Morgunblaðið - 06.12.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.12.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ var hann kominn með umboðs- mannanet um allt land. Petta var hópur manna sem safnaði ojg skrifaði upp handrit fyrir hann. A þessum tíma höfðu menn skrifað upp fjölda skinnhandrita á pappír og notað svo skinnin í annað. Það var til dæmis til siðs að binda inn bækur með göml- um skinnhandritum. Á þessum tíma voru því skinnhandrit eyðilögð í stór- um stíl. Árni Magnússon tók fyrii' þetta. Hann reif skinnin utan af pappírsbókum og safnaði þeim sam- an. Hann var því að safna blaði hér og blaði þai' og því sem menn litu á sem eitthvert rusl. Árni var líka ótrúlega fylginn sér í söfnuninni. Hann elti uppi hvert blað. Ef hann fékk einhver skinn- blöð, spurði hann hvaðan þau komu til að vita hvort hægt væri að finna eitthvað meira. Þannig rakti hann sig áfram frá manni til manns. Að þessu leyti var hann alveg einstak- ur. Fyrir utan handritin hefur varð- veist mikið af hans eigin pappírum, eins og bréfum, bæði uppköstum að hans eigin bréfum og svo bréf til hans og einnig gífurlega mikið magn af seðlum og minnismiðum.“ Eftir að Árni lauk erindrekstri á Islandi virðist hann hafa lifað góðu lífi í Kaupmannahöfn og sáttur við sitt hlutskipti. Það var svo í október 1728 að eldur kviknaði í Kaup- mannahöfn sem átti þegar yfii' lauk eftir að eyðileggja um þriðjung borg- arinnar. Þar á meðal íbúðarhúsnæði Ama Magnússonar og hluta af safni hans. I ævisögunni kemur fram að ekki hafi eins mikið tapast af hand- ritum í brunanum og haldið var í fyrstu. „Það tókst að bjarga mjög miklu af safni Árna úr brunanum. Það sem helst glataðist voru 17. ald- ar pappírar og hans eigin vinnupapp- írar. Það hafa varðveist bréf sem Árni skrifaði heim til vina sinna eftir brunann og þau eru mjög átakanleg. Það var hörmulegt fyrir 65 ára gaml- an mann að lenda í þessu áfalli. Svo virðist sem hann hafi lítið átt við safnið eftir brunann og varla lagt í að rannsaka hvað bjargaðist og hvað ekki. Árni lést svo 14 og hálfum mánuði síðar.“ Andvígur uppspuna Það hefur tíðkast nokkuð meðal sagnfræðinga að endurskapa stemmningar í ævisögum en þess sér ekki stað í ævisögu þinni um Árna. „Það er hlutverk sagnfræðinga að draga ályktanir af þeim heimildum sem þeir hafa í höndum eins og ég geri til dæmis í Bræðratungumálinu. Eg er hins vegar algjörlega andvígur því að sagnfræðingar búi til efni eða atriðislýsingar og víki þannig frá þeim heimildum sem þeir hafa í höndunum. Mér finnst það svik við fortíðina. Við vitum ekki meira en það sem stendur í þeim skjölum sem hafa varðveist og mér finnst ekki við hæfi að búa eitthvað til. Eg trúi því að hægt sé að skrifa sagnfræði á grípandi og aðgengilegan hátt án þess að skálda í eyðurnar. Það er hlutverk rithöfunda að skálda að endurskapa stemmningar og Halldór Laxness gerði það með sínum hætti í Islandsklukkunni. Islandsklukkan stendur vel fyrir sínu og engin ástæða til að deila á þá bók fyrir að vera ekki sagnfræðilega rétt. Sagnfræðingar verði hins veg- ar að vara sig á því reyna að keppa við skáldskap með þvíað lauma hon- um inn í eigin texta. Fæstir sagn- fræðingar eru verulega góðir rithöf- undar í þeim skilningi að þeir ráði við persónusköpun og uppbyggingu á söguþræði þannig að útkoman er flatur og tilþrifalítill texti uppfullur með klifun og ófrumlegu myndmáli. Hlutverk þeirra er allt annað. Þeh' eiga að segja fólki sögui' úr fortíð- inni um atburði sem gerðust og ástand sem var. Þeir hafa nokkuð langa hefð um eigin frásagnarhátt, látlausan og skýran, sem þeir geta vissulega beitt á miklu hugvitsam- legri hátt en þeir hafa lagt í vana sinn. Ég skal ekki segja til um það hvernig mér hefur tekist til í bókinni um Árna, en ég gerði mitt besta og vona að texti minn nái til sem flestra.“ Það myndi heldur ekki hæfa viðfangsefni þínu að skálda í eyðurnar? „Árni Magnússon þoldi ekki uppspuna og vildi vita stað- reyndir málsins. Til marks um það var uppáhaldsbók Áma íslendinga- bók Ára fróða. Hún kemst næst því að vera sagnfræðileg um fortíðina og þar er minnst um lygarnar." JÓlamatseoxll með STEXKAAHLAÐBOROX í HRDEGINU 2.150 fl KVÖLDIN 3-450 Skólflbrú BORÐflPfiNTfiNIR f SÍMfl 5624455 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 27 % SHARF HC-4500A - handtölva Windows CE 2.0 • Hátalari, míkrofónn stýrikerfi • Upptaka á minnis- 16 mb minni punktum möguleg 6,5" 256 lita • Pyngd: 485g snertiskjár • Vasa- Excel, Word, (640 x 240 punktar) Power Point, Með tengingu við simalínu eða GSM sima getur þú sent og móttekið tölvupóst og fax og tengst internetinu Internet Explorer Stafræn myndavél ^ (auka- búnaðurl — stýrikerfi 16 mb minni 6,5" 256 lita snertiskjár (640 X 240 punktar) Tengimöguleikar: PC kort (Typa II) innrauður sendir, móttakari (IrDA standard) Raðtengi SHARP handtölvur framtfðarinnar BRÆÐURNIR m ormsson mÉm Lágmúla 8 • Sími 533 2800 SÍMINN Anm'iiii 'jJi «(rni fiW) /íiíiO • Kfifiíjluflíii, §ínii SSQ 6690 • ÞjónustUyofi, sínii |5Ö 7Ö0Ö • Sífoflfujifl Intoinðt, §fnii 11(10 707§ • AMoiifiiji, sítni 4*40 3000 ihniðéiWókl, sflfli 45fi 1000 • jaBlifði, DÍini ítifl llOflfl • Akufnyfi, sltni 4606710 • IgilöStÖðuni, slml 4701000 • Sollossi, §lm! 4901100 • Kafluvlk, slmi 420 1615 Afgreiðslustððum islsndgpósts um l«nð ulli 2 o Ericsson 688 GSM o Tilboðsverð 22.980,- Ddnd De Lux m/númerabirti stgr. Hagenuk Europhone S ÍSDN II.98O,- stgr. www.simi.is/simar Ericsson 768 GSM Tilboðsverð 29.980,- Allar upplýsingar um símbúnað eru á Intemetinu og í síma 800 7000. r siminn til þín um íólin? Jólaleikur Beocom 6000 þráðlaus simi m/númerabirti stgr. | Dauum VfNfdlNÖAM VlfJ NlfiUtMir I 1. des Logger Mini 81.792 2. des Logger Plus 43.100 3. des Telia Sensa 8.001 4. des Telia Mox 94.441 5. des Telia Sensa 11.532 6. des Telia Mox 60440 Wdlk&Tdlk 955 þráðlaus simi m/númerabirti 14.231 9~ st9r- Upplýsingar um vinningstölur birtast daglegafrá 1. - 24. des. á Intemetinu á www.mbl.is og www.simi.is/simar. Allar vinningstölumar verða birtar 24. desember í dagblöðum. Telid Contur 22 þráðlaus sími Tilboðsverð 8.980,- Telid Heddd handfrjáls búnaður f/heimilissima 2.490, stgr Mdxon MX-2450 NMT 24.9^0,- stgr. * Hðnnun: Gunn«r SlElnþðriion / FlT / BO-10.1998

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.