Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER1998
MORGUNBLAÐIÐ
Maður
með
mörgu andlitin
„LEIKARA er lífs-
nauðsyn að vera í
snertingu við lífið
utan leikhússins,"
segir maðurinn
með mörgu andiit-
in, Pálmi Gestsson.
Pálmi Gestsson var tíður gestur á sjón-
varpsskjám landsmanna í nóvember. Hann
birtist að vanda í ótal gervum í Spaugstof-
unni en einnig í hlutverki Ragnars Sig-
mundssonar í Sunnudagsleikritinu Svanna-
söng og þá ekki síst sem þjóðhetjurnar
þrjár í sjónvarpsþáttaröðinni um Jón Sig-
urðsson, Einar Benediktsson og Halldór
Laxness. Hávar Sigurjdnsson ræddi við
Pálma í eigin persónu.
EKKI ÞARF að hafa mörg
orð um eftirhermuhæfi-
leika Pálma Gestssonar.
Hann hefur sýnt það í
Spaugstofunni að fáir standast hon-
um snúning á því sviði. Steingrímur
Hermannsson, Ólafur Ragnar
Grímsson, Guðmundur J. Guð-
mundsson (Jakinn), Artúr Björgvin
Bollason og Jón Viðar Jónsson hafa
allir orðið hálfgerðir „standardar"
svo einhverjir séu nefndir af þeim
sem Pálmi hefur fengið að „láni“ og
snúið upp skoplegu hliðinni á.
Sjálfskipaðir menningarvitar
Pálma er mikið niðri fyrir þegar
talið berst að listrænu gildi þess að
herma eftir og segir það ekki einasta
misskilning að eftirherma sé „óæðri“
leiklist, heldur lýsi það hreinni van-
þekkingu á list leikarans. „Hvað er
persónusköpun leikarans annað en
eftirherma þegar allt kemur til alls?“
spyr hann. „Það fer óumræðilega í
taugamar á mér þegar einhverjir
sjálfskipaðir menningarvitar sem
hafa ekld hundsvit á praktískri leik-
list, eru að viðra skoðanir sínar á því
hvað sé merkileg leiklist og hvað
ekki. Við sköpun persónu leitar mað-
ur í tilfinningaminni og alls kyns
minningar og hugmyndir sem maður
hefur sankað að sér um ævina, síðan
„hermir“ maður eftir þessu og býr til
persónuna. I mínum huga er enginn
grundvallarmunur á því að gera
þetta eða herma eftir persónu sem
allir þekkja.“
Munurinn felst kannski aðallega í
nákvæmninni sem þarf að viðhafa,
endurskapa þau einkenni persón-
unnar sem flestir kannast við.
Skoða persónuna utanfrá í stað inn-
anfrá. Margir leikarar vinna sig
einmitt inn í persónuna utanfrá,
finna t.d. göngulag og líkamsburð
fyrst og fara svo inn í hana. Aðrir
vinna persónuna innanfrá, skoða til-
finningar og viðbrögð og leita í
sjálfum sér eftir hliðstæðum.
Brotið blað i eftirhermulistinni
„Þegar persónurnar eru vel
þekktar er skopstælingin fólgin í
því að ýkja helstu persónueinkennin
þannig að þau verði fyndin. Eða það
vonar maður,“ segir Pálmi. Eftir-
hermur hans af þjóðhetjunum Jóni
Sigurðssyni og Einari Benedikts-
syni voru annars eðlis. „Þar var ég
að gæða útlit persónanna lífi; eng-
inn veit hvernig rödd þeirra hljóm-
aði eða hvaða „takta“ þeir höfðu,
þjóðin þekkir þá bara af Ijósmynd-
um og skrifum þeirra og umsögnum
samtímamanna. Þetta var mjög
svipað og að skapa persónu í leik-
riti. Þar hefur maður persónulýs-
ingu og texta.“
Með Halldór Laxness gegnir
öðru máli því þar hermdi Pálmi eftir
persónu, sem er öllum vel kunn, án
þess að skopstæla hana og gerði
það þannig að margir áttuðu sig
ekki á því að um eftirhermu var að
ræða. „Ég minnist þess ekki að aðr-
ir hafi hermt eftir á þennan hátt áð-
ur. Ekki hérlendis. Ég held jafnvel
að taka megi svo djúpt í árinni að
segja að brotið hafi verið blað í eft-
irhermulistinni því þarna kemst
hún næst hefðbundinni persónu-
sköpun eins og ég var að lýsa henni
áðan, því þetta var einfaldlega
spurning um að setja sig í spor
mannsins á sem raunverulegastan
hátt og á nákvæmlega sömu for-
sendum og þegar maður undirbýr
hefðbundið hlutverk. Ég beið
spenntastur eftir viðbrögðunum við
þessum þætti því það þekktu allir
Laxness og allir hafa einhvem tíma
hermt eftir honum. Vænst þykir
mér um hversu margir hafa lýst
ánægju sinni með þáttinn og per-
sónumyndina af Halldóri Laxness
sem ég reyndi að draga fram.“
Sjö hlutverk í senn
Pálmi kímir þegar ég spyr hann
hvernig hann komist yfir þetta allt
saman. „Það var óneitanlega dálítill
erill í vor því þetta rakst svolítið
hvað á annað. Svannasöngur, þætt-
irnir hans Þoi-valdar og sjónvarps-
mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson,
sem sýnd verður milli jóla og nýárs.
Ég rak líka inn nefið í jólaleiki-it
Sjónvarpsins, Dómsdag, eftir Egil
Eðvarðsson. Á þessum sama tíma
var ég að æfa hlutverk plötusnúðs-
ins í söngleiknum Grease í Borgar-
leikhúsinu. Ég sagði líka við sjálfan
mig þegar mest gekk á: „. . . hvað
ertu eiginlega að pæla?“ Málið var
auðvitað að allir sögðu að þetta ætti
ekki að gerast á sama tíma, eitt átti
að taka við af öðru í snyrtilegri röð
en þannig gerast kaupin bara ekki á
eyrinni. Ég lék svo 52 sýningar á
Grease í sumar þangað til Þjóðleik-
húsið fór í gang og Bergþór Pálsson
tók við hlutverkinu mínu.“
Pálmi hefur í haust leikið Vigfús
Scheving sýslumann í Solveigu eftir
Ragnar Arnalds í Þjóðleikh'úsinu og
þessa dagana er hann að æfa hlut-
verk Ki’ogstad í Brúðuheimili Hen-
riks Ibsens sem verður jólasýning
Þjóðleikhússins. Spaugstofan hefur
svo verið á sínum stað, vikulega á
laugardögum í haust. Ýmislegt fleira
smálegt leggst svo ávallt til, einsog
talsetning á teiknimyndum, lestur
inn ,á auglýsingar.....og svo var
ég að opna húsgagna- og gjafavöru-
verslun í Haftiarfirði ásamt félaga
mínum,“ bætir hann við.
Fyrr má nú ofbjóða
Ég spyr hann hvort honum sé í
sérstakri nöp við að taka sér frí.
Spurningunni er kastað fram í hálf-
kæringi en hann tekur sér tíma til
að svara. „Nei, alls ekki. Mér þykir
mjög gott að slíta mig frá leiklistar-
starfinu og hverfa að einhverju allt
öðru á milli. Hlaða batteríin. En
starf leikarans er þannig að það er
ekki hægt að stjórna því hvemig
verkefnin lenda og þó álagið í vor
hafi verið óvenju mikið þá er samt