Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 29* Sólarsaga Sálarinnar SÁLIN hans Jóns míns fagnar tíu ára afmæli sínu nú um stundir, meðal annars með tvöföldum geisla- diski sem hefur gengið bráðvel. Fyi-stu eintökunum fylgdi ítarleg samantekt um sveitina skreytt fjölda mynda. Sálin hans Jóns míns rekur rætur sínar til þess að haustið 1987 fékk Þorsteinn J. Vilhjálmsson Jón Olafsson hljómborðsleikara og aðal- sprautu Bítlavinafélagsins til að setja saman sveit sem flytja átti Blues Brothers-lög á skemmtun í Sigtúni. Jón fékk til liðs við sig nokkra tónlistarmenn, þar á meðal Stefán Hilmarsson söngvara og Guðmund Jónsson gítarleikara, en aðeins var ætlunin að leika á þessari einu skemmtun. Eftir áramót ákvað Jón Ólafsson í félagi við tvo aðra að stofna soul- sveit og kallaði til þá Stefán og Guð- mund aftur. Sveitin fékk nafnið Sál- in hans Jóns míns í takt við fyrir- hugaða tónlistarstefnu, sendi frá sér breiðskífuna Syngjandi sveittir um vorið og spilaði sem mest hún mátti yfir sumarið. Jón og félagar hættu um haustið til að taka upp fyrri iðju í Bítlavinafélaginu, en þeir Guðmundur og Stefán ákváðu að halda áfram, fengu til liðs við sig nýja menn og tóku nýja stefnu; í stað þess að leika soul-skotna tón- list eftir aðra varð aðal sveitarinnar að flytja frumsamda tónlist eftir þá Guðmund og Stefán. Með þetta að leiðarljósi varð Sálin vinsælasta hljómsveit landsins á skömmum tíma og hélt vinsældunum þar til ákveðið var að láta lýðræðið ráða og allir lögðu lög á vogarskálarnar á breiðskífunni Þessi þungu högg árið SAFNGRIPUR Sólarsaga Sálar- innar ‘88-’98. 1992. Ekki gekk það sem skyldi og snemma árs 1993 ákváðu þeir félag- ar að taka sér ótímabundið frí til að sinna öðru hver í sínu lagi. Fríið góða stóð í tvö ár, því sum- arið 1995 var Sálin aftur komin á kreik og hefur svo verið síðan að sveitin starfar í snörpum vinnulot- um á milli þess sem liðsmenn henn- ar sinna öðru námi og störfum með- al annars ytra. Eins og getið er fylgdi litprentað- ur bæklingur fyrsta skammti af safnplötu Sálarinnar þar sem saga sveitarinnar er rakin í stórum dráttum. Bæklinginn, sem er þegar orðinn merkilegur safngripur, piýð- ir fjöldi mynda af sveitinni og liðs- mönnum hennar frá ýmsum tímum. DÆGURTÓNLIST HLJOMSVEITAKEPPNIN Rokkstokk er orðin árlegur viðburður, en hún er haldin af félagsmiðstöðinni Ungó í ileykjanesbæ ár hvert. í keppninni sem haldin var í sumar keppti 21 sveit og í haust kom út geisladiskur með upptökum 1 frá keppninni. Upptökurnar ei*u úr Rokkstokk 98-keppninni, utan að lög sigur- sveitar keppninnar að þessu sinni, Reykjavíkursveitarinnar Klamediu X, eru tekin upp í hljóðveri. Fyrir Utan Kla- mediu X eiga lög á disknum hljómsveitimar Varð, einnig úr Reykjavík, sem lenti í öðru sæti, Terrance, sveit úr Kefla vík, sem hreppti þriðja sætið, Albatross, Beefcake, Vírus, Þór- gunnur nakin, Ofurflemmi og sval- arnir, Equal, Amnesia, Duffel, RRR Saur, Moðhaus, Danmodan, R18856, Albinói 98, Karpet, Quin- tet Sindra, Kiðlingur, Fungus og Krumpreður. Á disknum eru og lög með tveimur utankeppnissveitum, rappsveitinni Oblivion og Gús. Á disknum er einnig að finna margmiðlunar- efni, kynningu á hljómsveitunum, myndir og upp- lýsingar um keppnina. Auk þess að komast á plast fékk Klamedia X að launum ferð til Danmerkur á tónlistarhátíðina Mosstock, sem er helsta hátíð áhugahljómsveita í Danmörku. Sveitin þótti standa sig bráðvel í kepphinni. Auk þessa fékk Klamedia X hljóð- verstíma í Sýrlandi, geisladiska og veislu. Klamedia X er skipuð fyrrum liðsmönnum Urmuls og Moonboots að hluta en annars eru í henni þau Áslaug H. Hálfdánardóttir söngkona, Bragi V. Skúlason gítarleikari, Jón Geir Jóhannsson trommu- leikari, Snorri H. Kristjánsson bassaleikari, Þráinn A. Baldvinsson gítarleikari og Örlygur Benediktsson hljómborðsleikari. SIGURSVEIT Áslaug H. Hálf- dánardóttir söngkona Kla- mediu X í miklu , stuði á Mos- stock. Viðskiptagreinar Tölvugreinar Valgreinar Annað skemmtHegt & hagnytt Tölvuskóli Reykjavíkur býður ítarlegt nám í skrifstofutækni fyrir alla þá sem hafa hug á að ná góðum tökum á fjölbreyttri starfsemi á nútíma skrifstofu. Ásamt markvissu tölvunámi er einnig lögð rík áhersla á alhliða kennslu í skrifstofugreinum eins og bókhaldi og versiunarreikningi. Að námi loknu eru nemendur færir um flest skrifstofustörf. Námið er 345 stundir að lengd og eru þar með taldar 45 stundir í þremur valgreinum. Auk þess fylgir tveggja vikna starfsþjálfun í fyrirtæki. Námið og starfsþjálfunin tekur um 16 vikur. Mikil áhersla er lögð á að hafa vönduð íslensk námsgögn í öllum greinum. Bókfærsla Verslunarreikningur Almenn þókhaldsverkefni, víxlar og skuldabréf Launabókhald Lög og reglugerðir Virðisaukaskattur Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar Tölvubókhald Bókhald sem stjórntæki 165 stundir 100 stundir 35 stundir Almenn tölvufræði Ritvinnsla Word Töflureiknir Excel Tölvufjarskipti Internetið Glærugerð PowerPoint tolvuskoli @ tolvuskoli.is ENTER íslenska og verslunarbréf Tjáning, hópvinna, framsögn, útlit, þjónusta viðskiptavina, vinnustellingar, útlit, framkoma, símsvörun, atvinnuumsóknir. T ölvubókhald 15 stundir Vélritun 15 stundir Viðskiptaenska isstundir Tollskýrslugerð I5stundir Internet vefsíðugerð 15 stundir Gagnagrunnur isstundir I Tölvuskóli Reyl<javíkur Borgartúni 28, sími 561 6699 www.tolvuskoli.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.