Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni sendiherra, Gustavo Iruegas (lengst t.v.) sendiherra Mexíkó á íslandi með aðsetur í Ósló, og gestgjafanum, Ernesto Zaragoza, í sal á heimili hins síðastnefnda, sem skreyttur var aragrúa uppstoppaðra veiðidýra frá öllum heimshornum. Zaragoza hefur sjálfur fellt öll dýrin. A myndinni til hægri eru Bryndís Schram, Ástríður Thorarensen, Davíð Oddsson, Carlos Zaragoza og Brynjólfur Bjarnason að virða fyrir sér stórfisk í fiskvinnslunni Nautico. ' Ánægja í Sonora-fylki með samstarfíð við íslensku fyrirtækin Ahersla lögð á persónuleg tengsl Davíð Oddsson forsætisráðherra heimsækir þessa dagana ásamt fylgdarliði íslensk fyrirtæki í Mexíkó. Opinber heimsókn Davíðs hefst á mánudag. Kristján Jónsson blaðamaður og Kjart- an Þorbjörnsson ljósmyndari fylgjast með heimsókninni. RÁÐAMENN í fylkinu Sonora í Mexíkó lýsa yfir ánægju sinni með samstarfið milli íslensku fyrirtækj- anna Granda og Þormóðs ramma/Sæ- bergs við þarlenda aðila um rekstur útgerðar og fiskvinnsluhúss. „Það hefur verið mjög gefandi og ánægjulegt að starfa með ykkur ís- lendingum og ég legg sérstaka áherslu á þau persónulegu tengsl sem hafa myndast,“ sagði Emesto Zaragoza, sem er einn af mestu áhrifamönnum í atvinnulífi Gu- aymas, í kvöldverðarboði til heiðurs Davíð Oddssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans, Ástríði Thoraren- sen. Zaragoza-fjölskyldan rekur m.a. samsteypuna Cozar sem á helmings- hlut í sjávarútvegsfyrirtækin Sigló- Nautico á móti íslensku aðilunum. Guaymas er nokkru stærri en Reykjavík og eru fiskveiðar mikil- væg atvinnugrein þar en bátamir yf- irleitt litlir enda stunda þeir ein- göngu veiðar á Kalifomíuflóa. Kvik- myndin The Mask of Zorro var tekin í og við borgina og bjuggu Anthony Hopkins og fleira stórmenni þá á hóteli rétt fyrir utan hana. Samstarfið við Cozar byrjaði 1995 og var í fyrstu eingöngu um að ræða veiðar á stórri rækju með tíu bátum. En síðar var farið að vikka út sviðið, meðal annars farið að veiða risa- smokkfisk og hvítfisk. Haustið 1997 var svo tekið í notkun nýtt frystihús sem er hið fullkomnasta í Mexíkó. Húsið er rúmlega 5.000 fermetrar, að mestu byggt eftir íslenskum teikningum og mikil áhersla lögð á vöravöndun og hreinlæti. Plötufryst- ingin var sú fyrsta sinnar tegundar í öllu landinu. Þar era nú í föstu starfi um 60 manns en geta verið allt að 200 þegar mest er að gera. Húsið kostaði nær 300 milljónir króna, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hef- ur séð um sölu og markaðssetningu á öðrum afurðum Nautieo en rækju. Rækjan á Bandaríkjamarkað íslensku starfsmennimir hjá Nautico eru Vilhjálmur Mar Guð- mundsson sem hefur verið á staðn- um frá 1997 en einnig er þar nú að störfum tímabundið Svavar Svavars- son, framleiðslustjóri hjá Granda, vegna undirbúnings fyrir væntan- lega sardínufrystingu og saltfisk- vinnslu. Notaður verður Alaska- þorskur og er þá eitt af markmiðun- um að komast inn á markaði í Brasil- íu. Aðstoðarmaður Vilhjálms er Ubaldo Benitez Hernandez sem vann á Islandi í tíu mánuði í fyrra og lærði þá svo mikla íslensku að hann getur vel bjargað sér. Mun hann taka að sér stjórn saltfiskvinnslunn- ar en hann er menntaður í efnaverk- fræði. Lítil rannsóknastofa er í frystihúsinu. Svo vel hefur tekist til við gæðaeft- irlitið að rækjan stenst kröfur á Bandaríkjamarkaði og er öll seld þangað. Smokkfiskurinn fer til Spán- ar og Japans og segir Brynjólfur Bjarnason að beita þurfi flóknum að- ferðum til að sneiða hráefnið niður þannig að það henti kaupendum. Togskipið Arnames var sent til borgarinnar 1997 og er það notað til veiða og rannsókna en lítið er vitað um stofna og veiðimöguleika á þess- um slóðum. Er Arnamesið eina fiski- skipið í Mexíkó sem getur togað á meira en 100 faðma dýpi. Brynjólf- ur segir mikilvægt að virða hefðir á staðnum þegar menn til dæmis kynni nýjar hugmyndir um veiðarfæri í von um að nýta betur skip og mannskap. „Samvinnan við Zaragoza-feðgana er lykilatriðið, þeir þekkja menninguna á staðnum og vita hvemig á að leysa málin. Okkur hefur sem dæmi tekist það sem Suður-Kóreumönnum og öðrum hefur mistekist, að fá leyfi til að stunda togveiðar með stóra skipi,“ segir Brynjólfur. I dag, föstudag, heldur forsætis- ráðherra og föraneyti hans áleiðis til borgarinnar Mazatlan en þar era fyr- irtækin J. Hinriksson og Netagerð Vestíjarða með rekstur. Áhugi á tvíhliða samstarfi í sjávarútvegi Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn í Taflandi. Kjartan Magniísson blaðamaður er í för með honum. SAMSTARF íslendinga og Taílend- inga í sjávarútvegi og samvinna á sviði alþjóðamála var meðal þeirra mála sem Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra ræddi við varaforsæt- isráðherra og utanríkisráðherra Ta- ílands í gær en hann er nú staddur þar í opinberri heimsókn ásamt ís- lenskri viðskiptasendinefnd. Góð þátttaka var á fundi sem sendinefnd- in átti með aðilum í taílenska versl- unarráðinu í gær. I gærmorgun hitti Halldór Surin Pitsuwan, utanríkisráðherra Ta- ílands, og að fundi loknum snæddu þeir saman hádegisverð. Á fundinum kom fram mikill vilji til að auka tví- hliða samstarf ríkjanna, sérstaklega á sviði sjávarútvegs. Halldór segir að þeir hafi einnig rætt um að auka samskipti EFTÁ og ASIAN, efna- hagsbandalags Suðaustur-Asíuríkja en Taílendingar munu taka við for- mennsku þess í júlí nk. Á fundinum bauð Halldór taílenska utanríkisráð- herranum til Islands og þekktist hann boðið. Síðdegis hitti Halldór Supachai Panitchpakdi varaforsætisráðherra sem einnig fer með viðskiptamál. Panitchpakdi er í framboði til emb- ættis aðalframkvæmdastjóra Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og hafa Islendingar Iýst stuðningi við framboð hans. Á fundinum árétt- aði Halldór stuðninginn og ræddi um áherslur Islendinga í alþjóðavið- skiptum en búist er við því að næsta samningalota WTO hefjist á næsta ári. Ráðherrarnir ræddu einnig leið- ir til að auka samskipti ríkjanna á næstu árum. Ráðherrarnir voru sammála um að landbúnaðarmál, sem sjávarútvegur heyrir undir hjá WTO, myndu skipta miklu máli í komandi samningalotu ' Morgunblaðið/Lárus Karl Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, heilsar að hætti innfæddra við höllina niiklu (Great Palace) í Bang- kok í Taílandi. og yrðu raunar eitt stærsta framtíð- arverkefni stofnunarinnar. Panitchp- akdi sagði spennandi tíma framund- an í alþjóðaviðskiptum; það yrði hlutverk WTO á að stuðla að auknu frelsi í heimsviðskiptum. Halldór segist vera ánægður með viðræður sínar við taílenska ráða- menn og vonar að þær eigi eftir að skila sér í betra samstarfi á milli landanna. „Fundirnir voru afar gagnlegir og hjá ráðherrunum kom fram einlægur áhugi á að auka sam- stai-f við íslendinga á ýmsum svið- um. Það e.r ánægjulegt að utanrikis- ráðherrann skuli hafa áhuga á að koma til íslands og ég vona að hann komi fljótlega," segir Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.