Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 233. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú látin , Avann sér velvild og virðingu þjóðarinnar“ GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld 64 ára að aldri. Hún hafði barist við illvígan sjúkdóm í rúmlega eitt ár. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, var við sjúkrabeð konu sinnar ásamt dætrum þeirra þegar hún lést. Davíð Oddsson forsætisráð- herra tilkynnti þjóðinni um lát for- setafrúarinnar í sjónvarpsútsend- ingu kl. 10 í gærmorgun. „Pau tvö ár sem Guðrún Katrín Þorbergsdóttir stóð við hlið manns síns voru viðburðarík. Hún ávann sér velvild og virðingu þjóðarinnar, ekki síst vegna fágaðrar framkomu og einlægs áhuga á velferð lands og þjóðar. Þjóðin mun þvi syrgja mjög hina látnu forsetafrú,“ sagði for- sætisráðherra i ávarpi sínu. Vakti aðdáun hárra sem lágra Alþingismenn minntust Guðrún- ar Katrínar á Alþingi í gær. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð og sagði að andlát hennar væri harmsefni fyr- ir íslenska þjóð. „Fyrir rúmum tveimur árum tók Guðrún Katrín við ábyrgðar- miklu og vandasömu starfi hús- móður á forsetasetrinu á Bessa- stöðum og bjó þá að þroska og lífs- reynslu til að rækja það. Því hlut- verki, sem henni var fengið við hlið forseta íslands, gegndi hún með sannri prýði og vakti aðdáun hárra sem lágra,“ sagði Ólafur í minningarorðum. Guðrúnar Katrínar var minnst við upphaf kirkjuþings í gær. Síð- degis var bænastund í Háteigs- kirkju þar sem forsetafrúarinnar var minnst og beðið var fyrir fjöl- skyldu hennar. Messa var enn- fremur sungin í Kristskirkju í Landakoti þar sem Guðrúnar Katrínar var minnst. fslenski fáninn blakti við hálfa stöng um allt land í gær vegna andláts forsetafrúarinnar. For- sætisráðherra óskaði eftir að fáni yrði dreginn í hálfa stöng við op- inberar stofnanir og mæltist til þess að almenningur gerði slíkt hið sama. Forseta íslands og fjölskyldu hans bárust fjölmargar kveðjur í gær þar sem forsetafrúarinnar var minnst. Guðrún Katrín fæddist í Reykja- vík 14. ágúst 1934. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Símonardóttir Beeh húsmóðir og Þorbergur Frið- riksson skipstjóri. Guðrún Katrín lauk prófí frá MR 1955 og starfaði síðan sem fulltrúi á Náttúrufræði- stofnun íslands til ársins 1963. Hún nam síðar fomleifafræði við Gauta- borgarháskóla og þjóðfélagsfræði við Háskóla íslands. Frá 1979-1996 að þremur árum undanskildum var Guðrún Katrín framkvæmdastjóri Póstmannafélags Islands. Hún var bæjarfulltrúi á Seltjarnamesi frá 1978-1994. Guðmn Katrín giftist Ólafi Ragnari Grímssyni árið 1974 og eignuðust þær tvær dætur, Guð- rúnu Tinnu og Svanhildi Döllu. Guðrún Katrín eignaðist tvær dætur í fyrra hjónabandi sínu, Erlu og Þóru. ■ Guðrún Katrín/6 og 7 Morgunblaðið/RAX Fánar í hálfa stöng FÁNAR blöktu við hálfa stöng víða um land í gær vegna andláts Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Á heimili henn- ar á Bessastöðum var fáni dreginn í hálfa stöng Samkomulag afstýrir loftárásum NATO Fylgzt með efndum Serba á landi og úr lofti Belgrad, Washington. Reuters. LOFTÁRÁSUM Atlantshafsbandalagsins á hemaðarlega mikilvæg skotmörk í Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, var afstýrt í gær - að minnsta kosti um sinn - með því að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, komst að samkomulagi við Richard Holbrooke, erindreka Bandaríkjastjórnar, um að stjórnvöld í Belgrad myndu hlíta kröfum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að bundinn skuli endi á valdbeitingu Serba í Kosovo-héraði. Meðal þess sem kveðið er á um í samkomulaginu er að Öryggis: og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, muni senda 2.000 manna lið til að hafa eftirlit með því að Serbar upp- fylli skuldbindingar sínar, og að Belgrad-stjómin heimili flugvélum NATO að stunda eftirlitsflug yfir Kosovo. Auk þess er kveðið á um skuldbindingu Júgóslavíustjórnar til að leita varanlegrar samningslausn- ar á pólitískri framtíð héraðsins. Kosningar innan níu niánaða? Júgóslavneska Tanjug-fréttastof- an greindi frá því í gærkvöldi, að Milan Milutinovic, forseti Serbíu, hefði tilkynnt að innan níu mánaða yrði efnt til kosninga í Kosovo, þar sem kosið yrði til þings og sveitar- stjórna. Einnig stæði til að verða við öðrum kröfum SÞ; héraðið fengi aft- ur fyrri sjálfstjórnarréttindi, komið yrði á fót lögregluliði í Kosovo óháðu yfirvöldum í Belgrad og skæruliðar aðskilnaðarsinna yrðu ekki sóttir til saka. ■ Langt í frá ljóst/19 Fj ármálamarkaðir Uppsveifi- an stöðvuð New York. Reuters. HLUTABRÉF hættu að hækka í verði í kauphöllinni á Wall Street í gær, eftir að hafa tekið töluvert stökk upp á við á föstudag og mánudag. Gengi dollarans gagnvart japanska jeninu hélt áfram að hækka vegna efasemda um að áætlun japanskra stjómvalda um stór- tækar aðgerðir til hjálpar bankakerfi landsins skiluðu til- ætluðum árangri. Dollarinn lækkaði aftur á móti gagnvart þýzka markinu, sem var rakið til áframhaldandi áhyggna af samdrætti í efnahagskeifi heimsins. ■ Milljörðum dælt/21 Prodi falin sljdrnar- myndun Rdm. Reuters. OSCAR Luigi Scalfaro, forseti ítal- íu, fól í gær Romano Prodi að leita nýs meirihlutastuðnings á þingi til myndunar 56. ríkisstjórnar landsins frá stríðslokum. Scalfaro kallaði Prodi, sem gegnt hefur forsætisráðherraembættinu til bráðabirgða frá því stjórn hans féll naumlega sl fóstudag, á sinn fund eftir að hafa síðustu tvo daga átt við- ræður við helztu stjórnmálaleiðtoga landsins, sem miðuðu að því að finna lausn á stjórnarkreppunni eins fljótt og auðið er. Er talið líklegt að miðju-vinstri- flokkarnir, sem stóðu að hinni follnu stjórn Prodis, leiti nú eftir stuðningi miðjuflokksins UDR, sem er í stjórnarandstöðu, til að ekki þurfi að leita samstarfs á nýjan leik við kommúnista sem gengu úr skaftinu fyrir viku vegna deilu um fjárlög næsta árs. ------------- Netanyahu útilokar samkomulag Jerúsalem. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, sagði í gær að úti- lokað væri á þessu stigi að friðar- samningai- við Palestínumenn yrðu undh-ritaðir á fundi leiðtoga þjóð- anna í Bandaríkjunum síðar í vik- unni, í kjölfar þess að ísraelskur maður var skotinn til bana og annar særður lífshættulega í skotárás í Jerúsalem í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.