Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 45
MENNINGARHÁTÍÐ í BERGEN
„Hinn hreini
tónn“ frá
Islandi
Hátíðin „Norrænir menningardagar“ var
haldin í Bergen í Noregi fyrrihluta ágúst-
mánaðar. Hópur Islendinga sótti hátíðina
og annaðist kynningu á íslenzkri menningu
og matarhefð undir forustu Fríðu Völu
Asbjörnsdóttur, sem segir hér frá menn-
ingardögunum og dvöl sinni í borginni.
FRÍÐA Vala Ásbjörnsdóttir með Hákonshallen í Bergen í baksýn.
ÍSLENSKU þátttakendurnir: f.v. Margrét, Valgerður,
Stefán, Hildur og Fríða Vala.
„HELE Norden skal leve“ eða -
Norðurlöndin lifi - eru fi-jáls félaga-
samtök á Norðurlöndum - í raun
grasrótarhreyfing, sem sinnir
menningar- og velferðarmálum sam-
tímans.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti íslands, er verndari
samtakanna og Jónas Jónsson, bún-
aðarmálastjóri, hefur verið í stjórn
þeirra frá upphafi, eða frá árinu
1994, en hann er nú að draga sig í
hlé. Norskur stjómarmeðlimur í
„Hele Norden skal leve“, Lars
Hauge, sem einnig er þátttakandi í
„Norsk Velforbund", valdi greinar-
höfund til þátttöku í þessum nor-
rænu félagasamtökum og sem
tengilið fyrir: Höfuðborgarsvæði -
menning, einkum matarmenning -
ungt fólk og innflytjendur.
Vinna mín snýst einkum og sér-
flagi um þessi málefni, hvort sem
það er tilviljun eður ei. Núna hef ég
tveggja ára reynslu að baki í þessum
samnorrænu félagasamtökum og
finnst mér þau hafa verið jákvæð og
uppbyggjandi. í ár lauk fjögurra ára
tímabili, þar sem hljómlist var sett
framarlega í menningarmálunum og
á döfinni var að halda stórhátíð í
Bergen, „De nordiske kulturdager i
Bergen", dagana 7.-9. ágúst 1998.
Þátttaka Islendinganna í þessari
hátíð var myndarlega styrkt af sam-
tökunum „Hele Norden skal leve“,
sem greiddu allan kostnað innan
Noregs og flugferðina frá Islandi.
En einnig studdu fjölmörg íslensk
íyrirtæki þátttökuna með því að
leggja fram til kynningar íslenskan
mat af ýmsu tagi. Hjá mér fór meiri
partur sumarsins í undirbúning fyr-
ir hátíðina í Bergen, en Rafn Hafn-
fjörð, ljósmyndari, og Haraldur
Finnsson, skólastjóri Réttarholts-
skóla, léttu mér þann undirbúning.
Sú varð raunin á að hlutur okkar ís-
lendinganna varð æ stærri og veiga-
meiri eftir því sem nær dró sjálfum
hátíðahöldunum. Framlag okkar
laugardaginn 8. ágúst, þ.e. aðalhá-
tíðisdaginn, fólst í eftirfarandi:
Inngangserindi, fluttu af greinar-
höfundi, þar sem meðal annars var
farið með kvæði eftir Halldór Kiljan
Laxness - Kveðju og ræðu frá Vig-
dísi Finnbogadóttur - fluttri af
greinarhöfundi og Ivari Gundersen.
- Hljóðfæraleik: Hom - Stefán Jón
Bemharðsson, 20 ára. Fiðla - Val-
gerður Ólafsdótir, 20 ára. Víóla -
Hildur Ársælsdóttir, 18 ára. Selló -
Margret Árnadóttir, 17 ára. - Ut-
stillingu á 5 stómm veggspjöldum
um: „Island i dag - Island för i tiden
- Island i fremtiden (energi-
ökonomi) - Spnndagsmaten i
Reykjavik for 30 ár siden og nu -
Útstillingu á íslenskum mat - Viða-
mikilli matarkynningu.
Hvemig tókst til?
í norrænni blaðagrein, sem mér
hefur verið send, er okkur þökkuð
þátttakan. Þar er minnst á lifandi
framkomu, frábæran hljóðfæraleik
og góðan mat. En allt þetta „bragte
Island fint frem i konferancen", eða
með öðmm orðum, var Islandi til
sóma. Trúlega megum við, sem hlut
áttum að máli, vera pínulítið stolt og
ánægð yfir okkar framlagi. Við, Is-
lendingarnir fimm studdum vel við
bakið hver á öðmm og okkur tókst
að leysa úr vandamálunum um leið
og þau komu. Ég læt hér fylgja
kvæði, ort í léttum dúr, sem flutt var
á hátíðinni undir yfirskrftinni: „Nor-
disk rapsodi“:
I fra Island langt mot nor.
Der hvor kjære Frida bor.
Hit til Norge kom med unge musikanter.
Men pá flesland ble det tulL
Kvoten var nok altfor full
Det var kjott og fisk i mange varianter.
Men pá flesland ble det tull“ þarf
skýringar við. En svo bar við, að
vegna mikfllar yfirvigtar á farangri,
var ég krafin um kr. 53.000 norskar
eða um 600.000 kr. íslenskar í flug-
stöðinni í Ósló. Þar er sá siður hafð-
ur á að farþegar ná í sinn farangur
og innrita sig að nýju fyrir næsta
flug. Að vísu hafði ég leyfi hjá Flug-
leiðum fyrir 80 kg yfirvigt, en það
leyfi gilti ekki fyrir SAS flugfélagið
sem ég flaug með síðasta áfangann.
Það kom mér ekki á óvart að lenda í
vandræðum á flugvellinum í Ósló.
Reyndar erfitt að sporna við því að
heiman. Venjulegur starfsmaður gat
ekki afgreitt mál mitt - með átta
kassa af matvælum frá Islandi og
100 kg í yfirvigt. Ég var send úr ein-
um stað í annan með tvo burðar-
vagna í eftirdragi. í umstanginu
missti ég af flugvélinni en ungmenn-
in héldu áætlun og biðu eftir mér á
flugvellinum í Bergen. Að lokum
hitti ég á yfirmann flutningaþjónust-
unnar sem var hinn alúðlegasti og
vísaði mér áfram á hlið, merkt
„Special godds“ og þar með var mál-
ið afgreitt.
Horft til baka
Þegar horft er til baka finnst mér
hljóðfæraleikur ungmennanna bera
hæst. Bæði þegar þau léku sígilt
verk eftir J.Á. Amon, kvartett fyrir
horn og strengi op. 20 í þremur þátt-
um við setningu hátíðarinnar og síð-
ast en ekki síst, þegar þau léku við
móttökuna í „Hákonshallen“, höll
Hákonar konungs Hákonarsonar,
sem hann lét reisa árið 1260 fyrir
brúðkaup og vígslu sonar síns,
Magnúsar lagabætis. Þar var fyrst
endurtekinn síðasti kaflinn úr verki
J.A. Amons. Síðan léku þau verk eft-
ir Þorkel Sigurbjörnsson (f. 1938):
Plus Sonat, Quam Valet (1972). Nú-
tímalegt verk, sem kom á óvart en
virtist vera dálítið stríðið á köflum -
rétt eins og íslensk náttúra.
Hugurinn leitaði heim á Esjuslóð-
ir. Viku áður en þessi ferð var farin
fórum við hjónin ásamt nokkrum
góðum vinum að ganga yfir Esju og
ætluðum að borða kvöldmat í Eilífs-
dal. Áætluðum við að ferðin tæki 6-8
tíma á rólegri göngu. En Esja var
ekkert á því að sleppa okkur. Þoka
byrgði okkur sýn og við fundum
ekki niðurleið. Fjall og himinn
runnu saman í eitt - við villtumst.
Komust í kvöldmatinn um miðnætti
eftir 13 tíma labb. Við vorum þó
mjög stolt yfir því að geta klárað
okkur hjálparlaust niður af fjallinu.
Hitt hefði orðið saga til næsta bæjar
og hálfgerð hneisa fyrir „þroskað"
fólk.
Það var magnað að hlusta á leik
íslensku ungmennanna í „Hákons-
hallen". Ég fann fyrir gæsahúð á
handleggjunum en ekki af kulda.
Augnkrókarnir urðu rakir. Slík voru
áhrifin. Var þetta kannski hinn
hreini tónn sem getið er um í
Brekkukotsannál Halldórs Kiljans
Laxness? Síðar var mér sagt að slík
hljómlist, þ.e. kammermúsík, hefði
aldrei fyrr verið flutt í þessu húsi,
sem reyndar er stolt Bergen-búa og
helsti móttökustaður fyrir tigna
gesti.
Hér má geta þess að það var sér-
stök upplifun, einkum fyrir hljóð-
færaleikarana, að fikra sig upp og
niður snúinn einstiga úr steini, til og
frá aðalsalnum. Vistarveran sem tók
við að stiganum loknum var líka ein-
stök upplifun. Þar var hvergi að sjá
hornréttan flöt. Allar línur ávalar -
veggir, bekkir, borð og tvennar dyr.
Allt fagurlega mótað úr steini. Þeg-
ar niður í þetta steinaríki var komið
að hljómleikunum loknum, faðmaði
ég þau að mér, eitt af öðru. Orð voru
óþörf. Eitthvað stórt hafði gerst og
það var gaman að vera til.
Leiðin frá höllinni að nútímalegri
götunni bar vott um hugvit og hag-
anleik gamla tímans. Steinlögð mjó
gatan, ætluð hestvögnum, hallaði
allbratt niður beggja vegna vegarins
og endaði í steinlögðum rennum.
Það rignir mikið í Bergen svo þetta
var með ráðum gert.
Stóru veggspjöldin mín töluðu
sínu máli um menninguna. Þar mátti
glöggt sjá að áður fyrr var mest
virðing borin fyrir því stóra og
mikla, sem nú er mikið liðin tíð. I
hugbúnaði og tækjum nútímans er
einmitt verið að sækjast eftir því
smæsta. í gamla daga - á tímum
skortsins - var orkuþéttni matarins
eftirsóknarverðust, þ.e. að fá sem
mesta orku miðað við minnsta fyrir-
ferð. Nú er næringarþéttni matar-
ins, gjaman á kostnað orkunnar,
álitin eftirsóknai'verðust. Vandamál
æ fleira fólks er að það hreyfir sig of
lítið og fitnar um of. Hvað gerir
framtíðarmaðurinn við því? Svarið
er að finna á einu veggspjaldinu.
Veggspjöldin koma ekki strax
heim. Þau fara á sýningu í Kristi-
ansand núna í september.
íslenska matarkynningin verður
trúlega mörgum eftirminnileg. Þar
gaf að líta lúxus sfld frá Ora. Flat-
kökur með fjallagrösum frá Köku-
gerð Selfoss og seytt rúgbrauð frá
Hverabakarí. Smjör og ost frá Osta-
og smjörsölunni. Einnig var þarna
lax, bæði grafinn og reyktur frá ís-
lenskum matvælum.
Hangikjöt frá Bændasamtökun-
um og hákarl frá Hildibrandi í
Bjarnarhöfn vakti mikla athygli
gesta og virtist hákarlalyktin vera
þeim einstök upplifun.
Ég hafði útbúið spjöld sem sett
voru hjá hverri matartegund þar
sem á stóðu helstu upplýsingar um
viðkomandi vöru. Þetta vakti ekki
síður athygli og áhuga hjá gestun-
um. En rjómaskyr, með bláberja-
sultu og rjómablandi út á, var einna
vinsælast. Lýsi frá Lýsi hf. vakti
líka eftirtekt svo og harðfiskurinn.
Það er heilmikið puð að vera með
svona matarkynningu. Að vísu naut
ég aðstoðar fjögurra norskra
kvenna á vegum „Norsk velfor-
bund“ við það verk.
Að menningardögunum loknum
átti ég þrjá aukadaga í Bergen. En
hvort tveggja var, að ég þráði að
upplifa fjallanáttúruna og ég þráði
líka að vera bara ein með sjálfri mér
smátíma.
Á hótelinu þar sem ég bjó, meðan
á hátíðinni stóð, voru Japanir og
Spánverjar í miklum meirihluta og
átti ég í frekar fátæklegum viðræð-
um við þá við morgunverðarborðið
sem var afar glæsilegt. Bros og al-
mennilegheit voru okkar helstu
samskiptamátar.
Ég var svo heppin að fá að dvelj-
ast hjá innfæddri fjölskyldu að
menningardögunum loknum.
Bergen-búar eru almennt álitnir
lífsglaðari og líta svolítð stærra á sig
en gengur og gerist meðal Norð-
manna. Stoltir Bergen-búar telja sig
vera afkomendur Bergen-búa. En
aðrir Norðmenn eru þá vist bara
komnir af öpum, rétt eins og fleiri!
Fyrsta daginn gekk ég upp á
Flöjin, aðalútsýnisstaðinn í Bergen,
sem er í um 500 m hæð. Klukkan var
10:00 að morgni og þarna uppi var
vart þverfótað fyrir Japönum. En
þegar ég kom til baka eftir tveggja
tíma göngu eftir vel merktum fjalla-
og skógarstígum, var komin mikil
mergð af Evrópubúum.
Kannski taka Austurlandabúar
daginn fyrr í sumarfríum sínum en
við værukærir Evrópubúar.
Þarna sást vel út yfir allan bæinn,
dali og firði og langt út á sjó. I miðri
Bergen gaf að líta gott bil eða band,
sem aðskildi bæjarhlutana. Þegar
betur var að gáð, reyndist þetta
vera vegur, sem myndaði nokkurs
konar „eldvegg", til vamaðar ef
mikinn eldsvoða bæri að. En Bergen
varð að störum hluta til eldi að bráð
á árum áður, sem sett hefur djúp sár
í vitund eldra fólks. Flest hús, eink-
um þau smærri, eru úr viði enda
Noregur vel skógi vaxinn.
Annan daginn skoðaði ég söfn og
lífið í bænum. Bryggjan eða
„Bryggen" hefur sérstakt aðdráttar-
afl. Þar er lífið í hámarki. Frábær
götumarkaður, einkum er fiski-
markaðurinn á háu menningarstigi
og iðandi mannlíf kringum hann. I
hádeginu settist ég á steinbekk rétt
við sjávarbakkann og lauk upp úr
heilli jarðarberjaöskju. Á hinum
enda bekkjarins sat ítalskt par með
hálft kfló af stórri, óskelflettri rækju
í poka á milli sín, sem þau borðuðu
með fingrunum beint upp úr pokan-
um. Trúlega er gott fyrir ástfangna
að heimsækja Bergen.
Askjan af jarðarberjum hafði
kostað kr. 28 norskar. Það minnti
mig á það, að heyrt hef ég að Norð-
menn telji að sumarið sé komið þeg-
ar verðið á jarðarberjunum er kom-
ið niður í 28 krónur, jafnt hitastig-
inu. En í dag var hitinn einmitt 28
gráður C. Sumarið var því seint á
ferðinni þetta árið. Það hafði víst
rignt allan júnímánuð.
Síðasta daginn fór ég með kláfin-
um upp í Ulriken, sem er fjallgarður
í um 650 m hæð. Ég slóst í fór með
feðginum og leiðin lá um Vidden
sem ég þýði sem víðerni fjaflanna.
Þar mátti sjá sauðfé á beit með
bjöllur hangandi á sér. Dálítil hljóð-
mengun stafaði af þessum annars
lágværa bjöUuhljómi. En skyldu
ekki blessaðar skepnurnar stressast
á þessum framandi hávaða þarna,
þar sem kyrrðin var einn helsti
helgidómurinn? Kannski gefa þær
af sér stressað kjöt? Á íslandi fáum
við enn óstressað lambakjöt.
Tíminn leið og ég þurfti að haska
mér til þess að missa ekki af flugvél-
inni heim þá um kvöldið. Ég kvaddi
feðginin og stytti mér leið niður Is-
dalinn til Haukedalen þar sem ég
bjó hjá einstaklega almennUegum
hjónum, Sevarin J. Overaa og frú í
Ásana, þessa þrjá síðustu daga, sem
í raun voru eina sumarfríið mitt.
Ég var bæði södd og sæl með
veru mína í Bergen, sem reyndar
einu sinni var höfuðborg Noregs en
hét þá Björgvin. Bergen mun verða
ein níu menningarborga Evrópu ár-
ið 2000 - rétt eins og Reykjavík. Von
bráðar sat ég í flugvélinni á leið
heim.
Víst er að hinn góði vilji sem svíf-
ur yfir hjá „Hele Norden skal leve“
er mér verðmætur hvati til átaka og
samvinnu. Þar hef ég eflst af kjarki
og dug.
En nú eiga skólinn og kennslan
hug minn allan að sinni.
Höfundur er kennari.