Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 30
YDDA /SÍA
»30 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
>í
I Skrúði eru borðin hlaðin girnilegum jólamat. Njótið þess
að snæða ljúffengan mat á notalegum stað. Feðgarnir Jónas
Þórir og Jónas Dagbjartsson flytja ljúfa tónlist.
lá
>
%
Okkar vinsælu, straufríu matar- og
kaffidúkar eru komnir aftur.
100% polyester. Jaquard ofnir.
Litir: Flöskugrænt, kremað, vínrautt,
dökkblátt, gult, hvítt og laxableikt.
Stærðir:
90x90 sm....... .......399,-
140x180 sm.............1.190,-
150x220 sm.............1.490,-
150x250 sm.............1,690,-
160 sm hringur..........1.190,-
Smáratorgl 1 Skeifunni13 Norðurtanga 3 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum
200 Kópavogi 108Reykjavík 600 Akureyri 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg
510 7000 568 7499 462 6662 565 5560 104 Reykjavfk
DÆGURTÓNLIST
Morgunblaðið/Kristinn
KRAFTUR Þröstur og Páll Súrefnismenn.
Súrefnisrík
danstónlist
HLJÓMSVEITIN Súrefni sendi frá
sér sína aðra breiðskífu a dögunum
sem á er að finna kröftuga danstón-
list. Þeir félagar Þröstur og Páll skipa
Súrefni, en á skífunni koma fleiri við
sögu og reyndar var vinnulag þeirra
heldur nýstárlegt að þessu sinni.
Súrefhismenn settu plötuna saman í
sumar og hófust handa við að semja
lög á hana í vor. Þröstur semur lögin
og þegar hann var hálfhaður eða þar
um bil tók Páll það sem komið var, fór
í hljóðver með Arnari trommuleikara
og tók upp grunna að lögunum. Þröst-
ur hélt áfram að semja á meðan og
þeir félagar segja að þessi tilhögun
hafi heppnast bráðvel. „Við unnum
þetta vitanlega meii-a og minna í sam-
einingu," segir Páll og vísar til upptök-
unnar. „Þröstur var í svo miklu stuði
við að semja að við einbeittum okkur
að því að vinna lögin áfram og bæta
inm' trommunum og þegar hann var
búinn að semja allt koma hann svo að
vinnunni með okkur.“ Páll segir að
fleiri hafi lagt hönd á plóginn og nefnir
sérstaklega þá Didda og Adda 800
sem eiga líka mikið í plötunni, „sér-
staklega Addi 800, sem á heiðurinn að
hljómnum, en Diddi stakk upp á því að
við bættum gítar inm' eitt lagið sem
kom afskaplega vel út“.
Súrefhi hefur leikið víða undanfarið
og þá með trommur og gítar sér til
halds og trausts. Þeir félagar segja
það vissulega gefa tónlistinni kraft-
meira yfirbragð og skemmtilegra að
hafa lifandi hþoðfæri með „og svo hef-
ur fólk líka eitthvað að horfa á þegar
við erum að spila, það er svo leiðinlegt
að horfa á einhverja tvo bogra yfir
tölvum". Fyrir vikið hafa lög sveitar-
innar líka tekið nokkrum breytingum
þegar þau eru flutt af sviði; lifandi
trommur komnar í öll lög og í flestum
bregður fyrir gítar sem gerir þau
óneitanlega mun kraftmeiri að sögn
þeirra Súrefnismanna. ,Addi
[trommari] er náttúriega orðinn eins
og partur af hljómsveitinni, búinn að
spila með okkur í heilt ár og þegar
hann er ekki með þá komum við ekki
fram. Hann er þó ekki genginn í Súr-
efni, enda er hann að vinna með sinni
eigin hljómsveit," segir Páll, en Addi
er liðsmaður í hljómsvetinni Stolíu.
Súrefni var á sínum tíma fjölmenn
hljómsveit með gítar, bassa trommum
og öllu tilheyrandi en fyrir ýmsar sak-
ir fór svo að þeir voru tveir eftir
Þröstur og Páll. Þeir segjast vel geta
hugsað sér að þróa þá hugmynd frek-
ar í framtíðinni að hafa meira af lif-
andi hþoðfærum í tónlist sveitarinnar,
en það yrði þá sem viðbót við þeirra
tónKst.
sveitin Hálft í
hvoru.
Horfl um öxl
HLJÓMSVEITIN Hálft í hvoru er
mörgum að góðu kunn, en hún er
enn starfandi eftir sautján ára líf-
tíma. Talsverðar breytingar hafa
orðið á hljómsveitinni frá því hún
var stofnuð 1981, en fyrir skemmstu
kom út safnskífa, Horft um öxl, með
lögum frá fyrsu árum Hálft í hvoru.
Hálft í hvoru skipuðu upphaflega
þau Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson,
Bergþóra Ámadóttir, Eyjólfur
Kristjánsson, Gísli Helgason, Ingi
Gunnar Jóhannsson og Oi-var Aðal-
steinsson. Hljómsveitin gaf út sína
fyrstu plötu það ár, Heyrðu, og ári
síðar gaf Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu út plötuna Al-
mannarómur, en sveitin fór víða um
land til að kynna þá plötu og einnig
í tónleikaferðir til Noregs og Sví-
þjóðar.
Bergþóra hætti í hljómsveitinni
síðsumars 1982. Vorið eftir gaf
sveitin út tveggja laga plötu og
stóra þá um haustið, en vorið eftir
fluttist Aðalsteinn Ásberg af landi
brott. Varð þá nokkur stefnubreyt-
ing á tónlist sveitarinnar og tals-
verðar mannabreytingar fylgdu í
kjölfarið.
1986 kom út platan Götumynd
með Hálft í hvoru og var Gísli einn
eftir af stofnmeðlimum, en með
honum í sveitinni voru Herdís Hall-
varðsdóttir, Guðmundur Benedikts-
son og Hannes Jón Hannesson. Ingi
Gunnar, Örvar og Eyjólfur gengu
aftur í sveitina stuttu síðar, en
Bergsteinn Björgúlfsson leysti svo
Gísla af hólmi árið 1985 og þannig
skipuð starfar sveitin enn þann dag
í dag, þó starfsemi hennar sé stopul
og hljómsveitin allbreytt frá því
fyrstu skreftn voru stigin.
Á safnplötunni sem hér er gerð
að umtalsefni er að finna alla fyrstu
skífu Hálft í hvoru, Áfram, en
einnig lög af Almannarómi og
Heyrðu, en alls eru á plötunni
nítján lög.