Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Með full-
fermi í
Krossanes
Básafell greiði
Barða skaðabætur
BÁSAFELL hf. var í gær í
Hæstarétti dæmt til að greiða
Barða ehf. tæpar fimm milljónir
króna í skaðabætur vegna þess að
síðarnefnda félagið fékk ekki notið
viðbótaraflahlutdeildar á grund-
velli laga nr. 105/1996 um breyt-
ingu á lögum um stjórn fiskveiða.
Barði hafði árið 1994 selt Eyra-
sparisjóði endurnýjunarrétt báts-
ins Isborgar BA, sem hafði farist
skömmu áður, og var tekið fram í
afsalinu að honum fylgdu engar
veiðiheimildir. Aflahlutdeild báts-
ins hafði Barði flutt yfir á annan
bát í sinni eigu. Síðar heimilaði
Barði sparisjóðnum að nýta endur-
nýjunarrétt bátsins á fiskiskipið
Hafrafeli IS, sem er í eigu Bása-
fells hf.
Með fyrrgreindum lögum var
lögfest heimild til að úthluta við-
bótaraflahlutdeild til skipa sem
stundað höfðu línuveiðar á ákveðn-
um tímabilum, enda kæmi viðbótin
í stað svokallaðrar línutvöföldunar.
Á gi-undvelli lagabreytinganna var
skipinu Hafrafelli úthlutað viðbót-
araflahlutdeild, m.a. í þorski og
ýsu, sem grundvallaðist á afla-
reynslu Isborgar. Þegar Básafell
hf. neitaði að viðurkenna rétt
Barða til aflahlutdeildarinnar
krafðist síðarnefnda félagið bóta.
Taldi Hæstiréttur að Barði hefði
átt réttmætt tilkall til viðbótarafla-
hlutdeildarinnar, þrátt fyrir að fé-
lagið ætti ekki fiskiskip þegar hún
kom til úthlutunar, og með því að
fara á mis við hana hefði það ber-
sýnilega orðið fyrir tjóni. Var
Básafell því dæmt til að greiða
bætur sem svöruðu til gangverðs
aflahlutdeildarinnar í viðskiptum.
Málið fluttu Kristinn Hallgríms-
son hrl. af hálfu Básafells hf. og
Jónatan Sveinsson hrl. fyrir hönd
Barða ehf.
NÓTASKIPIÐ Sigurður VE kom
með fullfermi af loðnu í Krossa-
nes í gærmorgun, eða um 1.540
tonn, og er þetta jafnframt fyrsti
loðnufarmurinn sem berst til
verksmiðjunnar á nýbyijuðu ári.
Sigurður VE hefur verið trygg-
asti viðskiptavinur verksmiðj-
unnar í Krossanesi síðustu ár og
séð henni fyrir stærstum hluta af
þeim afla sem komið hefur þar til
vinnslu. Kristbjörn Árnason skip-
stjóri sagði aflann hafa fengist í
8 köstum um 55 sjómflur austur
af Skrúð. Hann sagðist ekki hafa
orðið var við mikið af loðnu á
svæðinu og hún væri nokkuð
dreifð.
Morgunblaðið/Kristján
Landsvirkjun lýsir áhuga á að aflað verði virkjunarheimildar í Bjarnarflagi
„LANDSVIRKJUN hefur lýst
áhuga sínum á að aflað verði virkj-
unarheimildar í Bjarnarflagi og eiga
um málið góða samvinnu við heima-
menn en ennþá hefur engin niður-
staða fengist í málinu,“ sagði Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkjun-
ar, er hann var spurður hvernig mál
stæðu varðandi undh'búning hugs-
anlegrar gufuaflsvirkjunar í Bjam-
arflagi.
Sigbjöm Gunnarsson, sveitar-
stjóri Skútustaðahrepps, segir
heimamenn hafa mikinn áhuga á
virkjun í Bjamarflagi en þar er nú
fyi'ir lítil virkjun eða rafstöð. Bora
Heimamenn sýna
einnig
yrði nokkrar viðbótarholur til að
hægt verði að nýta jarðvarmann og
er gert ráð fyrir allt að 30 MW virlq-
un. Sigbjörn sagði að rask yrði til-
tölulega lítið, fremur yrði um
hreinsun og lagfæringu að ræða á
svaeðinu.
Áhuga heimamanna sagði Sig-
áhuga
bjöm byggjast á því að auk þess sem
nýrri virkjun fylgdi uppbygging og
nokkm- ný störf til frambúðar myndu
henni einnig fylgja nýir möguleikar í
ferðaþjónustu. Þar mætti til dæmis
hugsa sér að gefa ferðamönnum kost
á að sjá hvernig gufuafl er vh'kjað og
koma upp baðaðstöðu.
Fyrsta skrefið sagði Sigbjöm
vera lagaheimild til virkjunar og síð-
an kæmi trúlega til umhvei-fismats.
Það sem vefðist hins vegar fyrir
mönnum væra ákvæði laga frá 1974
um vemdun Laxár og Mývatns.
Skútustaðahreppur hefur beðið um
lögfræðilegt mat á hvort þau lög fái
staðist í .dag, m.a. hvort þau séu
framar lögum um umhverfismat, og
kvað hann það mat væntanlegt á
næstunni. Varla væri hægt að taka
næsta skref í þessum virkjunarmál-
um iýrr en þessi staða lægi ljós fyrir
en þegar þar að kæmi yrði það Al-
þingis að taka á málinu.
Refsað fyr-
ir að taka á
sig sök
HÆSTIRÉTTUR dæmdi mann í
þriggja mánaða óskilorðsbundið
fangelsi f gær fyrir brot á 1. mgr.
142. gr. almennra hegningarlaga,
sem leggur refsingu við því að bera
rangt fyrir dómi.
Maðurinn bar vitni í opinberu
máli á hendur Franklín K. Steiner
sem dæmt var í í Hæstarétti í des-
ember 1997. Þar kvaðst hann eiga
fikniefni sem fundist höfðu á heim-
ili Franklíns. Framburðurinn þótti
svo ótrúlegur að ekki var tekið á
honum mark. Var Franklín þá sak-
felldur og dæmdur í 20 mánaða
fangelsi.
I kjölfarið var höfðað opinbert
mál á hendur þeim báðum og var
Franklín gefin að sök hlutdeild í
broti á 1. mgr. 142. gr. almennra
hegningarlaga. Héraðsdómur
Reykjaness sýknaði báða ákærðu.
Taldi hann ekki fært að refsa
mönnum fyrir að taka á sig sök fyr-
ir aðra og vitnaði meðal annars til
meginreglna um að sökuðum eða
grunuðum mönnum verði ekki refs-
að fyrir rangan framburð.
Hæstiréttur féllst ekki á þessi
sjónarmið. Ákærði hefði borið
rangt af ásetningi í fyrra málinu.
„Skiptir ekki máli um refsinæmi
gerða hans, þótt þær hafi ekki leitt
til rangrar úrlausnar í því máli.
Verða gerðir hans heldur ekki
refsilausar þótt hann hafl tekið með
þeim á sig sakir annars manns,“
segir rétturinn. Hins vegar var
Franklín Steiner sýknaður því
ákæravaldinu hefði ekki gegn ein-
dreginni neitun þein-a beggja tek-
ist nægilega að sýna fram á hlut
hans í broti meðákærða.
Málið fluttu Bogi Nilsson ríkis-
saksóknari af hálfu ákæravaldsins
en skipaðir verjendur ákærðu voru
Kristján Stefánsson hri. og Jón
Magnússon hrl.
----------------
Vinnuslys í
Kópavogi
KARLMAÐUR var fluttur á slysa-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur um
sexleytið í gær eftir að hafa fallið á
milli hæða í nýbyggingu við Lækj-
arsmára í Kópavogi. Að sögn læknis
á vakt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
virðist maðurinn hafa sloppið við al-
varleg meiðsl.
Lést í
bflslysi í
Skagafirði
MAÐURINN sem beið bana í
umferðarslysi í Skagafirði í
fyrrakvöld hét Hjörvar Jó-
hannsson og var bóndi á Hofí í
Vesturdal í Skagafirði. Hann
var 54 ára að aldri. Hjörvar var
ókvæntur en lætur eftir sig
uppkominn son.
Sérblöð í dag
Á FÖSTUÐÖGUM
MEÐ blaðinu í
dag fylgir 6
síðna bæk-
lingur frá
íþrótta- og
tómstunda-
ráði Reykja-
víkur „Allir á
skíði“. Blað-
inu er dreift á
höfuðborgar-
svæðinu og á
Suðurnesjum.
Ekkerl spurt um Arnar
Gunnlaugsson C/1
Grindvíkingar burst-
uðu KR-inga C/2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is