Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 1

Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913 233. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú látin , Avann sér velvild og virðingu þjóðarinnar“ GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld 64 ára að aldri. Hún hafði barist við illvígan sjúkdóm í rúmlega eitt ár. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, var við sjúkrabeð konu sinnar ásamt dætrum þeirra þegar hún lést. Davíð Oddsson forsætisráð- herra tilkynnti þjóðinni um lát for- setafrúarinnar í sjónvarpsútsend- ingu kl. 10 í gærmorgun. „Pau tvö ár sem Guðrún Katrín Þorbergsdóttir stóð við hlið manns síns voru viðburðarík. Hún ávann sér velvild og virðingu þjóðarinnar, ekki síst vegna fágaðrar framkomu og einlægs áhuga á velferð lands og þjóðar. Þjóðin mun þvi syrgja mjög hina látnu forsetafrú,“ sagði for- sætisráðherra i ávarpi sínu. Vakti aðdáun hárra sem lágra Alþingismenn minntust Guðrún- ar Katrínar á Alþingi í gær. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð og sagði að andlát hennar væri harmsefni fyr- ir íslenska þjóð. „Fyrir rúmum tveimur árum tók Guðrún Katrín við ábyrgðar- miklu og vandasömu starfi hús- móður á forsetasetrinu á Bessa- stöðum og bjó þá að þroska og lífs- reynslu til að rækja það. Því hlut- verki, sem henni var fengið við hlið forseta íslands, gegndi hún með sannri prýði og vakti aðdáun hárra sem lágra,“ sagði Ólafur í minningarorðum. Guðrúnar Katrínar var minnst við upphaf kirkjuþings í gær. Síð- degis var bænastund í Háteigs- kirkju þar sem forsetafrúarinnar var minnst og beðið var fyrir fjöl- skyldu hennar. Messa var enn- fremur sungin í Kristskirkju í Landakoti þar sem Guðrúnar Katrínar var minnst. fslenski fáninn blakti við hálfa stöng um allt land í gær vegna andláts forsetafrúarinnar. For- sætisráðherra óskaði eftir að fáni yrði dreginn í hálfa stöng við op- inberar stofnanir og mæltist til þess að almenningur gerði slíkt hið sama. Forseta íslands og fjölskyldu hans bárust fjölmargar kveðjur í gær þar sem forsetafrúarinnar var minnst. Guðrún Katrín fæddist í Reykja- vík 14. ágúst 1934. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Símonardóttir Beeh húsmóðir og Þorbergur Frið- riksson skipstjóri. Guðrún Katrín lauk prófí frá MR 1955 og starfaði síðan sem fulltrúi á Náttúrufræði- stofnun íslands til ársins 1963. Hún nam síðar fomleifafræði við Gauta- borgarháskóla og þjóðfélagsfræði við Háskóla íslands. Frá 1979-1996 að þremur árum undanskildum var Guðrún Katrín framkvæmdastjóri Póstmannafélags Islands. Hún var bæjarfulltrúi á Seltjarnamesi frá 1978-1994. Guðmn Katrín giftist Ólafi Ragnari Grímssyni árið 1974 og eignuðust þær tvær dætur, Guð- rúnu Tinnu og Svanhildi Döllu. Guðrún Katrín eignaðist tvær dætur í fyrra hjónabandi sínu, Erlu og Þóru. ■ Guðrún Katrín/6 og 7 Morgunblaðið/RAX Fánar í hálfa stöng FÁNAR blöktu við hálfa stöng víða um land í gær vegna andláts Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Á heimili henn- ar á Bessastöðum var fáni dreginn í hálfa stöng Samkomulag afstýrir loftárásum NATO Fylgzt með efndum Serba á landi og úr lofti Belgrad, Washington. Reuters. LOFTÁRÁSUM Atlantshafsbandalagsins á hemaðarlega mikilvæg skotmörk í Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, var afstýrt í gær - að minnsta kosti um sinn - með því að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, komst að samkomulagi við Richard Holbrooke, erindreka Bandaríkjastjórnar, um að stjórnvöld í Belgrad myndu hlíta kröfum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að bundinn skuli endi á valdbeitingu Serba í Kosovo-héraði. Meðal þess sem kveðið er á um í samkomulaginu er að Öryggis: og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, muni senda 2.000 manna lið til að hafa eftirlit með því að Serbar upp- fylli skuldbindingar sínar, og að Belgrad-stjómin heimili flugvélum NATO að stunda eftirlitsflug yfir Kosovo. Auk þess er kveðið á um skuldbindingu Júgóslavíustjórnar til að leita varanlegrar samningslausn- ar á pólitískri framtíð héraðsins. Kosningar innan níu niánaða? Júgóslavneska Tanjug-fréttastof- an greindi frá því í gærkvöldi, að Milan Milutinovic, forseti Serbíu, hefði tilkynnt að innan níu mánaða yrði efnt til kosninga í Kosovo, þar sem kosið yrði til þings og sveitar- stjórna. Einnig stæði til að verða við öðrum kröfum SÞ; héraðið fengi aft- ur fyrri sjálfstjórnarréttindi, komið yrði á fót lögregluliði í Kosovo óháðu yfirvöldum í Belgrad og skæruliðar aðskilnaðarsinna yrðu ekki sóttir til saka. ■ Langt í frá ljóst/19 Fj ármálamarkaðir Uppsveifi- an stöðvuð New York. Reuters. HLUTABRÉF hættu að hækka í verði í kauphöllinni á Wall Street í gær, eftir að hafa tekið töluvert stökk upp á við á föstudag og mánudag. Gengi dollarans gagnvart japanska jeninu hélt áfram að hækka vegna efasemda um að áætlun japanskra stjómvalda um stór- tækar aðgerðir til hjálpar bankakerfi landsins skiluðu til- ætluðum árangri. Dollarinn lækkaði aftur á móti gagnvart þýzka markinu, sem var rakið til áframhaldandi áhyggna af samdrætti í efnahagskeifi heimsins. ■ Milljörðum dælt/21 Prodi falin sljdrnar- myndun Rdm. Reuters. OSCAR Luigi Scalfaro, forseti ítal- íu, fól í gær Romano Prodi að leita nýs meirihlutastuðnings á þingi til myndunar 56. ríkisstjórnar landsins frá stríðslokum. Scalfaro kallaði Prodi, sem gegnt hefur forsætisráðherraembættinu til bráðabirgða frá því stjórn hans féll naumlega sl fóstudag, á sinn fund eftir að hafa síðustu tvo daga átt við- ræður við helztu stjórnmálaleiðtoga landsins, sem miðuðu að því að finna lausn á stjórnarkreppunni eins fljótt og auðið er. Er talið líklegt að miðju-vinstri- flokkarnir, sem stóðu að hinni follnu stjórn Prodis, leiti nú eftir stuðningi miðjuflokksins UDR, sem er í stjórnarandstöðu, til að ekki þurfi að leita samstarfs á nýjan leik við kommúnista sem gengu úr skaftinu fyrir viku vegna deilu um fjárlög næsta árs. ------------- Netanyahu útilokar samkomulag Jerúsalem. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, sagði í gær að úti- lokað væri á þessu stigi að friðar- samningai- við Palestínumenn yrðu undh-ritaðir á fundi leiðtoga þjóð- anna í Bandaríkjunum síðar í vik- unni, í kjölfar þess að ísraelskur maður var skotinn til bana og annar særður lífshættulega í skotárás í Jerúsalem í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.