Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SÖFNUNARÁSTRÍÐA Áma Magnússonai’ bjargaði ómet- anlegum menningarverð- mætum íslensku þjóðarinn- ar. Hann leitaði dyrum og dyngjum að gömlum skinnhandritum á Islandi þó að Már Jónsson telji varla að hann hafi leitað í rúmbotnum kerl- inga af þeim ákafa sem Halldór Lax- ness lýsir í íslandsklukkunni. Már hefur unnið að ævisögu Árna Magn- ússonar síðastliðin fimm ár og nú er afraksturinn að koma í Ijós með út- gáfu bókarinnar Árni Magnússon. Ævisaga. Bældar ástríður Már segir tilviijun hafa ráðið því að hann tókst á hendur að skrifa ævisögu Árna. „Um það leyti sem ég varði dokt- orsritgerðina mína var ég að velta fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur næst. Dag einn varð mér starsýnt á hundrað ki-óna seðli sem ég var með í höndunum og þar blasti við mér myndin af Ái-na Magn- ússyni. Það var eins og við manninn mælt, hann átti að verða mitt næsta viðfangsefni og ég hef ekki séð eftir því.“ Þú ert ekkert orðinn leiður á Árna eftir þessi ár? *■ „Alls ekki. Ennþá er margt eftir ógert og ég sé fram á að fást við Arna næstu fimm ár og kannski fimmtán. Núna fer ég að huga að út- gáfu bréfa og annars sem liggur eftir Áma og ekki hefur verið gefið út eða gefa þarf út að nýju.“ Hvernig maður var Árni Magnús- son? „Jón Ólafsson úr Grunnavík lýsir Árna á þá leið að hann hafi haft mikl- ar ástríður en bælt þær niður og ég trúi að mikið sé til í því. Hann lýsir Árna sem vel meðalmanni á hæð og hann hafi verið vel á sig kominn. Ég hugsa að hann hafi verið kurteis, ná- kvæmur og vandað sig við fólk. Hann var ekki hrokafullur gagnvart -jr almenningi þó honum hafi sjálfsagt ekki fundist almúginn jafnmerkileg- ur og hann sjálfur sem var af yfir- stétt. Árni var mjög hatrammur and- stæðingur og fastur fyrir. Þegar á hann var ráðist svaraði hann af fullri hörku og gekk mjög langt eins og sýndi sig í Bræðratungumálinu gegn Magnúsi Sigurðssyni." Umboðsmaður konungs Ámi Magnússon settist að í Kaup- mannahöfn þar sem hann vann að fræðistörfum og safnaði handritum. Árið 1702 var Arni skipaður sérstak- • ur erindreki konungs til að gera út- tekt á ástandinu á Islandi ásamt Páli Vídalín. Þeir félagar Árni og Páll áttu annars vegar að gera úttekt á efnahagsástandi landsins, meðal annars með jarðabók, manntali og kvikfjártali, og hins vegar að gera rækilega tillögur að úrbótum. Erind- rekstur Árna og Páls stóð allt til MEÐ HANDRIT Á HEILANUM Árni Magnússon er jöf- ^ ur íslenskrar menning- ar. Hann safnaði skinn- handritum af ástríðu og bjargaði þannig ómet- anlegum verðmætum íslensku þjóðarinnar frá glötun. Ævisaga Arna Magnússonar eft- ir Má Jónsson, sagn- fræðing, er að koma út. Salvör Nordal hitti Má og forvitnaðist um Arna en ævisagan er að einhverju leyti uppgjör við sögupersónuna Arnas Arnæus í Is- landsklukkunni. MÁR Jónsson, sagnfræðingur og höfundur nýrrar ævisögu um Árna Magnússon. Astríður Arna Magnússonar 1710 og lenti Árni á þeim árum í ill- vígum deilum andstæðra fylkinga á íslandi. ,Ámi sagði eftir dvölina á íslandi að hann hefði verið neyddur til þessa verks. Það eru ekki til heimildir fyrir því hvers vegna hann varð fyrir val- inu en hann var vel kynntur meðal embættismanna í Kaupmannahöfn á þessum tíma. Árna leið ekki vel á ís- landi. Hann hafði búið í Kaupmanna- höfn frá því hann fór til náms haustið 1683 og var vanur að vera í borg með götum, vögnum, fólki, háskóla og, um fram allt, bókum. Á íslandi var hann því í hálfgerðri útlegð. Árni Magnússon og Páll Vídalín voru erindrekar konungs. Páll Vídal- in var mikill stjórnmálamaður, bar- áttuglaður, stríðinn og gerði í því að deila við menn. Mér finnst stundum að Árni hafi allt að því verið leiksoppur Páls og hans manna. Hann dróst inni í hatrammar deilur yfirstéttarinnar á íslandi og stóð alltaf með Páli vini sínum. Það er eru engar heimildir fyrir því að nokkru sinni hafi borið skugga á vináttu þeirra. Árna ofbauð ástandið á Islandi, sérstaklega framferði embættis- manna og landeigenda gagnvart al- múganum. Árni og Páll lögðu fram tillögur um úrbætur haustið 1704 sem voru til þess fallnar að styrkja rétt og stöðu almennings. En síðar festust þeir í þrætum og lítið varð úr frekari tillögum af þeirra hálfu. And- stæðingum þeirra tókst að stoppa þá af og allt fór í bál og brand milli þessara fylkinga. Það er í raun mjög sorglegt hvað lítið kom út úr starfi Áma og Páls þessi ár nema langar skýrslur sem voru engum til gagns nema sagnfræðingum nútímans." Skilnaðarflækjur Fyrir utan deilur við íslenska yfh-- stétt tók hið svo kallaða Bræðra- tungumál mikinn tíma frá Árna Magnússyni, en Magnús í Bræðra- tungu ásakaði Árna um að halda við konu sína Þórdísi. „Tæpu ári eftir að Árni kom til ís- lands flæktist hann inní skilnaðar- mál Magnúsar og Þórdísar í Bræðratungu. Þórdís hafði oft flúið ofbeldi og drykkjuskap manns síns Magnúsar og leitaði jafnan til systur sinnar í Skálholti sem var gift Jóni Vídalín biskupi. Stuttu eftir komuna til íslands fór Árni að heimsækja Magnús enda var hann fróður maður og átti talsvert af handritum. Eftir að Þórdís hafði flúið mann sinn í Skálholt óskaði Magnús eftir stuðn- ingi Árna í málinu. Árni vildi hins vegar ekki blanda sér í málið. Stuttu síðai' vændi Magnús Árna um að hafa flekað konu sína Jaegar hann gisti í Bræðratungu. Ái'na ofbauð þessar ásakanir fullkomlega og fór í meiðyrðamál við Magnús. Ámi vann málið og voru dæmdar skaðabætur. Árni sótti skaðabæturnar af fullri hörku og það má segja að hann hafi misst stjórn á sér við innheimtuna. Málinu lauk svo ekki fyrr en eftir dauða Magnúsar. Bræðratungumálið sýnir okkur vel hve spéhræddur Árni var og hvað hann brást hart við þegar á hann var ráðist.“ Engin rómantík I Islandsklukkunni gerir Halldór Laxness sér mikinn mat úr hinu meinta ástarsambandi Þórdísar og Ái'na en þú fullyrðir í bókinni að ekkert sé hæft í þessum söguburði Magnúsar. „Islandsklukkan er skáldverk og í henni verður auðvitað að vera ein- hver rómantík, en ég get ekki séð að það sé nokkuð hæft í því að eitthvað hafi verið á milli Þórdísar og Árna. Sem dæmi má nefna að dómendur í málinUj sem margir vora andstæð- ingar Árna, virðast hafa verið sann- færðir um að ekkert væri til í áburði Magnúsar. Margh' þekktu til ofstopa Magnúsar og drykkjuskapar og hann hafði margsinnis beitt Þórdísi ofbeldi og borið á hana alls kyns dylgjur. Það virðist enginn hafa tek- ið mark á honum. íslandsklukkan á hins vegar sterk ítök í fólki og ég veit ekki hvort mér tekst að kveða þessar sögusagnir niður með þessari bók.“ Þú segir rómantíkina nauðsyn- lega í skáldskapnum, en það er ekki mikill rómantík í sögu Árna. Hann kvæntist 45 ára Mette Jensdatter Fischer sem var þá 64 ára. „Það var mjög kært milli Mette og Árna og það kemur víða fram í bréf- um þeirra.“ En vora engar aðrar konur í lífi hans? „Það eru til bréfasamskipti milli hans og sextugrar ekkju flota- foringja," segir Már og kímir. „Árni var alltaf mjög gamall í sér,“ útskýrir Már, „hann er ekki nema rétt rúmlega tvítugur þegar hann er kominn með handrit á heilann. Ég ímynda mér að ef hann hefði fæðst 200 áram fyrr hefði hann orðið munkur og unnið að handritastörfum í klaustri." Söfnunarárátta Ástríður Árna beindust þá fyrst og fremst að handritum og fræði- störfum? „Söfnunarárátta Árna er ótrúleg og hann er auðvitað menn- ingarlegt kraftaverk. Ef hann hefði ekki komið fram á þessum tíma hefði þetta allt glatast. Tiltölulega ungur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.