Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER1998 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Mikið í gangi HLJÓMSVEITIN Bang Gang sendi frá sér fyi’stu breiðskífuna á dögunum eftir að hafa náð góðum árangri með lög á safn- plötum undanfarið ár. Leiðtogi sveitarinn- ar, sem er í raun dúó, er Barði Jóhanns- son, sem semur öll lög og texta, útsetur og spilar inn á band, en Ester Talía Casey syngur. Barði segir að eitt laganna á disknum sé gamalt en annað á honum sé samið á síðasta hálfa öðru ári. Framan af hafi hann samið lög í rólegheit- um sér til gamans, en síðan þegar sveitin gerði samning við Sprota um útgáfu hafi pressan aukist og júní og júlí hafi streitan tekið að gera vart við sig og ágúst og september hafi verið nánast geðveiki. Hanri tek- ur undir það að bestu lögin verði til þegar hann sé að eftir Árno semja sér til skemmtunar Malthíasson án tillits til þess hvenær eigi að gefa þau út, „en samt verða líka til góð lög þegar ég er að vinna undir pressu. Eg er aftur á móti oft óánægðari með þau lög, enda hef ég ekki getað lagt eins mikla vinnu í þau og ég hefði viljað og sum smærri atriði eru þá ófrágengin, eitthvað sem ég hefði viljað gera betur.“ Barði segir að þegar hann fái nægan tíma til að vinna lög taki þau talsverðum breytingum með tímanum, hann geri til- raunir og breytingar til að skemmta sjálf- um sér. „Ég er mjög lengi að gera lög vegna þess að ég fæ svo fljótt leið á þeim og er því sífellt að breyta til að nenna að hlusta á þau, nenna að klára þau. Sjálfur hef ég mest gaman af þeim hljómsveitum sem eru með mikið í gangi í einu og ég fer svipaða leið. Þannig er ég til að mynda sí- fellt að breyta trommutaktinum í lögunum enda finnst mér leiðinleg lög þar sem takt- urinn er alltaf sá sami. I einu laganna á plötunni var ég búinn að breyta taktinum svo oft að hann varð aldrei eins í gegnum lagið.“ Plata Bang Gang er að mestu unnin á tölvur, en strengir eru notaðir í einu lagi, gítar víða á plötunni og í einu lagi er lif- andi slagverk. Barði segir að hann grípi til lifandi hljóðfæra eftir því sem honum dett- ur í hug, hann setji sér engar reglur. „Yfir- leitt taka hljómsveitir plötur upp í einni lotu, æfa og fara svo í hljóðver og taka allt upp. Þessi plata okkar er aftur á móti tek- in upp lag fyrir lag. Ég sem lag og fer með það í hljóðver og lýk við það áður en ég tek til við næsta. Ég legg líka mikla vinnu í textana, án þess þó að ég fari að skýra út hvað þeir merkja, það yrði kannski til þess að einhver færi að lemja mig,“ segir Barði og bætir við að textarnir skipti miklu máli í tónlist Bang Gang. „Ég legg einna mesta vinnu í hljóðin, það skiptir miklu máli hvort verið sé að syngja a eða e, hljóðið verður til á mismunandi stað í munninum DÚÓ Bang gengið, Barði Jóhannsson og Ester Talía Casey. og því er ekki nóg að passa upp á atkvæða- fjöldann, það verður að passa að textinn hljómi rétt.“ Eins og fram kemur er Bang Gang dúett þeirra Barða og Esterar Talíu og ekki stendur til að fleiri leggi þar hönd á plóginn. Þau Ester hafa troðið upp örfáum sinnum með segul-og myndband sér til stuðnings, en Barði segir að þau séu að undirbúa hljómsveit til tónleikahalds. Það verði aftur á móti ekki fyrr en á næsta ári sem komi að slíku, enda nennir hann ekki að vera í einhverjum hamagangi svo skömmu fyrir jól. UPPRIFJUN Gunnai- úti að ganga með ungmennin. HLJÓMSVEITIN Unun sneri aftur til lífsins fyrir skemmstu með breið- skífunni Óttu eftir langt hlé. Sveitin sendi frá sér breiðskífu fyrir langa löngu og naut hylli um stund, en tók síðan til við að reyna að koma sér á framfæri ytra og sinnti ekki öðru upp *li'rá því. Fyrir ýmsar sakir gekk ekki hjá sveitinni að komast á samning ytra og á endanum urðu breytingar á manna- skipan; Þór Eldon sem stofnaði sveit- ina með Gunnari L. Hjálmarssyni gekk úr skaftinu en Gunnar var eftir og Ragnheiður „Heiða“ Eiríksdóttir, sem gekk til iiðs við Unun áður en fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út. Gunnar segir að honum hafi með- al annars flogið í hug að taka upp breiðskífu og gefa út einn síns liðs, en hann hafi langað til að vinna með Heiðu og því ekki ástæða til annars J-að hans mati en halda áfram með Unun. „Heiða er vitanlega geðbil- uð,“ segir Gunnar og hlær við, „en mér finnst gott að vinna með henni og hún kemur með nýjar hugmynd- ir inn í það sem ég er að gera. Sum laganna á plötunni voru til áður en önnur urðu til á æfingum okkar tveggja þegar við sátum með tvo '*kassagítara.“ Gunnar segist líka Unun lifir hugsa sér gott til glóðarinnar að semja með þeim Viðari Hákoni Gíslasyni bassaleikara og Þorvaldi Gröndal trommuleikara, enda hafi þeir, og þá sérstaklega Viðar, verið iðnir við að semja grípandi lög á undanförnum misserum. „Það kem- ur önnur plata strax á næsta ári og þá verða öll lögin „hittarar“,“ segh- Gunnar og bætir við að vegna þess hvernig Otta er til komin byggist starf sveitarinnar á því nú að flytja lögin af henni í sem líkustum bún- ingi, en þegar því verki er lokið verði samruni. „Birna Helgadóttir, þaulæfður pínóleikari, mun líka ör- ugglega eiga skemmtileg innlegg." Gunnar lét þau orð falla í viðtali fyrir skemmstu að hann hefði haft á tilfinningunni að menn hefðu gleymt því hvers vegna þeir fóru að fást við tónlist á sínum tíma. „Það rifjast upp smám saman,“ segir hann um þá Un- un sem hann æfir með núna. „Ég er náttúrlega gamli karlinn í hljómsveit- inni og þessir krakkar sem spila með mér láta eins og þeir séu í íyrsta bekk í menntó, láta illa og drekka mikið, en ég er fýlupokinn sem þarf að hugsa um bókhaldið. I því að vera í hljómsveit felst að hafa gaman af því og vera stoltur af sinni sveit, það er eins og að vera í litlu íþróttafélagi sem býr til músík, en ekki eins og heildsala sem er alltaf að bíða eftir næsta tékka.“ Gunnar segir að á Óttu sé blanda laga ft'á síðustu árum og laga sem samin eru beinlínis fyrir plötuna, en hann segist eiga góðan sjóð í að sækja, hann hafi safnað lögum á snældur á síðustu árum og komnar átján spólui’. Unun á annadaga framundan því í mars næstkomandi fer sveitin í tón- leikaferð um Norðurlönd og til Eist- lands, aukinheldur sem Gunnar seg- ist vera að skipuleggja tónleikaferð til Grænlands og hyggist fá hingað grænlenska sveit í kjölfarið. Rætur og vængir HÖRÐUR Torfason heldur ótrauður sínu strlki; sendir frá sér breiðskífur af ki'afti samhliða því sem hann hefur tryggt að eldri plötur hans séu til, en misbrestur hefur verið á því. Platan nýja heitii' Rætur og vængir. Hörður segir að lögin á plötunni hafí verið að tínast til eins og venju- lega; hann fain um landið og heyi'i sögur, fari jafnvel á staðinn og kynni sér staðhætti og yrki síðan upp úr því. „Ég byrjaði á laginu um veginn," segir Hörður og vísar þar í fyrsta lag disksins, Vegurinn, „og svo er ég bara að rifja upp frá ferðalagi í kring- um landið“. Hörður segir að eins og jafnan hjá honum sé áherslan á textunum, hann hafi aldrei áhyggjur af laglínunum, þær komi fljótandi með þegar hann sé búinn að finna tónhæðina. „Ég veit ekki hversu gamlir textarnir eru, það er ómögulegt að segja hvenær hug- myndimar kvikna.“ Undanfama mánuði hefur Hörðui' unnið að því að koma nokkrum plötum sínum í stafrænt form og tryggja að þær séu þá til útgefnar. Ekki er hann þó á því að það að hann sé að grúska í eldra eírii hafi haft meiri áhrif á lagasmíðamar en hvað annað. „Ég er lítið fyr- ir að endur- taka mig, en I það er kannski | fyrir aðra að meta frekar en mig. Ég hef reyndar ekld verið svo mikið að hlusta á sjálfan mig, þeg- ar ég er búinn að gefa út disk er það sem á hon- um er afgi'eitt og ég hugsa ekki um að meir; það er viss léttir, hægt er að byija á nýjum verkum, því búið er að tryggja að hitt glatist ekki.“ Hörður segir aftur á móti að text- amir haldi áft-am að þróast hjá hon- um, enda séu flest gömlu laganna hans á tónleikadagskránni, fólk sé sí- fellt að biðja um þau. „Ég er alltaf að spá í textana og fyrir kemur að ég breyti þeim lítillega vegna þess að ég hef séð þá í nýju ljósi þegar ég hef verið að spila eitthvert lag á tónleik- um. Það kemur fyrir að ég geri smá- vægilegar breytingar eins og að breyta og í en, sem getur breytt merkingu lags í gmndvallaratriðum, eins og til að mynda í textanum við lagið Trúðurinn, sem ég sá skyndi- lega í nýju ljósi þegar ég var að spila það að beiðni áheyrenda fyrir stuttu,“ segir Hörður og bætir við að fjar- lægðin og tíminn gefi nýja sýn á allt og ekki nema eðlilegt að textamir taki breytingum með tímanum; „það er ekkert heilagt". Hörður hélt útgáfutónleika í lið- inni viku og heldur aðra tón- leika 17. desember í Ala- foss föt best, en ekki segist hann halda miklu fleiri tónleika að sinni, þetta sé erfiðasti tími ársins til slíks, það sé svo mildð í gangi og fólk sé nánast hætt að sækja tónleika. „Það er í sjálfu sér til lítils að halda tónleika nú um stundir, en það verður að gera til að sá hópur sem vill kaupa plöturnar mínar að ég er búinn að gefa út nýja plötu.“ Morgunblaðið/Þorkell ÞRÓUN Hörður Torfason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.