði þessa breytingu mjög til batnaðar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins, sem nú gætu farið á einn stað með allan póst, jafnt böggla og bréf. Á síðasta ári var ákveðið að skipta upp afgreiðslu og vinnslu póstsins á Akureyri og íyrr í sumar var vinnsl- an flutt að Fjölnisgötu 3b. Vegna uppskiptingar Pósts og síma í tvö fyrirtæki um síðustu áramót, þar sem ákvörðun var tekin um fullan aðskilnað fjarskipaþjónustu og póst- þjónustu á Akureyri, var nauðsyn- legt að móta framtíðar húsnæðis- stefnu fyrirtækjanna beggja á staðnum. Niðurstaðan var að nýta húseign Pósts og síma í miðbænum, þar sem póstafgreiðsla verði Skipagötumeg- in en símaafgreiðsla Hafnarstrætis- megin í húsinu. Töluverðar breyt- ingar hafa verið gerðar á húsnæðinu en Islandspóstur leigir húsnæði póstafgreiðslunnar á Akureyri af Landssíma Islands hf. sem bar kostnað af framkvæmdunum. ---------------------- Morgunblaðið/Guðmundur Þór FÁTT vita tvíburabræðumir Trausti Karl og Heiðar Karl skemmtilegra en að fara út í hjólatúr með mömmu sinni, Björgu Traustadóttur. Mæðginin Tvíburar á tengivagni hafa vakið athygli vegfarenda í Ólafsfirði þegar þau ferðast um götur bæjarins en eins og sjá má á myndinni silja þeir bræður í mak- indum á sérsmíðuðum tengivagni. Forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra Faglega staðið að skráningu fólks Hjálparsveit skáta Kynning fyrir nýliða KYNNINGARFUNDUR fyrir ný- liða Hjálparsveitar skáta á Ákureyri verður haldinn í húsakynnum sveit- arinnar, Lundi við Skógarlund í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. sept- ember, kl. 20. Hjálparsveitin leitar nú nýn-a fé- laga, 17 ára og eldri, og þurfa menn ekki að hafa tekið þátt í skátastarfi áður. Um 50 manns eru í Hjálparsveit skáta, bæði karlar og konur, en Ás- geir Hreiðarsson hjá skátunum seg- ir ekki síst nauðsynlegt að fá fleiri konur til starfa. Nauðsynlegt sé að endurnýja stöðugt í sveitinni. ------♦-♦-♦----- Bókmennta- kvöld Gilfélags GILFÉLAGIÐ hefur markað sér þá stefnu að efla þátt bókmennta í starfsemi menningarmiðstöðvarinn- ar í Grófargilinu. Ljóðavökunni „Heimur ljóðsins", sem haldin var í Deiglunni í ágústmánuði síðastliðn- um, verður nú fylgt eftir með bók- menntakvöldum sem haldin verða einu sinni í mánuði. Lesið verður úr formálum ýmissa öndvegisrita bókmenntanna í kvöld, fimmtudag 24. september, og á þriðjudagskvöld, 29. september, verður ljóðavaka til minningar um Davíð Stefánsson. HELENA P. Karlsdóttir, for- stöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra, sagðist vera ósammála Helga Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Kjötiðnaðar- sviðs KEA, sem sagði í Morgun- blaðinu í gær að taka þyrfti skrán- ingu fólks á atvinnuleysisskrá til endurskoðunar. Helgi hefur verið í nokkrum vandræðum með að fá fólk til starfa í sláturhúsi félagsins og eru KEA-menn farnir að velta íýrir sér að fá erlent vinnuafl til starfa. I máli Helga kom einnig fram að KEA hafi fengið fólk til starfa sem hafi verið á skrá hjá Svæðis- vinnumiðluninni og sumt af því fólki hafi gert stuttan stans í vinnu. Helena sagði faglega staðið að því að skrá fólk á atvinnuleys- isskrá og allir teknir í viðtal. Hún sagði að hafi komið til þess að fólk hafí stoppað stutt á sláturhúsinu, hafi það fólk alla vega ekki komið inn á skrá aftur. „Við sendum ekki fólk í vinnu sem við teljum ekki hæft til að þess að stunda vinnuna. Við vilj- um vinna þetta á faglegum gi-und- velli og ef við höfum ekki fólk í ákveðin störf, getum við ekki mannað þau. Það er ekki okkar takmark að koma öllum út af skránni, heldur að finna réttan farveg fyrir hvern og einn. Margt af fólki á skrá er með læknisvott- orð og ýmsar aðrar ástæður geta búið að baki,“ sagði Helena. Fagnar eftirspurn eftir vinnuafli Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, sagði atvinnuástand með besta móti um þessar mundir. Hann fagnar því að eftirspurn er eftir vinnuafli, sem leiði vonandi til þess að atvinnulausum fækki enda sé það markmiðið. „Margt af því fólki sem er á atvinnuleysisskrá er í hlutastarfi og mér finnst að kanna eigi hvort sláturhúsið er til- búið að ráða fólk í hlutastörf áður en farið verður að flytja inn Pól- verja. Þannig að mér fannst nú votta fyrir vertiðarskrekki í Helga.“ Björn sagði unnið að því að efla Svæðisvinnumiðlunina, hún standi sig vel og eigi eftir að skila góðu starfi í framtíðinni. „Skráningin er mjög eðlileg en það kemur fyrir að fólki líkar ekki vinnustaðurinn sem í boði er og það hefur líka ákveðnar afleiðingar fyrir viðkom- andi.“ Margir í hlutastarfi Helena sagði nokkuð hátt hlut- fall fólks á skrá með hlutastarf og að mikill meh-ihluta þeirra væri að leita að vinnu á móti. Hún sagði at- vinnurekendur í auknum mæli leita eftir vinnuafli hjá Svæðisvinnu- miðluninni. „Við eigum hins vegar eftir að fara út í stærstu fyrirtækin og kynna okkar starfsemina. Og í kjölfarið má búast við enn ffekari virkni, enda starfar hér fagfólk sem hefur staðið sig mjög vel.“ Slátrið ddýrast Breyting á aðalskipulagi Arnarneshrepps 1997-2017 Sveitarstjórn Arnarneshrepps hefur samþykkt tillögu að aðal- skipulagi Arnarneshrepps 1997-2017. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar í Hjalteyrarskóla frá 4. febrúar til 5. mars 1998. Athugasemdafrestur rann út hinn 19. mars og bárust 15 at- hugasemdir. Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim aðil- um sem athugasemdir gerðu umsagnir sveitarstjórnar. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til umtalsverðra breytinga á til- lögunni, utan þess að sveitarstjórn hefur ákveðið að færa syðri lóðarmörk stóriðjulóðar 100 m til norðurs, þetta gildir jafnframt um suðurmörk ytra hafnarsvæðis sem tengist mörkum stór- iðjulóðar, sunnanvert. Tillagan hefur nú verið send Skipulags- stofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Sveitarstjórn Amarneshrepps. á Blöndudsi NEYTENDASAMTÖKIN hafa gert könnun á verði á slátri til neytenda frá sláturhúsum á Norð- urlandi. Sláturhúsin sem þátt tóku í könnuninni voru Fjallalamb á Kópaskeri, Sláturhús KÞ á Húsa- vík, Sláturhús KEA á Akureyri, Sláturhús Kf. Skagfirðinga, Sauð- árkróki og Sláturhús SAH á Blönduósi. Norðvesturbandalagið á Hvammstanga sendi ekki inn verð- lista í könnunina. Aðeins voru teknar þær tegund- ir sem öll húsin bjóða til sölu, tíu alls, en eitthvað er misjafnt milli húsa hvað er á boðstólum. Þessar tíu tegundir, dilkalifur, dilka- hjörtu, dilkanýru, dilkasvið, mör, þindar, eistu, hálsbitar, ærlifur og ærhjörtu eru ódýrastar á slátur- húsinu á Blönduósi, kosta þar 1.665 krónur. Næstlægst er verðið á Sauðárkróki, 1.702 krónur, þá hjá Fjallalambi á Kópaskeri, 1.997 krónur, á Húsavík kostar pakkinn 2.108 krónur og 2.135 krónur á sláturhúsinu á Akureyri. Vambir á Króknum en gervi annars staðar Á Blönduósi er ekki selt slátur í stykkjatali, þar kostar vömb og keppur, kalónað 80 krónur en einnig er hægt að fá keyptar gervivambir. Á Akureyri, Húsavík og Kópaskeri fylgja hverju slátri fjórar tilbúnar gervivambir í stað vambar og vélindiskepps sem ekki er á boðstólum hjá þessum slátur- húsum. Kaupfélag Skagfirðinga heldur sig við gamla lagið en þar fylgir vömb og keppur slátrinu, en gervivambir eru ekki á sölulista þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.