Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þessi iðandi þrá til að Islenskar kvikmyndir hafa vakið athygli fyrir það landslagsumhverfí sem þær sýna og okkur hættir til að álíta að það umverfí sé bara óvart þarna; nóg sé að velja töku- staði. En á bak við hverja kvikmynd er leikmyndahönnuður sem hefur útpælt hvar hver flis skal liggja og hver steinn. Einn áhrifa- og afkastamesti leikmyndahönnuð- ur íslenskra kvikmynda er Arni Páll Jó- hannsson og segir hann Súsönnu Svavars- dóttur frá ævintýrinu sem byrjaði í Stykk- ishólmi en hefur leitt hann um víðan völl, í hönnun, myndatökum og kennslu. ITT af þeim störfum sem ég hef alltaf ímyndað mér að hljóti að vera skemmtilegri en önn- ur störf, er leik- myndahönnun - að búa til heim sem var, eða verður, eða lifir jafn- vel sjálfstæðu lífi á eigin forsend- um og lögmálum, óskyldur tíma og' rúmi. Heim þar sem allt getur gerst. Og ef það er skemmtilegt að hanna leikmyndir fyrir leiksvið, þá hlýtur að vera ennþá meira gaman að hanna leikmyndir fyrir kvik- myndir. Þar er leikmyndin komin út fyrir hluti og myndir; hún verð- ur að skapa andrúmsloft, fá áhorf- andann til að trúa því að allt sé þar satt og rétt. Eins og, til dæmis, í Biódögum, þar sem farið var aftur til tíma sem stór hópur íslendinga þekkir, í Djöfiaeyjunni sem fjallar um tímabil sem mjög mörgum er í fersku minni, svo fersku að maður man lykt, bragð og snertingu, lykt- ina af export kaffibæti, Chesterfi- eld sígarettum sem voru seldar í lausu, signum fiski og pönnukökum frá því deginum áður, bragð af Sp- ur og tólg, jólakökum og sveskju- graut, snertingu af drullukökum. 011 þessi leðja, blauta mold, holóttu götur. Það hlýtur að vera gaman að búa tíl heim úr minningum. Arni Páll Jóhannsson er einn þeirra manna sem fá að njóta þess að skapa slíka heima. Hann hefur átt aðild að um tuttugu kvikmynd- um, og um tíu stuttmyndum, hann- að leikmyndir í tveimur leiksýning- um, auk þess sem hann hefur skrif- að tvö handrit, hannaði íslenska skálann á EXPO ‘98 í Lissabon og svo eru það söfnin. Rokkað á hausinn Ævintýrið hófst á því að Árni Páll tók að sér að vera B-kameru- maður í Rokk í Reykjavík á sínum tíma og þegar ég spyr hann hvort sú kvikmynd hafi ekki bara verið eitthvert flipp, segir hann: „Nei, það var sterkur stíll á því verkefni öllu og það er mjög góð mynd. Handritið var ekki mjög beisið. Það var nokkrar línur - ég held meira að segja að ég kunni það ennþá utan að. En það gerðist eitthvað þarna. Það varð góður stíll á myndinni. Við vorum saman allan sólarhringinn - nokkrir gæjar, Jón Karl, Ari Kristins, Friðrik Þór og Þorgeir Gunnarsson.“ Hvernig var handritið? „Ég held að handritið hafi hljóm- að svona: „Taka myndir af ca. 20 hljómsveitum á Reykjavíkursvæð- inu.“ En Friðrik var með eitthvað í hausnum. Hann var með einhvern stfl og Ari var líka með stíl. Ég var að byrja að kenna í Myndlista- og handíðaskólanum þegar Ari byrj- aði í skólanum, þótt ég væri á svip- uðum aldri, og kynntist honum þar. Ari var alltaf að taka kvikmyndir, gera „animation" og slíkt. Hann fór að vinna með Frikka í Eldsmiðnum og síðan fóru þeir í Rokk í Reykja- vík. Þá vantaði kvikmyndatöku- mann og hóuðu í mig og ég byrjaði í kvikmyndabransanum sem B- tökumaður hjá þeim.“ Þegar þetta gerðist var Árni Páll nær eingöngu með ljósmynda- reynslu. Hann hefur meistarapróf í ljósmyndun, hefur kennt við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, við Iðnskólann, íslenska kvikmynda- skólann og hefur undanfarin ár verið kennari við Filmschule NRW e.V. í Köln. En snúum okkur aftur að Rokk í Reykjavík. „Ég var náttúrulega vanur að ljósmynda og var kominn með minn stíl þar en varð að beygja mig dálítið undir það sem Friðrik og Ari voru að gera. Það fannst mér mjög gott, vegna þess að ég kunni að mynda en kunni ekkert á kvik- myndatökuvélar. Samt sé ég alveg mínar myndir í Rokk í Reykjavík. Ég þekki alveg stílinn úr, fyrir utan það að ég var með kvikmyndatökuvél sem heitir CP og linsan í henni er svo mjúk. En, eins og ég sagði, við vorum saman sólarhringum saman, vökt- um og unnum. Þegar við tókum til dæmis upp Þeysarana þá vorum við að stanslaust í þrjá sólar- hringa." Veltuð þið því ekkert fyrir ykkur að það væri hættulegt að vinna svona? Ekki þá. Það væri kannski vont fyrir okkur eins og við erum í dag. Höfuðuð þið eitthvað upp úr þessu? Nei, nei, það fór náttúrulega allt apparatið ó hausinn. Það fékk eng- inn laun. Við vorum að reyna að taka auglýsingamyndir til að borga skuldirnar. Það var dálítið fyndin períóda. Við vorum að taka inni í Glæsibæ einhverja safnauglýsingu og bókaauglýsingar og eitthvað svona til að skrapa saman fyrir skuldunum. Það sem var fyndið, var að það vissi enginn hvað hann var að gera. Við höfðum ekki gert þetta áður. Þetta var á þeim tíma sem ekki var kominn svona mikil tækni. Það væri dálítið gaman að sjá þetta núna. Annars held ég nú að útlitið á þessu hafi verið alveg skammar- laust. Einhvern veginn lifðum við þetta af.“ En létuð þetta ykkur ekki að kenningu verða? „Nei, nei, maður lærir aldrei neitt af neinu. Það þarf greindara fólk en okkur til að læra af lífínu.“ Myndlistarbrölt „Upp úr þessu fórum við sinn í hvora áttina. Ég var alltaf að reyna að vera myndlistarmaður. Við vor- um það reyndar allir. Öll þessi grúppa var myndlistarsinnað fólk. Ég var áfram að kenna uppi í Myndlista- og handíðaskóla og eitt- hvað á Dagblaðinu á sumrin. Svo var ég í þessu myndlistarbrölti. Það tók nú dálítinn tíma. Ég var allur í konseptkúnstinni, ljósmyndakúnst. Ég hélt sýningar úti um allt. Svo komst ég á ágætan samning við gallerí í Hollandi og sýndi dálítið hjá þeim í Rotterdam og í Nýlista- safninu og á samsýningum. Við Magnús Kjartansson unnum dálítið saman á þessum tíma. Lentum í skúlptúrum; gerðum saman skúlpt- úra. Það var mjög skemmtilegt. Svo fór þetta hollenska gallerí á hausinn. Það fór allt hollenska myndlistarsamsullið á hausinn. Það hætti bara allt að virka - alls staðar í heiminum - á tímabili. Það stopp- aði allt myndlistardót en er eitt- hvað að vakna aftur núna. Og ég hef sýnt tvisvar á samsýningum hjá þessum hollensku aðilum eftir það.“ Var þetta arðbært? „Ja, ég kvarta ekki. Einhvern veginn fór maður að því að hafa það þokkalegt á þessu.“ Tómas drukknaði og Skammdegi Árni Páll tók aftur að starfa með Friðriki og Ara í Skyttunum. Hann hafði þá unnið með Þráni Bertels- syni í nokkrum verkefnum. Þeir hófu reyndar samstarf fljótlega eft- ir að vinnu lauk í Skyttunum. Hjá Þráni var Árni Páll leikmynda- hönnuður, leikmyndasmiður, props- ari og leikari, fyrst í Skammdegi. „Það voru allir látnir gera allt hjá Þráni. Ef vantaði menn hóaði hann bara í tökuliðið til að leika. Hann hringdi í mig og spurði hvort ég gæti ekki búið til manneskju fyrir hann. Tómas Zoéga var í upphafs- atriðinu hjá honum og átti að vera drukknaður. En hann gat ekki haldið nógu lengi niðri í sér andan- um fyrir titlana í upphafinu. Ég tók að mér að búa til Tómas Zoéga drukknaðan. Við fórum til tannlæknis sem hjálpaði okkur að taka mót af andlitinu á honum og svo klömbruðum við saman skrokk á hann. Þetta leit allt vel út og ég lauk síðan við leikmyndina. Skammdegi var tekin í tveimur hlutum. Hún átti að gerast í kafsnjó en það var enginn snjór. Jörð var alauð. Þá hauguðum við stórum sköflum fyrir framan vélina og vélsleðarnir keyrðu á bak við þá, þannig að þetta leit út fyrir að vera meiri snjór en var. Það var ýmis- legt brallað á þessum tímum. Nú er hægt að gera þetta í tölvu, þótt það sé enn mjög dýrt. Það er ennþá miklu ódýrara að búa þetta til. Hvernig býr maður til snjó? „Með snjó. Það var sóttur snjór á vörubílum. Þegar ég vann við Cold Fever með Frikka, sóttum við snjó- inn í íshús í Grindavík.“ Árni Páll vann með Þráni í tveimur kvikmyndum. „Það var al- veg jafn geggjuð vinna og í Rokk í Reykjavík. Þegar maður fór að reikna þetta saman, var maður með 90 krónur á tímann. Þetta var fyrir daga allra samninga. Það var ekk- ert svoleiðis í gangi. Leikstjórinn fékk sér kannski nýjan bíl, starfs- fólkið fékk sér kannski ferðaútvarp þegar það var búið að kaupa í mat- inn. En þetta var mikið batterí sem Þráinn var með. Ari var að mynda fyrir Þráin, svo það má segja að við höfum alltaf hangið saman í gegnum kvik- myndavinnuna. Og með Friðriki lentum við aftur saman í Skamm- degi. Þar var ég í ölíu sem þurfti að gera; special effect maður og hvað- eina. Ég man ekki einu sinni hvað ég var titlaður þar. Við gerðum leikmyndir, smíðuðum og gerðum allt. Það var dálítið þannig í kvik- myndunum þar, að allir gengu í öll störf. Það var ofsalega fínn skóli vegna þess að það var ekki til neinn leikmyndaskóli hérna, eða neitt svoleiðis. Við urðum því að nota allt sem við gátum skrapað saman í hausnum á okkur. Reyndar hafa hvergi verið til skólar fyrir leikmyndahönnuði fyrr en mjög nýlega. Fyrir tveimur ár- um byrjaði ég að kenna úti í Þýska- landi í fyrsta skólanum sennilega í heiminum sem kennir eingöngu hönnun fyrir kvikmyndir. Ég var fyrsti kennarinn sem kenndi hönn- un. Ég veit ekki hvers vegna þeir kölluðu í mig. Ég hef nú reyndar unnið fyrir þýsk fyrirtæki og þessi kvikmyndaheimur fyrir utan Hollywood er svo lítill. Hollywood er alveg sér. Meira að segja New York er eiginlega Evrópumegin." Myndir úr bernsku „En, áfram með Skytturnar. Sú kvikmynd var að mestu tekin í og kringum Reykjavík. Það var mjög skemmtileg mynd og alveg brjáluð vinna. Það var reyndar ekki fyrr en í Bíódögum að menn fóru að skipu- leggja hlutina betur. Jú, kannski Börnum náttúrunnar. En þar var ég bara seinni hlutann af tímabilinu og vann við að búa til fyrri partinn myndinni. Fyrri parturinn var tek- inn síðast." Það fór ekkert fram- hjá okkur borgarbúum þegar Skytturnar og Bíódagar voru í vinnslu. „Nei, það voru mikil læti í okkur. I Bíódögum þurftum við að breyta útlitinu á miðborginni." Á hverju byggðirðu þær breyt- ingar? „Þetta var svona tilfinning frá því að maður var krakki og kom til Reykjavíkur. Ég er náttúrulega úr sveit - úr Stykkishólmi. Það voru vissir hlutir sem ég mundi eftir - t.d. voru koparbólurnar í gang- brautunum alveg stimplaðar í haus- inn á mér, neonskærin hjá Vogue, Málaraskiltið, klukkan á Torginu og svo framvegis." Var ekkert mál að fá leyfi til að rútta þessu öllu til? „Nei, íslendingar eru alveg ótrú- lega liprir og samvinnufúsir, enda höfum við reynt hjá Kvikmynda- samsteypunni - að minnsta kosti á meðan ég hef verið í þessum leik- ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.