Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ Leyniþjónustuupplýsingar um Norður-Kóreu Taldir vera að undir- búa eldflaugatilraun Tókýó. Reuters. STJÓRN Japans kvaðst í vikunni hafa fengið upplýsingar um að Norður-Kóreumenn væru að búa sig undir að skjóta nýrri eldflaug í tilraunaskyni á næstu vikum. Norður-Kóreumenn andmæltu ásökunum um að þeir hefðu kom- ið upp kjarnorkustöð neðanjarð- ar og sögðu að afstaða Banda- ríkjastjórnar í deilunni gæti leitt til styijaldar milli ríkjanna. Talsmaður Keizo Obuchi, for- sætisráðherra Japans, sagði að sljómin hefði fengið upplýsingar frá leyniþjónustunni um að Norð- ur-Kóreumenn væru að undirbúa eldflaugatilraun en ekki væri vit- að hvenær búast mætti við henni. Þá skýrði japanska dagblaðið Yomiuri Shimbun frá því að Bandaríkjamenn hefðu varað stjórn Japans við því að Norður- Kóreumenn kynnu að skjóta eld- flaug í tilraunaskyni, hugsanlega fyrir árslok. Gervihnattamyndir bentu til þess að eldflaug af gerðinni Taepodong hefði verið flutt af geymslustað á eldflauga- skotpall í Norður-Kóreu í nóvem- ber. Varað við stríði N-Kóreumenn hafa neitað að verða við kröfu Bandaríkja- manna um að eftirlitsmenn fái að skoða neðanjarðarstöð í N- Kóreu þar sem grunur leikur á að verið sé að þróa kjarnavopn. Bandarísk stjórnvöld hafa sagt að fallist N-Kóreumenn ekki á kröfuna kunni deilan að stefna kjarnorkusamningi ríkjanna frá 1994 í hættu, en samkvæmt hon- um eiga Bandaríkjamenn að sjá Norður-Kóreumönnum fyrir tveimur kjarnakljúfum gegn því að þeir smiði ekki kjarnavopn. Talsmaður n-kóreska hersins gaf út harðorða yfirlýsingu um deiluna og sakaði Bandaríkja- stjórn um að vilja valda stríði milli ríkjanna. „Nú, þegar bandarísku heimsvaldasinnarnir hafa kastað af sér grímu „við- ræðna“ og „samninga", fært rík- in að barmi styrjaldar, lýsum við því yfir ... að byltingarher okk- ar mun aldrei fyrirgefa banda- rísku heimsvaldasinnunum og svara árás þeirra með tortím- andi árás,“ sagði í yfirlýsing- unni. Talsmaðurinn bætti við að Norður-Kóreumenn vildu ekki stríð en væru staðráðnir í að svara árásum Bandaríkjamanna. „Þeir verða að gera sér fulla grein fyrir því að það eru engin takmörk fyrir árásarmætti Al- þýðuhers Norður-Kóreu og menn eru hvergi á plánetunni óhultir fyrir árás okkar.“ LlSTASJÓÐUR PennanS Auglýsing um umsóknir úr sjóðnum árið 1998 Styrkir úr Listasjóði Pennans verða veittir í sjöunda sinn^ um nk. áramót. Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins fyrir 14. desember 1998. Sérstök umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í verslunum og á skrifstofu Pennans. Hallarmúla 4, pósthólf 8280, 128 Reykjavík, sími 540 2000, fax 568 0411. °3 Sj®JskyMuvæn/ l SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 13 HER SERÐU AF HVERJU SUMIR VILJA TAKA VINNIINA MEÐ SÉR HEIM RENAULT CLIO Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 26.987 kr. d mdnuði Fjórmögnunarleiga Útborgun 238.554 kr. 15.212 kr. á mónuði Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 28.965 kr. á mónuði Fjármögnunarleiga Útborgun 260.290 kr. 16.553 kr. á mánuði Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 43.919 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Utborgun 411.646 kr. 25.887 kr. á mánuði Rekstrarleiga er miðuð er við 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarleiga er miðuð við 60 mánuði og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er með skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. ATVINNUBILAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Ármúli 13 Sfmi575 1200 Söludeild 575 1220 RENAULT G0TT fðU • slA • 3313

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.