Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 7 Morgunblaðið/Kristinn viss ánægja að því að dæmið gekk allstaðar upp.“ Hann veltir þessu betur fyrir sér og segir svo: „Aðalhættan er að maður þreytist undan svona álagi og skili ekki eins góðri vinnu og ella. Á hinn bóginn er það ótvíræður kostur að þegar mikið er að gera er maður í góðri þjálfun og er fljótari að tileinka sér hlutina." Eg sting upp á því að kannski hafi verið meiri hætta á því að áhorfendur rugluðust í ríminu fram- an við sjónvarpið nú í nóvember þegar andlit Pálma Gestssonar birt- ist ekki bara kvöld eftir kvöld held- ur líka tvisvar á sunnudagskvöldum í tveimur hlutverkum. „Það er alveg rétt og í minni sveit hét þetta að fyi’r mætti nú ofbjóða fólki . . . en þetta er atriði sem ég hef engin áhrif á því ég hef ekkert um það að segja hvernig efninu er raðað niður í dagskránni.“ Eg spyr hvort hann verði stund- um ringlaður af öllum hlutverkun- um eða raðast hlutverkin svona skipulega upp í kollinum á honum og er hver persóna svo kölluð fram efth' þörfum? „Það kemst eflaust miklu meira fyrir á „harða diskinum" í hausnum á manni en er í notkun daglega og ég er sem betur fer blessunarlega laus við að taka persónurnar með mér heim eða á milli húsa þegar ég er að æfa, enda yrði ég hreinlega brjálaður ef ég gerði það. Það væri nú ekki beint glæsilegt ef maður tæki hlutverkin svo inná sig, að heima fyrir í daglega lífínu væri maður ýmist Kasper í Kar- demommubænum, Einar Ben., Jón Sig., plötusnúður í Grease eða eitt- hvert af öllum þeim illmennum sem ég hef leikið um dagana. Sem betur fer lekur harði diskurinn dálítið líka, þrátt fyrir plássið. Rullan hverfur um leið og síðustu sýningu lýkur og ég gæti ekki unnið mér til lífs eftir nokkrar vikur að leika hlut- verkið aftur. Hinsvegai' ef maður veit að vori að ákveðið er að taka sýningar upp aftur að hausti þá geymist hlutverkið og er á sínum stað þegar sýningar hefjast." Leikið alla flóruna Engum blandast hugur um að Pálmi er orðinn þjóðþekktur af störfum sínum í leikhúsi og sjón- varpi. „Aðallega sjónvarpinu," segir hann. „Þetta hefur breyst mjög mikið á síðustu 10-15 árum. Það er orðið mun flóknara mál að ná at- hygli fólks en áður var. Þó maður hafí birst í vinsælasta sjónvarps- þætti landsins undanfarin tíu ár þá er ég ekki viss um nema menn hafí náð meiri og betri athygli þegar að- eins var ein sjónvarpsstöð og ein út- varpsrás. Áreitið í dag er svo mikið að athygli fólks er dreifðari." Þó Pálmi sé kannski best þekktur sem grínleikari úr sjónvarpinu þá hafa leikhúsgestir á undanfömum árum séð hann leika hvert stórhlut- verkið á fætur öðru í Þjóðleikhús- inu, mörg gamanhlutverk en einnig hlutverk af dramatískum toga. „Eg hef verið svo heppinn að fá að leika alla flóruna. Eg hef hvorki orðið fastur í gamanhlutverkum né orðið fyrir því að vera ekki tekinn aivar- lega í dramatísku hlutverkunum. Eg held að ég hafí alveg nógu þunga lund og geð til að fólk átti sig á því hvenær ég er að grínast og hvenær ekki. Það er reyndar al- gengur misskilningur að halda að menn með skopskyn séu ábyrgðar- lausari en aðrir og að því alvarlegri sem menn eru því ábyrgðarfyllri séu þeir. Þetta er mesta vitleysa. Því alvarlegri sem menn em því leiðinlegri eru þeir. Gott skopskyn er gulli betra og gerir fólk að dýpri manneskjum." Alltaf í stjórnarandstöðu Hugsanlega er Spaugstofan eitt af fáum fyrirbærum í fjölmiðlaflór- unni sem enn sameinar meirihluta þjóðarinnar á laugardagskvöldum. f janúar verða tíu ár liðin frá því fyrsti þátturinn fór í loftið og síðan hafa margar ódauðlegar persónur birst á skjánum, margir hlátrar glumið milli fjalls og fjöru. Þær raddir hafa þó heyrst á þessu hausti að þreytumerki séu sjáanleg á Spaugstofunni. Hverju svarar Pálmi því? „Við höfum alltaf verið gagnrýnd- ir. Ég hef ekki orðið var við meiri gagnrýni í haust en endranær. Nema kannski ef vera skyldi í dag- blaðinu Degi, þar sem ritstjómar- stefnan virðist snúast um það eitt að berja á Spaugstofunni. En það les þetta nú enginn hvort sem er. Það stendur líka uppúr að Spaugstofan hefur alltaf í þessi tíu ár undantekn- ingarlaust mælst vinsælasti sjón- varpsþátturinn og það sem okkur þykir vænst um er að samsetning áhorfenda er mjög breið, Spaugstof- an vh'ðist höfða jafnt til áhorfenda frá 5 ára og upp í fólk á tíræðisaldri. Við erum búnir að segja hver við annan á hverju vori í mörg ár að nú séum við hættir. Við höfum passað okkur á því að gefa ekki kost á því að ræða framhald að hausti meðan við erum enn fullsaddir. Sjálfum hefur mér fundist að Spaugstofan væri afskaplega þarft fyrirbæri. Við höfum leyft okkur að líta á Spaug- stofuna sem nokkurs konar stjóm- arandstöðu á hverjum tíma. Spaug- stofan er á sinn hátt pólitískt fyrir- bæri og getur veitt ákveðið aðhald. Oft skiljast hlutimir betur þegar þeir eru settir í spaugilegt sam- hengi. Ég er ekki í vafa um að Spaugstofan hefur haft talsverð áhrif og í vissum skilningi haft nokk- ur völd og við gerum okkur mjög vel grehrfyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Áhrifín sáust mjög vel þegar allt varð vitlaust útaf þættinum um páskana 1997. Þá fór nú bara allt þjóðfélagið á annan endann útaf því sem ég vil leyfa mér að kalla góðlát- legt grín. Þá komumst við að því okkur til mikillar furðu þegar átti að hefja opinbera rannsókn á því hvort við hefðum framið guðlast að vegir guðs væru þrátt fyrir allt rannsak- anlegir! Þegar Spaugstofan er skoð- uð ofan í kjöhnn þá held ég að fólk geti verið sammála um að Spaug- stofan er grafalvarlegt fyrh'bæri. Það er ekkert fyndið við hana.“ Sumir hafa sagt að ekki sé hægt að vinna þátt eins og Spaugstofuna sómasamlega með einungis eina viku til stefnu. Ætti hún frekar að vera aðra hverja viku eða lengra á milli jafnvel? „Þá held ég að hún myndi alveg missa marks. Við höfum líka verið svo heppnir að búa í þjóðfélagi sem sér okkur fyrir nægu fóðri í vikuleg- an þátt. Forsendur svona þáttar eru að vinna efnið hratt og án mikillar yfírvegunar, koma inn í umræðuna þegar hún stendur sem hæst. Þetta er jú eins konar fréttastofa.“ Eftirhermur ekki áhugamál Eftirhermulistina ber aftur á góma og nú hvort Pálmi geti hermt eftir hverjum sem er eða hvort ákveðnar persónur liggi betur fyrh' honum en aðrar. „Nei, því fer fjarri að ég geti hermt eftir hverjum sem er. Það er mjög misjafnt hversu auðveldlega mér tekst að herma eftir mönnum. Sumir koma strax^ á meðan aðrir taka lengri tíma. Ég var búinn að herma eftir Steingrími Hermanns- syni í dálítinn tíma áður en ég datt alveg inn í hann. Það gerðist bara allt í einu. Þetta var reyndar mjög skrýtið, því ég fann nánast fyrir honum. Mér leið næstum því einsog ég væri miðill. Fjölmiðill kannski!" Það liggur beint við að spyrja Pálma Gestsson hvort hann hafi verið hermandi eftir fólki allt frá barnsaldri. „Nei, ég gerði ekki mik- ið af því, ekki af fólki sem var í kringum mig. En ég hafði mjög gaman af plötunum sem eftirherm- urnar Karl Einarsson og Jörundur Guðmundsson gáfu út þegar ég var strákur. Ég hermdi eftir þeim. Þetta er ekki áhugamál hjá mér. Ég æfí mig t.d. afskaplega lítið fyrir framan spegilinn heima hjá mér. Ég er latur við þetta og sinni þessu nánast ekki neitt nema þegar ég þarf þess vegna vinnunnar. Ég hef líka oft sparað mér vinnu með því að horfa á aðrar eftirhermur. Þá sé ég og heyi'i eitthvað sem ég get not- að mér og er um leið búinn að stytta vinnutímann minn um nokkur ár. Ég held að ef ég ætlaði að verða virkilega góð eftirherma þá þyrfti ég að taka á þessu af miklu meiri al- vöru; æfa mig mikið og pæla meira í fyrirmyndunum. Sem leikari hef ég mikinn áhuga á fólki og hef gaman af að skoða fólk og mannlífið í kringum mig. Það kom fyrir þegar ég var í leiklistarskólanum og tók strætó heim á kvöldin að ég hrein- lega gleymdi mér á Hlemmi við að skoða fólkið sem þar átti leið um.“ Verslun, veiðar og sumarbústaður Við endum þetta spjall á því að upplýsa hvað Pálmi Gestsson sé að fást við utan hins óreglulega vinnu- tíma. „Mér þykir orðið best að gera eitthvað allt annað. Ég hef í haust verið nokkuð upptekinn af verslun- inni sem við erum nýbúin að stofna. Svo fékk ég mér sumarbústaðarlóð ekki langt frá bænum og hygg á nokkrar framkvæmdir þar. Svo fer ég gjarnan á veiðar eftir fugli og fiski, með vini mínum og Vestfirð- ingi Róbert Schmidt. Saman eigum við bátskel sem við förum á útá fló- ann þegar tækifæri gefst. Gunnar Eyjólfsson vinur minn sagði við okkur strákana þegar við vorum að stíga fyrstu sporin í leikhúsinu: „Strákar mínir, þið verðið að gera eitthvað annað líka, annars verðið þið brjálaðir." Þetta hefur mér orð- ið æ ljósara eftir því sem tíminn líð- ur. Leikara er líka lífsnauðsyn að vera í snertingu við lífið utan við leikhúsið, vinnan í leikhúsinu bygg- ist á því að við þekkjum sem flestar hliðar á samfélaginu. Það versta sem komið getur fyrir leikara er að verða fagidjót og missa tengslin við líf hins almenna borgara. Það jafn- gildir því að loka fyrir hina skap- andi uppsprettu." FROÐI Leit eftir Stephen King í ís- lenskri þýðingu Bjöms Jónsson- ar. I bókinni eru sögur úr rit- safni Kings, Different Seasons. Onnur sagan, Fjórir á ferð, fjallar um fjóra unglingspilta sem komast að leyndar- máli og taka sér ferð á hendur til þess að leita lausnar á vandanum. Hin sagan, Öndunaraðferð in, segir frá mönnum sem hittast í klúbbhúsi. Einu sinni á ári þarf einhver þeirra að segja hinum frá lífsreynslu sinni. Og sagan sem læknirinn í hópnum hefur að segja er vægast sagt óvenjuleg og spenn- andi. Leit eftir Stephen King var söluhæsta bókin í flokknum íslensk og þýdd skáldverk samkvæmt bók- sölulista Morgunblaðsins vikuna 23. - 29. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.