Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 21 Ljósmynd/Marteinn Heiöarsson JEPPINN, eins og hann leit út eftir 200 metra fall. áfram. Ég taldi víst að Hannes væri kominn að slakkanum austan megin og væri að leggja af stað niður.“ Snúið við vegna veðurs Bryndís ók einnig af stað: „Skyggnið var svo slæmt að við Bill sáum lítið hvað í kringum okk- ur var. Við komumst nú að staðn- um þar sem við höfðum komið elds- neytistunnunum fyrir kvöldið áður, um 30 metra fyrir neðan litla hæð þar sem skálamir standa. Þar biðu Arni Páll og Nick eftir okkur. Eftir það komumst við út að austurbrún fjallsins. Við urðum að reyna að fara þvert í skaflana, sem voru mjög háir, til að eiga ekki á hættu að velta jeppunum. Mér leist ekkert á veðrið. Færð- in var erfíð og skyggnið afleitt. Arni Páll lagði til að við hættum við að fara niður af fjallinu - það væri ekkert vit í þessu hjakki og veseni. Við skyldum bara keyra til baka og upp að skálunum. Ég var honum fyllilega sammála. Við áttum í allt pf miklum erfiðleikum með bílana. I raun sáum við ekkert hvei*t við voram að fara.“ Árni Páll var með hugann við Hannes sem sást hvergi: „Þegar við komum fram undir brekkuna austan megin sáum við ekki snjóbílinn þó að ég þættist viss um að hann væri bara rétt fyr- ir neðan okkur. Veðrið var svo blint. Við Bryndís töluðum saman, ýmist með því að æpa hvort á ann- að út um bflgluggana eða nota tal- stöðvamar. Eftir dálitla stund kom Hannes upp brekkuna á snjóbfln- um. Hann skildi auðvitað ekkert í því hvers vegna við komum ekki. Eftir að Hannes hafði talað við okkur ákvað hann að það væri heldur ekkert vit í því fyrir sig að fara niður af jöklinum í þessu veðri. Hann ákvað að fresta heim- ferðinni. Síðan ók hann af stað í hina áttina, áleiðis að skálanum." Bryndís horfði á eftir Hannesi fara fram hjá jeppunum: „Þegar Hannes ók upp hallann og birtist okkur á ný varð ég fegin því ég hafði haft áhyggjur af því að geta ekki látið hann vita að við væmm hætt við. Við voram ekki í talstöðvarsambandi við hann. Við hófum nú að snúa jeppunum við. Til þess þurfti að beygja og bakka með tilheyrandi hjakki. Þar sem ég hafði komið á eftir Ama Páli sneri ég við á undan. Ég komst síðan af stað yfir skaflana. Ég ætlaði að aka fyrst þangað sem tunnurnar vora geymdar. Við Bill voram með GPS- staðsetningartæki í bílnum og lás- um sameiginlega af því. Ég hafði reyndar rekið mig á það í seinni tíð að það er ekki mjög heppilegt að stjórna bíl í slæmu skyggni og fylgjast á sama tíma með GPS- tæki. Auk þess var tækið á slæm- um stað - milli sætanna í bílnum. Þegar maður h'tur niður getur stýrið snúist og stefnan breyst án þess að maður taki eftir því. Ég var í rauninni að keyra í hálfgerðri snjóskaflasúpu - á ósléttu þar sem stýrið snerist harkalega til og frá.“ Ámi Páll var í óðaönn að snúa Dodge-jeppanum í sköflunum: „Eg var á töluvert stærri og svifaseinni bfl en Bryndís þannig að hún var fljótari en ég að snúa við. Ég leit síðan á eftir henni. Hún fór í rétta átt. Ég reiknaði með að hún myndi síðan taka aflíðandi vinstribeygju og heim að skála eins og við gerum oft þarna uppi. Ég hafði Bryndísi í sjónmáli og allt gekk eins og ætlað var til að byrja með. Hún var reyndar ekki á neinu rólegheitadóli enda gerist yfirleitt allt hratt og ákveðið hjá Bryndísi. Hún var á talsverðri ferð.“ Bill Menke sat við hlið Bryndís- ar og hafði hugann við GPS-stað- setningartækið: „Það hafði raglað mig dálítið þegar jepparnir tveir vora að snúa við á þröngu svæði á sama tíma og við mættum snjóbfln- um í mjög litlu skyggni. Ég reyndi að átta mig á stefnunni að skálun- um og hafði fundið út að við væram í um 80 metra fjarlægð frá þeim. Mér fannst Bryndís samt ekki aka í rétta átt. „Bryndís! Tækið segir að við sé- um ekki að fara í rétta átt. Við fjar- lægjumst skálana," sagði ég. „Þetta er allt í lagi, Bill. Ég hef tilfinningu fyrir því hvar við eram núna,“ svaraði hún.“ Þau hrapa! Bryndís sat ákveðin við stýri Toyotunnar: „Ég var viss um að ég stefndi í áttina að tunnunum þótt ég hefðj ekki komið auga á þær enn þá. í mínum huga var enginn vafi á því hvar við vorum, enda var ég orðin nokkuð öragg með sjálfa mig þarna uppi á fjallinu eftir fjölda ferða á jökulinn. Sjálfstraustið var í lagi. Nú fannst mér ég farin að grilla í tunnurnar. Eða hvað? Allt í einu var bfllinn kominn fram á snjóhengju. Einhverra hluta vegna hafði ég tekið 90 gráða beygju án þess að gera mér grein fyrir því! Við voram komin alveg út að norðurbrún fjallsins. Mér fannst allt vera að hrynja undan jeppan- um.“ Árni Páll var enn með Toyotuna í sjónmáli: „Ég var nýlega lagður af stað á eftir Bryndísi þegar ég sá að hún tók skarpa hægribeygju. Ég fylgdi jeppanum eftir. Um leið og ég sá að Bryndís beygði hugsaði ég: „Hvert er hún að fara? Hvað er að gerast?" Ég var alveg hlessa. Eg byrjaði að fálma eftir talstöð- inni til að kalla í hana. Um leið og ég opnaði munninn til að tala í stöðina sá ég mér til mikillar skelf- ingai- hvað var að gerast." Bi-yndís fann að náttúraöflin tóku af henni stjómina: „Ég horfði fram á vélarhlífina á bílnum. Hún var á leiðinni niður. Og við líka. Niður í tómið. Samt vissi ég nákvæmlega hvert við vor- um að fara. Ég var einfaldlega að aka fram af fjallinu! Allt í einu fylltist ég gríðarlegum söknuði. „Nú er allt búið,“ hugsaði ég. „Þú ert búin að vera!“ Ég afskrifaði sjálfa mig úr þessu lífi. Um leið og ég fann hvaða mistök ég hafði gert iðraðist ég þeirra. „Við höfum þetta aldrei af!“ Þrúgandi söknuður greip mig. Ég hélt bara um stýrið og hallaði mér aftur - á svipaðan hátt og ég héldi í tauminn á hesti sem væri að stökkva fram af háum bakka. Ég náði ekki einu sinni að verða hrædd ...“ Bryndís var að missa meðvitund. Árni Páll stífnaði upp með tal- stöðina i annarri hendi. Hann hætti við að kalla - það stoðar víst lítið að kalla á fólk í bíl sem er að falla fram af háu fjalli: „Ég sá þegar jeppinn hennar Bryndísar endastakkst fram af fjallsbrúninni. Við Nick horfðum á afturljósin og síðan upp undir hásinguna. Bfllinn fór niður og ljós- in hurfu. Jeppinn var bara farinn! Þetta var hrikalegt. „Andskotinn sjálfur, hvað var hún að gera,“ hugsaði ég. „Þau fóra fram afi Þau fóru fram af!“ æpti ég. Nick hafði aldrei horft fram af þessu fjalli í góðu skyggni og virt- ist ekki gera sér grein fyrir alvör- unni. En ég vissi hvert jeppinn var að fara - niður hundraða metra þver- hnípi.“ William Menke horfðist í augu við dauðann: „Ég hafði enga tilfinningu fyrir því að bfllinn væri að hrapa. Það var bara hvít snjódrífa sem flygs- aðist með fram bflnum. Þetta var eins og að fara gegnum hljóðlátan helli eða göng. „Nú deyjum við,“ hugsaði ég. Eftir óratíma kom gríðarlegt högg. Við rákumst utan í eitthvað sem ég veit ekki hvað var. Mér brá rosalega en hugsaði: „Ég er ekki að deyja.“ Þetta voru lengstu sekúndur sem ég hafði lifað. Það var snjór allt í kringum mig. Bíll- inn hélt áfram að hrapa. Það var eins og snjórinn væri að toga handleggina á mér út. Ég kastað- ist til og frá. Hjálmurinn rakst ut- an í. „Hvar eru sætisbeltin, ég finn ekkert fyrir þeim,“ hugsaði ég. Ég reyndi að berjast á móti af öllu afli og hallaði mér aftur. Mér fannst rúðurnar í bflnum famar úr. Það var eins og snjórinn væri að plægja sig gegnum bílinn. Ég reyndi að þrýsta handleggjunum upp að lík- amanum svo þeir slitnuðu ekki af mér. Þrisvar fann ég óviðráðanleg- an kraft toga í mig og kasta mér upp í bílþakið. Högg, högg, högg. Nú fann ég hvorki fyrir hræðslu né eftirsjá - það greip mig einbeittur vilji að berjast á móti. Allt í einu varð þögn.“ • Bókarheiti er Útkall - Farið fram af fjalli en höfundur Óttar Sveinsson. Útgefandi er íslenska bókaútgáfan. Bókin er alis 256 bls. með fjölda mynda. r S * 4 { 1 h ,5 •A—C T 4 SÝNISHORNIÐ er OPIN SIÓNVARPSRÁS sem þú færð sjálfkrafa aðgang að sýnÍshornið þegar þú tengist breiðbandinu- Sýnishomið næst einnig á kapalkerfi Rafveitu Hafnarfjarðar. í Sýnishorninu eru kynntar þær stöðvar sem í boði em á Breiðvarpinu. Hver stöð er send út opin í heilan mánuð að jafnaði og þannig gefst góður tími til að kynna sér efni hennar. SÝNISHORN í DESEMBER CQRQoHn □eOwQrQ j í desember verður cartoon network barnarásin ? kynnt í Sýnishorninu. cartoon network sendir út i úrvals bamaefni allan sólarhringinn á Breiðvarpinu. VÖNDUÐ JÓLADAGSKRÁ í DESEMBER Dagskráin á Cartoon Network verðui sérstaklega vönduð í desember og verður jólastemmningin allsráðandi í teikni- myndaheiminum. Fylgist með uppáhalds teikni- myndahetjunum halda upp á jólin. GAMLIR OG GÓÐIR KUNNINGJAR í opinni dagskrá á Breiðvarpinu í desember verður m.a. að finna Tomma og Jenna, Steinaldarmennina, Addams fjölskylduna, Scooby Doo og The Mask. GÓÐ BYRJUN Á NÝJU ÁRI Cartoon Network byrjar nýja árið með maraþonsýningum á Tomma og Jenna. Þessir óviðjafnanlegu þættir verða sýndir stanslaust í 24 klukkustundir. 20.000 HEIMILIEIGA PESS NÚ KOST AÐ TENGJAST BREIÐBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDIR HEIMILA BÆTAST VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM. Hrzngdu stkax OG KYNNTO frÉlt MÁUtD! Opið allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.