Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn BRAGGAHVERFIÐ í Djöflaeyjunni er áreiðanlega þekktasta leik- mynd Árna Páls. SKÁLI íslands á heimssýningunni í Portúgal sem Árni hannaði, þótti sórlega vel heppnaður og vakti mikla athygli. myndum - að ganga eins vel frá öllu og við mögulega getum. Það er svo erfitt að fara í slóð þeirra sem skilja ailt eftir í rusli. Það er eins og sviðin jörð eftir suma kvikmynda- gerðarmenn.“ Djöflaeyjan og íslenska útsjónarsemin í Djöflaeyjunni, sem er mín upp- áhalds leikmynd, byggðuð þið upp heilt hverfí. „Já, hún er ein viðamesta leik- myndin sem ég hef gert - en hins vegar ekki sú dýrasta. Dýrasta leikmyndin sem ég hef gert var í Afríku. Það var þýskt fyrirtæki, í kvikmynd sem hét Racing Star - ég held hún hafi nú bara lent í sjón- varpi. Þar þurfti að búa til hús sem stóð á stultum á sandi, úti við sjóinn og það var alveg heilt hús byggt - komplett - og það varð að vera hægt að taka þakið af með diffús, frosting í loftunum og alls kyns at- riðum. Svo voru einhverjir skúrar, sem reyndar voru smíðaðir úr gám- um en það var allt svo dýrt með að- föng þar auðvitað. Annars eru íslendingar ekki eyðslusamir í kvikmyndum. Þeir era mjög útsjónarsamir. Sem dæmi um eyðsluna í þessari þýsku kvik- mynd, þá vantaði peningaskáp og viðarofn í leikmyndina. Þetta átti bara að standa í leikmyndinni. Þeg- ar ég kom út, fór ég yfir stöðuna með leikmunadeildinni. Þá vora menn að bíða. Þeir höfðu pantað peningaskáp og ofn frá Spáni. Þetta var rándýrt. En af íslenskri natni lét ég bara smíða skáp úr timbri á staðnum, sem var peningaskápur öðrum megin og viðarofn hinum megin. Svo var snarað á hann strompi þeg- ar honum var breytt í ofn. Stykkin sáust hvort eð er aldrei saman í myndinni. Þetta fannst þeim mjög sniðug hugmynd, en þeir sáu þetta ekki sem neinn sparnað, því þeir vora ekkert peningameðvitaðir. Hér eru menn hins vegar mjög vakandi fyrir því að hlutimir kosti ekki mikið þegar verið er að gera kvikmyndir. Maður sá hvað þetta var ríkt í Islendingum á heimssýn- ingunni í Lissabon í fyrra. íslensku skálamir tveir kostuðu ekki mikið. Við höfðum litla fjárveitingu miðað við aðrar þjóðir. Skálar af sömu stærð höfðu fjórum sinnum hærri fjárveitingu en við en skálinn okkar var vel sóttur og fékk mjög góða dóma. Hann var valinn einn af þremur athyglisverðustu skálunum af einhverri sjónvarpsstöðinni í Portúgal." Þessi snilligáfa sparseminnar kemur greinilega í ljós í Djöflaeyj- unni, þar sem byggt var eitt stykki þorp með hita, rafmagni, klósetti og öllu. „Við létum búa allt til, bragg- ana og allt,“ segir Árni Páll. „Þetta eru braggar sem eru dálítið mikið minni en hinir raunverulegu bragg- ar voru og aðeins öðruvísi í form- inu, vegna þess. að okkur fannst þetta fallegra form. Þetta var mjög vel byggt - stóð af sér öll veður. Meira að segja blokkin - stærðar blokk sem við gerðum úr gámum og drasli og suðum saman; hún stóð af sér öll veður. Við vinnum yfirleitt tveir saman, Steingrímur Þorvalds- son og ég. Hann er málari og „alt- mulig“-maður, alveg sérstaklega fær. Við höfum alltaf hangið saman í gegnum súrt og sætt; bæði bíó- myndir og þessi söfn sem við höfum verið að vinna við. Enda er dálítið erfitt að vera einn þegar maður er að teikna svona og hanna. Þá hefur maður engan til að ráðfæra sig við og spjalla um hlutina, hvort heldur er praktíkina eða estetíkina.“ Greind til að velja með sér gott fólk „Það gerir heldur enginn maður bíómynd einn. Það er fyrsta vers. Það eru svo margir leikstjórar sem halda að þeir geti leikstýrt, stjórn- að tökumanninum, hannað leik- myndina, búningana og jafnvel tón- listina, verið með fjármálin og allt. Það er dauðadæmt. Frikki er það greindur að hann hefur alltaf valið með sér gott fólk sem hann getur treyst. Hann ræður ekki fólk sem hann treystir ekki. Og þannig geta menn gert myndirnar einir.“ Hafðirðu haft einhver kynni af braggalífi þegar þú gerðir leik- myndina í Djöflaeyjunni? „Nei, þetta var alveg uppdigtuð tilfinning. Ég hafði séð myndir, bæði ljósmyndir og kvikmyndir úr bröggunum. Svo talaði ég við fólk sem hafði búið í bröggum." Hvað er skemmtilegast við þessa vinnu? „Það er allt skemmtilegt við þetta, alveg frá A-Ö. Það er að segja, við vinnuna sjálfa. Leiðindin eru svo peninga- og tímaleysi. En maður þolir það vegna þess að mað- ur er yfirleitt með ofsalega góðu fólki að vinna. Það er alveg eins með leikmyndateiknara og leik- stjóra. Það er það sama sem gerir góðan leikmyndateiknara og góðan leikstjóra; það er fólkið sem þeir velja með sér. Ef maður hefur nef fyrir að velja með sér gott fólk, þá er maður á leiðinni að gera góða hluti. En það skemmtilegasta sem maður gerir í kvikmyndun er að taka stillsa. Það eru ljósmyndirnar sem era notaðar í útstillingar og kynningarnar. Ef það er tími og peningar í það, þá er það mjög skemmtilegt. Ég gerði þetta t.d. í kvikmyndinni Perlur og svín. Ef það var pása, myndaði ég - einfald- lega vegna þess að það er skemmti- legt.“ Himnaríki í söfnunum Ég sé að þú hefur líka unnið að því að koma upp söfnum. „Sú vinna er himnaríki. Alveg ofsalega skemmtileg. Hann kom mér inn í það hann Hjörleifur Stef- ánsson og ég er honum mjög þakk- látur fyrir það. Þetta hófst á Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Hjörleifur hringdi og spurði hvort við Steingrímur gæt- um ekki farið og hjálpað Valgeiri á Vatni, vini okkar sem við höfum gist mikið hjá í þessum bíóbransa, við að koma þessu safni á laggirn- ar. Þetta átti að vera nokkurra daga vinna; hanna einhverja smá- leikmynd og smíða hana. Það end- aði náttúrulega í meira en mánuði í mikilli vinnu.“ Hvað var svona skemmtilegt? „Ég veit það ekki; bara að sjá þetta verða til.“ Krefst þetta ekki mikillar heim- ildavinnu? „Jú, það er mikil heimildavinna í sumu en það var svo skrítið að ég þekkti þennan heim sem ég var að vinna við. Þetta var allt í Stykkis- hólmi. Ég hafði fengið þetta allt í uppeldinu. pabbi var mikill grúsk- ari og hann og Hörður Ágústsson voru miklir kunningjar. Lúðvík Kristjánsson sem gerði íslenska sjávarhætti, var mikið heima með pabba og þeir voru mikið að grúska og leita. Þetta síaðist inn í mann hægt og rólega. Svo er þessi heim- ur að spretta út núna hægt og ró- lega. Maður fékk bakteríuna þarna og gekk lengi með hana. Svo spinnur allt svona upp á sig. Sigríður í Glaumbæ rekur allan Skagafjörðinn eins og hann leggur sig og hún var þarna, kom að vinn- unni í Vesturfarasafninu. Hún fékk okkur Steingrím til að setja upp dót á Króknum og dubba upp Glaumbæ, svona innréttingar fyrir matarsýningu sem hún er með þar. Og næsta verk í þessum safnageira - ef menn fá leyfi - er að setja upp galdrasafn á Ströndum, sem er al- veg ofsalega sniðug hugmynd. Það er verið að vinna í því að sækja um peninga, þeir Magnús Rafnsson og Jón Jónsson þjóðháttafræðingur. Þeir fengu þessa brillíant hugmynd að setja á stofn galdrasafn á Ströndum og nú er verið að safna dóti og upplýsingum í það og sækja um peninga hingað og þangað. Og þeir eru mjög duglegir í því.“ Fáið þið þá ákveðna hugmynd sem þið eigið að vinna úr? „Nei, þeir era með einhverja grunnhugmynd og biðja mig að spinna utan um hana. Það þarf að hanna einhverja sýningaraðstöðu, bæði úti og inni og koma með til- lögur um skipulag. Þeir koma með grunnhugmynd um að þarna þurfi að reisa níðstöng eða brennu og svo höldum við áfram að spinna. Hugmyndin er orðin nokkuð þétt og það á að opna nokkra staði; byrja á Brú með eitthvert smáræði og fara síðan að Borðeyri og vera þar með píningartækjasafn eða dómssal frá þessum brennutímum, frá því að galdrabrennurnar vora þarna, og halda svo áfram norður Strandirnar; merkja sögulega staði við Strandirnar. Svo verður kannski fræðasetur á Hólmavík og þar verða tölvur og vinnuaðstaða fyrir fólk. Þar verða gögn í tölvun- um, bæði dómsskjöl frá þessum tíma, á nútímamáli og upphaflegu skjölin, jafnvel fléttað saman við ættartölu þeirra sem komu við sögu. í sambandi við þetta fræða- setur yrði kannski smá sýningar- salur og kannski kaffistofa. Síðan í Bjarnarfirði verður kannski bær frá þessum tíma í þessum stíl og inni í honum galdra- rúnir, fjárhús með rollum með kefli í ullinni. Öll hindurvitnin verða á safninu. Svo jafnvel ennþá lengra út, í Trékyllisvík eða einhvers stað- ar, má bæta einhverju við. Þarna verða allir sögustaðir merktir. Og nú er bara að bíða. Allir sem strák- arnir hafa verið að viðra þessar hugmyndir við, hafa orðið upprifnir og finnst þetta skemmtilegt. Svo verðum við bara að sjá hvort þeir sem stjórna peningunum, átti sig á því hvað þetta er sniðug og skemmtileg hugmynd." Árni Páll hætti kennslu hér á landi fyrír nokkrum árum en er ekki hættur í kennslu í Þýskalandi. Hann er þó í fríi frá kennslunni í vetur, þar sem hann fékk einhver leiðindi í mjöðmina - eins og hann orðar það - og ætlar að ná sér góð- um fyrir vorið. Þegar ég spyr hann hvað hann langi mest til að gera næst, svarar hann: „Það sem ég er að gera, leik- mynd fyrir 101 Reykjavík. Baltasar Kormákur er að gera kvikmynd eftir þessari skáldsögu og hann er ákveðinn í að gera þetta að góðri mynd. Þess vegna er gam- an að vinna hana.“ Galdrasafn, 101 Reykjavík, kennsla í Þýskalandi. Er þig ekk- ert farið að langa til að taka því ró- lega? Nei, ekki á meðan ég hef þessa þrá til að skapa, þessa iðandi þörf. Vera alltaf dálítið á iði.“ Dauðlangar í leikhúsið Nú hefurðu gert hannað tvær leikmyndir fyrir leikhús, meðal annars í Bugsy Malone. Hefurðu ekki áhuga á að halda því áfram? „Jú, mig dauðlangar í leikhúsið. Ég hef alltaf verið að bíða eftir að fá hjartaáfall, þá fer maður í leik- húsið. Nei, ég segi nú svona. Leik- húsið er afskaplega heillandi, en maður verður að kunna þetta. I leikhúsinu eru öðru vísi galdrar en í kvikmynd. Að búa til leikmynd fyrir bíó er meira mitt fag. Ég er alltaf að búa til fyrír linsuna, fyrir kvikmyndatökuvélina. Það er mitt fag. Leikhúsið - það eru aðrir galdrar þar. Ég er að læra þá.“ Hvernig galdrar eru í leikhús- inu? „Þar era aðrar stærðir, önnur hlutföll, aðrar áferðir. Ég hef verið að njósna dálítið um þetta, vegna þess að leikhúsið er svo ótrúlega heillandi." Þú hefur unnið að flestum þínum kvikmyndaleikmyndum hjá Is- lensku kvikmyndasamsteypunni. Hvers vegna? „íslenska kvikmyndasamsteypan hefur verið mitt fyrirtæki. Ég, Friðrik Þór og Ari höfum verið fé- lagar frá því í myndlistaskóla." Hvar kviknaði þinn áhugi? „f Stykkishólmi, hjá leikfélaginu Grímu. Ég var alltaf að hjálpa til þar þegar ég var strákur, smíða, leika og gera allt mögulegt. Þar kviknaði þetta fyrst. Svo var maður alltaf með listaspírudrauma, konseptið var svífandi þarna yfir öllu og alltaf verið að ljósmynda. Ég ákvað að 'áð fara í Ijósmynd- un og hóf nám á Ljósmyndastofu Guðmundar, auk þess sem ég fór í skóla sem hét Fagskólinn, sem var þrír mánuðir á ári, eftir að Iðnskól- anum lauk.“ Hvað varstu svo að kenna í Myndlista- og handíðaskólanum? „Filmuvinnu, grafík, silki- og tauþrykk, allt mögulegt. Ég kenndi jú þarna í tólf ár. Þetta hafði allt verið liður í ljósmyndanáminu, að minnsta kosti því sem var af gamla skólanum og ég tilheyrði. Þetta var heljarmikið nám. Fyrst fjögur ár í sveinspróf og síðan þrjú ár til að verða meistari." Er þetta ekki eitthvað styttra núna? „Ég veit það ekki. Sumir fara í nám í útlöndum og eru lengi. aðrir fara í styttra nám. Svo eru til margir góðir amatörar. En á meðan ég var kennari í Myndlista- og handíðaskólanum, tók ég ársfrí til að læra listasögu. Ég tók hana alla á þessum eina vetri. Ég mætti í alla tímana og græddi mikið á því námi.“ Hvernig var að setjast á skóla- bekk í skóla þar sem þú hafðir ver- ið kennari í mörg ár? „Iss, maður var öll árin eins og eilífðarstúdent þarna - með nefið ofan í öllu.“ Það væri hægt að halda lengi áfram að spjalla við Árna Pál um allt sem hann hefur brölt og bar- dúsað í lífinu, til dæmis frá ljós- myndastækkunarfyrirtækinu sem hann átti, handritavinnu fyrr og nú, tilboðum sem hann situr með í höndunum frá erlendum kvik- myndaframleiðendum og svo fram- vegis. En það bíður annarra tíma að segja frá því. Maðurinn er enn- þá bráðungur með þessa iðandi þrá til að skapa. Náttúra, vald og vöxtur Geta náttúruauðlindir spillt hagvexti til lengdar? Fimmtudaginn 10. des. boðar Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga til hádegisverðarfundar frá kl. 12:00- 13:30 á Hótel Sögu, Ársölum 2. hæð. 1 Þorvaldur Gylfason Gestur fundarins er Þorvaldur Gylfason prófessor. Hann mun m.a. fjalla um: ♦ Dregur hráefnisútflutningur úr hvata til annarra viðskípta? ♦ Hvetur gnægð náttúruauðlinda til skuldasötnunar? ♦ Veldur hráefnisútgerð auknum ójöfnuði? ♦ Auðlindasamfélagið - Sérhagsmunasamfélagið. Verð með léttum hádegisverði kr. 1.700, fyrir félagsmenn en kr. 2.200 fyrir aðra. Fundarstjóri er Elvar Guðjónsson formaður fræðslunefndar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 9. des. í síma 568 2370 eða fvh@fvh.is FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur - gestir velkomnir I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.