Morgunblaðið - 06.12.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 06.12.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 25 staðinn eftir að búið var að sauma , það saman,“ segir hann. Þessi hátt- | ur var ekki hafður á þegar gólf í íj heimahúsum voru teppalögð heldur I fóru bólstrai’arnm á staðinn og tóku mál af gólfunum. Síðan voru teppin saumuð saman á verkstæðunum. Enginn var kennarinn „Þegar ég byrjaði námið í Iðnskólanum í Reykjavík var engin kennsla í fagteikningu fyrir bólstr- ara enda voru þá í fyrsta skipti Inemar í bólstrun. Við vorum tveir, nemarnir, Víglundur sonur meist- ara míns og ég. Víglundur var tveimur árum á undan mér í námi og því ekki bundinn nýju iðnaðar- lögunum frá 1927. Þegar komið var að því að kenna fagteikninguna kom í ljós að enginn var kennarinn. Þá hafði Víglundur lokið námi sínu og ég því einn eftir. I efri bekkjum skólans kenndi þá Björn Björnsson gullsmiður fríhendisteikningu. j Hann var afbragðs kennari. Eg fór I að tala um það við hann að ég væri I ósáttur við að fá ekki kennslu í fag- * teikningu. Eftir að við höfðum rætt málið sagði hann að ef ég kæmi með mál og lýsingu af húsgögnum þá skyldi hann taka mig með í einkatíma sem hann hafði fyrir iðnnema á kvöldin. Hann sleppti svo ekki af mér hendinni fyrr en hann hafði kennt mér fjarvíddar- teikningu. Eg hafði gaman af að Iteikna og reyndi að ná fram nýjum formum af húsgögnum og var búinn að teikna nokkrar arkir þegar ég sá að best væri að hætta,“ segir Olafur og gerir þar með heldur lítið úr hæfileikum sínum á þessu sviði. Eigi að síður átti Ólafur eftir að teikna nokkur húsgögn bæði fyrir eigið heimili og annarra. Skömmu eftir að hann opnaði bólstur- verkstæðið sitt hannaði hann t.d. og Ismíðaði sófasett fyrir heimili sitt og Guðnýjar konu sinnar, sem enn er sem nýtt þótt tæplega sextugt sé. Það segja þeir félagar, Ólafur og Hafsteinn, að sé einmitt kosturinn við vel smíðuð húsgögn, þau endast og gangau endurnýjun lífdaga í hvert sinn sem þau eru bólstruð að nýju. Verkstæði sitt rak Ólafur þar til fyrir tíu árum. Hjólaði með húsgagnið undir handleggnum IÁ þessum tímum unnu bólstrarar störf sín með bindi, í hvítum slopp- um og á blankskóm. „Einu sinni kom lærlingur til vinnu illa fyrir kallaður og með bindi. Hann hafði verið að skemmta sér kvöldið áður og ekki gefið sér tíma til að fara heim og skipta um föt. Hann fékk skammir fyrir því lærlingar máttu ekki vera með bindi við vinnuna," segir Ólafur og brosir að minning- unni. Þegai- Ólafur hóf nám sitt voru auðvitað engir sendiferðabílar til. í staðinn var notaður sérstakur handvagn sem húgögnin voru sett á og síðan var gengið á áfangastað. Ólafi þótti það aftur á móti ekki ómaksins virði að fá börurnar lánaðar hjá þeim sem þær átti held- ur notaði hann reiðhjólið sitt. Yfir- leitt batt hann húsgagnið upp á hjólið en „stundum gat ég tekið það undir handlegginn og hjólað af stað“. Þannig fór hann að á lærlingsár- unum þegar hann náði í dívan á Þingholtsstrætið til Bjarna Sæ- mundssonar, fiskifræðings. Þegar Ólafur fór með dívaninn yfirdekkt- an til baka bar hann hann upp í ris- herbergi þar sem hann átti að setja hann inn fyrir dyr. „Ég lenti í erfið- leikum með að setja dívaninn inn en allt í einu datt hann innfyrir. Svo var hringt mörgum árum síðar úr Þingholtsstrætinu. Það hefur verið á sjöunda eða áttunda áratugnum. Þegar ég var búinn að skoða það sem átti að bólstra sat ég og spjallaði við frúna svolitla stund. Ég spurði hana hvort þetta væri ekki hús Bjarna Sæmundssonar og sagðist hún þá vera dóttir hans. Ég sá þarna mynd uppi á vegg af manni sem ég þekkti og sagði: „Þarna er mynd af Marteini mynd- skera.“ Hún svaraði að hann hefði verið maðm-inn sinn. Hann var þá látinn.“ Og Ólafur bætir við: „Mér þótti mjög skemmtilegt að fara heim til fólks.“ Þriggja alda maður Ólaíúr fæddist að Narfeyri á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu í maí árið 1906. Hann ólst, upp frá hálfs árs aldri, á Setbergi í sömu sveit en flutti þaðan til Reykjavíkur þegar hann var 19 ára gamall. Ólaf- m- er ekki sá eini í ætt sinni sem lif- ir bæði vel og lengi. Bróðir hans, Guðmundur, er 98 ára gamall og systir þein-a, Ingibjörg, varð 104 ára gömul. „Guðmundur er fæddur árið 1900 og hefur alla möguleika á að lifa fram á næstu öld. Þá verður hann þriggja alda maður,“ segii- Ólafur. Móðir þein-a, María Magða- lena Andrésdóttir, var 106 ára þeg- ar hún lést, þá elst allra íslendinga, og faðir þeirra, Daði Daníelsson, vai'ð tæplega níræður. Eiginmaðm- Ingibjargar, Sigm-ður Magnússon, varð 104 ára eins og kona hans. Ingibjörg og Sigurður voru gift í heil 75 ár enda er hjónaband þeirra skráð í heimsmetabók Guinness. Eiginkonu sína, Guðnýju Guðjónsdóttur, missti Ólafur fyrir fjórum árum. Þau hjón eignuðust þrjá syni, Daða, Guðjón Þór og Jón, og eina dóttur, Maríu Jónu. „Skömmu eftir að Daði var skírður kom kona í heimsókn til okkar. Þegar hún heyrði nafn barnsins hrópaði hún: „Ó, hvað þetta er fal- legt nafn.“ Ólafur gekk ekki í skóla sem barn fyrir utan í hálfan mánuð. „Þá kom umferðarkennari í sveitina," segii' Ólafur og kímir. „Ég hafði lítinn áhuga á búskap en hafði mikinn áhuga á smíðum. Mig langaði í langskólanám en það voru engin efni á því. Þá var iðnað- urinn eftir og iðnaðarmenn voru í miklu áliti. Eg fór ekki í bólstrun vegna þess að ég hefði áhuga á henni. Eg vildi komast úr fámenn- inu í menninguna og tryggja mér framtíðarstarf. Það var ekki fyrr en ég var farinn að vinna við bólstrun- ina að ég fékk áhuga á starfinu,“ segir hann. Egglaga leðurstólar í Danmörku Ólafur segir starf sitt í fyrstu hafa snúist fyrst og fremst um við- gerðir á gömlum húsgögnum. I fyrstu vann hann hjá öðrum bólstr- urum en um 1940-41 stofnaði hann eigið verkstæði. „Ég lærði mikið af gömlu húsgögnunum, að rífa þau í sundur. Jón sonur minn var í arki- tektaskóla í Danmörku. Skólabróðir hans vai' orðinn verkstjóri í verk- smiðju þar sem húsgögn voru smíðuð og seld til Bandaríkjanna. Yfirleitt fékk enginn óviðkomandi að koma þangað inn en ég fékk að skoða verksmiðjuna fyrir þennan kunningsskap. Þarna voru fram- leiddir egglaga leðurstólar og leðrið var sett á að aftan með blýlistum. Það var alveg draumur að sjá þettal" - En hvernig fer Ólafur og fólkið hans að því að vera svona heilsu- hraust til hárrar elli? „Ætli það sé ekki lagt upp í hend- urnar á okkur,“ svarar hann að bragði. „Svo hef ég líklega farið vel með þetta. Ég borða hollan mat og forðast allt sem er brasað og feitt. Ég borða daglega grænmeti og ávexti og stunda daglega sund og göngu. Ég er ákaflega reglusamur maðui' - nema á vín!“ segir hann með glettnisblik í augum. „Ég drekk það mjög óreglulega." ,u AR I MILLJÓN MA NNS Í IAT-A SEÐ HAJSA okkar bestu meðmæll eru íslensklr áhorfendur ■.. þorðl ekkí ein ut z bil - kona, 40 ara ■.. „skelfilega" goð skemmtun - karl, 85 ara . va maður, hjartað er a fullu - stúlka, 15 ara 5. & 30. Dl'.\ SÍÐIJSTU .SÝMINGAR A ITSSU ARI SVARTKLÆDDA KONAN s)' . I: U .. 1 TJARNARBIO MIÐAI’ANTAMIR í SÍMA 561-0280 I HERRA- SLOPPAR Herranáttföt Herranáttserkir lympía. Kringlunni 8-12, sími 553 3600 I I ROÐTÖSKUR kirsuberjatréd vesturgötu 4 1100 Nýtt númer tii útianda. Áskriftarsími NETSímans er 575 1100 www.netsimi.is NETSímakort me& fakmarkaferi inneign fóst hjá: Skimu, Japis, Hátækni, isfe C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.