Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 18
*18 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Á LEIÐ út Álftafjörð. Lagt af stað á ný eftir að hópurinn kom , saman til skrafs og ráðagerða. Ákveðið var að halda áfram og freista þess að komast út fjörðinn þennan dag en fljótlega versnaði veðrið mjög og hópurinn fór því ekki eins langt og hann ætlaði sér. Mannskapurinn kom hálf þreyttur og blautur í land * fyrir myrkur þennan dag. í hans, myndlistarmaðiu’inn, hitað vatn og hellt upp á könnuna þegar aðrir opnuðu augun að morgni. Einstök veðurblíða heiðraði leið- angurinn þegar hann sigldi út úr Alftafirði. Róðurinn gekk vel og létt var í mannskapnum. Tveir stórir ís- jakar urðu á vegi ræðaranna og þrátt fyrir lögin óski-áðu, sem áður voru nefnd, stóðust þeir ekki freistinguna -*ið fara mjög nærri þeim; aðdráttar- aflið var svo mikið! En það var eins og við manninn mælt; ekki voru þeir komnir nema spölkoi-n frá jökunum aftur þegar stórt stykki hrundi úr öðrum þeirra, á þeim stað þar sem einn hafði róið nokkrum mínútum áð- ur. Mönnum brá heldur betur í brún. Þeir höfðu verið varaðir við þessu en heppnin var á þeirra bandi að þessu sinni. Hópurinn hét því að fara aldrei svo nálægt jaka eftirleiðis. Veðrið hélst gott og því var ákveðið að róa lengra en áætlað var í fyrstu. Hópurinn tók ekki land íyrr en eftir 32 km. Lent var í klettóttri fjöru og tjöldum slegið upp þar fyrir ofan. Laugardaginn 29. ágúst réri hóp- .áiirinn síðustu 20 kílómetrana og kom til byggða. Þegar dagleiðin var um það bil hálf fór ekki á milli mála að mannabústaðir voru í nánd; talsvert sást af bátum í grenndinni og þyrlu- ferðir fóru ekki framhjá ferðalöng- unum. Síðast en ekki síst benti ýmis- konar mengun í sjó til þess að mannabyggð væri framundan; bæði talsverður grútur og ýmiskonar drasl. Munurinn var mikill frá því inni í Álftafirði þar sem sjórinn var ótrúlega hreinn og tær. Komið var að endastöð, bænum Nanortalik, um klukkan fimm síð- >riegis. Fljótlega eftir að komið var í land var haldið á hótel og tekið hressilega til matarins. Ekki síst kokkurinn, sem loksins fékk frí eftir að hafa sinnt skyldustarfi sínu með sóma í tíu daga! Mannlífið var kann- að og vingjarnlegir heimamenn tóku vel á móti gestunum. Fólkið var ein- staklega vingjarnlegt, allir heilsuðu ^iwi iiíh ■iiL jjii Liiiiimjiu.miu í MYNNI Álftafjarðar, á útleið, var boðið upp á indverskan pottrétt. Mannskapurinn tók sig til og bakaði indverskt brauð á hlóðum í kvöldhúminu. NANORTALIK, fallegur bær þar sem leiðangursmenn luku kajakferðinni. Frá Nanortalik var svo farið með þyrlu til flug- vailarins í Narsarsuaq og þaðan með áætlunarflugi til Islands. í rauða húsinu fremst á myndinni er merkilegt byggðasafn, þar sem margir munir tengjast kajökum og veiðum Inúítanna. mmm-------------------i---—■ BJÖRN Markússon gluggar í bók, á myndinni lengst til vinstri. í miðjunni er Baldvin Kristjánsson í stafalogni daginn sem lengst var róið, 32 km; fyrir miðri mynd sést til Ketilsfjarðar. Hér að ofan spæna leiðangurs- menn svo í sig morgunverð. með virktum og margir með handa- bandi. Fólkið í þessu 1.000 manna byggðarlagi sýndi aðkomumönnum mikinn áhuga. Hópurinn hafði verið fjarri manna- byggð í tíu daga og vitaskuld ekki komist í sturtu. Ur því sem komið var skiptu einn eða tveir dagai- í viðbót ekki höfuðmáli. Sturtustofnanir voru lokaðar um helgina en á mánudegin- um fékk hópurinn að fara í sturtu í íþróttahúsi bæjarins - og fannst mönnum þá renna upp langþráð stund og notaleg! Enginn í hópnum skildi græn- lensku, en engu að síður var farið í messu að morgni sunnudagsins. Presturinn talaði vitaskuld á móður- málinu, en þrátt fyrir að skilja hann ekki skynjaði hópúrinn stemmning- una og naut messunnar vel. Og þeg- ar presturinn sagði amen, vissu allir hvað hann meinti! Aður en haldið var frá Nanortalik skoðaði hópurinn stórt byggðasafn, þar sem stór hlutinn er undir kajaka og annað slíkt. Þar komst hópurinn til að mynda að því að þegar kajak- var smíðaður fyrir ungan mann á Grænlandi, mátti skinnið ekki vera of þétt saumað saman ofan dekks og báturinn varð að vera svo rúmur, að sálir dýranna sem veiðimennirnir drápu, kæmust inn í bátinn. Ferðin til Grænlands heppnaðist vel. Ferðalangarnir voru himinlif- andi þegar heim var haldið, höfðu verið heppnir með veður mest allan tímann og nutu kyrrðar og friðar. Engu máli skipti hvaða dagur var, enginn hafði áhyggjur af því hvað tímanum leið á daginn og enginn hringdi síminn. Ekkert truflaði. ■■■■■■■■■■■■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.