Morgunblaðið - 06.12.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 06.12.1998, Síða 2
I 2 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Enn er Ross- miðpunktur angra hér u A strandlengjunni, sem liggur að Ross- hafí, má víða fínna menjar um þessa fyrstu könnunarleiðangra. Timburskálar þeirra Scotts og Shackletons standa enn á Ross- eyju og í þeim matföng, tímarit og marg- víslegur útbúnaður frá því skömmu eftir aldamót, segir Þorsteinn Þorsteinsson. En búðir Amundsens, sem hann nefndi Fram- heim, eru löngu horfnar. Þær munu hafa siglt í norðurátt á fjalljaka sem brotnaði af Ross-íshellunni og horfíð síðan í saltan sjó. Þorsteinn Þorsteinsson KOMIN voru hráslagaleg haustveður á meginlandi Evrópu er 15 manns lögðu upp í flugferðir um hálfan hnöttinn; frá París, Róm, Frankfurt, Lundúnum og Kaup- mannahöfn. Viðkomu höfðu allir í Singapúr og var hent að því nokkurt gaman, meðan beðið var tengiflugs til Nýja-Sjálands, að flokkur á leið til starfa í hörkufrosti nærri Suðurpólnum skyldi fyrst hittast í mollu- hita við miðbaug. Lent var á flugvellinum í Christchurch á miðnætti hinn 21. nóvember og voru allir fegnir góðri næturhvfld eftir meira en 30 stunda ferðalag. Beðið var flugs til Suðurskautslandsins næstu tvo daga og gafst þátttakend- um því nokkurt færi á að kynnast og samstillast á þann hátt, sem æski- legt er áður en lagt er upp í langan leiðangur. Fólkið er á aldrinum 26-40 ára, þar af fjórir Frakkar, fjórir Italir, þrír Svisslendingar, tveir Danir, einn Breti og einn ís- lendingur fyrir hönd Þjóðverja. Gengið var um götur Christchurch í svölum vorþey og þótti þeim þátt- takendum, sem ekki höfðu áður komið á suðurhvel jarðar, nýlunda mikil að sjá sólina í hánorðri á há- degi. Kl. 10 að morgni þriðjudagsins 24. nóvember gekk hópurinn um borð í Herkúles-flutningavél sem hóf sig á loft skömmu síðar og tók stefnuna í suðurátt. Ekki er þægindunum fyrir að fara í þeim flugvélarbelg, en um slíkt sp>Tja menn nú ekki er þeir fara sjálfviljugir í ferðalög af þcssu tagi. Gægst var út um kýraugu vél- arinnar öðru hvoru og sást ekki ann- að en haf og ský klukkustundum saman. En þegar liðið var á dag var komið inn ylir hið ísi þakta megin- land og blöstu við endalausar tindaraðir meðfram strandlengju þeirri, sem liggur að Ross-hafí. Að sjálfsögðu minnir þetta landsvæði nokkuð á Austur-Grænland, þar sem einnig er hafís fyrii- ströndum og fjalljakar víða á floti, en ekki þarf þó lengi að líta hér yflr til að sjá einnig mikinn mun. Svokallaðar ís- hellur; miklar jökultungur er ganga í sjó fram, eru eitt helsta einkenni Suðurskautslandsins og blasa þær víða við; eru hinar víðáttumestu stærri en Island að flatarmáli. Og þegar út um gluggann sást keilulaga fjall með toppgíg fór fiðringur um mann nokkum frá landi elds og ísa, sem hann aldrei hefur fundið til á Frá Suðurskautslandinu ferðum sínum á Græn- landi. Nóg er að vísu af ísunum á hinu mikla og merkilega grannlandi okkar í vestri, en aldrei hefur greinarhöfundur rekist þar á eldfjöll eins og það, sem nú gat að líta. „Við ítalir vorum bæði heppnir og sein- heppnir er við völdum Antarktíku-rannsókna- stöð okkar þennan stað fyrir 13 árum,“ sagði Valter Maggi frá Mílanó er flugvélin var lent á þykkum hafís úti fyrir stöðinni Baia Terra Nova. „Kapteinn Scott hafði fyrir löngu valið staðnum ítalskt nafn, sem mjög vel er við hæfi, er hann kenndi flóann við skip sitt í leiðangrinum 1911-12. Og fjöll- in hér í nánd og eins firðirnir og fló- arnir eru enn tiltölulega lítt könnuð, svo jarðvísindamenn okkar og líf- fræðingar, haffræðingar og aðrir vísindamenn hafa hér nóg að starfa við söfnun nýrrar þekkingar. Hitt er grátbroslegt, að þjóð sem þarf að vera á stöðugri skjálftavakt vegna hættunnar frá Etnu og Vesúvíusi skyldi láta sér detta það í hug að reisa stöð sína nánast undir virku eldfjalli," bætti hann við og benti á hið tignarlega Melbourne-fjall, sem rís rúmlega 2.700 metra yfir um- hverfið og dregið hafði að sér at- hygli okkar á fluginu. Ferðafélagar mölduðu í móinn og sögðu að nokk- urs virði hlyti það að vera að hafa gott útsýni, en stöðvarbúar láta sér ekki nægja að horfa á fjallið; þeir vakta það með ýmsum hætti og gera ráð fyrir að þar gæti gosið hvenær sem er. Athuganir vísindamanna benda til að eldsuppkoma hafi síðast verið í fjallinu fyrir um 200 árum, en þá vissi enginn maður að það væri til. í strandstöð þessari, sem kennd er við Nýja jörð, er allmikill ys og þys, enda dveljast hér á annað hundrað manns sumarlangt. Aðbún- aður er ágætur; skrifstofur, rann- sóknastofur og matsalur í innréttuð- um gámahýsum, en svefnskálar í timburhúsum skammt frá. Fjöldi farartækja er þarna í notkun; snjó- bflar, sleðar, þyrlur og bátar. Og á hafísnum stendur líka Twin Otter- flugvél tilbúin að selflytja okkur inn á jökul. Við hittum að máli stöðvar- stjórann og skipuleggjum flugferð- irnar, þiggjum ágæta máltíð og göngum svo til náða. Daginn eftir gefst tækifæri til að ganga upp á hóla og hæðir í nánd og virða fyrir sér landslagið, sem óhætt er að segja að sé bert og blásið. Um millj- ónir alda hafa vindar heflað hér foma granítsteina og gert úr þeim hinar furðulegustu kynjamyndir. Gróður er alls enginn á yfirborði, en sé steinum velt við má finna svartar skófir hér og þar. Og fuglalíf er hér talsvert og ber mest á skúmum, sem stundum eru á sveimi yfir höfðum manna og sitja um að veita þessum tvífættu verum vel úti látið höfuð- högg - rétt eins og frændur þeirra í Oræfum. „Passaðu þig á mörgæsunum," var eitt hið síðasta sem sagt var á ís- lensku við greinarhöfund áður en hann lagði af stað í ferðalag þetta.- Einrtegund'þeirra sérstæðu dýi-a mun eiga sér óðul hér I flóanum, þótt ekki sæist til þeirra að þessu sinni. En sögu hefðu mörgæsir að segja ef þær kynnu mannamál og hefðu getað varðveitt frásagnir frá fyrri tíð. Þær gætu þá meðal annars greint frá því er fyrst sást til mannaferða hér í flóanum, í janúar árið 1841. Þar var kominn James Cl- ark Ross og menn hans á skipunum Erebus og Terror í merkasta Suður- skautsleiðangii nítjándu aldar, sem segja má að lagt hafi drög að öllum síðari leiðöngrum hér um slóðir og rutt mönnum braut að sjálfum Suð- urpólnum. Skipunum var siglt suður með ströndinni, bækistöð reist á eyju þeirri er nú er við Ross kennd og svæðið allt í nánd kannað. A sömu eyju hafði Scott aðsetur áður en hann gerði fyrstu tilraun sína til að ná pólnum 1902, Ernst Shac- kleton er hann komst langleiðina ár- ið 1909 og aftur Scott er hann lagði upp í leiðangurinn örlagaríka árið 1911 og náði Suðurpólnum, en átti ekki afturkvæmt. Og Roald Amund- sen hefur einnig notið góðs af land- fræðilegum uppgötvunum Ross-leið- angursins er hann og félagar hans sigldu hinu fræga skipi „Fram“ til Ross-íshellunnar og höfðu þar vet- ursetu. Suðurpólnum náðu þeir íyrstir manna í desember 1911. Enn er Ross-eyjan miðpunktur leiðangi’a hér um slóðir, því þar er strandstöð Bandaríkjamanna kennd við McM- urdo og hafa þar um 1.000 manns aðsetur að sumarlagi. - Það er léngrá síðan en margur hyggur, að reynt var að notast við bifreiðir á Suðurskautslandinu. Shackleton sendi þrjá manna sinna í leiðangrinum 1908-09 af stað í leit að segulskautinu hinu syðra; þá Ed- geworth David, Mawson og MacKay. Þeir fluttu farangur sinn og vistir á bíl yfir hafísinn fyrstu áfangana frá Ross-eyju, en fljótlega var ekki um annað að ræða en ganga meðfram ströndinni og draga farangur á sleðum. Þeir brutust upp Drygalski-jökul, sem afmai-kar norðurjaðar Terra Nova-flóans og lentu þar í miklum mannraunum, en héldu þó ódeigir áfram. Dag einn hékk vísindamaðurinn Mawson öf- ugur í lausu lofti eftir fall í jökul- sprungu; greip hann þá eftir snjó- kristöllum í veggjum sprungunnar, sem honum þóttu einkar áhugaverð- ir og rannsakaði þá nánar er félagar hans höfðu dregið hann upp á yfir- borð. Þessir duglegu þremenningar komust 400 km inn á meginjökulinn og náðu segulskautinu um miðjan janúar 1909. Ekki er fráleitt að segja að þetta ferðalag þeiira hafi haft meiri vísindalega þýðingu en ferðimar á Suðurpólinn, en hins vegar entist uppgötvun þeirra ekki lengi því segulskautin era á sífelldu flakki og er hið syðra nú löngu kom- ið út í sjó. Enn einn leiðangur verður að minnast á hér, sem leið átti um fló- ann snemma á öldinni. I leiðangrin- um 1911-12 sendi Scott sex menn undir stjórn Victors Campbells frá Ross-eyju norður á bóginn og var þeim ætlað að kanna strandlengjuna um sumarið þar til skipið Terra Nova sækti þá um haustið. En skip- ið kom ekki á tilsettum tíma því haf- ís varnaði því leið inn á flóann. Þeir félagar sáu því fram á vetursetu og tóku til bragðs að grafa sér snjóhelli á eyju nokkurri þar sem þeir höfð- ust við um veturinn við ömurlegar aðstæður, þjáðir af hungri, kulda, myrkri og þunglyndi. Nefndu þeir eyjuna Inexpressible Island og má gera ráð fyrir að sú nafngift lýsi hugarástandi þehTa um veturinn. Kjöt af selum og mörgæsum hélt í þeim lífinu og um vorið náðu þeir að- albækistöðinni á Ross-eyju við illan leik. Þar fengu þeir fréttirnar af láti leiðtoga síns og fjögun’a manna annarra, sem honum fylgdu á Suð- urpólinn. A strandlengjunni, sem liggur að Ross-hafi, má víða finna menjar um þessa fyrstu könnunarleiðangra. Timburskálai- þein’a Scotts og Shac- kletons standa enn á Ross-eyju og í þeim matfóng, tímarit og margvís- legur útbúnaður frá því skömmu eft- ir aldamót. En búðif Amundsens, sem hann nefndi Framheim, eru löngu horfnar. Þær munu hafa siglt í norðurátt á fjalljaka sem brotnaði af Ross-íshellunni og horfið síðan í saltan sjó. Nú á dögum fljúga menn á örfá- um klukkustundum yfir torleiði það, sem þessir afreksmenn fyrri tíma brutust um mánuðum saman, oftast fótgangandi. Enginn hetjuskapur er það að sitja í flugvél á leið til búð- anna á Dome Concordia og ganga þar beint inn í upphituð tjöld og gámahýsi strax eftir lendingu. En samt vonast hópurinn til að geta lagt dálítinn skerf til aukinnar þekk- ingar á hinum mikla jökli og sögu hans með kjamaboruninni, sem þarna er hafin. 1 þeim tilgangi er farið þangað til sumarsetu í fimb- ulkulda og verður reynt að segja nánar frá þeirri dvöl á næstu vikum. Höfundur er jöklafræðingur, sem starfar á Suðurskautslandinu á veg- uin Alfred Wegener-stofnunarinnar í Bremerhaven.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.