Morgunblaðið - 06.12.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.12.1998, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ í nýjustu Útkallsbók Óttars Sveinssonar er lýst fjórum átakamikl- um atburöum. Sagt er frá því er Bryndís Brandsdóttir jarðfræð- ingur og bandarískur starfsbróöir hennar óku í jeppa fram af Gríms- fjalli, hröpuöu um 200 metra - og lifðu þaó af. Sá atburður vakti minningar um annan hliöstæðan sem gerð- ist níu árum áóur er tveir menn fóru fram af nánast á sama stað - ótrúlegt atvik sem ekki komst í fjölmióla á sínum tíma. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson HRIKALEGT hengiflugið á norðanverðu Grímsfjalli þar sem bíll Bryndísar og Williams fór fram af. Skálarnir standa uppi á bungunni hægra megin. Fallið fram af fjalli Ljósmynd/Pjetur Sigurðsson WILLIAM Menke ásamt fjölskyldu sinni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. IBÓKINNI er eimfremur sagt frá því er fimm Vestmannaey- ingar voru hársbreidd frá drakknun við Bjamarey. Þeirra eina von var GSM- sími. Síðasta sagan lýsir því er átta björgunarsveitarmanna frá Dalvík var saknað í marsmánuði síðast- liðnum. Þar er m.a. lýst nöturlegri vist þeirra í þröngu snjóbyrgi í 1.250 metra hæð í manndrápsveðri. Hér á eftir fer upphaf fyrsta kafla bókarinnar sem fjallar um það er þau Bryndís og William Menke fóra í jeppa fram af Gríms- fjalli í maí á þessu ári: Eftir eldgos í Vatnajökli og stór- hlaup úr Grímsvötnum síðla árs 1996 vora mikil verkefni fram und- an hjá jarðvísindamönnum. Jökull- inn var gjörbreyttur á stóram svæðum. Nú var lag að rannsaka. Þessi saga hefst í maí 1998. Þá var fimm manna leiðangur á leið upp að bækistöðvum Jöklarannsókna- féJagsins á Grímsfjalli á Vatnajökli eftir umfangsmikinn undirbúning hér heima og erlendis. Leiðangursstjóri var Bryndís Brandsdóttir, jarðfræðingur við Háskóla Islands: „Þessi ferð var fyrsta skrefið í þriggja mánaða rannsókn eldstöðvanna undir norðvestanverðum Vatnajökli. Við höfðum fengið 40 jarðskjálftamæla að láni frá tækjabönkum í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Hver mæl- ir kostar rúmlega eina milljón króna. I fyrstu ferðinni ætluðum við að setja út þá 30 mæla sem komnir vora til landsins. Akveðið hafði verið að snjóbíll Landsvirkj- unar færi með í þessa ferð sem „þungaílutningabíll" enda farang- urinn mikill. Tækin vógu á annað tonn og rafgeymarnir sem sjá þeim fyrir rafmagni annað eins. Einnig var nauðsynlegt að taka með mikið af eldsneyti fyrir bflana. Ætlunin var að snjóbíllinn flytti tækjabúnaðinn að bækistöð okkar á Grímsfjaili en að jeppar Raunvís- indastofnunar Háskólans og Jökla- rannsóknafélagsins yrðu notaðir til þess að ferja tækin á áætlaðar mælistöðvar.“ I fyrstu ferðina fóra Bryndís og William Menke, prófessor frá Col- umbia-háskóla, fyrr- um kennari Bryndísar og samstarfsmaður síðastliðin 12 ár. Þau óku Toyota double cab, yfirbyggðum palljeppa Raunvís- indastofnunar. I ferð- inni var einnig þraut- reyndur jöklafari, Hannes Haraldsson frá Landsvirkjun. Hann ók snjóbílnum. Einnig var ákveðið að Skotinn Nick Weir, sameiginlegur doktor- snemandi Cambridgeháskóla og Háskóla íslands, færi með í leiðangurinn. Hann hafði á tveimur síðustu áram meðal annars unnið að sambæri- legum verkefnum á Reykjanesi undir leiðsögn Bryndísar. Nick var farþegi í Dodge-jeppa Jöklarann- sóknafélagsins en bflstjóri hans var Árni Páll Arnason, bifvélavirki úr Reykjavík. Bryndís var full eftirvæntingar: „Við héldum frá Reykjavík mánudaginn 11. maí áleiðis austur að Vatnajökli. Um kvöldið gistum við í Jöklaseli sem er við Skálafells- jökul, einn skriðjöklanna sem ganga niður úr austanverðum Vatnajökli. Að morgni þriðjudagsins 12. maí ókum við frá Jöklaseli upp á Breiðubungu og vestur um jökul- inn. Þetta var löng leið að aka. Við voram ekki komin að Grímsfjalli fyrr en um kvöldið. Skyggnið og veðrið var ekkert allt of gott á þessum slóðum. Við höfðum orðið að þræða okkur varlega upp svo- kallaðan rana austanvert í Gríms- fjalli á farartækjunum þremur. Við vorum nú komin að skálum Jöklarannsóknafélags- ins sem era í 1722 metra hæð uppi á fjall- inu.“ Bandaríkjamaður- inn, William Menke, var árrisull maður: „Þegar ég fór á fæt- ur klukkan sex um morguninn var veðrið mjög fallegt en er líða tók á morguninn og við voram að ganga frá búnaðinum fór út- litið versnandi. Skömmu áður en við hugðumst leggja af stað hafði ég talað við Joshua, 9 ára son minn, í bílasíma. Hann var að fara í skólann heima í New York. Eftir símtalið fór veðrið virkilega að verða slæmt. Eg hafði hjálm á höfðinu. Astæðan var kannski sú að um veturinn höfðum við fjölskyldan farið í skíðaferð til New Hampshire í Bandaríkjunum. Aður en við fóram í ferðina hafði maður úr Kennedyfjölskyldunni lent í slysi á skíðum og dáið þegar hann kastaðist á tré. Þetta slys varð mjög umtalað og í kjölfarið keyptu margir Bandaríkjamenn sér hjálma til að nota á skíðum. Það gerðum við líka. Mér fannst það heldur ekki svo vitlaus hug- mynd að kaupa mér hjálm því ég er 1,90 metra hár og á því gjarnan á hættu að reka mig upp undir. Mér fannst þetta sérstaklega heppilegt uppi á Grímsfjalli þegar við vorum ýmist að ferma eða af- ferma jeppana og maður sá vart út úr augum.“ Örlagaríkur dagur Bryndís leiðangursstjóri var með ákveðna ferðaáætlun í huga: „Fyrst ætluðum við að aka niður af sjálfu Grímsfjalli þar sem skál- arnir standa. Um 200 metram neð- ar, niðri í Grímsvötnum, er oft mun betra veður en uppi á fjalli, sér- staklega í suðaustanátt. Miðað við fyrri reynslu áttum við von á að komast þar í skjól. Eg bjóst við að við gætum hafið verkefnið í Grím- svötnum - ef við kæmumst með góðu móti niður. Við voram búin að koma sex skjálftamælum fyrir í pallhúsi Toyota-bflsins. Þeir vora allir í rammgerðum kistum. Raf- geymamir vora hins vegar komnir á pall Dodge-jeppa Árna Páls. Eg áætlaði að um hálfur dagur færi í að koma mælunum sex fyrir á jökl- inum. Þar sem Hannes hafði nú lokið verkefni sínu, að flytja búnaðinn upp að skálunum, ætluðum við að fylgja honum niður af Grímsfjalli. Hann ætlaði síðan að halda til Reykjavíkur. Við Árni Páll ákváð- um að stika leiðina því hún er í rauninni bara örmjó rönd niður fjallið austanvert. Þarna verður að fara með gát, sérstaklega í slæmu skyggni. Einnig urðum við að taka tillit til þess að á síðustu misseram hefur íshettan á jöklinum sigið. Árið 1996, þegar stóra hlaupið braut sér leið út úr Grímsvötnum, varð til mikill dalur við útfallið. Þar er því ekkert aðhald að íshettunni á fjall- inu og hún hefur líka öll rifnað og sigið. I hana hafa myndast gapandi gjár sem auðveldlega geta gleypt sleða og jafnvel bfla. Við voram á ferð snemma vors og því ekkert farið að hlána. Um nóttina hafði snjó kyngt niður. I kringum skálana höfðu myndast skaflar, einkum milli húsanna. Við urðum því að fara varlega á jepp- unum og aka á réttan hátt yfir skaflana, sérstaklega þarna uppi á hábungu Grímsfjalls sem er í raun mjór pallur. Eg fór út að vélageymslu þar sem Bill var og sagði honum að við væram að leggja í hann. Eg hafði tekið aukaföt með sem ég geymdi í aftursætinu. Um morguninn hafði ég farið í föðurland, flísbuxur og treyju en utan yftr var ég í vélsleðagalla. Á fótunum hafði ég vaðstígvél. Bill var með hjálminn sinn á höfðinu sem hafði greinilega komið að góðum notum þegar hann var að brjóta klaka með ísexi utan af vélageymslunni. Bill kom rak- leiðis inn í bíl og settist í farþega- sætið án þess að taka hjálminn af sér. Áður en við gátum ekið af stað varð ég að hita bílinn til að fá móð- una og hrímið af ráðunum. Hannes á snjóbílnum og Á-ni Páll og Nick á Dodge-jeppanum voru að leggja af stað. Við sáum þá nú ekki leng- ur.“ Árni Páll ók í humátt á eftir snjóbíl Hannesar: „Við voram öll eftirvæntingarfull - að hefjast handa og setja upp fyrstu mælana. Þegar við Nick vor- um komnir smáspöl frá skálunum var veðrið orðið gjörsamlega stjömubrjálað. Jeppinn lenti í skafli og ég var að reyna að hjakkast Ljósmynd/Brynjar Gauti Bryndís Brandsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.