Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ________________LISTIR Skipbrot á I brúðkaupsnótt - DOFRI Hermannsson og Pálína Jónsdóttir í hlutverkum brúðhjónanna. KVIKMYNPIR Háskðlabfð DANSINN ★★% Leikstjóri Ágúst Guðmundsson. Handrit Kristín Atladóttir og Ágúst Guðmundsson, eftir smá- sögu Williams Heinesen. Tónlist Kai Doren- kamp, Jurgen Peukert, Rainer Griinebaum. Kvikmyndatökustjóri Ernest Vincze. Fram- kvæmdastjóri Kristín Atladóttir. Aðalleikendur Gunnar Helgason, Baldur Trausti Hreinsson, Pálína Jónsdóttir, Dofri Hermannsson, Gísli Halldórsson, Kristina Sundar Hansen, Saga Jónsdóttir, Arnar Jónsson, Magnús Ólafsson, Benedikt Erlingsson, Jógvan Ósá. 87 mín. ísfilm ofl., 1998. NÁTTÚRAN og trúin spila stórt hlutverk í ritsmíðum höfuðskálds Færeyinga, Willi- ams Heinesen, sem skrifaði smásöguna sem Ágúst Guðmundsson byggir nýjustu mynd sína á. Þessir þættir skila sér blessunarlega vel í flutningnum á tjaldið, Dansinn er lítíl, ljóðræn mynd sem heldur sínu sérstæða andrúmslofti frá upphafi til enda. Atburða- rásin er í eðli sínu alvarleg en í meðfórum Ágústs, sem einnig skrifar handritið ásamt Kristínu Atladóttur, verður útkoman létt og dálítið kyndug mynd sem skilur við mann til- tölulega sáttan við upplifunina. Sögusviðið er þorp í Færeyjum á önd- verðri öldinni. Þar er allt á öðrum endanum því í undirbúningi er brúðkaup sýslumanns- dótturinnar Sirsu (Pálína Jónsdóttir) og Haraldar (Dofri Hermannsson), einkasonar látins stórbónda. Gestina drífur að. Á meðal þeÚTa er pilturinn Pétur (Gunnar Helgason), vinur Sirsu og sögumaður. I nágrenninu býr ívar (Baldur Trausti Hreinsson), vonbiðill Sirsu, sem varð, sökum fátæktar, að láta í minni pokann fyrir Haraldi. Hann hefur þó ekki gefið upp alla von og í þeirri þriggja daga brúðkaupsveislu sem í hönd fer gengur á ýmsu. Bæði mannleg nátt- úra og náttúruöflin gerast aðgangshörð. Ófriður ríkir í meyjarskemmu á brúðkaups- nóttina, um sama leyti strandar enskt skip við eyjarnar, ýmis óheillavænleg tákn ber fyrir sjónir, maður ferst. Hin geistlega stétt stöðvar brúðkauspveisluna, sér djöfulinn í hverju horni, ekki síst í hinum dunandi hringdansi. Færeyingar eru meira bókstafstrúarfólk, að manni skilst (m.a. af lestri bóka Heines- ens), freistingamar, syndin og sektin áþreif- anlegri hugtök en í okkar samfélagi. Um- hverfið er ægifagurt, þjóðtrúin yfir og allt um kring. Allt skapar þetta ólgu í blóði og órætt, jafnvel leyndardómsfullt andrúmsloft. Þessir þættir skila sér í kvikmyndagerðinni, það sem helst má að henni finna er peninga- leysi. Baksviðið er veðrahamur með tilheyr- andi aftökum og ólgusjó. Skipsstrandið kem- ur afleitlegast út, kyrrlátar næiTnyndatökur í bland við brim og boðafóll. Vindurinn gnauðar en hárið bærist vart á bráðinni á bjargbrúninni. Það er ekki við Ágúst og fé- laga að sakast, þeir gera það sem þeir geta; búa til bíómynd í fullri lengd fyrir fjármagn sem nægir í eina til tvær mínútur í Hollywood-kvikmynd. Leikararnir standa sig flestir þokkalega. Þeir eldri undantekn- ingarlaust óaðfinnanlegir, af þeim yngri kemst Gunnar Helgason best frá sínu. Aðrir eru upp og ofan. Hins vegar eru þeir flestir réttu manngerðirnar og setja trúverðugt svipmót á persónurnar. Þegar öllu er á botn- inn hvolft verður niðurstaðan skemmtilega viðunandi. Dansinn er lítil og notaleg stemn- ingsmynd sem tekst nokkura veginn það sem hún ætlar sér; Að ná fram einkennum Heinesens og framandi hugarheims á hvíta tjaldið. Það hefur verið vandasamt verk (enda hafa margir, kunnir kvikmyndagerðar- menn gefist upp í návígi við skáldið). Ágúst notar aðstoð sögumanns; Pétur á tímum at- burðanna og í endurliti (þá fluttur af Árna Tryggvasyni með miklum ágætum). Þetta form hefur tekist að mestu leyti. Sæbjörn Valdimarsson Úr fókus Skúlptúrar í Galleríi Hnossi VAGNA Sólveig Vagnsdóttir opnar sýningu á tréskúlptúrum í Galleríi Hnossi, Skólavörðustíg 22, laugar- daginn 26. september. Vagna er fædd á Ósi við Amar- fjörð 1935 en býr nú á Þingeyri. Hún er sjálfmenntaður listamaður og hefur notað hin ólíkustu efni í verk sín. Hún hefur selt verk sín um allan heim, segir í fréttatilkynningu. Sýningunni lýkur 2. október og er opin virka daga frá kl. 12-18, laug- ardaga frá kl. 11-18 og sunnudaga kl. 12-18. TRÉSKtíLPTÚR Vögnu Sól- veigar Vagnsdóttur. Djass í Hafnarborg' DJASS fyrir alla er yfirskrift tón- leikaraðar sem Gildisskátar í Hafn- arfirði hafa staðið fyrir sl. þrjú ár í Hafnarborg í Hafnarfirði. Nú á fimmtudag kl. 21 hefst vetrarstarfið með Óskari Guðjónssyni saxófón- leikara, Hilmari Jenssyni og Eðvarði Lárussyni gítarleikurum, Þórði Högnasyni á kontrabassa, Matthíasi M.D. Hemstock á tromm- ur og Pétri Grétarssyni á slagverk. Flutt verður dagskrá með sönglög- um Jóns Múla Árnasonar. Aðrir tónleikamir verða í októ- ber, þá skemmtir Árni Scheving og kvintett hans. Fjórar klassískar, verða með tónleika í nóvember. MY]\PLIST Mokka LJÓSMYNDIR ORRIJÓNSSON Opið alla daga á tíma kaffistofunnar. Til 10. október. Aðgangur ókeypis. KORNUNGUR Ijósmyndari, Orri Jónsson, nýútskrifaður úr Sjónlistaskóla New York borgar, School of Visual Arts, hefur hengt upp nokkrar mynd- ir sínar á veggi Mokka. Mun þetta fyrsta sjálfstæða framkvæmd hans á sýningavettvangi, hefur þó tekið þátt í einni sýningu innan veggja skólans. Af formála vinar á kynningarblöð- ungi að ráða, mun nokkuð tilstand hafa verið í sam- bandi við sýningar- áform listspírunn- ar, sem þótti ein- hverra hluta vegna afleitur kostur að troða upp í hefð- bundnum sýningar- sal. Kaffihús kæmi öllu frekar til greina. Frekar öf- ugsnúinn metnaður með hliðsjón af náminu í virðulega skólanum, enn fremur að Mokka kaffi skyldi verða fyrir valinu vegna meintra notaleg- heita sinna. Viðkomandi sést yfir að um einn elsta og hefðbundnasta sýningarsal borgarinnar er að ræða, sem um þessar mundir lýtur stjórn hámenntaðs listsögufræð- ings og sýningarstjóra! Hefðin fólst lengstum helst í fijálslegu vali sýnenda, þar sem bendiprik komust hvergi nærri, og svo á stað- urinn fertugsafmæli um þessar mundir... Þannig var engan veginn full- komlega í fókus að velja Mokka, og úr fókus eru einnig sumar mynd- irnar á sýningunni, ekki þó á hnit- miðaðan og hrifmikinn hátt heldur frekar vandræðalegan á köflum. Það er nefnilega mikið mál að vinna ljósmyndir úr fókus og ef menn hafa ekki tæknina og tilfinninguna með sér getur útkoman orðið giska svífandi. Skrifin eru þannig í hæsta máta vanhugsuð og unggæðingsleg, fátt sniðugt við þennan strákslega og alvörulausa dibbe, dibbe dooo skólablaðastíl. Hefði sannast sagna hæft öllum kaffístofum borgarinnar betur en Mokka. Það er einnig og kannski eðlilega PORTRETT (4). nokkur byrjunar- og skólabragur yfir sýningunni, þrátt fyrir hina nafnkenndu stofnun sem menntun- in er sótt til. Og helst eru það myndimar úr fókus sem lítið hreyfa við skoðandanum, fara trúlega framhjá flestum gestum kaffistof- unnar. Mikið til um smámyndir að ræða, þar sem daufleikinn ræður ríkjum, en sem betur fer sér í fjór- ar stærri á vesturvegg og eru þrjár þeirra í frekar hefðbundnu sniði. Vel og klárlega teknar, af tilfinn- ingu fyrir miðlinum og þrátt fyrir að eins sé úr fókus er til muna bet- ur staðið að verki. Bragi Ásgeirsson INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT J2 GFP 4435 o z ; / / / / ' í i i j / /;7 / / / , §§§i ! > !, . .. .. Tegund Lítrar (br.) Stærð Verð Stgr. GFP4141 146 lítrar 85x60x60 31.263,- 29.700,- GFP 4220 220 lítrar 88x89x65 37.579,- 35.700,- GFP 4290 294 lítrar 88x109x65 41.789,- 39.700,- GFP 4370 370 lítrar 88x132x65 47.053,- 44.700,- GFP 4435 443 lítrar 88x164x65 52.316,- 49.700,- | Eigum einnig ymsai* I siænöip frystiskápa Frystikistur Titboðsverð sem eru kontin til að vera. i—i_ BRÆÐURNIR m ORMSSON Lóqmúla 8 • Sími 533 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.