Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 3 r Viltu hagnast? íslandsbanki gerir þér tilboð! Sala á hlutabréfum í Búnaöarbanka íslands hf. á almennum markaði er nú að hefjast. íslandsbanki, sem áður hefur lýst yfir áhuga á kaupum á hlutabréfum í Búnaðarbankanum, lýsir nú yfir vilja til að kaupa hlutabréf eða kauprétt hlutabréfa í útboði Búnaðarbanka íslands. Þú þarft ekkert að leggja út! Þú sækir um 500.000 kr. hlut að nafnvirði á genginu 2,15. Ef þú selur Islandsbanka hlut þinn ábyrgist bankinn að greiða þér hærra gengi fyrir þau bréf sem koma í þinn hlut á meðan á útboðinu stendur. íslandsbanki gengur frá greiðslu á hlut þínum til Búnaðarbanka og leggur hagnaðinn inn á reikninginn þinn. íslandsbanki tekur enga söluþóknun fyrir viðskiptin og áhættan er því engin! Alls er nú boðinn út 350 m.kr. hlutur aö nafnvirði í Búnaðarbankanum og getur hlutur hvers og eins aldrei oróið hærri en 500.000 kr. að nafnvirði. Ef heildarumsóknir fara umfram 350 m.kr. skerðist sú fjárhæð sem kemur í hlut hvers og eins í samræmi við það sem fram kemur í útboðs- og skráningarlýsingu Búnaðarbankans. Þú getur selt Islandsbanka kauprétt þinn hvenær sem er á útboðstímanum, sem er frá 8. til 11. desember. Tilboðsgengi bankans getur tekið breytingum frá einum tíma til annars og verða upplýsingar um gildandi kaupgengi hverju sinni á vef (slandsbanka, www.isbank.is, og í síma 878 1212. Auk þess fást upplýsingar um gildandi kaupgengi í öllum útibúum íslandsbanka. Þú þarft bara að fylla út umsóknina á bakhlið þessarar auglýsingar og skila henni í næsta útibú íslandsbanka fyrir kl. 14, föstudaginn 11. desember. Móttaka umsókna hefst kl. 09:15 á mánudag. Notendur Heimabanka íslandsbanka geta nú þegar gengið frá umsókninni með lítilli fyrirhöfn í Heimabankanum á Internetinu. Tryggðu þér þinn hlut og gakktu frá umsókninni strax - það er ekki eftir neinu að bíða! Fylltu út umsóknina á bakhlið þessarar auglýsingar og skilaðu henni í næsta útibú íslandsbanka þar sem hún verður skráð á gengi þess tíma. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.