Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 57
FÓLK í FRÉTTUM
Fjöldi kvenna svaraði auglýsingunni
Morgunblaðið/Kristinn
GUNNAR Þórðarson með einn umsækjanda í áheym.
Ótrúleg viðbrögð
ÁÆTLAÐ er að setja upp sýningu
á Broadway á næstunni þar sem
söngkonur verða í aðalhlutverki og
er verið að setja saman lagaval
þekktra söngkvenna á borð við
Celine Dion, Whitney Houston,
Madonnu og fleiri. Kristjana Geirs-
dóttir móttökustjóri Broadway seg-
ir að auglýst hafi verið eftir lagviss-
um konum í Morgunblaðinu og
viðbrögðin hafí verið þvílík að annað
eins hafí vart sést. „Við bjuggumst
við að nokkrar myndu hafa sam-
band, en það var öðru nær. Síminn
stoppaði varla og meira en sjötíu
konur sóttust eftir að komast í sýn-
inguna.“
Gunnar Þórðarson hefur yfirum-
sjón með sýningunni og á fímmtu-
dag og föstudag mættu konurnar í
prufu. Hann var spurður að því
hvemig það væri að vera kominn í
svona kvennafans.
„Já, það er alveg ótrúlegt. Ég
sagði nú bara stopp þegar komnar
voru 74 konur. Ég sá fram á að það
færu fleiri vikur í áheymarprufur ef
fleiri kæmu,“ segir Gunnar og er
létt hljóð í honum.
„Ólafur Laufdal er að setja af
stað þessa sýningu sem á að vera
með kvensöngvurum og hann bað
mig að sjá um þetta. Sýningin hefur
enn ekki fengið nafn og við emm
ennþá að setja prógrammið saman.
I gærkvöldi var ég með áheym-
arprufur og þá komu nokkrar söng-
konur sem voru alveg frábærar.
Það kom mér skemmtilega á óvart
hvað margar vom góðar."
- Heldurðu að þær hafí verið
búnar að æfa sig í karaokee?
„Já, ég held þetta sé nú sú
kynslóð. Það var greinilegt að
margar voru vanar að syngja.
Svona góður söngur verður ekki til
á einni kvöldstund," segir Gunnar.
Hann bætir því við að hann muni
velja fimm til tíu söngkonur fyrir
sýninguna. Munu því færri komast
að en vilja.
Stór skammt
frönskum kai
PEPSl
Kentucky Fried Chi
EINSTAKT TILBOÐ
1 miöi
2 myndir
I í kfrUpLxtl
REYKJAVIK - KEFLAVIK