Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTASKALINN í Hvera-
gerði er kraftaverk Einars
Hákonarsonar. Þar stæði
sjálfsagt hálfkarað iðnaðar-
húsnæði ef Einar hefði ekki komið til
skjalanna og reist þetta glæsilega
hús.
„Mér finnst stundum eins og ég sé
hálfgerður aldamótakall,“ segir
Einar: „Ég er náttúrlega fyrst og
fremst listmálari. En ég er líka hug-
sjónamaður. Ég hef mjög gaman af
framkvæmdum, mér fínnst gaman
að sjá hluti verða til, sérstaklega ef
þeir lukkast og verða fallegir. Og ég
er þannig gerður að ef ég fer í gang
þá efast ég ekki. Ef ég hefði verið
efasemdarmaður þá hefði þetta
aldrei klárast. Mér fínnst það vera
ljóður á okkar skólakerfi að það
virðist drepa vissan frumkraft í
fólki. Við getum tekið dæmi af kyn-
slóðinni sem nú er milli þrítugs og
fertugs. Þar er mikið af viðskipta-
fræðingum sem hafa lag á að reikna
hvert dæmi þannig að það gengur
ekki upp. Þeir taka ekki frumkraft
einstaklingsframtaksins með í
reikninginn. Hlutimir komast í
framkvæmd vegna þess að menn
trúa á þá og framkvæma þá.
Ég lagði allt mitt í
Listaskálann, átti
stórt og mikið hús í
Reykjavík með
vinnustofu sem ég
lagði fram sem
stofnkostnað. Þetta
var náttúrlega
áhætta sem ég tók.
En ég segi sem svo:
Lífið er stutt og þótt
ég hafi teflt á tæpasta vað, get ég
ekki annað en verið stoltur núna
þegar húsið er risið og starfsemin
komin af stað. Það er óhugsandi ann-
að en að þessi rekstur haldi áfram
hér í Listaskálanum.
Ég hef oft heyi't það frá kollegum
að hér sé einn besti sýningarsalur
landsins. Hér voru ekki gerð þau
mistök sem oft hafa verið gerð við
byggingu sýningarsala hér á landi
að skilja ekki á milli safns og sýn-
ingarsalar þar sem oft er skipt um
sýningar. Safnið lýtur öðrum lög-
málum, þar þarf að hugsa um að
verja myndir fyrir sólarljósi o.s.frv.
Hér er markmiðið að gera salinn
sem líkastan vinnustofu - að birtan
fái að flæða inn. íslenska birtan er
fallegasta birta í heimi. Það er eng-
in tilviljun að litagleðin er einkenni
íslenskrar myndlistar, skærir litir.“
Listaskálinn í Hveragerði var
opnaður 5. júlí 1997 og hefur fengið
góðar viðtökur. Nær fjórtán þúsund
manns hafa sótt sýningar i húsinu.
Yfir vetrartímann dregst starfsem-
in saman og það er einungis opið
fjóra daga í viku og lokað tvo erfið-
ustu mánuðina, janúar og febrúar.
Auk 17 listsýninga hafa skáld lesið
úr verkum sínum í Listaskálanum,
leikarar flutt texta, tónleikar verið
haldnir og fyrir jól mun Leikfélag
Hveragerðis flytja þar dagskrá um
skáld sem hafa búið og starfað í
bænum. í skálanum er veitingasal-
ur og þegar vel viðraði sl. sumar
skapaðist skemmtileg kaffí-
húsastemmning á veröndinni úti
fyrir með lifandi djassmúsík og
ýmsum uppákomum.
s
EG er nú kominn á þá skoð-
un, þótt ég sé mikill
einkaframtaksmaður, að
svona rekstur sé ofviða
einstaklingi," segir Einar: „Ef starf-
semin á að vera jafnfjölbreytt og
verið hefur, verður að koma til opin-
ber stuðningur. Svona hús verður
líka að fá tíma til að festa sig í sessi.
Það hefur vantað á landsbyggðina
menningarmiðstöðvar sem hafa
þann metnað að halda því besta að
fólki. Það er liður í nútíma byggðar-
stefnu að færa menninguna út á
land. Slík menningarstarfsemi mun
hleypa lífi í listsköpun í landinu.
Hér geta allar listgreinar átt sér
samanstað, ekki aðeins myndlistin.
Ég hef ekki haft bolmagn ennþá til
að koma ýmsu í framkvæmd, svo
sem ráðstefnuhaldi, sem myndi
tryggja fjárhagsgrundvöllinn betur.
Það er aðalvandamálið hversu hratt
þarf að borga lánin, á 10-15 árum,
en svona hús er náttúrlega fyrir
nokkrar kynslóðir. Og það er ekki
nóg að byggja húsið, það þarf að
skapa líf í því. Það tekur lengri
tíma. Það er ósk mín að Listaskál-
inn í Hveragerði verði menningar-
setur fyrir Suðurland."
Einar Hákonarson hefur mikla
trú á kostum listiðnaðarframleiðslu
sem liðar í byggðastefnu framtíðar-
innar. Hann bendir á að í fjölmörg-
um litlum bæjum í Svíþjóð og Finn-
landi er smáiðnaður sem byggður
er á listrænni hönnun helsta lífsvið-
urværi íbúanna. Þar eru t.d. fram-
leiddar glervörur ýmsar, textílvör-
ur, gluggatjöld, sængurfatnaður,
o.s.frv. Glervaran frá Kosta Boda er
að miklu leyti framleidd i 40-50.000
manna bæ í Svíþjóð sem heitir
Kosta. Einar hefur lagt til að smá-
þjóðimar ísland, Færeyjar og
Grænland taki höndum saman um
stofnun listiðnaðarháskóla sem gæti
jafnvel verið í Ölfusinu - í gamla
Hlíðardalsskóla.
„Þessar þrjár þjóðir eiga svo
merkilegan menningararf," segir
Einar, „að það ætti að vera hægt að
skapa söluímynd listiðnaðar frá
þessum löndum rétt eins og „Seand-
inavian Design" er nú þekkt um all-
an heim. En grunnurinn að þessu
verkið lifír
allt af
Hér á árum áður var Haustsýning Félags
íslenskra myndlistarmanna fastur viðburð-
ur í menningarlífínu. Einar Hákonarson,
listmálari og athafnaskáld, hefur lengi haft
þann metnað að festa slíkar sýningar í
sessi á ný - og nú stendur yfir önnur
Haustsýning Listaskálans í Hveragerði.
Jakob F. Ásgeirsson ræddi við Einar um
haustsýninguna, kaldan veruleika ís-
lenskra myndlistarmanna, framtíðar-
drauma og frumkraft einstaklingsins.
liggur í svona skóla. Kennsluna
mætti byggja upp með gestakennur-
um, frægum hönnuðum sem kæmu
hingað víðs vegar að úr heiminum.
Þetta gerði ég á sínum tíma þegar ég
var skólastjóri Myndlista- og hand-
íðaskólans, fékk hingað erlenda lista-
menn til að kenna sem gerði það að
verkum að hingað bárust nýjar hug-
myndir og straumar. Það er nauð-
synlegt að aðskilja notagildislist og
fagurlist. Nýi Listaháskólinn yrði
t.d. mun sterkari ef þar væri bara
fagurlistin ásamt leikUstinni og tón-
listinni. Þetta segi ég vegna reynslu
minnar af kennslu og skólastjórn.
Það er alltaf tilhneiging til þess að
fagurlistin skyggi á listiðnaðargrein-
ar þar sem hvort tveggja er undir
sama hatti.
Hér á landi hefur menntun í list-
iðn vantað. I gegnum tíðina höfum
við íslendingar verið svo miklir orðs-
ins menn að ritlistin hefur fullnægt
okkar andlegum þörfum meira en
myndlistin. Það er mikill munur að
þessu leyti að alast t.d. upp í Frakk-
landi og á íslandi. í Frakklandi er
sjónlistin alls staðar í umhverfinu,
arkitektúmum, söfnunum og það er
hægt að tengja sögukennslu svo vel
sýnilegum hlutum úr umhverfinu.
Þegar ég stóð að Sögusýningunni
Listaskálinn í Hveragerði.
Morgunblaðið/Þorkell
EINAR Hákonarson í sýning-
arsal Listaskálans í Hvera-
gerði. í baksýn er eitt verka
Guðnýjar Kristmanns á
Haustsýningunni, „Án titils".
Sýnendur auk Guðnýjar eru
Alan James, Elín Rebekka
Tryggvadóttir, Gerður Guð-
mundsdóttir, Guðmar Guð-
jónsson, Guðmundur Ármann
Sigurjónsson, Helga Magnús-
dóttir, Kristinn G. Jóhanns-
son, Magnús L. Sigurðsson,
Ólöf Kjaran, Sigurður Magn-
ússon, Sigurður Vilhjálmsson,
Torild Malmo Sveinsson
og Þorsteinn Helgason.
miklu á ellefu hundrað ára afmæli
íslandsbyggðar 1974, var það mest-
ur vandinn að sýna með áþreifanleg-
um hætti mannlíf fyrri alda. Það var
svo lítið til að við urðum hreinlega að
búa ýmislegt til. Sumt komst í fram-
kvæmd, ekki annað. Mér hefur alltaf
fundist miður að okkur skyldi ekki
takast, eins og stóð til, að byggja á
Klambratúni sveitabæ eins og þeir
litu út á tima Skaftárelda. Það var
feiknalega skemmtilegt starf með
góðum mönnum að vinna að Sögu-
sýningunni. Við hættum að líta á
söguna sem persónusögu eins og við
höfðum lært í skólum, heldur reynd-
um við að grafast fyrir um hvemig
raunverulegt líf manna var og skýra
gerðir manna og hvatir með
skírskotun til umhverfis þeirra."
Haustsýningin er síðasta
sýning ársins í Listaskál-
anum. Hún hófst 1. októ-
ber og stendur til 13. des-
ember. Markmið Haustsýningar-
innar er að gefa óþekktum mynd-
listarmönnum tækifæri til að koma
sér á framfæri. Einar segir að það
hafi komið sér á óvart hvað sé mikið
af duglegum málurum tiltölulega
óþekktum. Dómnefnd bárust um 80
verk og 59 voru tekin til sýningar.
Málararnir eru á öllum aldri og víða
af á landinu, þ.á m. eru tveir útlend-
ingar sem hér hafa ílenst. „Sýningin
er betri núna en í fyrra,“ segir Ein-
ar, „og gefur vísbendingu um að það
sé að koma inn aftur dálítið róman-
tískt málverk.“
Þótt erfitt sé að standa í skilum,
hefur Einai- tröllatrú á að Listaskál-
inn í Hveragerði eigi bjarta framtíð.
„Já, ég hef miklu meiri áhyggjur
af okkur myndlistarmönnunum,"
segir hann. „Það virðist dottinn
undan okkur grundvöllurinn að
mörgu leyti, það hefur dregist svo
mikið saman salan á myndlist. Það
eru fyrst og fremst orðin söfnin sem
kaupa myndlist. Sjálfsagt búa hér
margar ástæður að baki, t.d. meira
framboð á ýmsu, auk þess sem