Morgunblaðið - 06.12.1998, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er segin saga að kvik-
myndaleikaramir í Holly-
wood falla inn í ákveðin
hlutverk og eiga erfitt með
að slíta sig frá þeim yfirleitt vegna
þess að þeir hafa ekki hæfileika til
þess. Allir finna þeir þó þörf til að
breyta um stíl fyrr eða síðar; Jim
Carrey sýnir það með Truman-
þættinum t.d. að hann vill gera
merkilegri hluti á hvíta tjaldinu en
að prumpa. Hann er heppinn.
Hann virðist hafa hæfileika til þess
að rífa sig upp úr þrjúbíómyndun-
um. Amold Schwarzenegger er
ekki svo heppinn. Hann getur ekki
leikið. Gamanmyndir hans eru
dæmdar til að mistakast eins og
margoft hefur sýnt sig en enginn
stendur honum á sporði í hasar-
myndunum. Clint Eastwood er
ekki alveg hæfileikalaus en tilraun-
ir hans til þess að leika annað en
harðhausa og kúreka era í besta
falli forvitnilegar.
Illflokkanlegur
Svo era þeir leikarar sem aldrei
er hægt að festa í ákveðnar rallur
en leika lausum hala um
Hollywoodmyndimar og virðast
geta ráðið við hvaða hlutverk sem
er. Þeir era ekki aðeins kvik-
myndastjörnur heldur einnig af-
bragðsgóðir leikarar. Einn af þeim
er Johnny Depp, einn flinkasti leik-
ari sinnar kynslóðar í
smiðjunni. Það er sama
framleiðendurnir og
stjóramir fá hann til
að gera; hann virðist
léttilega í gegnum það allt
saman. Hann hefur meira
að segja reynt við harð-
hausahlutverkið í
sem John Badham gerði,
„Nick of Time“.
um allt í henni var
legt nema
Hann getur
fyrir jaðarmann
kvikmyndanna
eins og Islands-
vininn John Wa-
ters og hann
smellpassar í
skuggaævintýri
Tims Burtons, sem er
eins konar póst-
módernískur Walt Disn-
ey. Og svo á hann kannski
hvergi betur heima en í mynd eftir
Jim Jarmush eins og „Dead Man“
Einnig vilja evrópskú- leikstjórar,
sem unnið hafa í Hollywood,
starfa með honum. Sænski leik-
stjórinn Lasse Hallström stýrði
honum í þeirri frábæra mynd
„What’s Eating Gilbert Grape?“
og Emir Kusturica í furðuverk
inu „Arizona Dream“. Það er
erfitt að flokka Depp í kvik-
myndaborg þar sem hagnýtast
er að setja menn í dilka svo
hægt sé að búa til úr þeim
þægilegt vöraheiti og kannski
er það hans stærsti kostur.
Nicolas Cage á talsvert sam-
eiginlegt með Depp hvað varðar
fjölbreyttan kvikmyndaferil og
hann mun bera nokkra ábyrgð á
því að Depp sneri sér að kvik-
myndaleik. Depp er fæddur árið
1963. Hann bjó lengst af í Miami á
Flórída og hætti námi á mennta-
skólaáranum til þess að spila í
hljómsveit. Bandið hét „The Kids“,
Krakkarnir, og var bærilega vin-
sælt en árið 1983 breyttu meðlim-
imir heitinu í „Six Gun Method“,
Sexbyssuaðferðina, og stefndu á
frægð og frama í Los Angeles.
Fljótlega eftir það slitnaði upp úr
samstarfinu.
En Depp var kominn vestur,
orðinn tvítugur og kvæntur förðun-
armeistara sem var fimm áram
eldri en hann. Hún kynnti hann
fyrir vini vinkonu sinnar, Nicolas
Cage, sem lofaði að redda honum
prafu. Fyrsta hlutverkið sem Depp
fékk var í mynd Wes Cravens,
Martröð á Álmstræti, árið 1985,
sem eitt af ótölulegum fórnarlömb-
um Freddys Krugers. Honum brá
einnig fyrir í mynd Olivers Stones,
„Platoon", árið 1986, en Depp varð
fyrst þekktur í sjónvarpi á þessum
tíma í þáttum sem hétu „21 Jump
Street“; þeir náðu líklega aldrei
hingað í sjónvarpið.
Depp, sem sló til og sér ekki eftir
því. Eddi klippikramla gerði hann
heimsfrægan. Myndinni var sér-
lega vel tekið af gagnrýnendum og
hún varð mjög vinsæl. Hlutverkið
hentaði Depp einstaklega vel.
Sjálfur vai- hann utangarðs í
Hollwyood og undir stjórn Burtons
gerði hann Edda að misskildu góð-
menni og listamanni sem meðaljón-
unum fannst alltof skrýtinn til þess
að geta verið partur af þeim og
hröktu hann í burtu.
Hann lék aftur fyrir Burton
hlutverk lélegasta en jafnframt
ástríðuíyllsta leikstjóra Bandaríkj-
anna líklega fyrr og síðar, Eds
Woods. Depp var ekki alveg viss
um hvort hann væri rétti maðurinn
í hlutverkið en vinur hans, Waters,
veitti honum stuðning. Honum
tókst frábærlega vel upp sem
klæðskiptingnum og D-myndaleik-
stjóranum Woods. Það var enn eitt
hlutverkið þar sem Depp lék
óvenjulega ef ekki hreinlega undir-
furðulega persónu á stuttum ferli.
Hann gerði það einnig í Benny og
June. I viðtölum tók hann sérstak-
lega fram hverju þetta sætti: „Eg
hef áhuga á fólki sem aðrir segja
að sé fríkað. Frá því ég var ungur
hef ég laðast að fólki sem „venju-
legt“ fólk kallar utangarðsmenn og
furðufugla."
Gerði sjálfur mynd
Kannski vildi hann sjá hvernig
það var að leika í venjulegri
Hollywoodmynd, kannski var hann
leiður á að leika fríkin, en hvað sem
því líður fréttist næst af honum í
hasarmyndinni „Nick of Time“.
Hún er enn ein Hitchcockstælingin
(þær era orðnar fjarska margar)
en Depp fór fjarska vel með sak-
lausu söguhetjuna sem ýtt er út í
TOM Cruise hætti við og Depp hreppti hlutverk Edda klippikrumlu.
Á jaðrinum
Johnny Depp er einn besti kvikmyndaleikari sinnar kynslóðar í
Bandaríkjunum að sögn Arnaldar Indriðasonar. Hann lítur yfir
feril hans í Hollywood og segir frá myndum Depps, sem eru ekki
þessar hefðbundnu bíómyndir er frá draumaverksmiðjunni koma.
I nýjustu mynd sinni, „Fear and Loathing in Las Vegas“.
Vill gera
mynd um
Kerouac;
Johnny
Depp.
DEPP sem grenjuskjóðan í
Waters-myndinni „Cry-Baby“.
aðstæður sem hún hefur engan
skilning á. Myndin gerði sáralítið
íyrir Depp, sem ekki hefur endur-
tekið leikinn.
Hann langaði til þess að gera
sína eigin mynd og talaði við vini
sína um að kvikmynda ævi Jacks
Kerouacs. Ekkert hefur orðið af
því ennþá en hann hefur gert eina
bíómynd, sem hlaut afleitar viðtök-
ur gagnrýnenda þegar hún var
sýnd á Cannes-hátíðinni. Hún heit-
ir „The Brave“ og segir frá indíána
sem losnar úr fangelsi. Depp leikur
sjálfur indíánann og hann fékk vin
sinn úr „Don Juan De Marco“,
Marlon Brando, til þess að fara
með lítið hlutverk. I kvikmynda-
tímaritinu Neon segir að honum
hafi verið boðið að sýna myndina á
Cannes og hann hafi farið með
hana þangað grófklippta og
ókláraða. Viðtökur hafi verið nei-
kvæðar og enn hefur ekki fengist
dreifing á myndinni í Bandaríkjun-
um og Bretlandi.
Um þetta leyti lék hann á móti
A1 Pacino í mafíumyndinni Donnie
Brasco og í kjölfarið fylgdi
dóphausamyndin „Fear and Loat-
hing in Las Vegas“. Depp er sem
stendur kominn til Evrópu þar sem
hann leikur í Níunda hliðinu eða
„The Ninth Gate“ undir stjóm
Romans Polanskis. Þar vinna tveir
góðir saman, menn sem víla ekki
fyrir sér að leita út fyrir formúl-
umar.
Góður fyrir Waters
og Burton
Hann sýndi ótviræða leikhæfi-
leika og vakti athygli Waters, sem
hafði í undirbúningi eins konar
skopstælingu á dans- og söngva-
myndum sjötta áratugarins sem
hann kallaði „Cry-Baby“, Grenju-
skjóðuna. Það er kostuleg gaman-
mynd þar sem Waters, vandræða-
barnið í amerískri kvikmyndagerð,
reynir að gera mynd sem hæfir
meginstraumi kvikmyndanna án
þess samt að gefa of mikið eftir.
Depp er frábær sem unglingahetjan
og grenjuskjóðan úr raglaða geng-
inu, sem þráir ekkert heitar en
skvísuna í slétta og fellda genginu.
Þetta var árið 1990 og leikstjór-
inn Tim Burton átti erfitt. Líkt og
Waters líður Burton best út við
jaðar Hollywoodmenningarinnar
og reynir mjög á þanþol hennar.
Hann var með í undirbúningi mynd
sem hér á landi hlaut heitið Eddi
klippikramla en heitir „Edward
Scissorhands" á frummálinu og
fjallar um ungan dreng sem er
næstum því fullkominn, - hann er
bara með flugbeitt skæri þar sem
allir aðrir era með hendur. Tom
Cruise ætlaði að fara með titilhlut-
verkið en honum sinnaðist við
Burton út af endinum; Cruise vildi
að Eddi fengi hendur í stað
klippikramla í myndarlok. Burton
harðneitaði og hafði samband við